Tíminn - 20.06.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.06.1951, Blaðsíða 3
135. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 20. júní 1951. politísku hlutieysi ,,Krp})iiiau!aiinr geta ckk! verið jicili- tískir vinir okkar“ Brezku samvinnufélögin héldu 82. ársþing sitt í Black- pool í maímánuð. s.l. Forustu menn samvinnufélaganna víðsvegar að í Bretlandi sátu þingið og voru þar rædd bæði hagsmuna- og framtíðarmál samvinnuféiaganna. Það málið, sém einna fjör- ugastar umræður spunnust út af, var ,,pól tískt hlutleysi“ samvinnufélaga. Aðdragandi umræðnanna var sá, að full- trúar kaupfélagsins i Leeds báru fram tillögu þess efn- is, að brezka samvinnuhreyf- ingin hætt. að taka beina af- stöðu til stjórnmála og styddi ekki neinn jsérstakan stjórn- málaflokk, en svo sem kunn- ugt er, hef r hreyfingin rekið eigin stjórnmálaflokk, Sam- vinnuflokkinn, síðan 1917, og alltaf staðið mjög nærri verka mannaflokknum. Tillaga þessi var felld með 9.761 atkvæöi gegn 441. Margir helztu leiðtogar brezku samvinnuhreyfingar- innar tóku til máls við' um- ræðurnar og sýndu fram á það með rökum, að það er ekki- hægt fyrir samvinnu- hreyfinguna að útiloka sig frá stjórnmálum. Mr. W. Coldrick, formaður brezka samvinnuflokksins og einn af helztu leiðtogum sam vinnuhreyfingarinnar i Bret- landi, sagði m. a: „l»eir, sem eru andstæð- ingar okkar og keppinaut- ar í verzlun og iönaöi, geta aldrei orðið pólitískir vin- ir okkar“. Mr. G. Robertson, fulltrúi frá Glasgow, benti á að fyrir nokkrum árum síðan hefðu I kommúnistar í Bretlandi gert | allt, sem þe'r gátu, til þess að veikja samvinnuhreyfing- | una með því að reyna að , koma í veg fyrir bein pólitísk afskipti hreyfingavinnar. Nú væri það hins vegar íhaldið, scm reyndi þetta. Mr. L. A. Hunt, stjórnarmeö limur brezka samv'nnusam- bandsins benti á nokkur dæmi þess, hve nauðsynlegt það væri fyrir samvinnu- hreyfinguna að hafa áhrif og bein itök í stjórnmálum. Hann sagði m. a. ,.Það er t. d. engin tilviljun að allir full trúar Samv'nnu- og Verka- niannaflokksins í bæjarsf jórn Sfockton voru með því, að Stockton Samvinnufélagið fengi keypta lóð á góðum stað undir búð' í borgimri, cn hver einasti fulltrúi ihaldsins og ,,hlutlausra‘“ var á móti“. Alls voru fiuttar 14 ræður um þetta mál á þinginu og sannfærðust menn um nauð syn þess, að samvinnusam- tök-n treystu ítök sín í stjórn málum, þar sem þau gætu ekki verið hlutlaus. Tillagan um pólitískt hlut- leysi var, eins og fyrr segir, felld með 9.761 atkvæði gegn 441. Af öðrum samþykktum þingsins má sérstaklega nefna, að ákveðið var að hefja skipulega sókn til að auka verzlun kaupfélaganna með vefnaðarvörur, skófatn- að og húsgögn, en verzlun þeirra hefir hingað til fyrst og fremst verið með mat- vöru. esperantista háð í Vestmannaeyjum Annað landsmót íslenzkra esperantista verður háð í Vestmannaeyjum um næstu helgi, laugardag og sunnudag. Fara esperantistar lir Reykjavík hópferð á mótið í flugvél og koma aftur á mánudagskvöld. Samband íslenzkra esper- ant sta og undirbúningsnefnd þess vænta, að mótið verði íjölmennt og þangað