Tíminn - 15.07.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.07.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, sunnudaginn 15 júlí 1951. 156. jlað. 'Jtá hafji til heiía ***** Útvarpib Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 11,00 Messa í dómkirkjunni (Björn Magnússon prófessor). 18.30 Barnatími (Þorsteinn Ö. Stephensen). 20,20 Tónleikar (plötur). 20,35 Erindi: Engey (Jónas Árnason alþm.). 20,55 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar- innar. Einsöngvari: Else Múhl óperusöngkona. Stjórnandi: dr. Victor Urbancic. 21,15 Upplest- ur: Sigfús Elíasson les frumort kvæði. 21.30 Tónleikar (plötur). 22,00 Fiéttir og veðurfregnlr. j 22,05 Da islög (plötur). 23,30 Dag skrárlok Útvarpið á morgun: Fastir iiðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Tónleikar (plötur). 20,45 Um daginn og veginn (Gísli Kristjánsson ritstjóri). 21,05 Einsöngur: Richard Tauber syngur (plötur). 21,20 Erindi: Á Serkjaslóðum (Margrét Indriða dóttir fréttamaður). 21,45 Tón- leikar: Lög eftir Irving Berlin (plötur). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,10 Búnaðarþáttur: Júgurbólga í kúm (Páll Pálsson dýralæknir). 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell kemur til Ála borgar í dag. Ms. Arnarfell er í Vestmannaeyjum. Ms. Jökulfell er á leið til Ecuador frá Chile. Rtkisskip: 1 ( Hekla er í Reykjavík og fer þaðan kl. 8 á þriðjudagskvöld til Glasgow. Esja fer frá Reykjavík annað kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er á ieið írá Austfjörðum til Akureyrar. Skjaldbreið var á Akureyri í gær. Þyrill var í Skerjafirði í morgun. Ármann fór frá Reykja vik í gær til Vestmannaeyja. Fiugferðir Flugfélag Islands. Innanlandsflug: 1 dag verður flogið til Vestmannaeyja, Akur eyrar (kl. 9,15 og 16,30), Siglu- fjarðar, ólafsfjarðar, Kópaskers, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Hornafjarðar og Kirkjubæjar- klaustufs. Frá Akureyri verður flogið til Ólafsfjarðar, Siglufjarð ar og Kópaskers. — Millilanda- flug: Gullfaxi fer til Kaup- mannahafnar í dag kl. 9.30 og kemur aftur til Reykjavíkur í kvöld. Flugvélin fer til London kl. 8,00 á þriðjudag og er vænt anleg þaðan kl. 22,30 á þriðju- dagskvöld. Loftleiðir h.f. í dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureyrar og Keflavikur (2 ferðir). Á morgun á að fljúga tll Vestmannaeyja, ísafjarðar, Akureyrar, Hellisr sands og Keflavikur (2 ferðir). Ur ýmsum ðttum Frá Sl.vsavarnafélaeinu. Myndir af skemmtiför kvenna úr slysavarnadeildum Reykja- víkur og Hamarf jarðar verða til sýnis í skrifstofu félagsins á morgun. mánudag, 16. þ. m. kl. 8.30 síðdegis. Myndirnar óskast greiddar um leið og þær eru teknar. — Nefndin. Loftferðasamningur. í eær var undirritaður í Rvík loftferðasamningur milli tslands og Noregs. B.iarni Benediktssou ntanríkisráðhier.ra undirritaði sarnninginn fyrir íslands hönd, en T. Andersen-Rysst sendiberrg Norðmanna'á fsiandi undirritaði fyrir hönd Noregs. Hér sést einn af tízkukjólum sumarsins. Hinir svörtu knippi ingar fara vel á ljósu líni' eða silki, og pilsið er úr svörtu organza. Ekki skaðar heldur hin stórger^a svarta hlásfesti. Leiðrétting. í frásögn af hátíðahöldum á Reyðarfirði 17. júní var það mis- hermt að kaupfélagið hefði séð um veitingar. Það var kven- féiagið á staðnum, sein sá um veitingarnar en hreppurinn bar allan beinan kostnað af hátíða hcldunum. 