Tíminn - 29.07.1951, Side 4

Tíminn - 29.07.1951, Side 4
TÍMINN, sunnudaginn 29. júlí 1951 169. blað Ferðaþættir frá Svíþjóð Niðurl. Arvika. Næsti dvalarstaður okkar er borgin Arvika. Nafnið er ber- sýnilega fornt og merkir ár- vík eða vík, enda er borgin byggð við ofurlitla vik við eitt vermlenzka vatnið, sem hefir afrennsli í Vennern eða Væni. Arvika er iðnaðarborg með um 14 þúsund íbúum, en borgin nær yfir stórt svæði, af því að nágrannasveitir sitt hvorum megin við voru nýlega sameinaðar borginni. Stór- vaxinn, villtur skógur liggur að borginni á eina hlið, og allt umhverfi borgarinnar er fagurt og frjósamt eins og víðast er í Vermalandi. Síðasta daginn, sem við dvöldum í Arvika, áttum við þess kost að skoða stóra papp írsverksmiðju, sem er starf- rækt þar. Yfirverkfræðingur- inn sýndi okkur verksmiðj- una og útskýrði fyrir okkur hvernig allt fór fram. Þetta var á starfstíma og verksmiðj an í fullum gangi. Sagði verk fræðingurinn, að samkeppn- in í iðnaðinum væri svo hörð nú, að engu mætti skeika í rekstrinum, til þess að verk- smiðjan skilaði arði. Allt ylti á því að fá sem fullkomnast- ar vélar og að nýta vel allt hráefni. Áður fyrr nýttist ekki nema nokkur hluti af timbrinu og úrgangurinn var verðlaus, en nú er keppt að því að nýta allt hráefnið á einhvern hátt. Pappír og silkisokkar. f kringum verksmiðjuna voru himinháir hlaðar af timbri, sem ár og vötn höfðu flutt til verksmiðjunnar um langar leiðir ofan úr fjalla- skógum Vermalands. Þar voru á einum stað stórir hlað- ar af úrgangstimbri, sem ein- ungis var ætlað til eldiviðar, en heima á íslandi hefði það vafalaust þótt notandi til húsagerðar. Á öðrum .stað voru fjallháir hlaðar af vinnslutimbri. í víkum og vogum lágu trjáflotar, sem verið var að greina i sundur og stafla. Þau tré, sem ég sá þarna og nota átti til vinnslu, voru grönn grenitré, bútuð niður í tveggja til þriggja metra langa búta. Stórar tengur eða griparmar úr stáli runnu eftir sporbrautum hátt í lofti að timburhlöðunum, gripu þar tíu til tuttugu tré í sína stálarma og runnu til baka eftir rafknúinni spor- braut og slepptu trjánum nið- ur um op á þaki verksmiðju- hússins í einni álmunni. Þar tók við trjánum ógurleg kvörn eða sívalningur alsett- ur göddum að innan. Þar bylt ust trjábútarnir um stund í fossandi vatnsflaum og í þess ari „gróttuvél" þurrkaðist tr j ábörkurinn að mestu af þeim. Trén fleygðust svo út úr þessari kvörn og runnu á- fram eftir vátnsleiðslum, þar til þau að síðustu lentu í vél, sem hjá þau niður í smáflís- ar. Þannig flýgur þetta áfram í gegnum hin ýmsu tæki verk smiðjunnar, þar til trjáefnið er orðið að mjúkri, seigri eðju, sem hægt er að kreista í lófa sér eins og svamp. — Þetta efni gengur enn í gegr>- um mörg hreinsitæki, þar til það er orðið hreinhvítt og mjúkt eins og ull. Er þá fyrst ákveðiö, hvort framleiða skal tir þessari trjáull pappir eða Eftir Stefán Jónsson iiámsstjóra , gerfisilki til sokkagerðar. — Sumar smærri verksmiðjurn- ar fara ekki lengra í vinnsl- 'unni en þetta, en selja stærri ! verksmiðjunum efnið svona undirbúið. Sagði