Tíminn - 21.06.1951, Side 5

Tíminn - 21.06.1951, Side 5
136. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 21. júní 1951. 5. 'fift Fimmtud. 21. júní Sjálfstæðisflokk- urinn og Mýramenn Andrés Kristjánsson: Átján dagar í ALLsturríki II. K1 1 Er Austurríki sæ augum hins rauða hermanns? Morgunblaðið bregst illa við í tilefni af því, að nýlega var komist svo að orði hér í blaðinu, að kosningin í Mýra sýslu stæði á milli reykvísks embættismanns, er fjárplógs menn höfuðstaðarins tefla fram, og bónda úr héraðinu, sem jafnan hefði fylgt mál- stað alþýðunnar. og ætti hag sinn og stéttar sinnar undir því að héraðið blómgaðist og efldist. Mýramönnum ætti ekki að vera erfitt að velja á milli þessara manna. í tilefni af þessu lætur Mbl., eins og Sjálfstæðis- flokkurinn sé miklu ranglæti beittur, því að ekkert sé fjarri lagi en að kenna hann við braskara og fjárplógsmenn. Hann sé hinn eini sanni um- bótaflokkur og alþýðuflokk- ur landsins. Það er ekki nýtt, að Mbl. sverji þannig. Þannið hefir það vitnað við allar kosning- ar síðan það hóf göngu sína. Slíkir svardagar eru Mbl. hinsvegar tilgangslausir. Þjóð in veit hverjir það eru, sem raunverulega ráða og stjórna Sjálfstæðisflokknum. Það sýn ir sig líka nær daglega. í hvert skipti, sem eitthvað er gert til að skerða gróðaað- stöðu braskara og fjárplógs- manna, er Sjálfstæðisflokkur inn kominn þeim til aðstoðar og verndar. Engu umbóta- máli verður komið svo fram, að Sjálfstæðisflokkurinn reyni ekkj að tryggja aðstöðu þessara stétta I leiðinni. Vegna samvinnu Sjálfstæð isflokksins við aðra flokka á undanförnum árum hafa sér- einkenni flokksins - ekki kom ið eins skýrt fram og áður. Hann hefir orðið á ýmsum sviðum að láta undan til sam komulags. Ýmsir eru því farnir að sjá flokkinn í öðru ljósi en rétt er og halda hann orðið umbótasinnaðri og alþýðlegri en áður. Þetta er þó reginmisskilningur, sem stafar af því, að menn fylgj- ast ekki með því á bak við tjöldin, hverskonar tauga- stríð það er að fá Sjálfstæð- isflokkinn til að fallast á um- bótamál og hvernig hann reynir jafnan í sambandi við slíka samninga að tryggja aðstöðu gróðamannanna. Þetta hefir ekki sízt átt sér stað í sambandi við ýms landbúnaðarmál. Það kost- ar jafnan langa og stranga samninga, ef eitthvað á að fá framgengt í þeim málum í samvinnu við Sjálfstaéðis- flokkinn. Það er alveg þýð- ingarlaust fyrir Mbl. að benda á Pétur Ottesen og Jóp á Reynistað þessu til afsönnunar. Þótt þessir menn fylgi flokknum af gömlum vana, eru þeir alveg áhrifalausir í flokknum. Það sýndi sig í tíð „nýsköp- unarstjórnarinnar". Flokkur inn fór þá ekki að neinu leyti að þeirra ráðum. Það var ekki fyrr en eftir að Framsóknarflokkurinn kom í stjórn 1947, að farið var að sinna landbúnaöarmálunum að ráði á ný, því að hann setti það m. a. að skilyrði fyrir stjórnarþátttökunni. í augum gests'ns, sem dett ur í þann lukkupott að fá að feröast ofurlítið um rússneska hernámssvæðið í Austurríki, virðist það dálitið erfitt hlut- verk að vera rússneskur setu- liðshermaður í því landi. Hann er milli tveggja skauta, sem bæði búa yfir segulafli og togast fast á um hann. Öðrum megin er hið glaða og bros- m lda austurríska fólk, sem er frjálst í orði og hugsun, óháð boði og banni í þeim efnum, á svo ríka og létta kímnigáfu, hláturmildi og smitandi lífs- gleði. Þannig er hinn óbreytti rússneski hermaður einnig í [ eðli sínu öllu, og hið austur- ríska fólk, lífsgleði þess, frjáls ræði og frjálshyggja í lífsskoð unum seiðir og lokkar hann til umgengni og samvista. En á hinu leitinu er rúss- neski heraginn, bannið við að tala við þetta fólk, hlæja með því, segja því s'tt álit á hlut- unum og hlýða á þess skoðan- ir, bann við að sækja veitinga hús og vínstofur, bann við að tala við ungu stúlkurnar og gefa þeim hýrt auga, bann og aftur bann. Skæðasta vopnið. Ung og falleg austurrísk stúlka kemur á hjólinu sínu og ætlar að skreppa vestur yf- ir Dónárbrúna hjá Linz til þess að kaupa sér eitthvað inni i miðborginni. Hún stígur