Tíminn - 15.06.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.06.1951, Blaðsíða 5
131. blað. TÍMINN, föstudaginn 15. júní 1951. 5. Föstud. 15. júnt Skattfrjáls spari- fjársöfnun í fréttum útvarps og blaða var nýlega sagt frá því, að ekkj væri enn búið að selja nema tæpan þriðjung af skuldabréfum þeim, sem boð in hafa verið út á vegum Sogs virkjunarinnar og Laxárvirkj unarinnar. Því veröur þó vissu lega ekki kennt um, að ekki hafi verið hvatt nægilega til þess, að bréfin væru keypt. Það hlýtur annars ekki að koma neitt á óvart, þótt þessi skuldabréfasala gangi erfið- lega. Að sönnu er hér um framkvæmdir að ræða, sem allir telja sjálfsagðar og vilja styrkja, svo framarlega sem þeir vilja stuðla að auknum framförum og umbótum. En sparifjáreigendur eru eðlilega orðnir ragir við það að festa fé sitt til langs tíma. Enginn getur heldur láð þeim það, eins og að þeim hefir verið búið. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hvernig verðgildi peninganna hefir stöðugt verð ið rýrt á undanförnum árum. Það er þó rangt að tala um gengislækkunina sérstaklega 1 því sambandi, því að hún var ekki annað en viðurkenning þeirrar verðrýrnunar, sem búin var að eiga sér stað, og jafrwel tæplega það. Það geta menn bezt séð, ef þeir bera t. d. saman verð á húseign í Reykjavík, eins og það var fyrir stríðið og var svo orðið um það leyti, sem gengislækk unin var ákveðin. Sama nið- urstaða fæst, ef borið er sam an afurðaverð eða kaupgjald á sömu tímum. Það var vitan1 lega fjárhagslegur ógerning-1 ur að halda peningagildinu1 óbreyttu út á við eftir að búið var að fella það þannig inn1 á við. Þetta mun þjóðin líka skilja, þótt viss mann- tegiínd, sem átti drjúgan eða drýgstan þátt í verðhruni peninganna, sýndi þann fari- 1 seahátt að reyna að þvo hend ur sínar með því að látast vera andvíg gengislækkun- j uninni. þótt hún viðurkenndi hana óhj ákvæmilega í hjarta sínu. Verðhrun peninganna hef- sj;afað af hinu sífellida kapphlaupi millj kaupgjalds og verðlags. Að vísu má nefna fleiri minniháttar orsakir, en aðalorsökin er þessi. Því mið ur heldur þetta kapphlaup áfram enn og verður vissu- lega ekki séð fyrir endann á því. Þetta er þó hvorki fram leiðendum eða launþegum til góðs, því að raunverulegar tekjur þeirra aukast ekki, þótt krónutalan hækki. Brask arar, milliliðir og skuldakóng ar eru þeir einu, sem græða. En stöðugt verðfall peninga leiðir til þess að sparifjár- söfnun minnkar og gálaus meðferð peninga eykst. Af- leiðingin verður fjárskortur svo að ekki fæst fé til nauð- synlegustu mannvirkja, eins og nýju orkustöðvanna við Sogið og Laxá. Með þessu er á góðum vegi að skapast hér óviðráðanlegt verðhrun og kreppa, er þyngst mun bitna á alþýðustéttun- um til lands og sjávar. Þjóðin verður að skilja það, að hún verður að treysta verð ERLENT YFIRLIT: . ~ A n n a R o s e n b e r g flúu er stiinduin köllnð „konan, sem síjórnar ]iershöfðiiigjuimiii“ Það vakti ekki litla athygli á síðastliðnu hausti, þegar Mars hall hershöfðkigi gerðist land- varnarráðherra Bandaríkj- anna og valdi sér konu sem nánasta samstarfsmann. Það var vitað að aðstoðarlandvarnar ráðherraembættið myndi verða óvenjulega umsvifamikið á kom andi misserum. Auk þess þótti líklegt, að Marshall myndi vilja skipa það þannig meðan hann væri landvarnarráðherra, að hann gæti losað sig sem mest við þras og eril og lagt sem mest af störfum á herðar aðstoðar- ráðherrans. Að sönnu er Mars- hall starfsmaður mikill, en hins vegar orðinn gamall og fremur heilsuveill. Hafði hann af