Tíminn - 15.07.1951, Page 3

Tíminn - 15.07.1951, Page 3
156. blað. TÍMTNN, sunnudaginn 15 jðlí 1951. Ljóð Guðrúnar á Hömrum Ríkí framtíðarinnar [í Gcrpi birtist fyrir nokkru at- hyglisverð grein eftir rltstjórann, Gunnlaug Jónasson, er hann nefn- ir: Harinsaga hugsjónanna. Hann rekur jrar, hvernig stefnur, senr eru í raun og veru háleitar hugsjónir, hafi verið inisnotaðar og látnar þjóna öfluiir, sem voru andsta-ðar tilgangi þeirra. Gunnlaugur tefur, að þetta stafi af niisbresUini í skap- gerð inanna og úr þessu verði ekki b.ett með iiðru en nýrri amlJdgri vakningu, cr miði að því að b;cta skapíerli mai.na og hugarfar mcð því að innra'ta þeim góðvild og mannkærleika í stað. yfirgangs, of- stopa og haturs, er einkennir marg- ar stjórnmálastefinir nútímans. Fer lrér á cftir kafli úr grein Gunn- laugr, þar sem- hann útskýrir nán- ara það, setn fyrir honuin vakirj: „. ... En nú munu menn, sem von er, segja: Þetta er nú allt saman gott og blessað, en hvernig á að fara aö því, að koma af stað andlegri vakn- ingu eins og þeirri, sem hér um ræðir? Og ennfremur: hvernig á að tryggja það, að þess konar andleg vakning ■ lendi ekki í klóm „djöfulsins,“ j þ. e. verði að nýrri áróðurs- kenningu og heimsvaldatæki, j eins og jafnan hefir viljaði verða, um vakningar á Vegum nýrra hugsjóna til þessa. Þess ar spurningar eru réttmætar. Mér er fyllilega ljóst, að eng- inn mannlegur máttur getur komið slíkri andlegri vakn-; Ingu af stað, ef hún á að þró- í ast á vegum góðvildar og, ‘mannkærleika. Vér verðum ,því aö leita til yfirmannlegra! máttarvalda, um hjálp í þessu ! efni. Hér skilur með mér og j postulum efnishyggjunnar. i Þeir staðhæfa, að engin slík ' yfirmannleg máttarvöld séu; til. Þá staðhæfingu ætla ég ekki að rökræða hér. Ræði ég þá ekki að sinni við efnis- hyggjumennina, en sný mér til þeirra, sem fylla sama flokk j og sjálfúr ég í þessu tilliti. Mér virðist' einsýnt, að vér, sem kristnir erum, snúum oss til vors andlega leiðtoga, Jesú Krists, og biðjum hann að hjálpa oss, að verða að nýjum og betri mönnum í félagsleg- úm efnum. Hann einn getur hafið slíka vakningu og þó þvi aðeins, að almenn þrá eftir nýju og betra félagslífi sé fyr- ir hendi. Ef vér erum tilbúnir, þá mun ekki standa á hon- ’um. En meinið er, að enn þá þráum vér ekki neina vakn- ingu. Vér víljum halda áfram .að dýrka þá falsguði, sem vér höfum sjálfir gert oss, þ. e. á- róðursstefnurnar. Meðan svo stendur, færumst vér einungis nær barmi glöiunarinnar; ég -meina ekki eilífrar glötunar, .'.heldur þeirrar timanlegu glöt- -unar, sem heimsmenningunni : er sýnilega búin, ef vér breyt- um ekki um stefnu. í þessu efni mun oss lítt duga að kasta áhyggju vorri á bak jarðneskra leiðtoga vorra. Hinir mælskustu og ritfær- ustu þeirra hafa aö vísu tölu- verðan sef juharfírátt. Það sést greinilega á stjórnmálafund- um og þó einkum við stjórn- málaumræður í útva.rpinu. Við slik tækifáeri sitjiirh‘,vér gáþ- andi af hrifningu og g’eypum í oss hvert orð, sem falsguð- irnir — þ. e. áróðursstefnurn- ar — leggja á itungu þessara höfuðpresta sinna, og fær- umst í aukana að félagslegri úlfúð og tortryggni, enda ekki að undra, því að áróðursstefn- ur þessar eða stjórnmálastefn ur eru, eins og ég hefi sýnt fram á, mótaðar á vegum þess ara illu skapbresta. Oss þarf að skiljast, að ein- ungis vér sjálfir getum gert það, sem gera þarf, en það er þetta: Vér verðum að snúa baki við falsguðunum, sem vér dýrkum nú, gera það af heil- um hug og biðja Krist, sem er vor andlegi leiðtogi.uð hjáipa. Þá mun heimsskipulagið fljót lega gjörbreytast til hins betra og jafnvel veðurfar, frjó semi jarðar og önnur ytri skil- yrði snúast til betra vegar. Alltaf öðru hvoru eru ein- hverjir einstaklingar að sjá að sér og breyta lífsstefnu sinni á betri veg. En þeir eru