Tíminn - 22.06.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.06.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, föstudagiim 22. júní 1951. 137. bJad. tjtvarið í dag: 8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegis- rttvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón- leikar: Harmonikulög (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Faðir Goriot“ eftir Honoré de Balzac; IV. (Guðmundur Daníelsson rit- höfundur). 21.00 Tónleikar (plöt ur: Serenade eftir Mozart. 21.15 Erindi: Ýmislegt frá Spáni (Margrét Indriðadóttir frétta- maður). 21.40 Tónleikar (plöt- ur). 21.45 Iþróttaþáttur (Sig- urður Sigurðsson). 22.00 Frétt- ir og veðurfregnir. 22.10 Vinsæl lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Hekla fór frá Reykjavík í gær kvöld til Glasgow.Esja kom til Reykjavikur kl .1 í nótt úr strandferð að austan og norð- an. Herðubreið er á Austfjörð- um á norðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkvöld til Skagafjarðar- og Eyjafjarðar- hafna. Þyrill var í Vestmanna- eyjum í gær. Armann fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna eyja. Eimskip: Brúarfoss er í Hamborg. Detti foss fer frá Vestmannaeyjum í kvöld 21.6. til Akraness. Goða- foss kom til Hamborgar 20.6. frá Reykjavík. Gulifoss kom til Reykjavikur 21.6. frá Kaup- mannahöfn og Leith. Lagarfoss er í Reykjavík. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss er í Reykja vík. Katla er í Reykjavík. Vollen lestar í Hull um 20 þ. m. Flugferbir Flugfélag íslands: Innanlandsflug: 1 dag er ráð gert að fljúga til Akureyrar (2 feröir), Vestmannaeyja, Horna fjarðar, Fagurhólsmýrar; Kirkju bæjarklausturs og Siglufjarðar. Frá Akureyri verður flogið til Austfjarða. Á morgun er áætl- að að fljúga til Akureyrar (2 ferðir ), Vestmannaeyja, Blöndu óss, Sauðárkróks, Siglufjarðar og ísafjarðar. Millilandaflug: Gullfaxi fer til Kaupmannahafnar kl. 8,30 í fyrramálið. Loftleiðir: 1 dag er ráðgert að fljúga tli ísafjarðar, Vestmannaeyja, Hólmavíkur, Sauðárkróks, Heli issands og Akureyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til ísafjarð ar, Akureyrar, Vestmannaeyja, og Patreksfjarðar. Blöð og tímarit Jass-blaðið. fimmta og sjötta tölubl. þe. á. er nýlega komið út. Flytur það ýmsan fróðleik fyrir jassunn- endur. í þessu blaði er meðal annars: íslenzkir hljóðfæraleik- Æirar, Efnilegur guitaristi, Hljóm jsveit Braga Hlíðbergs, Fimmtán manna hfjómsvelt F.I.H., Grein um Núma og danslagatexta hans. Þrir nýir íslenzkir dans- lagatextar. Fréttir og margt fleira. Úr ýmsum áttum Keykjavíkurflngvöilur. I maí mánuði var umferð um Reykjavíkurflugvöll sem hér segir: Millilandaflug 18 lending ar, farþegaflug, innanlands 219 lendingar, einka og kennsluflug 143 lendingar. Samtals 378 lend kafi til ingar. Með millilandaflugvélum fóru og komu til Reykjavíkur- flugvaliar 515 farþegar, 11688 kg. farangur, 5193 kg. vöruflutn ingar og 1477 kg. póstur. Með farþegaflugvélum í inn- anlandsflugi fóru og komu 2982 farþegar, 41386 kg. farangur, 90632 kg. vöruflutningar og 9921 kg. póstur. Miðnætursólin. (Midnigth sun) blað starfs- manna Keflavíkurflugvaliar, júni blaðið, er ný komið út. Ræð ir það ýms áhugamál starfs- mannanna og flytur auk þess innlenda og erienda frétta þætti. Ferðafélag íslands Ferðafélag Islands ráðgerir að fara 8 daga skemmtiferð til Hornafjarðar. Lagt af stað fyrri hluta næstu viku. Farið flug- leiðis til Hornafjarðar. Skoðað- ur Hornafjörðurinn. Farið í Al- mannaskarð og austur í Lón. Þá haldiö landveg tii baka um Suðursveit, Öræfi, vestur Skeið- arársand og Síðu til Reykja- víkur. — UpplýSlngar og far- miðar á skrifstoíunni Túngötu 5. „Ertu búinn að synda 200 metrana?