verksmiðjustjórinn, að mest af því, sem verksmiðj an framleiddi sjálf, færi til 1 silkisokkagerðar, en sú trjá- kvoða, sem þeir keyptu af smærri verksmiðjunum, færi l til pappírsgerðar, því að hreinsitækin í stærri verk- smiðjunum eru fullkomnari. Sænskt brennivín unnið úr trjánum. Fyrir utan þetta trjáefni, sem notað er í pappír og gerfi silki, pressast úr trjánum í vinnslunni mikill trjávökvi, sem leiddur er eftir sérstök- um leiðslum í verksmiðjuhús, sem nefnt er „spritfabrikken“. Þar fer þessi vökvi í gegnum mörg hreinsitæki, þar til hann að síðustu kemur út um mjó- an krana, sem hreinn spritt- vökvi. Þessi verksmiðja fram- leiddi þannig 300 lítra af trjá- spritti á einni klukkustund. Utan við verksmiðjuna stendur j árnbrautarvagn með geysistórum tankgeymi. Ofan í þanna geymi rennur spritt- ið og þegar hann er fullur, er vagninum ýtt eftir sprotbraut út á brautarteina og tengdur við járnbrautarlest, sem flyt- ur þennan vökva að annari verksmiðju, sem býr til úr þessu sænskt brennivín. Var mér sagt, að úr einum ten- ingsmetra af venjulegu timbri fengjust 25 lítrar af venjulegum spiritus. Ekki eru allir Svíar hrifnir af þessum iðnaði. Mjög fátt fólk starfaði við þessa verksmiðju, miðað við afköstin. Vélarnar fram- kvæma alla vinnu. Þær tína úr kvistina, hreinsa frá börk- inn o. fl., og allt gengur þetta með miklum hraða. Undrandi yfir mörgu, sem við sáum, en dálítið hyggnari, gengum við út úr verksmiðj- unni með okkar ágætu sænsku félögum og ókum inn í borgina, en þar beið okkar ljúffengur kvöldverður. Um Eiðaskóg til Noregs. Hinn 17. maí erum við enn í Arvika, en borgin er eins og ég sagði áður, í Vestur- Vermalandi, ekki langt frá landamærum Noregs. Þarna á landamærunum liggur hinn fornfrægi Eiðaskógur. Hinn 17. maí er þjóðhátíð- ardagur Norðmanna, sem kunnugt er, og sögðu blöðin í Svíþjóð, að mikill undirbún- ingur væri nú í Nor-egi með hátíðahöldin. Á ferðum okkar 16. maí bar það á góma, að gaman væri að skreppa til Noregs, en aðal járnbrautarleiðin milli Stokk hólms og Osló liggur um Ar- vika. Þessa daga í Vermalandi var með okkur námsstjóri, er Gustaf Hörberg hét og var hann með okkur í sínum eig- in bíl. Um kvöldið bauð hann okkur að skjótast með okkur til Noregs, ef okkur langaði til að gleðjast með Norðmönn um. En skammt frá landa- mærunum áttu að vera há- tíðahöld í litlu þorpi, sem hét Magnor. Við tókum þessu boði með gleði og þökk. Klukkan 8 um morguninn er svo ekið af stað. Fyrst heimsækjum við tvo barnaskóla, en svo er ekið sem leið liggur um Eiðaskóg að landamærunum. Eiðaskógur nær enn yfir gífurlega mikið svæði í Sví- þjóð og Noregi. Landamæra- línan liggur um skóginn. Víggirðingar á landa- mærunum. Við mætum engri fyrirsát í Eiðaskógi og komumst slysa- laust að landamærunum. — Nokkra metra ' frá sjálfri landamæralínunni er sterk- leg girðing og hlið lokað með öflugri slá og grind. Tollvörð- urinn lítur á passann okkar og athugar bifreiðina og stimplar öll gúmmíin, til þess að ekki sé hægt að kaupa nýja hjólbarða í Noregi, en í Sví- þjóð er skömmtun á hjólbörð- um. Þarna verður dálítH við- dvöl. Við athugum umhverfið og sjáum þá einkennilega sjón. Út frá hliðinu meðfram girðingunni til beggja handa eru raðir af stóreflis grásteins björgum, sem vega sum vissu- lega eina til tvær smálestir eða meir.