bara svo sárafáir, sem þetta gera, miðað við hinn ótölulega fjölda, sem arkar veginn norð ur og niður í nær því algerðu hugsunarleysi. Um allar þær aldir, sem vér höfum spurnir af, hefir þetta gengið svo, og þeir, sem þykjast raunhæfir í hugsun, segja: „Þetta verður ætíð svo“. En Kristur hefir sagt annað. Hann trúði læri- sveinum sínum fyrir því, að á tíma mikillar þrengingar, hinnar mestu, er mannkynið ætti eftir að mæta, mundi við horf mannanna í þessu efni breytast ,og hét þeim því, að þá myndi hann koma sjálfur og stofna sitt ríki á jöröunni. En á meðan tíminn ekki væri kominn, ráðlagði hann sínu fólki að „vaka og biðja“. Mér er auðvitað kunnugt um það, að kirkjuleiðtogar þessa heims í kristnum sið, hafa leyft sér aö halda því fram, að ríki, það, sem Kristur hét að stofna, sé ekki jarðneskt ríki. Þetta er falskenning. Engum, sem les guðspjöllin með opnum huga, getur dulizt, að riki það, sem Kristur svo oft talaði um sem sitt ríki, ríki Guðs eða himn- anna, á einnig að ná til jarð- ríkis. Andmælendur þessa bera m. a. fyrir sig orð Krists við Pílatus: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi.“ En það, sem Kristur hér átti við var það, að hans ríki sé í grundvallaratriðum annars eðlis en það heimsskipulag, sem þá var ráðandi og er enn ráðandi í heiminum, og í þrengri merkingu gjörólíkt rómverska heimsveldinu, sem Pílatus var fulltrúi fyrir. Það má heita ómælanlegt tjón, sem kristindómurinn hefir beð ið, bæði fyrr og síðar, vegna þessa sorglega misskilnings margra kirkjunnar manna..“ v sjáíf- en fá- Rafgeymar Þýzkir, 6 volta. Hlaðnir og óhlaðnir. VÉLA OG RAFTÆKJA- VERZLUNIN. Tfýggvágötu 23. — Sími 81279. Þessu litla sýnishorni af ljóðum Guðrúnar á Hömrum á ekki að fylgja ýtarleg ætt- artala né nákvæm ævisaga. Aðeins örfá orð um hana sjálfa, lítilsháttar kynning. Ævisaga hennar yrðj hvorki viöburðavrik né fjölskrúðug að efni, þótt hún væri skrif uð. Þó átti hún sína sögu eins og allir aðrir. En þar var svo margt áþekkt því, sem geng ur og gerist hjá fjölda fólks, og þykir of hversdagslegt til frásagnar. Saga umkomulit- ils alþýðufólks á ofanverðri nítjándu öld og framan af þeírri tuttugustu var i öllum meginatriðum hin sama hjá flestum einstaklingum. Hið ytra líf markað af fátækt og fábreyttum möguleikum, harðri lífsbaráttu við erfið- ar aðstæður. Hið innra líf, tilfinningalífið, að sögðu fjclbreyttara, um kunnugt. Guðrún var fædd í Hraitns ási í Hálsasveit í Borgar- fjarðarsýslu hinn 17. jitní 1871, dóttir Guðmundar Lýðs sonar og Guðrúnar Bárðár- dóttur frá Iðunnarstöðum í Lundarr eyk j adal. Guðrún hlaut í vöggugjöí góðar gáfur, bæði skarpan skilning og mikið næmi, en líka frumlegar skapandi gáf ur, ásamt ríkri hneigð til ljóða og lesturs. Lífskjör voru henni á hinn bóginn sköpuð af fátækt og erfiðum aðstæð um, sem ekki gáfu hæfileik- um hennar mikið svigrúm til að njóta sín og fóru heldur ó- mildum höndum um þrár hinnar ungu stúlku. Alþýðu- æskan varð á þeim tímum að svæfa með sér alla menntun arlöngun. Veraldlegir fjár- sjóðir en ekkj andlegir réðu því, hverjir komust til nokk- urra mennta umfram hina lögboðnu kristindómsfræðslu. Þeir unglingar ,sem eínbeitt astan áttu viljan og mest tápið, reyndu að bæta sér menntunarskortinn með lestri ýmsra bóka, sem til náð ist. En þær voru af skornum skammti, að minnsta kosti í höndum fátækra. Verra en bókfæðin var þó tímaleysið. Unglingarnir áttu að vinna. „Bókvitið yrði ekki látið í askana“, sögðu þeir gömlu. Það þótti bera vott um ó- mennsku að vilja liggja yfir bókum. Slíkt var börnum fá tækra, og alveg sérstaklega stúlkubörnum, bannað. Sum ir unglingar uáðu þó að lesa dálítið af bókum bæði í hin- um stutta hvíldartíma, sem þeim var ætlaður, og öðrum stolnum stundum. Þeir, sem gæddir voru góðu næmi, lærðu alltaf nokkuð