Alþýðublaðið - 12.07.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.07.1927, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Reynið ,Milk-Man‘ dósamjólk. Hún er ódýr, en sérstaklega góð. þar) og vaxta, svo og sakir (þetta er biblíustíll til tilbreytingar) all;s kostna'ðar og tjóns, er af þessu greiðslufalli hefir leitt og kann að leiða svo að gerðarbeiðandi (áðan hét hann gjörðarbeiðandi) hiljóti fult endurgjald (skyldi það alt af vera víst að það yrði?) á öliu slíku (hérna finst manni vanta „og öðru eins“) hjá hlutaðeigend- um (skyldi það vera alment að aðrir borguðu? Þetta orð er svo fallegt, að það er mesta mæða að það skuli ekki finnast í fombók- mentum vorum). Viðstaddir voru sem (voru þeir ekki vottar?) notarialvottar N. N. og N. N. Til staðfestu nafn mitt og emb- ættisinnsigli. Reykjavik, d. u. s. (því ekki sama dag og fyrr greinir?) (UndirskTiftjn og innsiglíð.) Neðan á skjalið er prentuð kostnaðarskrá og þar gert ráð fyr- ir „bílkostnaði“, en ekki bifreið- arkostnaði. Það er ekki hægt að liggja emb- æltismönnum þeim, sem láta prenta eyðublaðið, á hálsi fyrir það, þó að þeir breyti ekki hinu hjákátlega orðalagi skjalsins, hvort sem þeir em i bankanum eða á bæjarfógetaskrifstofunni. Þeir hafa alist upp við þetta svona og eru orðnir blindir fyrir kátínunni í þessu efni, en fylla eyðublaðið út hugsunarlaust, án þess að lesa það yfir, eins og sjá má á því, að oTða-, stafa- og Kommu-villur eru ekki leiðréttar i eintaki því, sem fyrir mér liggur. En hitt er hneykslanlegt, að op- inbenar skrifstofur skuli ekki geta séð um prentun jafn-litils xnáls án þess að mori þar af villum, sem nægðu til að fella nemanda á prófi, ef það hefði verið próf- still. Og því má þetta ekki vera blátt áfram og á mæltu málf? T. d. á þessa leið: 'Áfr 191 .. . 'dfig . . . -mánaSaír sýndi ég undirritaður N. N., full- trúi notarii pubhd í Reykjavík, áð •beiðni N.-banka hér í bæ frum- rit ofan skráðs víxils í afgreiðslu- stofu bankans og krafðist greiðslu á honum, en hvorki samþykkjandi né aðrir gáfu sig fram til að greiða víxilinn. Þess vegna af,- sagði ég víxil þennan fyrir hönd gerðarbeiðanda til að tryggja hon- «m greiðslu hjá skuldunautum á höfuðstóli og vöxtum, kostnaði og öllum útgjöldum, er hann hefir haft og kann að hafa af greiðslu- fallinu. Vottar að afsögninni voru N. N. og N. N. Til sanninda er nafn mitt og embættisinnsiglið. Reykjavík, sama dag og í upp- hafi greinir. Þetta er að minsta kosti við- kunnanlegra en eftirlegukindin frá einokunardögunum. Það er ef til vill dómur á öll- um embætti'sskrifstofum að geta ekki sagt blátt áfram frá því, sem þær aðhafast. En séu þær það steingerðar í fortiðarháttum, að alt þurfi nauðsynlega að vera með laufaskurði og vfravirki, þá væri að skömminni til skemtilegra að hafa það íslenzkt, og býður Fom- bTéfasafnið upp á nógar fyrir- myndÍT. T. d. mætti hafa það svona: Öllum mönnum þeim, sem þetta bréf sjá eða heyra, sendum við N. N. kveðju guðs og vora, kunn- ugt gjöxandi, að þá liöið var frá \bingaðburðd voirs "berra Jesu Christi 19 . . . ár . . dag . . mán- aðar, vorum vér staddir í af- greiðslustofu N.-banka í Reykja- vik, sáum og heyrðum á, að N- N., fulltrúi notarii pubbci í Reykjavík, sýndi að beiðni bankans þar í stofunni frumrit svo hljóðandi víxils (hér komi vixillinn) og krafðist greiðslu á honum, en hvorki samþykkjandi eða aðrir gáfu sig fram. Því afsagði hann að okkur áhéyrendum títt nefnd- an vixil fyrir hönd gjörðarbeið- anda til að tryggja honum hjá skuldunautum greiðslu höfuðstóls og vaxta, kostnaðar og allra út- gjalda, er hann hefir haft og kann að hafa af greiðslufallinu. TjJ sanninda hér um setti fulltrúi notarii publid nafh sitt og emb- ættisinnsiglið ásamt vorum nöfn- um fyrir þetta afsagnarbréf, er skrifað var á sama stað, ári og degi, sem fyrr segir. Auðvitað væri þetta líka bama- legt, en aö minsta kosti virðu- legra en hitt óhroðið. Afsögn víxils er alvörumál, og ekki vert að hafa hana að fíflskap. ! . __________________ »-/. Bjorn Bl. Jónsson kom hingað á sunnudaginn frá Vestmannaeyjum með „Botniu". Ávarp tiE Islendiraga. Kæru landar! Athugið vel mál það, sem hér segir frá, þ ví að um bjðrgun ykk- ar eigin gimsteina er að ræða. Eins og kunnugt er, hefi ég á síðari árum fengist nokkuð við rannsókn íslenzkra þjóðlaga. i fyrra sumar tók ég á hljóðritara nokkur þjóðlög, sem