Tíminn - 20.06.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.06.1951, Blaðsíða 5
135. blaff. TÍMINN, miffvikuðaginn 20. júní 1951. 5. Miðvihud. 20. júní f fc Svíþjoðarbréf: • .. 1 r- ’ft fI I 1*1 ;*s 'f fl 'fT M •; ss , f 'f'- LandvarnirSvía Endurskoðun hjá • ríkisstofnunum Nýlega hefir orðið uppvíst um fjárdrátt hjá Tóbakseinka sölu ríkisins, er nemur hvorki meira né minna en nær hálfri miljón króna. Gjaldkeri stofn unarinnar hefir dregið sér þetta fé smá-saman seinasta áratuginn, án þess að yfir- menn eða endurskoðendur stofnunarinnar hafi veitt því athygli fyrr en nú. Fregnin um þennan fjár- drátt hefir vakið mikla at- hygli og þó sennilega mest vegna þess, að hann skuli hafa getað verið að myndast á jafnlöngum tíma, án þess að stjórnendur og endurskoð- endur fyrirtækisins skyldu verða þess varir. Mönnum kemur það óneitanlega í hug, að eitthvað hljótj hér að vera í ólagi með rekstrartilhögun- ina, því að öðrum kosti hefði fjárdráttur þessi átt að verða uppvís fyrr en raun varð á. Hér hafa þó yfirmenn stofn- unarinnar þá afsökun, að þeir hafa treyst á endurskoðunina og talið hana næga tryggingu þess, að allt væri í lagi. Mönnum hlýtur líka að koma það sérstaklega í hug, að eitthvað hljóti að hafa ver ið bogið við endurskoðunina. Til þess er endurskoðun framkvæmd, að misfellur eins og hér er um að ræða, komi í ljós. Ef endurskoðendur geta ekki með starfi sínu, orðið til þess að upplýsa og afhjúpa slíkar misfellur, er það til harla lítils gagns. Það virðist þá vera til lítils annars en út- gjaldaauka. ______ í sambandi við fjárdrátt inn hjá Tóbakseinkasölunni er erfitt að verjast þeirri hugs- un, afi endurskoðunarstarfið hafi verið slælega rækt. Það hafi verið treyst á það meira en vera bar, að starfsmenn- irnir væru trúverðugir og allt í lagi, svo að endurskoðunar- starfið væri að mestu leyti formsatriði. Þess vegna hafi það ekkj verið svo nákvæm- lega rækt sem skyldi. Atburður sá, sem hér um ræðir, gefur vissulega tilefni til þess, að tekið verði til at- hugunar, hvernig endurskoð- un opinberra fyrirtækja sé háttað. Hér virðist augljós- lega liggja fyrir, að hún hafi brugðist þeim vonum, er til hennar hafa verið gerðar. Það, sem hefir gerzt á einum stað, getur alveg eins gerzt annarsstaðar, ef fyrirtæki er óheppiö í vali starfsmanna sinna og rekstrartilhögunin er ekki svo örugg sem skyldi. Jafnframt gefur þetta einn- ig tilefni til þess, að það sé athugað, hvort rekstrartil- högun fleiri fyrirtækja geti ekki verið þannig háttað, að þar leynist auðveldir mögu- leikar til fjárdráttar, er freist að geti ístöðulítilla manna. Slíkt þarf að athuga og bæta úr því svo sem kostur er. Annars mun það verða svo, að sjóðþurrðir eru alls ekki orðnar óalgengar hjá opin- bérum eða hálfopinberum fyrirtækjum, þótt sliku sé ekki hampað opinberlega, heldur sé því haldið leyndu bak við tjöldin. Ef sá, sem hefir misséð sig, á áhrifa- Si vis pacem, para bellum, segir gamalt latneskt máltæki, sem þýðir; Ef þú villt frið, þá bú þig undir stríð. Um sannleiks gildi máltækisins má deila í það óendanlega, og til eru þeir, sem vildu í reynslunnar nafni snúa því við. Samt sem áður verður ekki annað séð af heimsfréttun- um, en allar þjóðir heimsins víg búist í trylltu kapphlaupi i nafni friðargyðjunnar, enda þótt mannkynssagan sýni og sanni, að aldrei hefir stál stórþjóðanna ryðgað óblóðugt. Svíþjóð — þetta litla, fríðsæla land, sem hgfir ekki átt í styrjöld í yfir 100 ár (Kílarfriðurinn 1814), víg býst nú af miklum móði til þess að geta varizt, ef á