af því. En þótt örlögin dæmdu Guð rúnu til að helga krafta sína öðrum verkefnum en þeim, sem hæfileikar hennar og löngun beindist fyrst og fremst að, var forsjónin í aðra röndina henni miskunn- söm. Hún gæddi hana eigin- leika, sem gerði henni lífið léttara og hlutskipti hennar viðunanlegra. Guðrúnu var gefið óvenjumikið glaðlyndi. Og þann eiginleika lagði hún rækt við og hann þroskaði hún vel, þrátt fyrir erfiðleika og andstreymi, sem slæm kjör og mótlæti lögðu henni á herðar. Það var þessi eigin- lelki ásamt gáfum hennar og skilningi á öllu hinu mann- icga, sem gerði henni unnt að (Framhald á 4. síðu.) . Ma^niís Magmisson F. 25. júli. 1917. — D. 19. maí 1922. Aftur í tímann, aðeins fáein spor, í anda lít ég friðsælt kvöld um vor: Þú frjáls og kát varst, kæra dóttir mín, ég kom að skoða litlu börnin þín. Mér alúð sýndi eiginmaður þinn, sem einkasonur verið hefðj minn. Ég lengi þráði þessa gleöistund. og þennan ljúfa vina minna fund. En systkinin þá sælan festu blund, og samfundanna var það firrta stund. Ég benti á þig ,sem barst mitt sonarnafn, með bjarta kinn og fagurt lokkasafn. Og þegar opin augu þín ég leit, — og ást og gleðj vermdi brjóst mitt heit, i Ijósum dráttum las ég mínning þá, sem letruð dýpst er hjarta spjöld mín á. 4 Að þú ert dáinn, þvilik harmafregn, þungbær sorgin nístir hjartað gegn. Ljósið skæra, er birti mína braut, . blómið kæra frítt með bernskuskraut. í endurminning engilmyndin þín ávallt gegnum næturmyrkrið skin, þá ein ég vaki og allt er kyrrt og hljótt, og aftur verður skap mitt stillt og rótt. Amma kveður elsku drenginn sinn, amma þerrar tár af fölrj kinn, þakkar guði, er gaf og taka vann, góös til öllu bezt því stjórnar hann. Guð þig blessi, góði hjartans vin. N Gröfin hylur vona minna skin. En aftur birtir eftir litla stund, ástvinanna þegar kem á fund. Þið eruö horfnir heim á undan mér, hjartkærustu, beztu vinirnir. Ykkar minning er mér geislasafn. Þið allir báruð sama skírnarnafn. Sonur kæri, sem ég unnj bezt, sonur tengda, er virti ég allra mest, dóttur sonur, sem ég trega heitt. Sorg og missi bætt fær hér ei neitt. Eftir dauðann ykkur fæ ég sjá eilíflega í dýró himnum á, aldrei skilja eigum framar þá, engin huggun stærri gefast má. .. > : i I f l , i • \ ''Z(ÍLS J 11* n; L-'H í . .i ^'4 ii ‘t ■ M í '!J i X 7» f. Magniis Jónsson (tengdásonur höf.) f. 4/5. 1889. — d. 9/8. 1922. Kveðjur þér færum klökkvir í anda vinir þínir og vandamenn, hjartkæri maki, hugljúfi faðir, ástríki sonur og elskaði bróðir. Svifinn til himins sæll þinn er andi. Legstað þinn signum, sofðu nú rótt. Ljúfasti vinur, ljósrúnum skráða mlnningu þína munum við geyma. II. Við orkum ei við iíísins lögmál stríða, þó láta verðum okkar beztu gjöf. En dauðans valdi verður allt að hlýða, frá vöggu er leiðin tíðum stutt að gröf. Á bernsku-, æsku-, þroska- og elliárum er endurtekning stöðugt söm og jöfn, að vinir deyja og vinir fórna tárum, en vonin bendir þó i friðarhöfn. Til stólkn. Sæld þér veiti sérhvert starf. Sæmd þá vart mun týnast. Hlynntu að þeim, sem hjálpar þarf, en hirtu’ ekki um að sýnast. tr Ijóðsahrófi. (Niðurlag). Hvað til ber og hug fær þreytt, hvað sem er að baki, Guð þér veri allt og eitt, yfir þér hann vaki. Vísna spjallið dvín- og deyr, dagsins hallar skini. Hug minn allan eiga þeir, ég sem kalla vini. ,F \ Lansavísnr. Dropinn iðinn eyðir stein, elfan niðar silfurhrein, fuglar kliða á grænni grein, glóey friðar kalin mein. Lækir falla bergs af brún, brjóta mjallar þakið, kátir spjalla og rista rún um rinda, hjalla, engi og tún. k Sólin bræðir fanna fald, freðnu gæðir sárin. Þróar gæði vorsins vald. Vatna flæða tárin. *) Hér er átt við son Guðrúnar, tengdason og dótturson, sem allir hétu Magnús, sbr. næstu vísu. ;

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.