“ Það er nú að færast all- mikið líf í þátttökuna í nor- rænu sundkeppninni hér á iandi. Fleiri og flciri ljúka ratiniHni og aðrir eru í óða önn að æfa sig. Þeir, sem ekki eru búnir, hafa heldur engan stundlegan frið. Hvar sem maður mætir manni er spurt án tafar: Ertu búinn að synda 200 metrana? Menn sjá því að ekki er um annað að gera en ljúka þessu af til þess að losna við sam- vizkubitið í hvert sinn, sem spurningin mætir þeim. Fram til 10. júlí ætti það líka að vera kveðja manna í hvert sinn, sem þeir hitta kunningja sinn á götu eða hringja til hans í síma: Ertu búinn að synda 200 metrana? Ilandknattleiksreglur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefir geFið út að tilhiutan 1- þróttasambands Islands smá kver, sem hefir inni að halda handknattleiks- og körfuknatt leiksreglur Í.S.Í. Er þtta mjög handhægur og ýtarlegur leióar- vísir fyrir þá er þessar íþróttir stunda. Um útgáfuna hafa séð þeir Þorsteinn Einarsson, Jens Guðbjörnsson og Kjartan Berg- mann. I ritinu er þetta efni: Handknattleiksreglur l.S.l. teknar saman og þýddar af Finn boga Guðmundssyni, Sigurði Norðdahl og Sigurði Magnús- syni. Reglur Í.S.Í. um hand- knattleiksmót, samdar að til- hlutun handknattleiksráðs Reykjavíkur. Körfuknattleiks- reglur I.S.Í. fyrir karla, Sigríður Valgirsdóttir þýddi og tók sam- an, og körfuknattleiksreglur Í.S.I. fyrir konur einnig þýtt og tekið saman af Sigriði Valgeirs dóttur. Her SÞ sækir hindr- unarlítið fram Her S. Þ. í Kóreu hélt áfram sókn sinnl í gær bæði á aust- urströndinni og vesturströnd inni og veitti norðurherinn mjög litla mótspyrnu. Á mánudaginn kemur er ár liðið síðan kommúnistar í Kóreu héldu með her sinn suð ur yfir 38. breiddarbaug og hófu styrjöldina. Aðalfundur S. 1. S. (Framhald af 1. síðu.) nýja skipi, Jökulfelli, hefir enginn gjaldeyrir fengizt enn, svo að skipið er byggt fvrir erlend gjaldeyrislán. Þess vegna er skipið leigt næstu fjóra mánuðj til útlanda til þess að afla gjaldeyris upp I kostnaöinn, enda er lítil þörf fyrir frystiskip hér þann tíma árs, þótt þörfin sé margföld aðra tíma. Mörg tiiboð um kaup og leigu á skipinu hafa borizt, en þeim hefir öllum verið hafnað. Forstjórinn gat þess, að þótt sambandið ætti nú þrjú afbragðsgóð skip, væri flutningaþörf sambands ins ekki fullnægt og næg verk efni fyrir miklu stærri skipa- stól samvinnumanna. Það, sem af er þessu ári hefir rekstur skipadeildarinn ar orðið hagstæðari en nokkru sinni fyrr, og nemur afskrift og hagnaður á þessum fvrra helmingi ársins samkvæmt bráðabirgðauppgjöri um 5' milj .kr. 65% þjóðarinnar skipta við samvinnufélögin, í árslok voru sambands- félögin 54 eða jafnmörg og í ársbyrjun. Eitt félag, Kaupfélag verkamanna í Vestmannaeyjum, hætti starfsemi á árinu, en eitt félág, Kaupfélag