Tíminn - 22.06.1951, Side 4

Tíminn - 22.06.1951, Side 4
4. TÍMINN, föstudaginn 22. júní 1951. 137. blað. Bók um Danmörku Verður henni almennt fagn að, nýju bókinni um Dan- mörku? Þetta er þriðja bindið i bókaflokknum Lönd og lýðir, sem bókaútgáfa menningar- sjóðs gefur út. Hinar fyrri voru: Noregur og Svíþjóð. Nú heitir bókin Danmörk. Mjög hafa íslendingar oft undrazt spurningar manna erlendis um ísland og íslenzku þjóðina. Nágrannar mínir í Ameríku, gagnfræðaskólanem endur á einum stað, fullyrtu að ísland væri hluti af Rúss- landi. Þar spurðu menn stund um, hvort íslendingar væru siðmenntuð þjóð og hvar eig inlega ísland væri? í Dan- mörku var spurt, hvort ekki væri hægt að ganga á ís frá Danmörku til íslands á vetr um, hvort við létum ekki hund ana sleikja matarílát okkar, og hvort ekki væri gaman að róa í kringum hólmann á kvöldin. Og margar voru þess ar spurningar skrítnar. En hve mikið veit hver læs maður á íslandi um Dan- mörku? Þetta nágrannaland okkar og nágrannaþjóð, þetta forna stórveldi og síðari alda merkilegu menningarþjóð, sem stendur föstum fótum í þúsund ára gamalli menning arrækt, og sem er hin bezta fyrirmynd í dugnaði, iðjusemi, nýtni, þrifnaði, kurteisi, glað- lyndi og háttvísi? Hve mikið vitum við um landið, gróður þess, dýralíf, fegurð og yndis- leika, um atvinnulíf þjóðar- innar, landbúnað, fiskveiðar, iðnað, verzlun og viðskipti, menningu, bókmenntir, skáld skap, listir, vísindi, stjórnskip un, félagslíf, trúarlíf og þjóð- lífshætti yfirleitt, og þá ekki sizt hennar löngu og miklu sögu? Skyldi ekki standa í okkur mörgum, ef við værum spurðir rækilega út úr um allt þetta? Sá, sem les bókina Dan- mörk, fræðist um þetta allt, og það ótrúlega mikið I ekki stærri bók. Eiginlega er vandi að lýsa bókinni. Þessar bæk ur Menningarsjóðs, Lönd og lýðir, eru ekkert venjulegar bækur. Þær eru tæpast saga og þær eru ekki heldur venju legar orðabækur, en þeim mætti helzt líkja við orða- bækur. Þær grípa yfir geysi- lega mikið, eru í smáflokkum um allt það helzta í fari og lífi þessara þjóða. Það er hægt að fletta upp í þeim fyrirhafn arlaust og finna stutta, en allyfirgripsmikla frásögn um hvern lið út af fyrir sig. Þar eru margar tölur og mikill fróðleikur, ótrúlega mikill fróðleikur. í þessa bók, Dan- mörk, hefir verið lögð mikil vinna, lestur hennaj* er skemmtilegt ferðalag um aldaraðir hjá menningarauð- ugri þjóð, um „brosandi land, fléttað með sólhýrum sund- um, saumað með blómstrandi lundum". Bókin er i alla staði hin eigulegasta. Hún er sann ar bókmenntir. Slíkar bækur eru ekkert æsilesmál, en þær auðga og fræða lesendur sína svo að þeir geti verið samtals hæfir. Það þarf engan búhöld til þess að dást að landbúnaði Dana. Af honum er hægt að læra. Hann er enn aðalat- vinnuvegur þjóðarinnar, þótt ekki stundi hann nú nema 25 af hundraði landsmanna, en fram til loka 18. aldar voru það 80 af hundraði. Þannig Eftir Pétair Sigurðsson erindreka. ■ár.’aaoa hefir fólksflutningurinn i Dan mörku verið á 19. öldinni. En tæknin við landbúnaðinn bæt ir upp fólksfækkunina. „Af hér um bil 4,300,000 hektara heildarlandflæmi Danmerkur eru um 3,200,000 hektarar ræktað land“, segir í bókinni. I „Skógar eru um 400,000 hekt.,' en til garðræktar eru notaðir 85,000 hekt.