Tíminn - 15.07.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.07.1951, Blaðsíða 6
 6. TÍMIXN, sunnudaginn 15 júlí 1951. 156 blað. Flóttanieniiirnir frá Lidice Afar spennandi tékknesk mynd byggð á atburðum við eyðileggingu þorpsins Lidice. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Lina langsokkur Sýnd kl. 3. TRIPOLI-BIO L°kað til 28. jnlí vegna sumarleyfa NÝJA BÍÓ Lokað (il 28. júlí vegna sumarleyfa BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI A vegum úti (They drive by night) Mjög spennandi og viðburða rík amerísk kvikmynd, byggð á skáldsögu eftir A. J. Bezze- rides. Humphrey Bogart, Ann Sheridan, George Raft, Ida Lupino. Sýnd kl. 7 og 9 Sími 8194. Amper h.f. Rafrækjavinnustofa Þingholtstræti 21, símj 81556. JÍHulnurgJoéÍLiAMiA. aLu áejtaJJ ►♦♦♦♦^gw»y JHöfum efni til raflagna. J Raflagnir 1 minni ■ og stæri hús. ; Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H. F. Laugaveg 79. — Sími 5184. Ansturbæjarbíó Lokað til 18. júlí vegna suinarleyfa TJARNARBÍÓ Við giftum okkur Frú Guðrún Brunborg sýnir: Norsk gamanmynd frá Norsk Film. — Aðalhlutverk: Henki Kolstad, Inger Marie Andersen. Þessi mynd hefir verið sýnd við fádæma aðsókn í Osló síðan í janúar, m. a. í 18 vik- ur samfleytt á öllum sýning um í helztu kvikmyndahús- um þar í borg. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓ Júlía hegðar sér illa (Julia misbehaves) Skemmtileg og vel leikin amerísk kvikmynd. Greer Garson, Walter Pidgeon, Peter Lawford, Elizabeth Taylor. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 1 e. h. HAFNARBIO Hættulegur leiknr (Johnny stooi Pigeons) Afar spennandi ný amerísk sakamálamynd eftir sönnum viðburðum. Howard Duff, Shelley Winters, Dan Duryea. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala héfst kl. 1 e. h. Drottning skjaldincyjanna (Queen of the Amasons) Hin spennandi frumskóga- mynd. Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 1 e. h. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833. Heima: Vitastíg 14. SEULM Alls konar hasgögn og fleira undir hálfvirði PAKKHÚSSALAN Ingólfsstræti 11 Símj 4663 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Nýja sendi- bílastööin hefir afgreiðslu á Bæjar- bllastöðinni, Aðalstrætl 16. Simi 1395. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutryggingu*** Askriftarsfmi: TIMINX 2323 llin nýja tónlist (Framhald af 5 siðu.í fullkomnar andstæður, sem eng 1 inn mun blanda saman, nema | sá, sem gjörsneiddur er öllum skilningi á sannri list. Hin nýja stefna tónlistarinnar kann oft-, sinnis að vera þjóðleg eða þjóð- ernisleg, en hún er meira en það. Stjórnmálalegir áróðurs- menn eru ötulir í leit sinni að slagorðum, sem þeir misnota; j þeir tala um „framfaralist" (pro | gressivismus) alþýðunnar. Þeir finna einhvern veginn á sér að hin komandi tónlist muni öðlast varanlegt og sannarlegt giidi, og þeir reyna að niðurlægja hana og nota áhrifin fyrirfram með slagorðunum „Social-Real- I ismus“ (félagslegt raunsæi) í þágu ólistræns tilgangs stjórn- málanna. — Stefna hinnar kom- andi tónlistar er hins vegar | jafn andlega tiginmannleg og öll sönn list hefir ætíð verið og mun alltaf verða. Menn kunna að spyrja hvert muni liggja leið hinnar nýju tónlistar. Ómögulegt er að svara því. Einkennilegt er, að svo er sem spádómur Oswalds Spelnglers sé að rætast, þ. a. að vér munum snúa aftur að hinum fyrsta uppruna menning ar vorrar og leita að því, sem „einnig hefði verið mögulegt".1 Það er sem menn hafi á tilfinn- I ingunni að „eitthvað hafi ekki verið með felldu" í hinni list- rænu framþróun seinustu alda, þ. e. að eitthvað hafi verið van- rækt og að óþroskaðir eða háif- þroskaðir frjóangar hafi verið látnir liggja ónotaðir (sbr. einn- ig rit undirritaðs á þýzku um hin listrænu áhrif íslands, Landsútgáfan 1951). Vér erum sakaðir um „frumstæðingshátt" (primitivismus) og jafnvel stund | um um skort á „kunnáttu", af því að vér neitum því að herma eftir hinum tízkukennda og hversdagslega „skóla leikfiminn ar“. Fyrsta boðorð vort er að vera sannir; — þess vegna kann list vor að vera eða sýnast „ó- þroskuð". Vér vitum allra sízt sjálfir hvert stefnir eða hvaða gildi hin nýja tónlist kann að öðlast. Aðstaða vor er erfiðari en aðstaða jafnvel vorra allra næstu fyrirrennara — hversu tízkulegir og nýstárlegir, -sem þeir kunna að virðast, — því að þeir byggja allir á samhangandi langri framþróun, sem þegar hefir náð seinustu fullkomnun. Vér byrjum alveg frá grunni, strengjum þess heit að vinna vandlega og nota á leið vorri allt það, sem í óþrjótandi vinnu og námi reynist nothæft. Jón Leifs. Copyright 1951 by Islandia Edition Ltd. Reykjavík, Iceland. IVWAW.W.W.'