Tíminn - 15.06.1951, Qupperneq 8
„ERLEIVT YFIRL!T« t DAG:
Anna Rosenberg
85. árgangur.
Reykjavlk,
„A FÖRMM VEGI“ í DAG:
Fólkið og landið
15. júní 1951.
131. blað.
Finnskir ungmennafélagar sýna
þjóðdansa hér á landi í sumar
16 inanna flokkur keinar lain^'að 5. Júlí
Ungmennafélag Reykjavíkur og Ungmennafélag íslands
hafa gengizt fyrir því, að hingað komi finnskur þjóðdansa-
flokkur, og er hann væntanlegur til Revkjavíkur með Gull-
fossi 5. júlí. Nefnd sú, sem annast móttöku flokksins fyrir
hönd Ungmennafélags Reykjavíkur og Ungmennafélags ís-
lands, ræddi í gær við blaðamenn í hinum v'stlegu húsa-
kynnum, sem félagið hefir fyrir sumarstarfsemi sina í Lista-
mannaskálanum í Reykjavík.
Forganga ungmennafé-
laganna um endurvakn-
ingu þjóðdansanna.
Ungmennafélögin hér á
landi haía lengi haft endur-
vakningu þjóðdansanna á
stefnuskrá sinni, og hafa viki
vakar víða verið æfðir á veg-
um félaganna, Ungmennafé-
lag Reykjavíkur hefir til dæm
is æft dansana skipulega í
þrjá vetur og haldið um 20
sýningar á vikivökum.
Ungmennaféiög á Norður-
löndum hafa einnig haft hina
þjóðlegu dansa á stefnuskrá
sinni, og er flokkur sá, sem
hingað kemur frá Ungmenna-
sambandi Finnlands, Suomen
Nuorison Liitto.
Tvær deildir hand-
íðaskólans hverfa
til kennaraskólans
Handíðaskólanum verður
slitið í dag. Að þessu sinni fer
uppsögn skólans fram í
Stjörnubíó. Að þeirri athöfn
lokinni verður opnuð sýning á
vinnu nemenda í vinnustofum
skólans á Laugaveg 118.
Á þessu skólaári, sem nú
lýkur, hafa hátt á sjötta
hundrað manns stundað nám
í hinum ýmsu deildum skól-
ans, kennaradeildunum þrem
ur, myndlistadeild og á kvöld-
námskeiðum.
Svo sem kunnugt er hefur
skólafélag Handíðaskólans
undanfarið haft umsjá með
starfsemi kennaradeildanna.
í lögum um menntun kenn-
ara var gert ráð fyrir því, að
þessi skipan væri til bráða-
birgða, eða þangað til ríkið að
öllu leyti tæki að sér starf-
semi þeirra. Hefir nú svo um-
samist, að tvær kennaradeild-
anna, — smíðakennaradeildin
og kennaradeild
vínnu kvenna, —
Kennaraskóla íslands
næsta hausti.
Skólafélag Handíðaskólans
annast hins vegar áfram, svo
sem hingað til, teiknikenn
Urvals flokkur.
í flokknum eru 16 manns.
Stjórnandi hans er kona,
Helvi Jukarainen, en farar-
stjóri er Yrjö Vasama. Með í
förinni eru tveir hljóðfæra-
leikarar og tólf, sem sýna
dansana.
Þetta er úrvals þjóðdansa-
flokkur, sem sýnt hefir víða
og mun nú í sumar, að af-
loknum sýningum hér, sýna á
Norðurlöndunum.
Þegar tilboð bárust frá
flokknum um að koma til ís-
í handa- , lands, fengu aðilar þeir, sem
sameinast að móttöku hans standa, und-
frá ir eins mikinn áhuga á því að
fá flokkinn hingað.
Fi'nnskir þjóðdansar
fagrir.
aradeildina, auk þess sem j Finnskir þjóðdansar eru
skólafélagið starfrækir mynd- ; fagrir og skemmtilegir. Má
listadeildina og hin fjölmörgu vænta að koma Finnanna
námskeið í verklegum grein- í hingað veiti mönnum, sem
um. | þá sjá, ekki aðeins skemmtun,
í skólaslitræðu sinni mun heldur stuðli koma þeirra lika
skólastjóri ræða aðkallandi að því að glæða áhuga ís-
bagsmunamál allra handíða- lendinga á hinum fornu, sér-
kennara og hefir beðið Tím- kennilegu og fögru þjóðdöns-
ann að koma þeirri ósk sinni um og vikivökum, sem við er-
á framfæri, að sem ílestir um því miður að týna alger-
handíðakennarar komi til lega úr skemmtanalífi okkar,
skólaslitanna í dagí , þótt við missum ekki eitt þjóð
____________________________1 legasta skemmtiatriðið, sem
| forfeður okkar höfðu.
