Tíminn - 20.06.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.06.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, migvikudaginn 20. júni 1951. 135. blað. Þaö'hefðiverið aö láta landið vera varnarlaust eins og ástatt er Góðir íslendingar! Áheyr- endur nær og fjær! Vér m'nnumst 7 ára lýðveld is hinnar íslenzku þjóðar í dag. Það er stuttur tími í lífi einnar þjóðar. Enda má segja, að hið unga íslenzka lýðveldi sé að sumu leyti, sem lítt þroskað barn. En þó barn, sem glæstar og miklar von'r eru við tengdar. Hið forna þjóðveldi vort liðaðist sundur og þjóðin gekk erlendu valdi á hönd vegna flokkadráttar innanlands og illvígra deilna, þar sem hver ráðamaður þjóð arinnar reyndi einhliða að skara eld að sinni köku án þess að hugsa um heill henn ar. f flllffl „Sagan endurtekur sig“, er haft eft'r einum stjórnmála- foringja vorum. Það er um margt rétt. Meginhlutverk sögurannsókna og sögu- kennslu á að vera í þvi fólgið að læra af hinu liðna — og þá ekki sízt af því, sem vér nú sjáum, að betur hefði mátt fara. Örlög þjóðveldisins forna á því að vera alvarleg ámmning til þjóðarinnar nú, um að steita ekki á sama skeri og þá. En það, sem einkum brast í hinu forna þjóðveldi *’ar það, hve framkvæmda- vald rikisins var veikt. — Eða það má raunar segja, að fram kvæmdarvald rík'sins væri ekkert. Vér megum alvarlega gá að því, að sagan endurtaki sig ekki, hvað þetta snertir. Ekkert nútíma þjóðfélag fær staðizt nema ríkið ráði yfir nægu valdi t’l þess að fram- fylgja löggjöf þjóðarinnar og dómsvaldi. Þessara atriða skildum vér minnast þegar vér höldum sjö ára fullveldishátíð og gleðj- umst fyrir endurheimtu sjálf- stæði voru. En vor eigin saga hefir með óvéfengjanlegum rökum staðfest það, að því háðari, sem vér höfum verið erlendu valdi og þjóðin ráðið minna um eigin mál, inn á við og út á við, þvi erfiðara hefir líf hennar verið, lífsbaráttan harðari og vonlausari, fátækt In sárari og hin þjóðlegu verð mæti, tunga og öll vor menn-r ing, í meiri hættu. Þessi staðreynd á að verða oss hvöt til þess að standa ör uggan vörð um hið unga lýð- veldi vort og leitast v:ö að styrkja það og efla sem mest og bezt. Ræða Steingríms Steinþórssonar forsætisráð- hún áorkað? Það var hún, sem 1 nam landið að nýju, að því er ishússins 17. júníherra, fiutt af svöium Alþing Þótt vér nú í dag gleðjumst fyrir unnum sigrum í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar og fögnum lýðveldinu, þá er ekki þess að dyljast, að ýmis ugg- vænleg ský eru á loft', er snerta þjóðina. Má þar nefna dæmi varðandi alþjóðamál jafnt og innanlandsmál. f alþjóðamálum má segja, að útlit sé mjög uggvænlegt og loft allt lævi blandið, svo að ekki hafa á öðrum tímum verið ófrðvænlegra síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Vér íslendingar erum enn sem fyrr vopnlaus þjóð og van- megnugir þess að verja sjálf ir land vort og sjálfstæði, sé á það ráð st meö vopnavaldi. Vér viljum lifa í friðsamlegu samstarfi við allar þjóðir, sé þess nokkur kostur. Hins veg ar hljótum vér og er það skylt, að gefa gaum þeirri samstöðu, sem lega lands ns, menning og allir þjóðarhættir, skapa oss með nágrannaþjóðum vor um, sem eru á allan hátt okk ur nánastar. En það eru þjóð ir, sem í öllum meginatriðum hafa sama stjórnarfar og okk- ar þjóð hefir sjálf valið sér og er ákveðin að verja og vernda til h ns ítrasta. Eins og kunnugt er, erum við íslendingar meðlimir í fé- lagi Sameinuðu þjóðanna og í Atlantshafsbandalaginu. Vér höfum að sjálfsögðu tek'ð á okkar herðar vissar skuldbind ingar í þessu þjóðasamstarfi, en ákvarðanir um það voru gerðar í samræmi við ákveð- inn vilja og óskT yfirgnæf- andi meiri hluta þjóðarinnar. Hið síðasta ár, frá 17. júní í fyrra, hafa horfur í alþjóða- málum síversnað. Einræðis- ríki hóf algerlega að t'lefnis lausu árásir á friðsamt riki — Suður-Kóreu. Enn er háð styrjöld þar. Mikil hætta er að upp úr blossi viðar. Með þessa þróun málanna fyrir augum hefir