Tíminn - 29.07.1951, Síða 5

Tíminn - 29.07.1951, Síða 5
169. blað TÍMINN, sunnudaginn 29. júli 1951. Sunnud. 29. jtílt Hlé í kalda stríðinu ? Þær fregnir, sem berast nú frá vopnahlésviðræðunum í Kaesong, glæöa vonir um þaö að takast muni aö koma á vopnahlé í Kóreu, a. m. k. til bráðabirgða eða meðan verið er að athuga möguleika fyrir friðarsamninga. Það gef ur hinsvegar til kynna, að kommúnistar ætla að vera undir allt búnir, ef friðarsamn ingar skyldu mistakast, að þeir hafa undanfarið flutt ó- grynni liðs til vígstöðvanna. Þetta lið virðist eiga að bíða þar meðan vopnahléð stend- ur yfir, en á meðan verða eng ir herflutningar leyfðir þang- að. Kommúnistar virðast þannig undir það búnir að hefja óðara stórsókn, ef frið- arsamningar færu út um þúf ur. Vel má vera, að þetta lið eigi að vera þarna í ögrunar- skyni, því að kommúnistar á- liti þá mótaðilann fúsari til samkomujags. Senn)liega er þó slíkt misreikningur hjá þeim. Eitthvað kann og að vera hæft i þeim getgátum, að Kínverjar vilji láta samninga fara út um þúfur, því annars verði álitið, að þeir hafi tap- að, og þvi vilji þeir gjarnan halda styrjöldinni áfram og neyða Rússa til að veita sér virkari aðstoð. Rússar séu hinsvegar fúsari til sam- inga, þar sem þeir hafi sjálfir engu að tapa, og viljj heldur ekki lenda í styrjöld í Asíu, því að þá ættu þeir óhægra um vik með íhlutun í Evrópu. Ýmislegt virðist benda til þess, að Rússar vilji gjarnan binda endir á Kóreustyrjöld- ina, a. m. k. í bili, og jafn- vel gera nokkurt hlé á kalda stríðinu. Þetta er m. a. dregið af því, að nýlega hefir nýtt blað, ritað á ensku, haÆð göngu sína í Moskvu. Nafn þess er News. í því kveður við allt annan tón í garð vestur veldanna en áður. Þar er því haldið fram, að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu, að vesturveldin og Sovétríkin geti lifað í friði saman, og m. a. bent á, að Rússar og Banda ríkjamenn hafi verið vopna- bræður í tveimur heimsstyrj öldum. Það hefir jafnvel ver ið sagt, að Rúsar hafi alltaf dáð tækni og atorku Banda- ríkjamanna og hugsjónir frelsisins hafi jafnan átt mikil ítök í Bandarikjunum. Sumar af þessum áróðursgrein um hafa veriö endurprentað ar í Pravda, aðalmálgagni rússnesku stjórnarinnar, í rússneskri þýðingu. Moskvu- útvarpið hefir einnig flutt þær. Meðal blaðamanna og stjórnmálamanna í lýðræðis- ríkjunum er nokkur skoðun- armunur um þaö, hvað for- ustumenn Rússa eru að fara með þeirri breytingu á á- róðrj sínum, er hér virðist vera í uppsiglingu. Almenn- asta skoðunin er sú, að vald- hafarnir í Kreml vilji fá eins konar hlé í kalda stríðinu. KóreustyrjöVqfin heifir orðlð til þess að auka stórlega ár- vekni lýðræðisþjóðanna, svo að þær hafa hert viðbúnað ERLENT YFIRLIT: William Averell Harrimann IleCir honum tekist að koma á sálf um i olíudeilunni í fran? Talsv<;rðar líkur eru nú taldar fyrir því, að takast muni að ná sættum í olíudeilunni í Irak, þótt enn sé slikt engan veginn tryggt. Ef slíkar sættir nást, verður það einkum einum manni að þakka, en það er William Averell Hariman, er undanfarið hefir verið í Teheran og unnið að sættum þar, sem fulltrúi Trumans forseta.- Það þótti ekki liklegt til mikils árangurs, er Mossadeq, forsæt- isráðherra frans, féllst að lokum á það að taka á móti persónu- legum sendimanni frá Truman forseta, er ræddi við hann um deilumálin. Yfirleitt var það al- mennt álitið, að Mossadeq þekktist þetta boð fyrst og fremst fyrir siðasakir, þar sem hann vildi ekki óvingast beint við Bandaríkjastjórn. Raunin virðist hins vegar ætla að verða önnur og má vera að það eigi nokkurn þátt í þessu, að Irans- stjórn hafi óttast áframhaldið, ef Bretar drægju allt starfslið sitt í burtu og hún yrði ein að annast rekstur námanna. Hitt er og áreiðanlega veigamikil orsök þess, að vel lítur út um sam- komulag, að sendimanni Tru- mans hefir tekizt að rækja vel málamiðlunarstarf sitt. Cripps og Harriman. Það var bersýnilegt, að Tru- man forseti vildi