“ Hveitirækt Dana ' gaf „28,8 kg. á hektara á ár- unum 1936—40, í stað 9,3 hkg. í Bandaríkjunum, 8,5 í Argen- tínu og 8,0 í Ástralíu". Algengt er að góðar kýr í Danmörku mjólki 4000 kg. á ári, og „ein hefir meira að segja komizt upp i 10,117 kg. með 413 smjör magn“. Um meðferð mjólkur getum við íslendingar enn lært töluvert af Dönum. Þrifn aður okkar er enn ekki fyrsta flokks. Engin nema iðjusöm og spar söm þjóð hefði getað rétt við eftir styrjöldina, eins og Dan- ir. „Heildartjón það, sem her- námið olli, er talið 11,000 millj. danskra króna“, en allur þjóð arauður Dana var talinn 28, 800 millj. kr., árið 1940. En þó var þyngst á metunum sam dráttur sá, er komst á utan- ríkisverzlun landsins á her- námsárunum og eftir styrj- öldina. Er þetta auðskilið, þar sem Þýzkaland og England hafa verið stærstu viðskipta- lönd Dana. Danir eiga frægar skipa- smiðastöðvar og er margt gott um iðnað þeirra að segja, sem er atvinnuvegur fjölda lands- manna. Háskólamenningu eiga þeir, er nær alla leið aft ur til 1479, en þá var Hafnar- háskóli stofnaður. Við sex íieildir háskólans stunda nú 6,000 stúdentar nám. Prófess- orar eru 126, en dósentar, lektorar og aukakennarar eru um 200. „Hafnarháskóli hefir löngum verið talinn með fremstu háskólum heims, enda hafa Danir, þótt smá- þjóð sé, löngum haft ágætum vísindamönnum á að skipa. Félagsþroski Dana er á all háu stigi. „í fáum þjóðfélög- um mun vera gert jafnmikið fyrir borgarana og I Dan- mörku, einkum þá, sem eru minnimáttar", segir í bókinni. Góð skipun er á heilbrigðis- málum þeirra, og „hefir heilsu far manna batnað stórum á síðari árum“. Athyglisverðar eru þó tölurnar um sjúkdóma. Langflestir sjúklinganna eru lagðir inn á sjúkrahús sökum meltingarkvilla, eða 65,000 sjúklingar af 430,000. Af heild ardánartölunni, tæplega 36, 000, árið 1948, dóu rúmlega 9,000 úr hjartasjúkdómum og rúmlega 6,000 úr krabbameini og sarkómi. Danir eru feit- lagnir, eta mikið feitt og drekka mikið af öli. Hér er allathyglisvert rannsóknar- efni. Síðari hluti bókarinnar skiptist í kaflana: Saga Dana, Samskipti Dana ogíslendinga, og Einstakir Iandshlutar og merkisstaðir. f kaflanum um samskipti Dana og íslendinga er varfærnislega, heppilega og sanngjarnlega túlkað mik ið viðkvæmismál. Við megum ekki meta dönsku þjóðina samkvæmt óheppilegum við- skiptum fyrri alda, né heldur því, hvort hún kann að verða svo gestrisin að afhenda okk ur þau handrit, sem við girn umst mest, og mundi stórum gleðja okkur, heldur sam- kvæmt því, sem hún raunveru lega er: merk menningarþjóð og fyrirmynd í mörgu. í þessum kafla eru taldir margir merkir íslendingar og íslanasvinir, og eru þar mynd ir af 30—40 íslendingum. Því miður eru ekki allar myndir bókarinnar eins skýrar og æskilegt hefði verið, en til þess liggja sjálfsagt gildar á- stæður. Oft er ógerningur að fá skýrar myndir, og svo er myndamótagerðin og prentun stundum misjafnlega góð. í bókinni eru alls hátt á annað hundrað myndir. Nokkrar einnig