Ólafs- fjarðar, bættist í hópinn. Félagatala samvinnu- manna í sambandinu leið- rétt þannig, að aðeins að- alfélagar eru taldir, svo að ekki er um tvítalningu að ræða, þótt sami maður sé í fleiri en einu félagi, var í árslok 30680 og hafði fjölgað um 2056 á árinu. Þar af voru í neytendafé- j lögum 30263 með 93760 á framfæri sínu. Það er um 65% þjóðarinnar, og er það mcð hæstu — ef ekki hæsta hlutfallstala í heira inum. Kaupfélögunum vel stjórnað. Forstjórinn ræddi nokkuð um hag kaupfélaganna al- mennt og hvatti eindregið til að forðast skuldasöfnun. Hann sagði, að heildarblær- inn væri sá, að kaupfélögun- um væri vel stjórnað, og fjár, hagur félaganna gagnvart sambandinu hefði heldur batnað á árinu. Forstjórinn lét svo um mælt í ræðulok, að hann væri sann færður um, að allir örðug- leikar yrðu yfirstignir, ef full ur samhugur allra aðila og sannur samvinnuandi ríkti 1 samvinnustarfinu. Skýrslur framkrænida- stjóra. Að lokinni ræðu forstjór- ans fluttu framkvæmdastjór ar sambandsins skýrslur deilda sinna, þeir Helgi Pét- ursson fyrir útflutningsdeild ina, Helgi Þorsteinsson fyrir innflutningsdeild, Leifur Bjarnason fyrir véladeild og Harry Fredriksen fyrir iðn- aðardeild. Á fimmta tímanum í gær hófust svo fyrirspurnir vegna skýrslnanna og almennar um ræður. Aðalfundurinn heldur áfram í dag og á morgun. '•■/AW.V.V.V.W.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.’AV.V.VJ > ASeins 30 kr. á ári ffirir fjölbreyttasta, útbreiddasta og ódýrasta mánaðarrit landsins. Gerist áskrif- endur! Sími 7080. W.V.V.V TILKYNNING til kaupenda um blaðgjald ársins 1951 Blaðgjald ársins 1951 hefir verið ákveðið sem hér segir: I. Verðsvæði: Árgangurinn kr. 180,00. Mánaðargjald kr. 15.00. (Reykjavík, Seltjarnarneshreppur, Kópavogs- hreppur, Hafnarfjörður og Akureyri frá 1. maí). ÁskíFnn réttur til verðbreytinga. II. Verðsvæði: Árgangurinn kr. 150,00. (Rangárvallasýsla, Vestmannaeyjar, Árnessýsla, Gullbringu- og Kjósarsýsla, Keflavik, Akranes, Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsness og Hnappadalssýsla, verzlunarsvæði Stykkishólms í Dalasýslu og Siglufjörður. III. Verðsvæöi: Árgangurinn kr. 120,00. (Meginhluti Dalasýslu, Barðastrandasýsla, ísa- íjarðarsýslur, ísafjörður, Strandasýsla, Norður- land alit, utan Siglufjarðar og Akureyrar, Aust- urland og* Skaftafellssýslur). Frá og með 1. maí eru fallinn í gjalddaga öll blað- r| gjöid á II. og III. verðsvæðum. nema þau sem greidd eru H mánaðarlega og ársfjórðungslega til innheimtumanna. || ú Innheimta Tímans I g 1 « • - H g 3 I 1 3 1 *.*, *.*.*• Ég þakka kærlega sveitungum og öðrum er heim- £ sóttu mig og færðu mér gjafir, eins þakka ég skeyti er •»; í mér bárust á 65 ára afmæli mínu 13. þ. m. ** Bjarni K«lbeinsson % I; •.V,\W.VA".V.V/,V.V.V.V.V.W.W,VAW.W.W.VA% AW.VÁ*.V.V.*.V.V.V.V.*.V.V.V.*.V.W.W.V.*.V.V.V.V N í Innilega þakka ég öllum vinum og vandamönnum £ í nær og fjær, er méð heimsóknum, skeytum og gjöfiun 3; £ glöddu mig á fimmtugsafmæli mínu þann 6. júní s. 1. 5 og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Magnús G. Ingimundarson, Bæ í Króksfirði ■ ■ JB ■ ■ I ■ ■ ■ • 1 1» ■ • ■ • « • • « .V.’.V.*,V.V.V.V.V.V.V.V.V.*.V.V.’. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.