ekkert láta ó- gert til að koma á sáttum, er hann valdi Averell Harriman til fararinnar. Forsetinn átti á- reiðanlega ekki kost á öðrum manni betri, er hann gat valið til fararinnar. Fáir eða engir af núlifandi leiðtogum Bandaríkj- anna hafa eins mikla reynslu í utanríkismálum og millirikja- samningum og Harriman eða eru líklegri til að vinna verk sitt af alúð og skilningi. Það bætti og aðstöðu hans, að hann er einn hinna fáu, sem eftir eru af nánustu samstarfsmönnum Roosevelts og sem alla tíð naut óskipts trausts hans. Það voru mikilsverð meðmæli í Teheran. Sendiför Harrimans til Teher- an hefir af ýmsum verið líkt við það, er Churchill sendi Stafford Cripps til Indlands á striðsár- unum. Sennilega hefir i báðum þessum tilfellum ekki verið hægt að velja betri menn til farar- innar. Margt er líka líkt með þeim Stafford Cripps og Harri- man. Báðir eru auðugir, en þó róttækir. Það var engin tilvilj- un, að þeir voru sendiherrar ríkja sinna í Moskvu á stríðsár- unum. Sonur Járnbratvtarkóngs. Averell Harriman verður sex- tugur á þessu ári. Faðir hans, E. H. Harriman, var einhver umsvifamesti járnbrautarkóng- ur Bandaríkjanna. Hann átti meira og minna í mörgum járn- brautarfélögum, m. a. í Union Pacific. Hariman átti því kost hinnar beztu menntunar, er völ var á. Hann kaus sér laganám og stundaði það við Yale-háskól- [ ann. Skólabróðir hans þar og í menntaskóla var Dean Acheson. Sögusagnir herma, að Harrison hafi átt þátt í því, að Roosevelt tók Acheson upphaflega í stjórn sína. Harriman var strax starfs- maður mikill og vann í skóla- leyfum, sem verkamaður og skrifstofumaður hjá járnbraut- arfyrirtækjum föður síns. Hann vildi kynnast rekstrinum frá rótum, Að námi loknu var hann fastur starfsmaður þeirra og var kosinn varaformaður Union Pacific tveimur árum siðar (1915). Formaður 'þess varð hann fyrst 1932. Hann lét sér ekki nægja járnbrautarstarf- semina eingöngu, heldur gaf sig að ýmsu fleiru með góðum ár- angri, eins og skipabyggingum, bankamálum, bílaframleiðslu o. fl. Yfirleitt var því spáð á þess- um árum, að hann ætti eftir að verða einn mesti iðjuhöldur Bandaríkjanna. Örlagaríkur móðurarfur. Harriman erfði stórkostlegar eignir eftir föður sinn og hann hélt vel í horfinu. Annar arfur varð þó örlagaríkari fyrir hann. Það var arfur frá móður hans. Hún hafði verið óvenjulega á- hugasöm um þjóðfélagsmál og einkum borið kjör hinna fátæku fyrir brjósti. Eftir þvi, sem Harriman eltist, hneigðist hug- ur hans meira og meira að stjórnmálum og varð viðhorf hans á margan hátt hið sama og móður hans hafði verið. Árið 1928 gekk Harriman úr flokki republikana og studdi A1 Smith í forsetakosningunum. f næstu forsetakosningum studdi hann mjög að því, að Roosevelt varð forsetaefni demókrata, en þeir höfðú þá verið vinir og nánir samstarfsmenn um all- langt skeið. Eftir kosningasigur Roosevelts gekk Harriman strax í þjónustu hans og gegndi mörg- um trúnaðarstörfum í sambandi við hina róttæku irtnbótalög- gjöf hans. Meðal auökýfinga og stóriðjuhölda var þá litið á Harriman sem versta stéttar- Harriman svikara, en hann lét það lítið á sig fá. Árið 1941 gerði Roose-; velt hann að fulltrúa sinum í [ London til að sjá um að láns- og j leigulögin kæmu Bretum og | Rússum að sem mestu gagni. Sendiherra í Moskvu. Árið 1943 var Harriman svo skipaöur sendiherra Bandaríkj- anna í Moskvu og gegndi því starfi um þriggja ára skeið. Mjög vel féll á með honum og Stalin og áttu þeir oft langa viðræðufundi. Harriman hafði það orð á sér að vera mikill vinur Rússa og beitti sér fyrir sem mestri hjálp til þeirra á stríðsárunum. Það vakti því mikla furðu í utanríkisráðu- neytinu í Washington, er hann hvatti til þess strax í stríðslok- in, að tekin yrði upp einbeittari stefna í viðskiptum við Rússa. Hann sá það þá fyrir, sem vald- hafar Rússa ætluöu sér, enda hafði hann manna beztu að- stöðu til þess. Ráð hans voru hinsvegar ekki tekin nógu fljótt til greina. Persónulegur ráðunautur