Verið að ryðja snjó
af Lágheiðarvegi
Frá fréttaritara Tímans
í Haganesvik.
Ýta frá vegagerð ríkisins
hefir nú rutt snjó af vegum
í Holtshreppi út að Hraunum
og inn yfir Stífluhóla, og nú
er verið að ryðja snjó af veg-
inum yfir Lágheiði til Ólafs-
fjarðar. Er þar mjög mikill
snjór, og hefir ýtan verið þar
síðan um síðustu helgi.
Viðhald vega hófst fyrir
nokkru, og er nú búið að hefla
veginn frá Hofsósi og austur
um Fljót.
Sex sýningar ráðgerðar.
Ráðgerðar eru tvær sýning-
ar í Reykjavík, auk fjögurra
utan bæjarins. Verða vænt-
anlega tvær þeirra hjá Ung-
mennasambandi Kjalarnes-
þings, þar af önnur í Mosfells
sveit, og tvær hjá Ungmenna-
sambandinu Skarphéðni.
Bátiai* (lrog'inn að
landi
ígær kom björgunarskipið
Sæbjörg með vélbátinn
Victoríu frá Þorlákshöfn til
Reykjavíkur. Hafði stýri báts
ins bilaði úti á lúðumiðunum
120 sjómílur undan landi.
a
arfeili 11. þ. m.
Húsmæðraskólanum á Stað
aríelli var slitið 11. þ. m. For-
stöðukona skólans, Ólöf Sig-
urðardóttir, afhenti náms-
meyjum prófskírteini og rakti
um leið starfsemi skólans á
liðnu skólaári. Skólinn starf-
ar tæpa niu mánuði á ári, og
voru í honum að þessu sinni
um tuttugu stúlkur. Fæðis-
kostnaður varð 13,50 kr. á dag,
en heildarkostnaður um
5500 krónur á nemanda.
Hæstu einkunn hlaut að
þessu sinni Fanney Tryggva-
dóttir úr Reykjavík 9,65, en
næstar urðu Ingibjcrg Jóhann
esdóttir frá Húsavík og Brand
dís Steingrímsdóttir frá Heina
bergi í Dalasýslu.
Sýning á handavinnu náms
meyja var s. 1. sunnudag. Sótti
hana mikill fjöldi fólks bæði
úr héraðinu og eins af Snæ-
fellsnesi og víðar að. Sýning
in vakti mikla athygli bæði
hvað vinnuafköst og vand-
virkni snerti. Voru þar marg
ir munir listavel gerðir og
hinir fegurstu á að líta.
Alls voru um sjö hundruð
munir á sýningunni, og áttu
þær stúlkur, sem mest höfðu
gert um og yfir fjörutíu muni
hver.
Kennarar skólans, auk for-
stöðukonunnar, eru þær
Jakobína Guðmundsdóttir frá
Harðbak á Sléttu og Kristín
Tómasdóttir frá Blönduósi.
Þessj mynd er af nemendum og kennurum Staðarfellsskól-
ans í vetur. Nemendur í skólanum voru: Elinborg Guðjóns-
dóttir, Saurlióli í Ðölum, Fjóla Pálsdóttir, Sundlaugavegi 8 í
Reykjavík, Fanney Tryggvadóttir, Gilhaga v!ð Breiðholtsveg
í Reykjavík, Guðlaug Kristófersdótth’, Bjarmalandi í Sand-
gerði, Inga Hannesdóttir, Halldórsslöðum á Vatnsleysu-
strönd, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Nýp í Dölum, Ingibjörg Jó
hannesdóttir, Húsavik, Ingiríður Kristmundsdóttir, Rauð-
barðaholti í Dölum, Kr'stín Þórðardóttir, Þórshamri í Ytri-
Njarðvík, Kristrún Steingrímsdóttir, Heinabergi í Dölum,
Marta Kristjánsdóttir, Suðureyri við Súgandafjörð, Ragn-
heiður Guðmundsdóttir, Svínhóli í Dölum, Rannveig Krist-
jánsdóttir, Nýp í Dölum, Regína Gunnarsdóttir, Ránargötu
9 í Reykjavík, Sigríður Steingrímsdóttir, Heinabergi í Dölum,
Sigurrós Torfadóttir, Hvítadal í Dölum, og Vilborg Kristjáns
dóttjr, Nýp i Dölum. Skólastjóri er Ólöf Sigurðardóttir, og er
hún hin fjórða í fremstu rööinni, talið frá vinstri, en hægra
megin við hana Jakobína Guðmundsdóttir kennslukona, og
til vinstri Kristín Tómasdóttir kennslukona.