Þeim er raðað þarna í fimmfaldar og þrefaldar raðir. Þetta nær til beggja hliða út í skóginn svo langt sem sér. Síðar sá ég slíkar víg- girðingar víða í Norður-Sví- þjóð. Við allar bílfærar leiðir milli landanna — Noregs og Svíþjóðar — gaf að lita slíkar raðir af stóreflis björgum. Þetta kölluðu Svíar í gamni „Velkomsthilsen til Hitler“. Þannig ætluðu Svíar að bjóða skriðdreka hans velkomna. Minnismerki um samningana 1814. Dálítið fjær ber við himin súla eða stytta úr grásteini. Hún var reisí þarna á landa- mærunum árið 1914 til minn- ingar um 100 ára friðarsamn- inga milli Noregs og Svíþjóð- ar. Það, sem gerðist á Eiðs- velli 1814, var undirstaðan að sjálfstæði Noregs og bróð- (urlegum viðskiptum milli 'ríkjanna. — Styttan er tígu- legt minnismerki með áletrun, sem höggin er í steininn. Á- letrunin er þannig: „Háden efter er krig mellom skandia- viska brödre omöjlig“. Slík stytta með svipaðri áletrun jætti að vera á hverjum landa- j mærum, þvi að stríð milli ,þjóða er aldrei mögulegt, ef einhverri skynsemi væri beitt. Vonandi stendur þessi friðar- stytta óbrotin um árhundruð og óskandi er, að boðorð henn ar verði aldrei brotið. Lítill munur á löndunum. ^ Áfram er haldið og við norsku tollbúðina er enn litið á passana og spurt venjulegra spurninga. Síðan er slánni lyft og nú erum við í Noregi. Breytingin er ekki mikil að fara þannig land úr landi. Það er sannmæli, að þetta eru bræðralönd. Málið er líkt, löndin lík, fólkið líkt. Ein breyting er þó strax sjáanleg á akstrinum. í Svíþjóð er hægri handar akstur, en í Noregi vinstri eins og á ís- landi. Okkar ágæti bílstjóri og fé- lagi man eftir þessu og ekur á réttum vegarkanti. — Það er undravert, að ekki skuli gilda (Framhald á 7. síðu.) Hér er kominn gamalkunnur gestur, Þórarinn á Skúfi, og hef ir óskað eftir að segja nokkur orð við fólkið í baðstofunni: „Nú langar mig, Starkaður vinur minn, til að segja nokkur orð um skemmtilega grein, sem stendur í „Frey“ — júlíhefti þ. á. — Hún er eftir Ólaf Sigurðs- son á Hellulandi og er um gömlu mánaðanöfnin. Mér fannst, er ég las grein þessa, sem henni fylgdi ilmur margra góðra grasa. Þó eru þar nokkur atriði, sem skýra mætti á annan veg, held- ur en þar er gert. Vil ég nefna tvö: Um Gormánuð segir Ó. S.: „Því er mánuðurinn kenndur við það ómerkilegasta, sem til fellst, þá búpeningi er slátrg,ð?“ — „því var hann ekki t. d. nefndur slátrunarmánuður?" Svar hans við þessum spurningum finnst mér fara fram hjá réttu marki, þótt ég vilji ekki segja, að hann hafi svarað út i hött. Ég held, að nafnið feli í sér, fyrst og fremst ógeð á slátruninni — þeirri at- höfn, þegar ráðizt er á búpen- inginn kominn úr sumarsælunni og hann er höggvinn niður. Gorið er rétt tákn þeirrar öm- urlegu athafnar, sem að vísu var nauðsyn, en hún ill. Þeir menn, sem fundu vorinu hörpunafnið, voru ekki ólíklegir til þess að finna gorlyktina af þessum myrka og leiða tíma, sem slátr- unartíminn er. Ég er sammála Ó. S. um nafn- ið á Mörsugur, — hann er og líka nefndur hrútmánuður, — aðeins vil ég auka því við, að einn bezti fjárhirðir, sem ég hefi kynst, orðaði það svo, að ekkert væri dýrara fóður en það að gefa holdin af kindunum. Um Þorra segir Ó. S.: „Þá gengur margt til þurrðar.