frá Grænlandi, en um það er Síðasti þáttur bókar- innar. Flest eru myndamótin gerð í Danmörku og það verk góðfúslega kostað af hinni dönsku deild Sáttmálasjóðs. Magister Westergaard-Niel- sen annaðist af miklum dugn aði og smekkvísj myndaval og útvegun mynda viðs vegar að, segir í eftirmála bókarinnar. f kaflanum, Einstakír lands hlutar og merkisstaðir, er Kaupmannahöfn gerð tölu- verð skil. Hún hefir verið köll uð „París Norðurlanda“ og „borgin með fögru turnana". Kaupmannahöfn er vissulega fögur borg og getur boðið gest um sínum margt sjálegt og sögufrægt. Allur er þessi kafli bókar- •innar ágætur leiðarvísir fyrir íerðamenn. Þar er víða kom- ið við og margt talið í þessu „brosandi" nágrannalandi okk ar. Mætti ef til vill segja um alla bókína, að næstum of margt sé ta(lið, en tæpast dvalið nægilega við helztu þjóðlífshætti svo að sú mynd standi eftir skýr og vel mörk uð í hugskoti lesarans. Um þetta kuna þó að verða skipt- ar skoðanir. Fullmikið þykir mér bera á einstöku orðum í bókinni, eins og t. d. að „reka“. En það er nú orðið eftirlætisorð íslend- inga um flestar greinar at- vinnufífslin.i. Fallegra þykir mér þó orðavalið, að stunda iðnað, heldur en að reka iðn að, og ekki þykir mér viðkunn anlegt að tala um, að eftir listamenn „liggi“ þessi og hin verk. Sömuleiðis þykir mér leiðinlegt orðið „safnhús", þegar talað er um listaverka- söfnin, og líka þykir mér fall- egra orð en ,,líkneski“. Ann- ars situr ekki á mér, ómálfróð um manni að setja út á mál- far lærðra manna. Bókin Danmörk, er í alla staði hin eigulegasta, bæði um efni og frágang, og á höfi^fid- ur þakkir skilið fyrir hana, og sömuleiðis útgáfufélagið, sem gefur út þessar alþýð- legu fróðleiksbækur. Þegar hliðstæð bók kemur út í Dan- mörku um ísland, og í sam- bærilegu stóru upplagi, þá ættu Danir að vita eftir það töluvert um sitt fyrrverandi sambýlisland, en á náinni kynningu grundvallast vel- vild þjóða á milli. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, sem ræður ríkjum í baðstofu Al- þýðublaðsins, er nýlega kominn heim úr utanför. Eftir heimkom una hefir hann m. a. skýrt frá því, að ekki sé mikill munur á verðlagi hér og í nágrannalönd unum, nema á matvörum. Þar sé munurinn verulegur. Þetta er vafalaust rétt hjá Vilhjálmi, og a. m. k. eru flestir gesta minna, sem ég hefi rætt við um þetta efni, á svipuðu máli. En þess ber að gæta, að kaupgjald er hér stórum hærra í krónutölu en í nágrannalönd- unum. Það hlýtur að leiða til þess, að verð á matvælum, sem eru framleidd innanlands, verð- ur einnig hærra í verði í krónu tölu, þar sem vinnan er stærsti þátturinn í framleiðslukostnað inum. Það hefir aldrei verið gerður nákvæmur samanburður á af- komu verkamanna hér og í ná grannalöndunum. Ég hygg, að sá samanburður myndi leiða í ljós, að okkar hlutur yrði ekki mikið lakari, nema síður væri. Matvörur eru hér að vísu veru- lega dýrari, eins og Vilhjálmur segir, en ég hygg að hærra kaup gjald bæti það upp og vel það. Sá þáttur framfærslukostnað arins, sem er okkur sennilega ó- hagstæðastur, er húsnæðiskostn aðurinn. Hann er hlutfallslega mun óhagsstæðari hér