þeim ástæðum sagt af sér embætti utanríkisráðherrans og ætlað sér að hafa rólegt það, sem eftir var ævidaganna. Þótt val Önnu Rosenbergs í embætti aðstoðarlandvarnaráð- herrans kæmi á óvart, mæltist það eigi síður vel fyrir. Hún naut slíks álits, að flestum þótti val Marshalls vel ráðið. Að vísu kom sá kvittur upp nokkru eft- ir að Anna tók við embættinu, að hún hefði staðið í samneyti við kommúnista og ætluðu hin- ir afturhaldssamari republik- anar að notfæra sér það til árása á stjórnina. Rannsókn á því leiddi það hins vegar í Ijós, að hér var um allt aðra Önnu Rosenberg að ræða og hlutu republikanar litla frægð af þessari herför sinni. Fædd í Ungverjalandi. Anna Rosenberg er ekki fædd í Bandaríkjunum, þótt hún skipi nú eitt virðulegasta og á- byrgðarmesta embætti þeirra. Hún er fædd í Ungverjalandi 1902 og ólzt þar upp til 10 ára aldurs. Þá flutti hún með for- eldrum sínum til Bandaríkj- anna. Hún var ekki nema 16 ára gömul, þegar hún hóf af- skipti sín af félagsmálum, en þá fékk hún skólasystur sínar til að stofna „félag verðandi kjósenda", en konur höfðu þá ekki kosningarétt. Jafnan síð- an hefir hún staðið fram- arlega í kvenréttindabarátt- unni. Skólaganga hennar varð skemmri en ætlað var, því að hún hætti námi, er Bandarík- in lentu í fyrri heimsstyrjöld- inni og gekk í sjálfboðadeild hjúkrunarkvenna. Hún lét sér það ekki heldur nægja að gera það einsömul, heldur fékk marg ar vinkonur sínar til að gera það sama. Eftir styrjöldina’ kynntist hún ungum hermanni,! Julius Rosenberg, og leiddi sá kunningsskapur til hjónabands. Með því var fyrirætlunum henn ar um frekari skólagöngu lokið til fulls, að öðru leyti en því, að hún gekk á húsmæðraskóla um nokkurt skeið. Hjónaband þeirra Önnu og Juliusar hefir jafnan verið hið bezta. Julius rekur teppaverzl- un í New York og heimsækir Anna hann jafnan um helgar síöan hún gerðist ráðherra. 1 tilefni af því hefir hún nýlega ( sagt; Ég lifi ekki sönnu lífi nema á sunnudögum. Frábær sáttasemjari. önnu nægði það ekki að hugsa um heimilið eitt saman eftir að hún giftist Juliusi. Starfs áhugi hennar og orka heimtuðu meira verkefni. Hún hóf ýmis konar afskipti af félagsmálum í New York og þótti það fljót- lega koma í Ijós, að hún hafði undraverða hæfileika til að jafna ágreining. Hún gat beitt blíðu og horku 'eftir því, sem með þurfti. Hún varð brátt svo eftirsótt sem sáttasemjari, að hún setti upp sérstaka skrif- stofu í því augnamiði. Það voru ekki sízt atvinnurekendur, er leituðu til hennar, og fengu hana til að reyna að koma á sættum í vinnudeilum. Þótt hún kæmi þar fram sem fulltrúi atvinnurekenda, vann hún sér samt mikla hylli og tiltrú verka manna. Svo mikið orð fór af samningahæfni hennar, að rík- isstjórnin sjálf leitaði oftlega til hennar, þegar hinir opinberu sáttasemjarar höfðu gefizt upp. í þjónustu Roosevelts. Roosevelt hafði ekki lengi verið forseti, er hann kom auga á Önnu sem æskilegan aðstoð- armann. Það sýnir bezt, hve oft hefir verið til hennar leit- að, að hún hefir setið samtals í 25 opinberum nefndum og verið ráðunautur margra stjórn ardeilda .um lengri eða skemmri tíma. Oftast hafa þessi störf hennar verið ólaunuð, enda hef ir hún ekki þurft slík laun, því að hún hefir jafnan haft góðar tekjur fyrir önnur störf sín. Þegar hún dvaldist sem ráðu- nautur stjórnarinnar í Washing ton á stríösárunum og hafði 7500 dollara í árslaun, komst þingnefnd ein að því að hún hafði á sama tíma um 30 þús. dollara laun sem ráðunautur þriggja fyrirtækja í New York, en alls mun hún