hana verður ráðizt. Allir stærstu þingflokk- arnir eru á einu máli um endur- vígbúnaðinn, þótt þá greini á um val bandamanna landinu til stuðnings og meira öryggis. Á núverandi fjárhagsári er gert ráð fyrir, að landvarnirnar gleypi heilar 1200 milljónir sænskra króna, og er það 22% af heildar- útgjöldum ríkisins. Á næsta fjár hagsári verður 1350 milljónum veitt til landvarnanna. Þessi upphæð er samt sem áður ekki eins há og fjárhagsárið 1940—41, er 59,5% af ríkisútgjöldunum fóru til hersins. Svíar geta vopn að yfir hálfa milljón manna, ef með þarf, en vopnin síðan úr síðustu styrjöld gerast nú úrelt. Vougt hermálaráðherra hefir skýrt frá því, að ætlunin sé að byggja upp sterkan og velbúinn varnarher. Hann skýrði frá því, að Boforsverksmiðjurnar hefðu smíðað loftvarnarbyssur, sem væru algerlega sjálfstýrðar. En það er ekki einungis landherinn, sem er aukinn. Eftir stríðið hafa verið byggð stór og fullkomin herskip og flugherinn bættur. Saab-verksmiðjurnar hafa smíð að nýja gerð orustuflugvéla, sem eru knúnar þrýstiloftshreyfl um — hinar svonefndu J-29, sem að gæðum eiga að jafnast á við rússnesku flugurnar MIG-15 og bandarísku leiksysturnar F-84. Annars er sænski flugherinn orðinn all stálpaður unglingur. Fyrir stuttu átti hann 25 ára afmæli, og var þess minnst á tilheyrandi hátt með tröllaukn- um flugsirkus yfir Gárdet í Stokkhólmi, þar sem konungur inn, ásamt fjölskyldu, og 200 þús. þegnar sáu á fjórða hundr að flugvélar leika loftorustu í góðviðrinu. Hámarkinu var náð, er Nordenskiöld hershöfðingi hélt ræðu úr flugvél sinni um leið og hann flaug henni í mörg þúsund feta hæð. Jafnframt því, sem herinn er efldur, eru varn ir hinna óbreyttu íbúa efldar, og yfirvöldin hafa gert stórfelld ar áætlanir um Varnir gegn atómsprengjum, því að ekki er meiningin, að Stokkhólmur eða aðrar stórar borgir landsins verði nýtt Híró- síma. Svíar ætla að notfæra sér þá reynslu, sem fengin var í síðustu heimsstyrjöld, og nú er ráðgert að byggja atómskýli fyr ir 750 þúsund manns á ýmsum þéttbýlisstöðum í landinu. Skýl in verða sprengd marga metra niður í jörðina og byggð úr járni og steinsteypu. Þau eiga að geta verndað mannslíkam- ann fyrir hita- og geislavirkan Tíl athugunnar Strætisvagnarnir. Nokkur breyting hefir orðið á stjórn strætisvagnanna og greiðslufyrirkomulag á far- um og skip a hafi úti breyttu um | gjöldum. Er það til bóta Og er stefnu Dæmið syndi hversu þó stundum þolraun að bíða auðvelt er að deyfa, ja hremt og » . beint svæfa athyglina með að. ; viö lokaðar dyr vagnanna. stoð útvarpsins. Umræður urðu j Önnur breyting hefir orðið miklar um málið, og sætti út- til bóta, sem rétt er að geta. ! börn á handleggjunum æddu varpið harðri gagnrýni, en sam tímis gátu menn ekki annað en spurt: Eru taugar sænsku þjóð arinnar í lagi? Síðar var skipuð nefnd til þess aö gera tillögur um áreiðanlega fréttaþjónustu á stríðstímum og um varnir gegn fjandsamlegum áróðri. Nefndin lagði til, að stofnsett yrði Upplýsingamiðstöð ríkisins, sem á að fara með æðsta fram En hún er, að nú er betur gætt en áður að hafa rúður opnar og loftræstingu með því móti. Mun borgarlæknir hafa fyrirskipað það, enda sjálf- sögð heilbrigðisráðstöfun, meðan ekki er sett annað loftræstingarfyrirkomulag. Borgarlæknir hefir unnið að þessu heilbrigðismáli af fullri festu, gegn einkennileg- kvæmdavald í þessum málum, um sauðþráa, sem við var að ef stríð brýzt út. Stofnuninni f Tage Erlander. atómsprengjanna. Eins og nærri má geta verða skýlin mjög dýr, og hefir þess vegna verið stung- ið