en víðast annarsstaðar. Það er eitt allra mesta vandamál okkar að lækka þennan tilfinnanlega kostnaðar lið. Þar bíður stærsta verkefnið í dýrtíðarmálunum. En svo ég minnist aftur á sam anburð á kjörum verkamanna hér og í nágrannalöndunum, þá er vert að geta þess, að kjör verkamanna eru hvergi jafn góð í Evrópu en í þessum löndum. Öllum hlutlausum fréttum kem ur saman um það, að þau séu t. d. langtum lakari í dýrðarríki kommúnista, Sovétríkjunum, enda bera kommúnistar yfirleitt ekki á móti því. En fyrst ég er að ræða um verðlag hér og erlendis, ætla ég að lokum að segja frá dá- litlu dæmi, senr einn gesta minna sagði mér, og mér virð- ist harla óhagstætt fyrir ís- lenzku kaupmannastéttina. Þessi gestur minn er nýkominn frá Englandi, og sagðist af til- viljun hafa kynnt sér, að sulta, sem er seld hér í búðum frá kr. 12.00—20.00, er seld þar í smásölubúðum á einn shilling, sem er röskar tvær krónur. Verðið hér er minnst nær sex- fallt hærra. Þótt sultan sé flutt inn fyrir útgerðarmanna gjaldeyri og á henni séu háir tollar, nær þetta verðlag ekki nokkurri átt. Hér virðist aug- Ijóslega vera um okurálagn- ingu að ræða. Ég nefni þetta m. a. vegna þess, að ég ætlast til þess, að hlutaðeigandi aðilar taki þetta til athugunar. Mér finnst verzl- unarstéttin t. d. sjálf eiga að upplýsa mál eins og þetta, því að með slíku athæfi geta ein- staka braskarar komið óorði á hana alla, og hún getur ekki ætlazt til þess, að verðlagshöml ur verði fúslega afnumdar með an slíkt er látið viðgangast. Út- gerðarmenn ættu líka að gera sitt til að upplýsa þetta, því að annars er hætt við, að sá orð- rómur komist á, að þetta okur- verð reki rætur til útgerðar- mannagj aldey risins. Svo að lokum þetta: Þeir, sem á ferðum sínum erlendis, rekast á dæmi um óeðlilegan verðmun hér og þar, mættu gjarnan senda mér pistil um það. ÖIIu sliku skal fúslega komið á framfæri. Starkaður. W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.VA^W.Wí c ■: H.f. Eimskipafélag Islands M.s. .Gullfoss’ 5 f fer frá Reykjavík laugardaginn 23. júni kl. 12. á hádegi til Leith og Kaupmannahafnar. Tollskoðun farangurs og vega- bréfaeftirlit byrjar í tollskýlinu vestast á hafnarbakkanum kl. 101/2 f. h. og skulu allir farþegar vera komnir í tollskýlið eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi. AW.V.V.V.W.V.W.W.V.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V Takið eftir Sníðum og mátum dömu og telpukjóla. Til viðtals þriðju daga, miðvikudaga og fimmtu daga kl. 2—5. Snorrabraut 65, kjallara (gengið inn frá Auðarstræti) Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Slmi 7752 Lögfræðistörf og elgnaum- sýsla. Miniiiiigarspjöltf Krabbamcinsfélags Reykjavíkur fást 1 Verzluninnl Remedia, Austurstræti 7 og í skrifstofu Elli- og hjútrunarheimilis- ins Grund. Gjörizt áskrifendnr að iele ryksugan er þýzk framleiðsla. Vönduð og traust. Kostjar 11—1200 krðnur. Komiið og aÆhugið hana áður en þér ákveðið kaup annarsstaðar. Tökum á móti pöntunum. Véla- og raftækjaverzlunin Tryggvagötu 23 — Sími 81279 VtkreiiiÍ Tímahh

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.