rík'sstjórnin gert samn inga við Bandaríki Norður- Ameríku fyrir hönd Atlants- hafsbandalagsins um hervarn ir á íslandi. Slíkur samningur hef r nú verið birtur og er al- þjóð kunnur. Skal efni hans því ekki rakið hér. Það eitt skal tekið fram, að hér er um algjöran varnarsamning að ræða, en alls ekki um her- stöðvar í árásarskyni. Þing- menn lýðræðsflokkanna þriggja — 43 að tölu — stóðu allir að baki ríkisstjórnarinn- ar um þessa samningsgerð. Til annarra var ekki le tað enda vitað fyrirfram, að slíkt var tilgangslaust með öllu, þar sem þar ráða sjónarmið, er ekki samrýmast íslenzkum hagsmunum. Ég lít svo á, að það hefði verið algjörlega óforsvaran- legt andvaraleysi af ríkis- stjórninni að láta undir höf- uð leggjast að gera slíkar ráð stafanir, eins og nú er ástatt í heiminum. Þetta var gert af fullri nauðsyn og vel yf'rveg- uðu ráði. Enda vitum vér, að herverndarsamningur vor við Atlantshafsbandalagið er í samræmi við v'lja meginþorra þjóðarinnar. Vér munum því halda áfram að efla samstarf við hinar vestrænu lýðræðis- þjóðir, sem vér viljum hafa nánust sk'pti við og hljótum einnig að hafa vegna legu landsins. Einræði í hvaða mynd, sem það birtist, er að mínum dómi andlegt drep, sem eyð'leggur alla frjálsa hugsun og ahdlegt þrek ein- staklingsins. Smáþjóðunum er einræðið þó hættulegast. Raunar má segja, að öllum þjóðum sé háski búinn, en varnarlausar smáþjóðir e ns og okkar þjóð á þó mest í hættu. Mér er það að sjálf- sögðu ljóst, að þær varnarráð stafanir, sem hér hefir verið horfið að, geta haft í för með sér vissar hættur fyrir þjóð- ina og menningu hennar. En þar á þjóðin fyrst og fremst við sjálfa sig að eiga. Eg treysti þjóð vorri miklu betur 11 þess að verja þessi verð- mæti, en land vort, ef á það yrði ráðizt, því að til þess er- um vér vanmegnugir. Hitt er og víst, að þær hættur, sem oss eru nú á höndum verða ekki kveðnar niður með illyrð um og getsökum í garð stjórn ar eða þings, heldur samstillt um tökum islenzkra manna, sem hugsa rétt og vilja vel, sem skilja, hvar skórinn krepp ir að og ljá lið s:tt til að bæta úr. Slíkir menn mega treysta á skilning og aðstoð ríkis- stjórnarinnar. „Það sumrar seint á stundumj þótt sólin hækki sinn gang“. Svo yrkir Hannes Hafstein, er hann minnist þjóðhetju okkar íslendinga — Jóns Sig urðssonar. — Afmæli hans' ber upp á þá daga ársins, sem sólargangur er lengstur. Það er táknrænt um störf og af- rek Jóns S'gurðssonar. Hans, sem ekkert lét sér óviðkom- andi, er varðaði viðreisn þess arar þjóðar. í dag er vor í lofti — sólskin og sunnanvindur. „Vorið góða, grænt og hlýtt, glæðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn". Þessi látlausa, en sanna lýs ing Jónasar Hallgrímssonar á vorkomunni og áhrifum henn ar — á allt, er lífsanda dreg- ur, á sérstaklega vel við að þessu sinni. Að baki er einhver lengsti og harðasti vetur, sem komið hefir um marga áratugi. —[ Og sumarið hið næsta á und an var í heilum landshlutum fádæma erfitt, svo að hey nýtt ust lítt. Fyrir skömmu siðan, I jafnvel fáum árum, hefði orðí ið kollfellir í slíku árferði í heilum héruðum. Svo varð ekki að þessu sinni. Bændur stóðu gjörningaveðrið af sér, að vísu með aðstoð og sam- hjálp margra — en s'gur vannst — og þess getum vér minnzt með stolti. Tíðarfarið tvö síðustu árin ber keim af því, sem þekktist! í harðindakafla eins og á ár- | unum frá 1880 til 1900. Veður- fræð'ngar hafa aðvarað. Ekki ( sé öruggt, að góðæri það, sem verið hefir um þrjá undan- j farna áratugi, haldist. Senni- lega séum við á leið til kald- 1 ari veðráttu næstu árin. Það, sem vér vitum um veðurfar undanfarnar aldir, bendir til að þetta sé á rökum reist. Góð viðri og harðindakaflar hafa ávalt skipzt á. Hví skyldi ekki vera svo enn? Hvernig er þjóð in við þvi búin, ef hart ár- ferði fer í hönd hinn komahdi áratug eða áratugi? Sv.'pað tiðarfar og átti sér stað síð- ustu áratugi nítjándu aldar og fyrstu áratugi þeirrar tutt- ugustu. Árið 