upp á því, að þau verði inn- réttuð sem hótel og verzlunar- hús og notuð sem slík á friðar- tímum. Svíþjóð er fyrsta landið í heiminum, sem hefir gert svo stórfelldar ráðstafanir gegn þessu morðtóli, og hefir það eðli lega vakið mikla athygli erlendis. Kanada hefir meira að segja sent hingað menn til þess að kynna sér varnirnar og ég hugsa, að fleiri eigi eftir að feta í þau spor. Eftirlit meff útflutningi verður hafið að nýju frá og með 16. júní n. k.. Eftirlitið má skoða sem einn þátt í landvörn unum, og Ericson verzlunarmála ráðherra segir það vera beina afleiðingu af hinu alvarlega heimsástandi og sé nauðsynlegt til þess að tryggja, að allar vörur renni ekki úr landinu eftirlits- laust. Aftur á móti hafa stjórn arvöldin lofað skjótri og góðri afgreiðslu á útflutningsleyfum, og verður venjulegt útflutnings magn engum hindrunum yfir- valdanna háð, en þau vilja vera við öllu búin. Vörutegundir þær, sem verða háðar eftirlitinu, eru margs konar, til dæmis ýmis konar kemiskar vörur, verkfæra stál, bindijárn, vinkilrör, saum- ur og hráefni til dúkvefnaðar. Varnir gegn taugastríffi. Ef til styrjaldar dregur, er ekki sízt nauðsynlegt að gera ráðstafanir gegn taugastríði væntanlegs styrjaldaraðila Reynslan frá síðasta stríði sýn ir nauðsyn þess, að íbúarnir fái lýsingar um stríðið og varnirn ar frá réttum aðila. Einkum get- ur útvarpið haft mikil áhrif, vegna þess, að það liggur í eðli þess að menn trúa þvi frekar en blöðunum. Eitt dæmi um áhrif útvarpsins kom í ljós í fyrra- sumar, er sænska útvarpið sendi samfellda dagskrá um árið 1814. Skömmu eftir að sendingin hófst, var hún rofin augnablik, og hinn venjulegi fréttaþulur las upp eftirfarandi: Svíþjóð hef ir lent í stríði. Vesturveldin hafa ráðizt á landið. Yeröa Rússar til hjálpar? Fréttin tilheyrði dag skránni, og athyglissamur hlust andi hefði átt að muna eftir, að þetta átti að gerast árið 1814. Samt sem áður komst allt í upp nám. Heimavarnarliðsmenn þustu til vopna, konur með ung etja. En fleira þarf að taka hendi til um strætisvagnana, sem þolir enga bið. í fyrsta lagi er útlit þeirra bænum til van- sæmdar. Þeir minna helzt á illa fóðruð hross á vordegi, sem skrimt hefir af veturinn. í Ekki er hægt að fresta, að verður skipt í ýmsar deildir: upplýsingadeild, blaðadeild og áróðursdeild. Framkvæmda- stjóri miðstöðvarinnar verður ráðherra eða maður með ráð- herravaldi. Aðalstarf miðstöðvar innar verður að láta almenningi í té skjótar og sannar fréttir um ástandið í landinu, störf stjórn arvaldanna, matvæladreifingu ,, „ _ og annað sem nauðsynlegt verð m^a vagnana að utan og ur að fá upplýsingar um. 1 stjórn endurnýja málninguna jafn- upplýsingadeildarinnar fá sex skjótt og hún gengur úr sér. menn sæti, sem ríkisstjórnin Eins þarf mjög að taka vögn- skipar, auk sænska útvarpsstjór unum tak að innan. Lágmarks ans og framkvæmdastjóra krafa er, að vagnarnir séu höf sænsku fréttastofunnar CTT), | uðborginni til sóma, en ekki en í blaðadeildinm eiga sam- kvæmt tillögunni að vera 7 IiaounSar- menn, og verða þeir fulltrúar | Enn er haldið sama fyrir- ýmissa blaðamannafélaga. Völd komulagi um ferðir vagnanna, miðstöðvarinnar verða mjög við 0g þeir látnir standa góðan tæk, og verður öll frétta- og hluta af deginum á Lækjar- utgafustarfsemi háð fyrirskipun torgi jafnframt er um hennar. Jón Júlíusson. Raddir nábúanna mjog kvartað um vagnaleysi. Erfitt er að gera þessu skóna, og mun eitthvað vanta fleira en nýja vagna. mikla ættingja eða aðra skjólstæðingja, er tapið end- urgreitt í kyrþey og