.W.W.V.WAV.WAT.W.V.V.V^WiV 5 Bernhard Nordh: 'ona VEIÐIMANNS ..... 65. DAGUR .■.v.vvavv.ww,vv Iþróttir (FramhaM ar 4. aíðu.) á Norömönnunum, en upp- hlaup þeirra voru aftur á móti hættulegri. Beztu menn ÍBA voru fram- verðirnir, Guðjón og Sveinn Teitsson. Þó er sá galli á leik þeirra að þeir halda knettin- um yfirleitt of lengi. Vörnin komst sæmilega frá leiknum, Dagbjartur traustur að vanda, en þó koma oft fyrir slæmar staðsetningar hjá þeim. — í framlínunni voru Ríkarður og Þórður ágætir og Halldór á hægri kanti er að verða einn bezti kantmaður okkar. H.S. Tannlækningastofa mín er lokuð vegna sumar- leyfa til 7. ágúst. Viðar Pétursson. andi að knýja hann til þess að stíga sporið til fulls. En þó var gætni sjálfsagt heilladrýgst. Það var Árni, sem hún átti að fylgja til prestsins. En hvers vegna lét Árni bið'ja hennar sér til handa, fyrst hann lagði leiðir sínar til ann- arrar konu? — Er þetta nýtt með Ingibjörgu? spurði hún. Hann nefndi hanaekki, þegar hann var hjá okkur í Grenivík. Olafur sagði sig allan fram um að svara þessari spurn- ingu með gætni. Nýtt eða gamalt — það var vandi að skera úr því. Auðvitað hafði Árna orðið hugsað tii Ingibjargar áður en hann fór 1 Grenivík. — Ekki svo sérlega nýtt, sagði hann. — Það er sagt, að hún sé vanfær. Júdit kipptist við í sínu. — Og Árni .... ? Ólafur skildi ekki, hvað hún áttj við. — Já — og á Árni barnið? — Nei. Krakkann á hann ekki. En hann fór í Bjarkar- dal í dag til þess að hjálpa henni, ef hún þyrfti einhvers með. — Hann? Karlmaður? — Já. Mamma getur ekki gengðj svo langt í vondu færi. — Hvers vegna sagði hann mér ekki frá þessu? >— Hann hefir ekki búizt við, að þú bærir skynbragð á þess háttar. — En hann gerir það? Ólafur kinkaðí kolli. Jú — Árni vissi, hvernig hjálpa átti konu í barnsnauö. Það urðu frumbýlingarnir uppi við fjöllin að kunna. Júdit renndi augunum til Ólafs, og það var glettnislegur glampi í augnakrókunum. — Kynnir þú það? . . — Ég á ekki neina konu, svaraði Ólafur og var ekki upp- litsdjarfur. • — En ef þú ættir nú konu? — Hún skyldi ekki liggja hjálparvona, er í nauðir ræki. Júdit mjakaði sér til á steininum og horfði í suðurátt. Hún vissi, hvers vegna Árni hafði ekki beðiö hana að koma með sér. Hann vildi ekki láta Ingibjörgu vita, aö hann hafði orðið sér úti um kvenmann, sem átti að fylgja hon- um til prestsins — Hvað er langt í Bjarkardal? — Þriggja stunda gangur — kannske fjögurra. Það er vazl á leiðinni núna. — Við förum þangað í fyrramálið. Ólafur tuldraði í bringu sér. Hann kærði sig ekki um að koma nálægt nýbýli Hungur-Jóhanns. Þau áttu ekkert erindi þangað. — Ekki þú kannske. En ég, sagöi stúlkan. Júdit reis á fætur. Það var kominn tími til þess að fara heim. Rödd hennar var hvöss og skipandi, og Ólafur var æði þungur á svipinn, er hann snaraði sér í úlpu sína. Hann hafði sagt margt, sem betur hefði kyrrt legið, sumt vitandi vits, annað óviljandi. Óheillaorð voru eins og aftur- göngur. Þau flögruðu um, af þeim stafaði ógæfa. Júdit hefði ekki átt að fá að vita, að til var kona, sem hét Ingi- björg og var vanfær. Margt illt gat gerzt á leiðinni að Bjarkardal, og enn verra, er þau kæmu þangað. Hann ók sér, og honum var orðið hrollkalt. Ylurinn frá Júdit náði ekki lengur til hans. Þau höfðu varla gengið meira en fimmtiu skref, er Ól- afur staðnæmdist skyndilega. Hann hvessti augun á eitt- hvað langt í fjarska. Hann benti, en Júdit sá ekki neitt. — Árni kemur heim 1 nótt. Júdit leit snöggt á Ólaf. Hvar sá hann merki þess, aö Árni myndi koma heim? Sá hann í gegnum holt og hæ'ðir? — Hvernig wiztu það? spurði hún hálf-skelkuð. En það þurfti ekki dularfulla eiginleika til þess að vita þetta, heldur aðeins athyglisgáfu. Hreindýrin voru, komin á fjallið. XIX. Árni sat á hreindýrsfeldi í tjaldi Lappans Tómasar. Það varð ekki ráðlð"af svip Lappans, hvort gesturinn var kominn eða ekki. Augu hans voru hálflukt, og hann vsf þreytulegur í bragði. Ferðin með hjörðina hafði verið erfið. — Við viljum engin skipti eiga við fólkið í Bjarkardal,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.