komi sem flestir þeir, sem eitthvað hafa lært í málinu, hvort sem þeir eru félagsbundnir eða ekki. Dagskrá mótsins. Mótið verður sett klukkan f mm á laugardaginn af for- seta sambandsins. Síðan verða ávörp, ræður, söngur og skemmtiþáttur. Síðarj daginn hefst guðs- þjónusta á esperantó í Landa kirkju klukkán ellefu, en að loknum hádegisverði verður farin sameiginleg skemmti- íerð um Heimaey og ef til vill í úteyjar. Um kvöldið heíjast þingstörf að nýju með um- ræðum um sambandsmál og érindi og leiksýning verður á esperantó. Að lokum verður dansskemmtun. Þátttaka. Þátttökugjald er áætlað eitt hundrað krónur, þar inni í'alinn kostnaður við skem^it: ferð, sameiginlega kaffi- drykkju og væntanlega ein máltíð. Mótsgestum verður séð fyrir gistingu í góðu gisti hús>, en vilji einhverjir hafa með sér svefnpoka ,verður lát ið í té ókeypis húsnæði. Þeir, sem vilja taka þátt í hópferðinni úr Reykajvík, verða nú þegar að tilkynna það Þorvarði Magnússyni, Bókabúð KRON í Alþýðuhús- inu. Fínpúsning Skeljasandur Hvitur sandur Perla í hraun Hrafntinna Kvarz o. fl. Fínpúsningargerðin Simi 6969 ' 't t j ÍJ *L .. » , í 4 V 'r n ■ * Akurnesingar ör- uggir Isl.meistarar Nú eru aðeins tveir Ieikir eftir í íslandsmótinu, en þrátt íyrir það má segja að lið Ak- urneslnga sé búið að sigra í mótinu. Heíir liðið hlotið 5 stig, en aðeins Fram hefir möguleika til að ná þeirri st gatölu, og þá með því að vinna Val í kvöld. Akurnesing ar keppa við Víking, og þó Víkingur sé eina Reykjavíkur liðiö, sem alltaf hefir unnið Akurnesinga á undanförnum íslandsmótum. eru litlar líkur til þess í kvöld, því nokkrir af beztu leikmönnum Vik'ngs eru meiddir, og svo hitt að Akurnesmgar eru nú mr.n betri en undanfarin ár. Akur- nesingar verða því örugglega fslandsmeistarar í ár, og sennilega með yfirburðum hvað stigatöluna snertir. K.R. - Víkingur 3:1 Fyrri le'kurinn á mánudags kvöldið var milii KR og Vík- ings og sigraöi KR, eftir frem ur iilþrífaiítinn leik, mcð þremur mörkum gegn engu. Bæði liðin vantaði góða menn, en það sem mes ; kom á óvart var hínn litli baráttu- vilji Víkingsliðsins, því liðið hafði nokkra möguleika ef þeir unnu KR og hefði þá leik ur þeirra við Akurnesinga orðið hreinn úrslitaleikur, og hefði það náttúrlega gert mót ið enn skemmtilegra. En sem sagt viljinn var ekki fyrir hendi, og liðið sem heild var mjög lélegt. Einu mennirnir, sem eitthvað kvað að voru framherjarnir Gunnlaugur og Kristján. Vörnin var afar lé- leg og hefðu KR-ingar auð- veldlega átt að geta skorað fleiri mörk. í síðustu tveimur leikjum KR á mótinu hefir samleikur liðsins verið mun meiri en maður hefir átt að venjast áður hjá því liöi, hvað sem því kann að valda og sigrar liðsins yfir Val og Vík- ing hafa skapast eingöngu vegna samleiksins. Einnig hafa nokkrir nýliðar komið fram, sem lofa góðu. Vonandi hætta KR-ingar ekki við þessa leikaðferð, þó hinir „stóru“ byrji að leika með aftur. Fyrir KR skoruðu í leiknum við Víking nýliðinn Þorbjörn, Gunnar Guðmanns son og Hörður Felixson. Fyrir Víking skoraði Gunnlaugur Lárusson úr vitaspyrnu. — Dómari var Guðmundur