sá seki hafinn aftur til vegs og virð- ingar, eins og ekkert hafi i skorist, hjá öðru fyrirtæki. Slik fordæmi eru vitanlega ekki til þess fallin að glæða ábyrgðartilfinningu þeirra, sem trúnaðarstörfum eiga að gegna. Þess vegna er það öll- um æskilegast, að frá þessari reglu veröi horfið, og menn látnir bera fulla ábyrgð verka sinna. Slíkt aðhald, er ásamt mörgu öðlu, nauðsynlegt til að skapa heilbrigða og heið- arlega embættisfærslu. Það er sagt, að til þess séu vítin að varast þau. Það gild- ir vissulega um fjárdráttinn hjá Tóbakseinkasölunni. Hann á að verða til þess, að auknar ráðstafanir séu gerðar til þess, að slíkir atburðir geti ekki endurtekið sig. Þjóðviljinn blandaði mjög nafni Jóns Sigurðssonar sam an V'ð áróður sinn um Banda- rikin á þjóðhátiðardaginn. Um þetta segir Alþýðublaðið i forustugrein i gær: „Það er vissulega aldrei ó- timabært, og sizt á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar, að minna á hreina og drengilega baráttu hans fyrir islenzku þjóðfrelsi og sjálfstæði. En að rífa orð hans út úr samhengi og heim- færa þau upp á soralega bar- áttu kommúnista hér á landi fyrir rússneskum málstað, eins og Þjóðviljinn gerði á sunnu- daginn, á að sjálfsögðu ekkert skylt við íslenzka ættjarðarást eða við þau ítök, sem Jón for- seti á í hjörtum þjóðarinnar. Ekkert var Jóni Sigurðssyni fjarr, en að blanda einlæga og einarða baráttu sina fyrir sjálf stæði íslands þvi blygðunar- lausa níði um aðrar þjóðir, sem Þjóðviljinn fyllti blaðsíð- ur sínar með á þjóðhátíöardag inn og skreytti með mynd frels ishetjunnar. Jón Sigurðsson brýndi það ávallt fyrir ís- lenzku þjóöinni, að halda bar- áttu sinni sem „sómasamleg- astri i alla staði“. En Þjóðvilj- inn getur ekki haldiö upp á þjóðhátíðardaginn án þess að tala um „ameriska níðinga", „skrílmenningu ameriska mammonsrikisins" og „banda- rísk afsiðunaráhrif". Það myndi lengi þurfa að leita að slíkum munnsöfnuði í virðu- legum og vammlausum skrif- um forsetans“. Ráðhús. 1 Blöðin hafa eitthvað verið að drepa á heimilisleysi höf- uðborgarinnar. Eitt þeirra var hálf önugt yfir, að á þetta hafði verið minnzt. Ég vil þakka blaðinu fyrir lesturinn. Ekki að menn séu því sam- mála, heldur bentt skap þess á, að komið hefði verið við viðkvæma strengi. Enginn Reykvikingur getur verið eða er upp með sér eða ánægður yfir þvi framtaks- leysi höfuðborgarinnar, að eiga ekkt ráðhús, eða húsnæði til fundahalda og fyrir skrif- stofur sínar. Höfuðborgin þarf að leggja undir sig húsnæði í stórum stil frá annari starf- semi, vegna þess, að þeir sem. hafa ráðið málum hennar, hafa vanrækt eina sjálfsögð- ustu skyldu hvers einstaklings og hverrar félagsheildar, að byggja yfir sig og starfrækslu sína. Allt tal um að ekki hafi mátt taka byggingarefni frá ibúðarhúsabyggingum, er ein- ber rökvilla. Ef bærinn byggir ekki fyrir sig sjálfur, byggja aðrir og leigja honum, til að græða á þvi. Það er vissulega ekki hægt að misbjóða hafni Jóns Sig- urðssonar ver en með því að draga það inn í önnur eins skrílmál og Þjóðviljinn birti á sunnudaginn, Stórir gluggar. Reykjavikurbær er byrjað- ur á að reisa heilsuverndar- stöð, mikið, hús, márgbrotið og dýrt. Til dæmis verður þar stærsti glugginn nær 40 fer- metrar, og annar yfir 30 fer- metrar. Hliðarstykkin eru úr trjám 5X5 og póstar úr plönk um 2X6 o. s. frv. Svo er þetta frábrugðið allri venjulegri gluggasmiði, að búa hefir þurft til sérstakar tennur af fleiri gerðum til að hefla pósta og lista með. B. G. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.