1842, þegar Jón Sig- urðsson er önnum kafinn við að undirbúa endurreisn Al- þingis, farast honum orð á þessa leið: „Það þarf annað en hjalið' tómt til að hrinda íslandi á: fætur aftur, — það þarf at- j orku og ráðdeild og framsýni; og þollyndi — það þarf meira 1 en fárra manna afl — það þarf afl og dug heillar þjóðar. En eru þá íslendingar búnir að missa kosti þessa, eða koma þeir sér ekki að því að taka á þeim? Það eru þeir, sem eiga að sýna fyrst og fremst á Alþingi og undirbúningnum undir það“. Nú á 140 ára afmæli Jóns Sigurðssonar eiga þessi um- mæli hans erindi til þjóðarinn ar engu síður, en þegar þau voru rituð. í þeim felst hollt veganesti, einkum ef á móti blæs. „í harðindum vér höfum auð vorn grætt“, segir Matthías Jochumson í einu kvæða s nna. Þetta eru eftir tektarverð orð, ekki sízt vegna þess, að Matthías lifði tima tvenna og sat sem bóndi og klerkur á Oddastað, þegar mest voru harðmdin á ofan- verðri síðustu öld. Þá þusti fólkið hvaðanæva af landinu til Ameríku og sú trú festi rætur, að ísland væri vont land og versnandi, væri að blása upp, eins og komizt var að orði í ræðu og riti. Jafnvel Matthías sjálfur lét sér um munn fara hið furðulega kvæði, er hann nefndi „Vol- aða land“. Þann'g var háttað undir lok síðustu aldar. Van- trú og víl, er víða til landauðn ar horfði. En ógæfu íslands varð ekki allt að vopnl. Það gerði gæfumuninn, hvernig æskan í landinu sner'st við vandanum. Hún neitaði að trúa því, að ísland væri vont eða volað. Hún neitaði að flýja af hólminum, heldur hóf merki þjóðlegs viðnáms og við reisnar og ól með sér trú á landið og menningarleg mark mið þjóðarinnar. Hverju fékk kalla má. Það var hún, sem ruddi vegina, sótti sjóinn, ræktaði landið. Það var hún, sem skóp þau skilyrði til menn ingar og andlegs þroska, er vér njótum nú. Og það var hún, sem leiddi til lykta frels isbaráttu Jóns Sigurðssonar. Svo gæfusöm og mik'lhæf af sjálfri sér reyndist sú kynslóð, sem fædd var í harðindum síð ustu aldar og vaxin upp við vonleysi æskuáranna. Vissu- lega v rðist þjóðin hafa augazt andlega á þessu harðæri, og sannast hér sem oftar: Hvað- eina getur snúizt oss til góðs eða ills, eftir því hvernig vér bregðumst við. Nú er oss vandi á höndum, þrátt fyrir betra árferði síð- ustu áratugi og batnandi hag í flestum greinum. Sá vandi er að sumu leyti öðrum að kenna, en að öðru sjálfum oss, því, sem ýmsir kalla óár- an í mannfólk'nu og fest hefir hér rætur þrátt fyrir hagsæld undanfarinna ára. En því skyldum vér síta, þótt syrti að um hríð, mundu ekki erfiðleik ar enn sem fyrr geta alið með oss dug og ættjarðarást. Svar )'ð veltur fyrst og fremst á þeirri stefnu, sem unga kyn- slóðin tekur, jafnt nú sem áð- ur. Því beini ég orðum mínum til yðar, ungu hvítkolluðu stúdentar, sem gengið hafið hér í fararbroddi 1 dag, um leið og ég óska yður til heilla með hinn mikilsverða áfanga, er þér hafið náð á námsbraut yðar og þroskaferli. Viljið þér skipa yður í fararbrodd þeirra fylkinga, sem standa vilja vörð um menningu og heill íslands á komandi árum, hvort sem þau verða auðveld eða erfið. Vilj'ð þér minnast og starfa samkvæmt þeim orð um Jóns Sigurðssonar, sem ég gat hér um. Sé svo, og því vantreysti ég ekki, þá munu engir erfiðleik ar reynast oss um megn. nmniilliimimiauinanimmmtiitiiKti’wmmiimimiimmiimmmmi |{ Hjartanlegar þakkir vottum við öllum þeim, er veittu :: okkur margvíslega aðstoð og kærleika við fráfall og H jarðarför okkar hjarkæra ciginmanns, föður og :: tengdaföður :l SIGURJÓNS KRISTJÁNSSONAR frá Krumshólum Guð blessi ykkur. Guðrún E. Gísladóttir, Sigurbjörn Sigurjónsson, Kristján Sigurjónsson, Guðlaug Sigurjónsdóttir, Ilaukur. Sigurjónsson, Guðmundur Kristjánsson, Kristbjörn Kristjánsson, Jón Úlfarsson, Ása Eiríksdóttir, Sigríður Ingimundardóttir. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS GERIST ASKRIFENDIR AÐ Tlff ANIJN. - ASKRIFTASOn 2323.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.