fólk í Reykja- vík söng og kvað. Nú hefi ég fengið afsteypur af hljóðritara- spólunum, 28 alls. Mér £il nokk- urrar undmnar sé ég við nánari athugun, að um tveir pridju hlutar af lögunum eru ómenguð Islenzk pjóðlög, en þó má heita, áð í Reykjavik sé ekki mikið um þjóðlög og þau farin að spillast af erlendum áhrifum og gleymsku. Auðsætt er því, að íslenzku pjóð- lögin eru enn vel lifandi og að það má vel endurlífga pau óspilt á vörum pjóðarmnar. Á mínu s’tutta ferðalagi norðan ’lands sumarið 1925 varð íég þess Var, að menn báru ekki mikla virðingu fyrir þjóðlögunum og jafnvel sízt þeir, sem helzt hefðu getað bjargað þeim. Þetta verður að breytast. Það væri rangt að gefa einhverjum sérstökum mönn- um sök á niðurlægingu þjóðlag- anna, því að þar hafa ráðið erlend áhrif ög tiðarandi heillar kynslóð- ar. En nú eru aðrir tímar. Hið þjóðlega tónlistareðli hefir skapað heimsfreegð þeim þjóðum, sem hafa skýrust þjóðareinkenni, Norðmönnum, Finnlendingum, Rússum, Ungverjum, Tékkum o. fl. Islenzku þjóðlögin, rímnalögLn og tvísöngurinn, eru alveg samstæð fornbókmentum vorum og tungu vorri. Til forna var oftsinnis kvéð- iÖ við raust og með gleöskap. Tvísöngur var sunginn á víkinga- öldinni um öll norðurlönd. Þao má ekki leggja sama mœlikvarða á pjóðiögin og á listsöng. Það tvent er óskylt. Það fólk, sem kveður, þarf t. d. ekki að vera söngvið á lærðra manna vísu. Það er meira að segja mjög hætt við þvi, að lærður söngmáti spilli eðli þjóðlaganna, nema var- kárni sé notuð og meiri þekking sé fengin á þeim en náðst hefir hingað til. Við rannsókn mína á lögunum í gegnum hljóðritarann hefi eg einnig orðið þess var, að það er alls ekki hægt að skrifa sum þeirra upp. Jafnvel hin full- komnasta uppskrift sumra lag- anna hlýtur að verða tónsmíð skrifarans að meira eða minna leyti, og þó að það takist að skrifa nákvæmlega upp tónana og fallandann, þá er hætt við, að menn lesi eftir á ekki rétt eftir nótunum, en meðferð laganna er ekki hægt að skrifa Upp. Þjóðlaga- söfnxm í hijóðritara og uppskrift laganna getur stutt endurreisnina, en mest er um vert, að pjóðin sjálf endurlífgi þau án .meðhjálp- ar. Það eitt mun bjarga peim í hreinmtu mynd. Hugsið um það, góðu Japdar! að á ykkur hvilir á- byigðin, ef þessi andans auðæfi spillast. Látið ekkert fœri ónotað til pess að endurreisa pau. Stofnio til kveðskapar og tví- söngs í heimahúsum! Spyrjið uppi alla pá menn eldri sem yngri, er við rínmakveðskap og tvísöng fást. LátiÖ þá kenna þeim yngri, þó ekki með nein- um skólabrag og ekki með hl jóð- færi, því að tónár þess eru annars eðlis. Hæðist ekki að þeim, sem iðka gömul þjóðlög í laumi, þ;ó; áð þau virðist óáheyrileg i fyrstu, heldur örvið þá ti) þess að láta. ykkur heyra lögin, því að þið get- ið margt af öllum þessum söng- og kvæða-mönnum lært. Hafið tvísöng og kveðskap til skemtunar! — En síðar verður þjóðdönzum bætt við, rímnadanzi. og söngdanzi. Auðgið þannig ís- lenzkt þjóðlíf. jón Leifs. fJssat daglim og veginnt Næturlæknir er í nótt Níels P. Dungal, Sól- eygjargötu 3, sími 1518. Þenna dag árið 100 f. Kr. er tabð, að Júl- íus Cæsar hafi fæðst. Þó telja sumir hann fæddan árið 102 f. Kr. • • ; i”' : 'átlWl ! V 1 ■ •''; -Á-'s: Röng tala á atkvæðum þeim, er Bjöm Bl. Jónsson fékk, er bæði í „Mgbl.“ og „Vísi“. Þau segja atkvæðin 210, en þau voru 227. Tölumar í Vfest- mannaeyjum hefir Alþbl. frá sýslumanninum þar. Skipafréttir. „Lyra" kom í gærkveldi frá Noregi. Kolaskip kom í nótt bl Sigurðar Runóbssonafr. EnSkur togiari kom hingað í rnorgun. „ís- lánd“ fer kl. 6 í kvöld vestur og; norður um land tíl Akureyrar. Talningin i Árnessýslu. Þegar blaðið fór í pressuna, stóðu atkvæðatölur við talninguna. i Árnessýslu sem hér segir: Einar Arnórsson , 233 Ingimar Jónsson 215 Jörundur Brynjólfsson 377 Magnús Torfason 401 Sigurður Heiðdal 78 Valdimar Bjarnason 147 Fiskbirgðir. Samkvæmt af3askýrslu*n og út- flutningi reiknast fiskbirgðirnar: 1. júli 1927: 159 327 þur skpd. - — 1926: 189000 — — - — 1925: 168 000 +- — Reynsla tveggja undan farandi ára hefir sýnt, að aflaskýrslum- ar hafa að eins talið um níu tí- undu hluta þess fiskjar, Sem síðan var fluttur út. Ef gera má ráð fyrir sömu skekkju á skýrslun- um nú, þarf að hækka aflann um einn tiunda og bæta þeirri tölu viÖ þær bÍTgðir, sem hér eru tiilfærð- ar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.