“ Ég held að nafnið merki ekki þurrð heldur blátt áfram eins og það hljóðar, þorra, þ. e. megin vetur = miðvetur, líkt og miðsumars- mánuður. Þá er mest megin vetrar. Það er kjarni vetrar, en er Gói kemur, fer oft að mild- ast, enda rís þá sól til gagns. í þessu sambandi dettur mér í hug, að ég hefi séð nafnið þorskur skýrt = þorra fiskur = meginfiskur. Aðal fiskurinn að magni og verðmæti. Svo þakka ég Ó. S. fyrir þessa grein. Af því ég er löngum með vísnadellu, er líklega rétt að bregða ekki með öllu vananum, fyrst ég kom hér. Fyrir ekki all- fáum árum síðan var ég á vorin við refavinnslu norður á Skaga, vestanverðum. Víða er þar sér- kennilegt og fagurt í góðu vor- veðri. Ég á nokkrar vísur frá þeim tímum, sem ég kalla Skagavísur. Fram af Króksbjargi fellur Fossá Af hamrinum fossinn fellur svo freyðir kaldur sær, báran skvampar og skellur og skolar bjargsins tær. Inni í heiðinni eru mörg vötn og tjarnir, en innst og í háheið- inni heitir Bruni; þar er hrjóstrugt: Álftir á vatni una, óbyggðin grá þar rís, nöldra við nakinn Bruna norðanstormur og ís. < Lágfóta er varfærin og veit sínu viti, en lóan segir veiði- manninum stundum til ferða hennar: í lautunum læðist tóa, léttstíg og hyggjugrá. — Varúðar ljóð þitt, lóa, lofsöngnum fylgja má. Ég má þakka Skagaheiði minningar margra töfrandi vor- nátta: Sólin að sævar veldi sígur, við norðurbaug, skrýðir í skarlatsfeldi Skjaldbreið og Kjarvalshaug. Ef Norðri rumskar, þó lítið sé, örlar fljótt á skerjum íyrir Skaga: Báran á blindskerjonum brestur, með kaldri úð. Er hún að hlæja’ að honum Hreggvið í Kaldranabúð? Skagavísur erú nú að vísu fleiri, en það var ekki ætlunin að setja þær á þrykk, þó ég sendi nú þessar í baðstofuna. Hér er svo að endingu staka, sem varð til þegar ég sá síðasta vísnasparkið mitt í baðstofunni. Þótti mér þar margar villur: Litla snilli ljóð mitt ber, letra spillir dúki; marga grillu gerir mér, grettur villu púki. Við þökkum Þórami spjallið og vísnaflutninginn og látum þar lokið baðstofuhjalinu í dag. Starkaður. llllllllll■llllllllll■lllllllll■■llllllal■lll■lllllllllllil■llil)llllllllMlllllllllllll||||||||||||||||■lll■■■ll■■lll■l|||||||||||■lll«|||||||■1 ÁMINNING | til kanponda utan Roykjavíkur, som [ { groiða lilaðgjaldið boint til innlicinitu [ f blaðsins Innheimtan vill áminna alla þá, er aðvaraðir | \ hafa verið bréflega um að greiða blaðgjaldið um að I [ greiða það nú þegar. — Sendið greiðslu um hæl. — Innheimta Tímans 1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIII |4|VEÁ CCofL ogsó£ NIVEA styrkir húðina, varri ar hættulegum og sárun: sólbruna og gerir húðiní dökka. Dekkri og hraust- legri húð með NIVEA.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.