(Ljósm.: Þórarinn Sigurðsson).
Sokkni kafbáturinn
fundinn
Það hefir verið tilkynnt, að
brezki kafbáturinn, sem sökk
í aprílmánuði, hafi nú fundizt
og sé hann á sextíu metra |
dýpi um 64 kílómetra frá þeim (
stað, þar sem hann fór á kaf
undan ströndum eyjarinnar
Wright.
Aðstaða til þess að ná hon-
um upp er hin erfiðasta.
Versnandi horfur
í olíudeilunni
Heldur stirðlega horfir nú
um samkomulag milli Persa
og Breta í oliudeilunni, og eru
Persar lítt tilleiðanlegir um
' tilslakanir við Breta. Hafa
þeir borið fram ýrnsar nýjar
kröfur, sem sendiherra Breta
í Persíu hefir mótmælt.
Svæöi í Þingvallahrauni
skemmt af eldi
Kvikuaði i tjaldi út frá tiríinus, og síðan
læstist eldiiriiin í mosann i lirauninu
Um hádegisbilið í fyrradag kviknaði í tjaldi við Klifhóla
við Þingvallavatn og komst eldurinn í mosann og kjarrið og
fór yfir þriggja hektara svæði, áður en hann varð stöðvað-
ur. Er þetta annar stærsti bruni í Þingvallahrauni í tíu ár.
Friðarsamningarn-
ir við Japani
Bretar og Bandaríkjamenn
hafa orðið sammála um upp-
kast að friðarsamningum við
Japani. Þeir eru einnig sam-
mála um það, að samnings-
uppkastið skuli ekki lagt fyrir
fimmveldafund, eins og Rúss-
ar vilja, að gert sé.
Thor Brand-Jensen, um-
sjónarmaður á Þingvöllum,
segir svo frá, að í þessu tjaldi
hafi verið hjón með tvö börn,
og hafði maðurinn fengið
veiðileyfi í vatninu. Var hann
niðri við vatnið, en konan að
elda mat á prímus. Valt prím-
usinn og kviknaði þegar í
tjaldinu, sem fuðraði upp, en
eldurinn læsti sig í þurran
mosann og breiddist fljótt út.
Viðureignin við eldinn.
— Þegar vitnaðist um brun
ann, fór ég á vettvang með
fólk héðan og úr veitingahús-
inu Valhöll, sagði umsjónar-
maðurinn, og ennfremur bætt
ist í hópinn bílstjóri, er leið
átti um veginn. Hafði eldur-
inn breiðzt hratt út, því að
austan vindur var, og lagði
mikinn reyk undan golunni.
Grófum við rásir til varnar
gegn eldinum, en urðum
vegna reyks að hafa okkur
fjær honum en annars hefði
þurft. Gengu tvær starfsstúlk
ur úr Valh. sérstakl. vel fram
við þetta starf. Við þessar rás-
ir var eldurinn svo stöðvaður.
Fallegur blettur
skemmdist.
Það var fallegasti blettur-
inn við Vatnsvíkina, neðan
vegarins, ér skemmdist. En
það er þó von min, að kjarrið
laufgist aftur, þótt það sé
sviðið. Grunnt er enn á klak-
anum, svo að eldurinn læsti
sig aldrei djúpt í mosann,
kjarrið lítið farið að laufgast,
og svo rigndi fljótlega, svo að
eimyrjan hélzt skamma stund
lifandi. Hríslurnar brunnu
ekki, heldur sviðnuðu, en eld-
urinn var einkum í mosanum
og sinunni.
Farið varlega með eld.
Fólk ætti ávallt að hafa I
huga, að það verður að gæta
fyllstu varúðar um meðferð
elds, þar sem svo hagar til
sem í Þingvallahrauni, sagði
| umsjónarmaðurinn að lokum,
(og er einkum hætt af sigar-
(ettustubbum og logandi eld-
spítum þegar mosinn er þurr.
Þessi atburður ætti að verða
fólki til viðvörunar í sumar.
Norð-Mýlingar
biðja um bjarg-
ráðastyrk
Á sýslufundi Norð-Mýlinga
á Seyðisfirði voru samþykkt-
ar .þakkir til fetanda sunnan
(Framhald á 2. siðu.)