Sig- urösson. Akranes - Valur 3:2 Seinnj leikurinn var milli Akurnesinga og Vals og var mun skemmtilegri og betur leikinn en sá fyrri. Enda gerðú liðin sér ljóst að þetta var hinn raunverulegi úrslita leikur mótsins, og það lið, sem bar sigur úr býtum hafði mesta möguleika til að hreppa titilinn. Valsliðið var mikið breytt frá fyrri leikjunum í mótinu, enda var leikur þess nú allur annar en áður. Sigurður Ól- afsson lék nú aftur með og Sveinn Helgason lék innherja með ágætum árangri, og sama er að segja um Gunnar sem miðframherja. Á hægra kanti lék nýliði, Tómas Lárusson, áður þekktur sem frjáls- íþróttamaður, mjög efnilegur leikmaður. Lið Akurnesinga var skipað að mestu leyti eins og áður, í Mýrasýslu Efíir \igfiKS Guðmuiidssoii Síðan ég kom á súmarstöðv- ' , ar mínar hefi ég frétt, að þrjú ^af Reykjavíkurblöðunum hafi ! verið að gera mér þann heið-' m’(?) að minnast mín í sam-l bandi við þingkosningarnar í Mýrasýslu. Einkum kvað það { vera á þann hátt, að ég muni óánægður í Framsóknar- flokknum, af því að ég hafi ekki fengið að vera í kjöri fyr ir flokkinn í kosningunum. I Já, blessuð börn eru þessir blaðritarar! Halda þeir má- 1 ske, að ég hafi starfað í Fram 1 sóknarflokknum síðan hann ' var stofnaður til þess að fá i laun eða vegtyllur? Eða þykj ast þeir kannske vlta um ein hver ákveðin dæmi? | Geti einhver þessara blaðrit ara fundið einn einasta Fram sóknarmann í Mýrasýslu eða einhversstaðar annars staðar á landinu, sem orðið hafi var við að ég vildi fara í fram- boð fyrir Framsóknarflokkinn i i Mýrasýslu — eða yfirleitt nokkurn tíma frá fyrstu tið verið að snapa eftir störfum eða vegtyllum á vegum flokks ins, þá má hann vitja góðra verðlauna til mín fyrir fund sinn. | Löngu áður en framboðið var ákveðið í Mýrasýslu í vet- ur, skrifaði ég einstaka kunn ingja mínum í kjördæminu, að það væru einkum þrír sýslubúar, sem ég gæti ánægð ur kosið við í hönd farandi kosningar. Einn þeirra væri Andrés Eyjólfsson bóndi í Síðumúla. Og hann varð fyrir valinu. Tel ég það vel farið, úr því að hann fékkst til fram boðs. Hitt er annað mál, hve mikið ánægjulegt er að kom- ast á þingbekkina eins og pólitikin er lítið heillandi nú þessi árin. Ég hefi þekkt Andrés síðan ég var unglingur í sama ung- mennafélaginu og hann. And rés kom þar jafnan fram sem e'nn greindasti, drenglyndasti og tillögubezti félaginn og var þó margt góðra manna í þá daga í þessu fyrsta ungmenna félagi, sem staríaði í Borgar- fjarðarhéraði. En þannig munu flestir minnast Andrés ar, sem kynnst hafa honum á lifsleiðinni. Þegar pólitíkin hjá okkur er eins og hún er nú á þesum tímum, þá vil ég helzt kjósa slíka menn til Al- þingis, sem treysta má að manngildi — treysta má að séu góöir og heiðarlegir menn, sem kunnir eru að því að leggja jafnan góðum málurn lið, þar sem þeir eíga þess kost. En Andrés er einn af þeim öruggustu í þeim hóp, er ég hefi kynnzt. Andrés er einn þeirra manna, sem aldrei myndi þykjast nein æðrj vera en al- menningur, þótt hann hækk- aði í mannf’élagsstiganum. Myndi hann þrátt fyrir það alltaf verða alþýðunnar mað- ur, eins og hann hefir