þá hafa féngið um 60 þúsund krónur fyrir slík ráðunautsstörf. Stjórn arandstæðingar vildu þá ólmir og uppvægir láta hana fara úr þjónustu ríkisins, en Roosevelt harðneitaði því. Niðurstaðan varð sú, að Rosenberg hætti að taka laun frá öðrum en ríkinu, enda þótt það kostaði hana að ganga á eignir sínar. Eftir styrj öldina gekk hún úr þjónustu ríkisins og hefir síðan rekið einkaskrifstofu sína í New York. Sonur hennar annast um rekst ur skrifstofunnar síðan hún gerð ist ráðherra. Duglegur erindreki. Á stríðsárunum fór hún tví- vegis til Evrópu sem einkafull- trúi Roosevelts forseta til þess að kynna sér aðbúnað hermann anna. Hún dvaldi þá oft á víg- völlunum og lét ekkert ógert til að-kynna sér kjör hermann- anna sem bezt. Eftir heimkom- una gaf hún ýtarlega skýrslur um það, sem henni fannst að- Anna Rosenberg. finnsluvert. Hershöfðingjarnir ráku upp stór augu, þegar þeir sáu, að hún hafði ekki aðeins kynnt sér kjör hermannanna, heldur hvernig einstakar vopna tegundir höfðu reynzt og hvert væri álit hermannanna á þeim Margt kom þar fram, sem hers- höfðingjarnir höfðu ekki sjálfir veitt sérstaka athygli. Frá þess- um tíma mun Marshall hafa haft það álit á Önnu, er leitt hefir nú til þess, að hann hefir gert hana að aðstoðarráðherra sínum. En Anna átti erindi við fleiri en hershöfðingjana eftir heim- komuna. í annað sinn átti hún ekki færri en 400 landsímasam- töl eftir að hún kom heim. Hún var þá að skila kveðjum til mæðra og eiginkvenna frá her mönnum, sem hún hafði hitt. Ein móðirin kvartaði undan því, að sonurinn skrifaði sér sjald- an. Anna sendi honum ávítun- arbréf. Síðan skrifaði hann móð ur sinni reglulega og sendi Önnu afrit af bréfunum, svo að hún (Framhald á 6. síðu.) gildi peninganna. Ööruvísi getur eðlileg sparifjársöfn un ekki átt sér stað, en hún er ein aðalundirstaða fram- faranna. Öruggasta leiöin til aö tryggja verögildi pening- anna er aö framleiðendur og launþegar komi sér saman um verö- og kaupbindingu til ákveöins tíma og sameinist um aö afstýra milliliðaorkinu. Fátt eöa ekkert yrði líklegra til að tryggja heilbrigt fjár- málalíf, næga atvinnu og um bætur. En mcðan slíku samkomu lagi er ekki að fagna, verð- ur það opinbera að gera það. sem I þess valdi stend ur til að tryggja sparifjár söfnunina. Meðal þeirra íir ræða, sem þar koma fyrst til greina, er að lögleiða skatífrjálsa sparifjársöfn- un, ef féð er bundið til á- kveðins tíma. Það myndi strax verða til að glæða sparifjársöfnunina, ef þannig væri gengið til móts við sparifjáreigend- ur og þeim veitt viss viður kenning og hlunnindi vegna sparnaðar síns. Það ætti að verða eitt af verk- efnum næsta þings að setja slíka löggjöf. Raddir nábúarma Þjóðviljinn hefir kallað samninginn um „réttarstöðu varnarliðsins“ „nýjan land- ráðasamning“ og heldur þvi fram, að samkv. honum geti herinn lagt undir sig hvaða íslenzkt landsvæði, sem hon- um þóknast, án skaðabóta. Um þetta segir Alþýöublaðið í gær: „Það er ekkert, annað en fleipur hjá Þjóðviljanum, að Bandaríkin geti samkvæmt þessu lagt undir sig hvert það landsvæði, sem þau hafa á- girnd á, því að íslenzk stjórn- arvöld ráða því ein, hvaða landsvæði varnarliðið fær til afnota. Þá eru það og bláköld ósannindi í Þjóðviljanum, að íslendingar eigi sjálfir að bera allt það tjón, sem hlýzt af dvöl herliðsins hér. í viðbót- arákvæðunum við varnar- samninginn er því að vísu yfir lýst, að hvorki Island né Bandaríkin muni gera kröfu til skaðabóta vegna tjóns af framkvæmd varnarsamnings- ins, sem starfsmenn annars hvors ríkisins kunna að valda starfsmönnum hins. En um allt tjón, sem aðrir verða fyrir segir, að Island skuli sjálft dæma um skaöabótakröfurn- ar eftir íslenzkum reglum, en skaðabótaupphæðin skipt'ft þannig niður, að Bandaríkin greiði 85%, ísland 15%, ef varnarliðið ber ábyrgð á tjón- inu, en hvort um sig helming, ef þegnar beggja rikja eiga sökina.