af hjólinu við varðskýlið og rétt ir vegabréfið sitt að unga rúss neska hermanninum, sem þar stendur. Hún brosir glaðlega og glettnislega, er jafnvel kankvís og ástleitin og ávarp ar hann nokkrum orðum um veðrið eða Dóná. Ungi maður inn verður sem snöggvast hýr eygur og rjóður, og áhorfand- inn óttast hálft í hvoru að sprenging sé í vændum, ungi maðurinn ætli blátt áfram að taka ungu stúlkuna í faðm sinn. En augu liðsforingjans inni í varðskýl'nu hvíla á her manninum þungbúin og al- varleg og herlögreglan er líka á næstu grösum. Eftir andar- tak slokknar eldurinn í aug- um hermannsins, og hann horfir tómlega út í bláinn yfir öxl stúlkunnar, sem stígur á hjól sitt og heldur áfram en brosir nú drýgindalega í barm inn. Unga stúlkan hefir beitt skæðasta vopninu, sem Aust- urrík'smaðurinn á gegn rúss- Þjóðin má því ekki glepjast af því, þótt Sjálfstséðisflokk- urinn hafi neyðst til þess á undanförnum árum að styðja ýms umbótamál vegna sam- starfsins við aðra flokka. Það er ekki hinn raunverulegi og rétti mælikvarði á stefnu flokksins. Það myndi fyrst koma í ljós fyrir alvöru hví- líkur afturhalds- og fjár- braskaraflokkur Sjálfstæðis- flokkurinn er, ef þjóðina henti sú óhamingja að láta hann fá meirihluta. Þess vegna má alþýða landsins ekki stuðla að þvi, að svo geti farið. Rússneskt hernámslið á hergöngu í Vín. Hermennirnir eru alvopnaðir með stálhjálma á höfði. neska hermanninum, og hún veit af þvi. Þessu vopni — við mótstöfrum sínum — hafa Austurríkismenn lært að beita í sambúðinni við Rússann, þótt h n sálfræðilegu lögmál, sem einkenna framkomu rúss neskra hermanna séu þeijji alltaf hulin gáta að öðru ieyti. Nei, rússneskum hermönnum er ekki ætlað að leggja lag sitt við austurrísku stúlkurnar. Þeir verða að láta sér nægja reyk'nn af réttunum og halla sér að símastúlkum og vél- ritunarstúlkum rauða hersins, en það eru oftast engar gyðj- ur. Austurríki og himnaríki. Það er ekki heppilegt friði og jafnvægi sálarlífsins að hafa alltaf milli handa girni- lega en forboðna ávexti, og Austurríkismenn trúa þvi, að Austurríki sé rússnesku her- mönnunum hættulegt land. Þeir álíta að vegna bannsins og forboðs'ns líti rússnesku hermennirnir á landið sem eins konar sæluríki, og því til sönnunar segja Austurríkis- menn eftirfarandi gaman- sögu: Nunna nokkur fór yf'r Dón- árbrúna við Linz. Hún fitlaði við talnabandið sitt og þuldi bænir í hálfum hljóðum. __ — Hvað ert þú að tauta? spurðl rússneski hermaðurinn um leið og hann leit á vega- bréfið hennar. — Ég er að biðja. — Hvers vegna gerir þú það? — Til þess að ég komist í Reynslan sýnir það ótvi- rætt, að enginn flokkanna hefir betur stutt málefni hinna dreifðu byggða, syeit- anna og kauptúnanna. en Framsóknarflokkurinn. Hann er hinn eini öruggi málsvari dreifbýlisins á þingi. Það væri óhapp fyrir Mýrasýslu og önnur dreifbýlishéruð landsins, ef fjárbrallsmenn Reykjavíkur gætu meö lævísi og gylliboðum, er minna á Gíslagrjótið í Flatey, áorkað því, að þingsæti Mýramanna félli þeim í skaut. Bændur og verkamenn í Mýrasýslu munu líka sjá svo um, að sá leikur heppnist ekki. himnaríki. V'ltu að ég biðji líka fyrir þér? — Nei, ég held ekki. — Langar þig þá ekki til að komast til h'mnaríkis eftir dauðann? — Nei, ég held ég vildi heldur vera í Austurriki. Auðvitað er sagan tilbún- ingur frá rótum. En þannig halda Austurrík'smenn, að hinn óbreytti rússneski her- maður liti á Austurríki, en um hið raunverulega álit hans á landinu v'ta fáir. Það er lokuð bók. Og Austurríkismenn þykj ast gerla sjá fleiri merki um áhrif hins hættulega lands síns. Skipt um 11 nýrrar skólunar. f Austurríki er talið, að Rúss ar hafi um 50 þúsund her- menn að jafnaði, en enginn veit um tölu hersins með v’ssu. Það er allmikið lið, en hið undarlegasta er það, að þetta herlið sést afar sjaldan. Það er fátítt að sjá herlið á aðalvegum landsins. Við „landamæri“ hernámssvæðis- ins eru Rússar fjölmennir og hafa þar stranga vegabréfa- skoðun, en annars sjást þeir ekki. Þeir halda. sig innan