jafnt verið alla tíð, hvort heldur sem hann hefir verið fátækur verkamaður, myndarbóndi í Síðumúla (sem hann hefir byggt og ræktað upp til góð- býlis frá hinni mestu niður- niðslu, ásamt sinni ágætu konu, Ingibjörgu Guðmunds- dóttur frá Mjóadal), leiðtogi sveitar s:nnar eða gegnt ár'íð- andi störfum á Alþingi, vin- sæll og virtur þar af öllum. Þó að Andrés í Síðumúla væri fyrsti fulltrúi úr Borg- arfirði á fundinum að Þjórs- árbrú 1916, þar sem fyrstu drög voru lögö að stofnun Framsóknarflokksins og mjög lægi nærri að hann á fyrstu árum flokksins yrði í kjöri fyr ir hann í Mýrasýslu, þá er ekki hægt að segja að hann hafi tekið mikinn þátt í flokkastrefinu i héraðinu. En máske fara þeir tímar að renna upp í stjórnmálunum, að meira þyki vert um per- sónuþroska og manngildi manna heldur en heittrúnað á einstaka flokka. Að minnsta kosti munu þeir, sem þekkja Andrés Eyj- ólfsson bezt, kjósa hann með mestri ánægju, líka ýmsir þeir, sem ekki eru vígskorðað- ir í flokkum og einnig þeir, sem Reykjavíkurbloðin eru að búa til sagnir um að séu „í fýlu“ af því að fá ekki að fara þangað, sem þeir sízt vildu fara. Og það mun margur Mýra- sýslubúinn gjarnan vilja kjósa eina frambjóðandann, sem bú settur er í sýslunni, þótt ein- hver hinna aðvífandi sé má- ske aðsæknari í húsvitjunum í leit eftir atkvæðum handa sjálfum sér. Enda er óliklegt annað en Mýramenn sendi einn sinn vinsælasta og stai'fhæfasta mann sem fulltrúa sinn á Al- þing næstu ár'n, úr því þeir eiga kost á því — og það er Andrés bóndi í Síðumúla. nema hvað Guðmundur Jóns- son lék nú með vinstra kanti, og voru það tvímælalaust rétt skipti. Valur náði ágætum tökum á leiknum strax í byrjun, og réðu vel yfir miðjunni. Árang urinn af samleik liðsins kom fljótt í ljós, því ekki leið á löngu þangað til Halldór Hall dórsson komst frir inn fyrir vörn ÍA, en misnotaöj tæki- færið herfilega. Yfirleitt var leikur Vals mun virkari á þessu tímabili og eftir góðan samleik tókst Sveini Helga- syni að skora mjög giæsilega frá vítateig. Stuttu síðar komst Halldór aftur frír inn- fyrir, og fékk nú enn betra tækifæri en áður, en það dugði ekki til; honum tókst ekki að skora. Akurnesingar náðu af og til sæmilegum upphlaupum, en markmaður Vals, Akurnesingurinn Helgi Daníelsson, stóð sig mjög vel og tókst að halda markinu hreinu. Aðeins einni mínútu fyrir hálfleikslok tókst Tóm- asi að skora annað mark fyrir Val. Þetta voru sanngjörn úr- slit eftir leik liðanna, þó Val- ur hefði ef til vill átt að hafa meira yfir eftir tækifærunum að dæma. í seinni hálfleiknum snerist þetta alveg við. Nú voru það Akurnesingar sem voru alls ráðandi, og í stöðugri sókn mest allan hálfleikinn. Hægri sóknararmur liðsins, Ríkarður og Halldór, var mjög virkur og samvinna þeirra oft á tíð- um glæsileg. Spurningin er hvort Halldór fer ekki í lands liðið vegna góðs samleiks við Ríkarð. ÞaS stóð heldur ekki á því að árangur næðist og á 6. min. tókst Ríkarði að brjótast í gegn og skora. Sókn liðsins varð en ákafari við markið, og sigurvilji kom (Framhald á 6. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.