“ Alþýðublaðið segir, aö þetta sé nokkuö annað en Þjóðvilj- inn vilji vera láta. Það spyr að lokum, hvort Þjóðviljinn vilji upplýsa, hvernig skaða- bótaskyldum sé háttað í þeim löndum, þar sem rauði her- inn dvelur. Það skyldi þó ekki vera, að hjá þeim ágæta her sé skaðabótaskyldan óþekkt hugtak? Greinaflokkur Cole prófessors Á öðrum stað í blaðinu f dag hefst greinaflokkur eftir G. D. II. Cole prófessor í Ox- ford um samvinnu og sósíal- isma. Cole prófessor er nú al- mennt viðurkenndur sem einn fróðasti og snjallasti nú- lifandi .félagsmálafræðingur Breta og er síðan Laski leið talinn mesti fræðimaður Verkamannaflokksins á sviðl félagsvísinda og stjórnmála. Hann hefir annazt margvís- leg ritstörf fyrir verkalýðs- hreyfinguna og samvinnufé- lögin og auk þess skráð mörg merk fræðirit, jafnhliða því sem hann hefir gegnt kennslu störfum. Á árunum 1939—46 var hann formaður Fabian- félagsins, sem oftast hefir ver ið talið eins konar andlegur leiðarvísir Verkamannaflokkg ins. Eins og skýrt var frá í for- ustugrein Tímans í gær, virð- ast nú vera allmiklir hrær- ingatimar innan Verkamanna flokksins brezka. Ríkisrekst- ursstefna flokksins hefir beð- ið hálfgert skipbrot og marg- ir hinna yngri og framsýnnl leiðtoga flokksins gera sér Ijóst, að þeir þurfa að finna stefnu sinni . lýðræðislegra, raunhæfara og framkvæman legra form. Cole prófeseor er einn í hópi þessara manna. Þetta viðhorf hans mun hafa leitt til þess, að hann hefir nú tekið sér fyrir hendur að skrifa ýtarlegt fræðirit,, sem hann nefnir „The British Co- operative Movement .in a Socialist Society“. Rit þetta mun koma á bókamarkaðinn í sumar, en Cole prófessor hefir ritað stuttan greina- flokk fyrir blað skozkra sam- vinnumanna, .„Scottish Co- operator“, þar sem hann gerir grein fyrir efni þess. Timinn hefir talið rétt að kynna les- endum sínum þennan greina flokk og hefst hann í blað- inu í dag. Það er raunar óþarft að taka það fram, að greina- flokkur Cole prófessors er fyrst og fremst ritaður með brezk viðhorf fyrir augum, en þau eru vitanlega að ýmsn leyti ólík viðhorfum okkar. Margt af því, sem Cole pró£- essor segir, getur þó verið til íhugunar og uppörfunar fvrir okkur. Sambúðarháttum þjóða og einstaklinga er nú vissulega þann veg farið, að nauðsyn- legt er að finna þeim breytt og fullkomnara form. Enginn frjálshuga maður, sem íhug- ar málin, mun þó æskja þess að skipta á stjórnarháttum vestrænna þjóða, þótt margt megi að þeim finna, og á kommúnistisku einræði og ógnarstjórn. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreyndf að nauðsynlegt er að vinna aö breytingum og endurbótum á hinum vestrænu stjórnar- háttum. Og þá er vafalaust ekki völ á öðrum betri úr- ræðum en úrræðum samvinn- unnar. íslenzk samvinnuhreyfing hefir verið í mikilli framsókn síðari árin, þrátt fyrir marg- víslegar hömlur og takmark- anir. Þjóðinni myndi vissu- lega betur farnast ef sú fram- sókn gæti orðið enn meiri og viðtækari. Að því ber vissu- lega að stefna. En það er ekki einhlítt að efla reksturinn ein göngu. Hin andlega vakning og . skilningur. á félagslegu CFramhald á 6. slðu ) *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.