1 Síhlvoiðin (Framhald af 1. síðu.) mál. Þetta eru aðeins nokkur nöfn af þeim mörgu bátum, sem voru á leið til lands í gær. Engar síldarfregnir að vestan. Engar fregnir um síld höfðu bprizt af vestursvæðinu um sild og viröist síldargangan því vera komin austur á Grímseyjarsund að austar. Von á mikilli síld til Raufarhafnar. Lítil síll var enn komin til Raufariiafnar í.gær, er blaðið átt; tal við fréttaritara sinn þar um kl. fjögur í gær. Þó var farið að salta á öllum plön um og von á mörgum bátum inn. Sumir þeirra báta, sem áður hafa verið nefndir, fara til Raufarhafnar. Frétzt hefir um ýmsa báta, sem fengið hfðu 800—1000 mál og full- fermi. Afbragðs veður var á miðunum djúpt út af Rauðu- núpum og síld víða uppi. Gerizt áskrifendur að Anglýsið i Tímunum. % tmamim Áskriftarsími 2323 Á fitHum tofi: Loksíns hreyft viö fauskunum í fyrradag mátti loks sjá, að farið var að hreyfa við blettinum framan við menntaskólann i Reykjavík. Hafði verið rist ofan af nokkrum hluta hans, og nú er vonandi runnin upp sú stund, að eitthvað verði hreyft við fausk unum, dauðu trjáhríslunum, sem staðið hafa í röð í jaðri blettsins undanfarin tvö sumur sem glottandi á- sjóna dauðans á lóð æskunnar í höfuðstaðnum, og sem ljós vottur um hiröuleysi þess bæjarfélags, sem hafði k urlað úr þeim lifið með flutningahnjaskinu. ★ ★ ★ Þegar Lækjargatan var breikkuð, sem ekki ber að lasta, var tekin væn sneið af lóð menntaskólans sem kunnugt er og olli nokkrum styr. Trén, sem stóðu fram viö gömlu Lækjargötuna, voru færð nokkru ofar, og l’lutningsmennirnir voru svo vissir um, að trén mundu sætta sig viö þetta, að þeir munu ekki hafa vandað til fiutningsins sem skyidi. Þetta gerðist fyrir tveimur eða jiremur árum, en þegar hið sama sumar fölnuðu öll blöð á þessum kvistum menntaskólans og næsta vor mátti aðeins sjá einstaka óræktarlega laufsprota út úr síofnunum. í vor var enginn kvistur lifandi. ★ ★ ★ Svona iiafa fauskarnir staðið í tvö sumur og sýna furðuiegt tómlæti þeirra manna, sem komið höfðu þeim 1 hið nýja fóstur. Það mundi varla hafa þótt sæmandi í nokkurri höfuðborg nema Reykjavík að láta tugi dauðra trjáfauska standa tvö sumur við fegurstu götu höfuð- borgarinnar. Þeir mundu hafa verið höggnir upp og á eld kastað þegar eftir dauða sinn, og nýir frjóangar gróðurcettir í staðinn. Þetta tók hins vegar tvö ár á fsiandi. ★ ★ ★ í öðru lagi sýnir saga þessara trjáfauska það, að við erum enn ekki komnir svo langt sem skyidi í kunnáttu í trjárækt eða þeirri list að flytja iifandj tré, sem vaxin eru nokkuð úr moldu, og starfsmenn okkar á þessu sviði þekkja ekki enn takmörk getu sinnar eða aðstæðn anna hér á landi. Það er ekki einleikið, er sérfræðngar á þessu svjði taka nokkra tugi hálfvaxinna trjáa og flytja um set með þeim árangri, að hvert einasta þeirra drepst. Ef alit hefðj verið með felldu hefði mestur hiuti þeirra átt að lifa, eða þá að hinir vísu menn hafa þekkt svo annmarkana, að þeir nefðu ekkj lagt út í flutningana og losað menn við þá hörmung að þurfa að horfa á fauskana tvö sumur á hinni fornhelgu lóð eins virðu- legasta menntaseturs í landinu við fegurstu götu höf- I uðstaðarins. i. VÁLERENGEN - Fram - Víkingur (úrval) keppa annað kvöld kl. 8,30. Aðgöngumiðar: Sæti 20 kr., stæði 10 kr. og fyrir börn 2 kr. í ryðvarna- og ryðhreinsunarefni óldum saman hefir hinn nytsami málmur, járnið, ryðgað í sundur, tærst, svo að segja gufað upp í hönd- u:n mannanna. Nú er lyfið gegn þessu mikla böli fundið. i Ferro-bet getur verndað eigur yðar, hús, vélar, skip, bíla, áhöld og öll mannvirki gegn eyðileggingu ryðsins. l'ldur og ryð herja stöðugt á eigur manna. Það er hægt að vátryggja gegn bruna. En ekki gegn ryðbruna. Ff eigur yðar eru í hættu vegna bruna, kallið þér á slökkviliðið. Ef þær sru í hættu vegna RYÐBRUNA, er Ferro- bet slökkviliðið. Þér þurfið ekki framar að strita við að skrapa hús- þök eða annað ryðgað járn. Ferro-bet vinnur verkið /yrir yður á svipstundu með miklum yfirburðum. Feildsölubirgðir: Samband ísl. saiuviniiiifólag'a. Vorzlun O. EHingsou. n í ‘HLKYNNING! Hér með er vakin athygli innflytjenda á auglýsíngu, sem birtist í Lögbirtingarblaðinu, laugardaginn 14. j álí, um undanbágu frá ákvæðum um innflutnings- Qg gjaldeyrisleyfi. Reykjavik, 14. júlí, 1951, Fjárhagsráð ♦ l i»»»iii»i»n»i»n»im:iuni:t»»»»t:nmtmn»n»imnnnw:»iwm:«iaia Rúllugardí.nur nýkomið strigaefni og pappír, einnig ýmar lengdir af heflum. Komið með rétt mál af breidd og sídd. — Fljót afgreiðsla. Húsgagnaverzlunin Húsfflunir Hverfisgötu 82 — Sími 3655. n Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.