Tíminn - 29.07.1951, Síða 1

Tíminn - 29.07.1951, Síða 1
-------, Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgef andi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 29. júlí, 1951 169. blað Ágæt heyskaparvika sunnan cg vestan lands: Flestir bændur hirtu meginhluta túnanna og aðrir alhirtu s.l. vi ku Myndin sýnir hina nýju sjúkraflugvél Björns Pálsonar Hug- manns og félaga hans. Hún h'.'fir þegar verið merkt íslenzk- um einkenn sstöfum og eigenduin sínum. Aftarlega á belgn- um sést móta fyrir lokinu í ljósmyndaopinu. Þetta er hin fal- legasta og léttilegasta flugvél, og á vonandi eftir að verða oft að liði og flytja sjúkl nga þá, sem þess þurfa, til bata og hreysti á ný. Sjúkraflugvélin á leið- inni til landsins Er mj»g vel biifn til sjiiliraflutninga og heppilcg aðstæðuin ölluiu hér á landi Sjúkraflugvél sú, sem Björn Pálsson flugmaður og félag- ar hans, fá frá Bretlandi, Iagði af stað til íslands með Goða- fossi frá Hull í gær og er væntanleg t!l landsins á þriðju- daginn kemur. — FlugvéJ þessi er af svo- nefndri Auster-gerð. Tekur hún þrjá farþega, ef ekki er um sjúkling að ræða, en einn sjúkling og aðstoðarmann eða lækni með flugmanni. Vel búm til sjúkraflugs. Björn Pálsson hefir að und- anförnu mjög annazt sjúkra- flug hér á landi í lítilli flug- vél sem kunnugt er, þótt hún væri ekk| sérstaklega búin í því skyni. Hefir hann lent á ólíklegustu stöðum á landinu í því skyni og unnið hið mesta þarfaverk, svo að margur á honum mikið að þakka. Nú fær Björn góða flugvél, sem innréttuð hefir verið sér- staklega til sjúkraflugs og getur lent ef þörf krefur á litlum bletti, þarf varla meira en 100 metra flugbraut, ef að- eins einn maður er í vélinni auk hans. Flugvél þessi er með einum hreyfli létt og traust, og kemur fullbú'n til landsins svo að hægt er aö taka hana þegar í notkun að öðru leyti en því, að vængir voru teknir af henni meðan á flutningnum til landsins stæði. Mun ekki taka nema tvo eða þrjá daga að setja hana saman svo að hún sé bú- in til flugs hér. Vélin hefir þegar flogiö í reynsluflug sitt og reynzt ágætlega. Vel búin til ljósmyndunar. Sjúkrarúm vélarinnar er svo búið, að sjúklingurinn get ur legið sem 1 rúmi, en þótt hún sé fyrst og fremst ætluð til sjúkraflugs verður hún til margra annarra hluta nyt- samleg. Björn hefir til dæmis látið setja á hana sérstakt op aftan til, og fylgir vélinni út- búnaður til að koma þar fyrir ljósmyndavélum, svo að ljós- mynda má land, sem flogið er yfir og er það mjög hentugt til landmælinga, og einnig er slík ljósmyndun nú orðið not íFramhald á 2. síðu.) Um 400 erlendir ferðamenn sam- tímis í landinu Óvenjumikið af erlendum ferðamönnum er nú i bæn- um og fara margir þeirra víðs vegar um landið. Fyrir heig- ina kom svo 11 samtimis um 170 norrænar konur, á ann- að hundrað ferðafólks með Heklu frá Skotlandi, hópferð flugleiðis frá Finnlandi í skipt um fyrir íslendinga og loks fjöldj ferðafólks með Drottn- 'ngunni og flugvélum. Telur Ferðaskrifstofan að um 400 útlendingar séu gest- komandi í landinu og hafa þeir ekki í annan tíma verið fleiri. Mislingar hafa geng ið í Dalasýslu Mislingar hafa gengið hér í Dalasýslu að undanförnu og komið allvíða við, þótt þeir hafi ekki komið mjög hart niður. Þeir eru nú í rénun og vonandi tekið fyrir útbreiðslu þeirra. \vllngin ágæt. en töðufenjgur hvergi nieiri en í meðallagi en víðast hvar miklu minni Síðasta vika var ágæt heyskaparvika a.m.k. sunnan lands og um meginhluta Vesturlands. Þurrkur var á þessum slóð- um nær alla vikuna og batnaðj með hverjum degi sem leið, og var beztur þrjá siðustu dagana. Þeir, sem losað gátu nógu ört, alhirtu því tún sín eða komu heyinu upp, og varð því heyfengur bænda góður og mikill þessa viku. Taðan er á- gætlega verkuð og bætir það mjög upp sprettuleysið, sem er mjög alvarlegt sums staðar, allt niður i þriðjung hey- fengs af túnum miðað við meðalár. Austan lands og norðan mun heyskapartíðin ekkj hafa verið eins hagstæð, en þó einhverjir þurrkar um miðhluta vikunnar. Bohr kjarnorku- f ræðingur væntanlegur Flytur fyrirlestra við Háskóla tslamls Háskólj Islands hefir boðið hinum heimsfræga vísinda- manni Nitls Bohr hingað til lands og er hann væntanleg- ur 2. ágúst. Mun hann flytja fyrirlestur í Háskólanum.1 þlirrkleysur voru fyrstu tvær Eins og mörgum er kunnugt hefir Niels Bohr prófessor getið vikurnar. Fóru menn sér þá Þurrkur alla síðustu viku. í Árnessýslu viðraðj vel síð- ustu v'ku, og var