sinna eigin herbúða. En talið er, að undarlega oft sé sk'pt um hermenn, og Austurríkis- menn þykjast ekki í neinum vafa um það, að það sé gert af ótta við það, að of löng dvöl í landinu muni raska eitt hvað hinum sovétiska hug- myndahe'mi. Stundum eru skiptin þó ekki gerð nógu fljótt, og þá sjá Austurríkis- menn hermannalestir halda austur á bóginn. Hermennirn ir eru einkenn sklæddir en af vopnaðir og undir sterkum herverði. Þeir eru á leið til nýrrar „skólunar“. Þótt hinn rússnesk' hermað ur megi aldrei um f.rjálst höf uð strjúka, eru þeir allmargir, sem „hverfa“. Rússneski her- maðurinn hefir þá eignazt í laumi austurrískan vin og byrj ar að afla sér borgaralegra klæða svo lítið ber á. Svo er hann horfinn einn daginn. Hans er leitað með brauki og bramli, og stundum næst hann aftur, en sleppi hann, er eins og jörð n hafi gleypt hann. En guð hjálpi þá þeim, sem hafa haft náin persónu- leg kynni ui hinum strokna. Ströng „landamæravarzla". Dóná skiptir löndum milU hernámssvæða Rússa og Bandaríkjamanna allt norðan frá landamærum Þýzkalands og miðja vegu milli Linz og Vínar. Þar nær hernámssvæð ið allmikið suður fyrir Dóná og liggur að brezka hernáms- svæðinu. Við allar brýr á Dóná hafa Rússar vegabréfaskoðun, en Bandaríkjamenn og Bret- ar láta allar ferðir þar um afskiptalausar. Brezkir og bandarískr ferðamenn fá mjög treglega að fara inn á rússneska hernámssvæðið, og i alls ekki. leyfi til annars en ! ferðast beina leið þar í gegn 1 til Vínar og út aftur. Ekkert flakk um Burgenland er leyft. „Njet“ og „da“. Á ferð okkar norrænu blaða mannanna frá L'nz austur yf ir rússneska hernápissvæðið til Vínar, gafst okkur gott færi á að athuga þessa landamæra vörzlu Rússanna, því að þeir voru svo elskulegir að lofa Dkkur að sitja fulla hálfa klukkustund í bílnum við Varð skýl'sdyrnar á einu brúnni, er liggur þariia yfir Dóná, meðan þeir voru að hugsa sig um, hvort þeir ættu að hleypa þess um hættulegu mönnum yfir. Það var fagur og sólríkur morgun, er við lögðum af stað frá Linz og skyldi haldið niður Dónárdalinn til Vínar. Við ölc um yfir brúna. Að vestan — Bandaríkjamegin — sést eng inn hermaður og engiffn skipt ir sér af ferðum okkar. F.n á austurendanum hafa Rússar sitt varðskýlið hvorum megin. Við nemum staðar, og ungur, kinnbe'namikill Rússi snarast inn í bílinn og býst til að líta á vegabréfin. En hann sér þeg ar, að hér eru ekki venjulegir menn á ferð. Þetta eru ekki saklausir Austurrik'smenn í skemmtiferð, heldur erlendir blaðamenn. Og þótt við höf- um allir áritun austurrískra stjórnarvalda, og sú áritun eigi að að gefa okkur rétt til að ferðast um öll hernáms- svæði Austurríkis, bera Rúss- arnir takmarkaða virðingu fyr ir því. Rússneski hermaður- inn hættir þvi við vegabréfa skoðunina og kallar á yfir- mann sinn, ungan og broshýr an l'ðsforingja, sem kemur þegar út úr skýlinu. Fararstjórinn stígur út úr bílnum og fer að gefa niss- neska liðsforingjanum skýr- ingu á ferðum okkar. En liös- foring'nn kann illa þýzku og fararstjórinn ekki rússnesku, svo skilningurinn verður 'ekki gagnkvæmur. Þá v 11 svo vel til, að einn norrænu blaða- mannanna, ungur og gáfaður Finni, kann eitthvað fyrir sér í rússnesku, og hann býðst til að túlka. Síðan hefst löng ráð stefna. L'ðsforinginn er hínn brosmildasti og vingjaínleg- asti, því að rússneskir liðsíor ir.gjar mega tala við fólk og brosa framan í það, En hann segir aðeins eitt orð varðandi ferðír o’IíkaL ’órðlö, se'm Molo- tov og V'shinsky hafa gert svo frægt í sölum Sameinuðu þjóð anna: „Njet“. En fararstjór- inn okkar þykist þekkja svolít iö inn á Rússana ,og Finninnn hefir einnig af þeim nokkur kynni, svo þeir gefast ekki upp. „Hvers vegna“? spyrja þeir. „Vjð hleypum helzt eng um útlendingum yfir bessa brú. En nokkrum mílum neð- ar er önnur brú, þar sem allt er frjálst yfirferðar“, er svar ið. F*'nninn fer að tala um veðrið og annað fánýti, býður sígarettur og rabbar við Rúss (Framhald á 6. síðu )

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.