afbragðs- þurrkur alla vikuna. Notuðu bændur vel þennan tíma, svo að hin stóru tún þar og rækt arlönd eru nú slegin að kalla. Munu nær allir bændur ljúka við túnasláttinn 1 þessari viku ef norðanáttin helzt áfram með þurrki. Sþretta er orð'n mjög sæmi leg og ágæt hjá þeim, sem báru nógu snemma á og spör- uðu ekki útlenda áburðinn um of. Nokkrum áhyggjum veldur það í uppsveitum Suðurlands undirlendisins, að næturfrost varð þar aðfaranótt þriðju- dagsins, svo að sá á kartöflu- grösum. Leit annars orðið vel út í görðum, þótt seint væri sett niður að þessu sinni. Gevsimikið hey hirt. í nærsveitum Reykjavíkur, Kjósarsýslu, var ágæt heyskap artíð alla vikuna. Fyrstu daga hennar komu þó skúrir. en þrjá eða fjóra síðustu dag- ana var afbragðsþerrir, og var þar hirt geysimikið hey. Slátt ur hófst almennt fyrir þrem vikum á þessum slóðum en sér heimsfrægð fyrir uppgötvanir sínar og vísindi á sviði i kjarnorkurannsóknna. Prófessor Niels Bohr er fæddur árið 1885 í Kaup- mannahöfn, sonur prófessprs Kr'stian Bohr. í fylgd með prófessor Bohr til íslands verö ur kona hans, frú Margrethe Bohr, fædd Nörlund. Niels Bohr varð prófessor í eðlisfræði við Kaupmanna- hafnarháskóia áriö 19I6,hlaut Nobelsverólaunin 1922, er heiðursfélagi í óteljandi vís- indafélögum, auk þess sem hann er heiðursdoktor við marga erlenda háskóla. Pró- fessor Niels Bohr er forseti danska visindafélagsins, þar sem prófessor Sigurður Nor- dal er m.a. meðlimur. Meðal nemenda prófessors Bohrs er íslendingurinn Þorbjörn S:g- urgeirsson. Prófessor Bohr er heims- frægur fyrir atomrannsóknir sínar. Með grein sinni „Opið bréf t'l Sameinuðu þjóðanna“ 9. júní 1950 lagði hann allt kapp, á að opna augu heims- ins fyrir því, hve nauðsynlegt það værj fyrir allar þjóðir að skipta'st á ghgnkvæmri fræðslu til efl'ngar friösam- legri samvinnu. Prófessor Niels Bohr býr nú ásamt fjölskyldu sinnj í heiö ursbústað á Carlsberg, sem Nýj Carlsbergsj óðurinn lætur e'nn af fremstu vísindaipönn- um Dana hafa til umráða. Föstudaginn 3. ágúst kl. 8, 30 mun prófesor Bohr halda fyrirlestur i Háskóla íslands. Prófessorinn og kona hans munu búa í danska sendiráð- inu meðan þau dvelja hér á landi. hægt við sláttinn nema þeir, sem gátu verkað mikið i vot- hey. Eitthvað litils háttar var ' þó farið að skemmast af töðu, 1 sem fyrst var slegin og lá úti, en það mun þó ekki hafa ver- ið mikið, svo að nýtingin er . yfirleitt mjög góð. Vélakost- urinn er víðast hvar mikill, svo að hægt hefir verið að losa og hirða geysimikið. — Nokkrir bændur hafa alhirt itún, flestir langt komnir og munu ljúka við það næstu daga, ef þurrkur helzt fram yfir helgina. Spretta er yfir- leitt i meðallagi og vel það, þar sem tún eru ekki skemmd af kali en það er víða og sums staðar illa. Lítill töðufengur í Rangárvallasýslu. Langflestir bændur eru búnir að hirða tún sin að mestu eða ná upp töðunni hér í sýslunni, sagði fréttaritari Tímans að Hvolsvelli. Þurrk- urinn hefir verið afbragðsgóð ur síðustu dagana og nýting- in þvi ágæt. En sprettan er víða hrakleg svo að töðufeng ur er sums staðar ekki nema þriðjungur þess, sem venju- legt er. Sumir eru búnir að alhirða en aðrir langt komnir Sprettan er einnig mjög léleg á útengi, og sums staðar er engi hálfónýtt, en betri þar sem áveita er. Þetta er þó dá- lítið misjafnt í sýslunni. Heyskaparveður eins og bezt verður á kosið. Undanfarna viku hefir hey skaparveður verið eins og bezt verður á kosið, einkum síðustu dagana. Hefir þá ver ið afbragðsþerrir og í dag, er e'nhver fegursti dagur, sem hér getur komið, sagði frétta- ritari Tímans í Vík í Mýrdal í gær. Hér í Mýrdalnum hófst heyskapurinn í seinna lagi eða ekki almennt fyrr en fyrir hálfum mánuði. Spretta var víðast heldur léleg en þó sums staðar nærri meðallagi en mjög misjöfn vegna kal- skemmda, klaka og þurrka. (Framhald á 7. síðu). Síldveiðiflotinn að mestn við land í gærkveldi Síldveiöiflotinn norðan lands lá að mestu inni í höfn- um eða í vari í gær. Nokkur skip voru úti, en gátu ekki sinnt veiðiskap sökum hvass- viðris. Heldur var hægara á austursvæðinu og voru nokk- ur skip frá Raufarhöfn að hugsa um að fára út í gær-, kvöldi. Vonuðu menn, að lægja mundi með kvöldinu. Um 70 skip lágu inni i höfn á Raufarhöfn flest íslenzk en nokkur erlend. Siðustu síld- arfregnir áður en hvessti voru heldur góðar. Allm'kil sild sást og virtist nær landi, svo að ekki er langt að fara frá löndunarstöðvum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.