Trumans. Árið 1946 var Harriman skip- aður sendiherra í London, því að líklegt þótti, að hann myndi falla tíVamhald á S. síðu.J sinn um allan helming. Með áframhaldi Kóreustyrjaldar- innar og öðrum slíkum árás- um, yrði þessi viðbúnaður lýð ræðisþjóðanna enn aukinn. Meðan lýðræðisþjóðirnar eru viðbúnar og hafa yfirburði á kjarnorkusviðinu, geta Rúss- ar ekki gert sér sigurvonir í allsherjarstyrjöld. Valda- draumar þeirra byggjast á því að viðnámshugur lýðræðis- ríkjanna deyfist og síðan verði hægt að færa út smátt og smátt hin komm únistísku yfirráð. Nokkur hlé í kalda strið- inu gæti vel þjónað þessu takmarki kommúnista. Víg- búnaðurinn þrengir lífskjör in i lýðræðisríkjunum og al- menningur yrði því feginn, ef hægt væri að draga úr hon- um. Friðsamlegra viðhorf Rússa gæti ýtt undir það, að dregið yrði úr vígbúnaðinum. Önnur ályktun er þó rök- réttari af þessari nýju áróð- urssókn Rússa. Ef þeir gera nú hlé á kalda stríðinu, er það vegna vaxandi árverkni og viðbúnaðar lýðræðisþjóð- anna. Hefðu lýðræðisþjóðirn- ar verið andvaralausar og ó- viðbúnar, myndu Rússar ekki hafa gert slíkt hlé, heldur hert kalda stríðið og hleypt nýjum árásum í stíl við Kóreustríðið af stokkun- um. Ef lýðræðisþjóðirnar draga ekki úr árverkni sinni og viðbúnaði, getur vel svo farið að það hlé, sem nú kann að skapast í kalda stríðinu, verði ekki bráðabirgða hlé, heldur upphaf nýs friðartíma bils. Annars getur það aðeins orðiö logn fyrir storminn. Það styrkir friðarv<#nirnar, að bæði forustumenn Breta og Bandaríkjanna hafa lýst þessu viðhorfi sinu eftir að hinir nýju tónar tóku aö heyrast frá Moskvu. Með við búnaði lýðræðisþjóöanna hef ir tekist að líkindum að tryggja hlé til bráðabirgða. Eftir er að tryggja friðinn til frambúðar, og því þarf að vera vel á verði og gæta vel nauð- synlegs viðbúnaðar, unz því marki er náð. Raddir nábúanna í Framsóknarblaðinu 25. þ. m. er grein eftir Helga Bene- diktsson um skuldaskil út- vegsins. Þar segir m. a.: „Skuldaskil mikils hluta vél- bátaflotans stendur yfir, fram- arlega í þeim framkvæmdum stendur Gunnar A Pálsson stór dómari stjórnarinnar. Fram- kvæmd skuldaskila þessara mun vera í höfuðdráttum sú, að þeir aðilarnir, iðnaðarmenn, smáverzlanir og aðrir þeir, sem stutt hafa útgerðina seint og snemma með óveðtryggðum lán um og hjálp, eru látnir tapa öllu sínu, og til þess að koma þessu fram, er aðstaða bank- anna, sem ekki munu gefa eft- ir af sínum skuldum, notuð á- samt aðstöðu ríkissjóðs vegna hallærislána undanfarinna ára. Að sjálfsögðu hljóta þessar aðfarir að verða til þess, að eng inn þorir eða vill hjálpa útgerð inni, af framangreindum aðil- um. Líka leikur á tvennu um hvort þetta eru aðferðir, sem samrýmast landslögum, og hafa nú landssamtök iðnaðar- ins gert ráðstafanir til þess að reyna að fá hlut félaga sinna réttan og sannreynt um laga- gildi ráðstafana þessara." Helgi segir ennfremur, að hrakfarir útgerðarinnar stafi ekki eingöngu af síldarleys- inu undanfarin ár, heldur hafi Jóhanni Þ. Jósefssyni tekizt með aðstöðu sinni í Nýbyggingarráði að skapa nýja útgerðarmannastétt, samsetta af sálufélögum sín- um. Margir þessir nýsveinar hafi efnast vel ekki síður en Jóhann, þrátt fyrir öll töpin, og hafi þeir ekki sízt grætt á skuldaskilunum. Verkalýðsleiðtogar deila um skattamál Talsvert brosleg deila er nú risin upp milli forsprakka Alþýðuflokksins og Sósialista- flokksins um skattamál. Þjóöviljinn hóf þessa deilu með því að blrta skrá u:n samanlagða skatta og útsvór þcirra sex þingmanna Alþýöu flokksins, sem búsettir eru í Reykjavík og Hafnarfirði. — Leit sú skrá þannig út: Ásgeir Ásgeirsson kr. 29.492 Em;l Jónsson — 28.705 Stefán Jóhann — 28.619 Haraldur Guðmundss. 25.189 Finnur Jónsson 22.362 Gylfi Þ. Gíslason 21.175 Þjóðviljinn lagði síðan út af þessum tölum á þann veg, að menn, sem hefðu slík laun og þessir skattar bentu til, hlytu að vera vaxnir frá tferka mannastéttinni og og hefðu orðið aðra hagsmuni en hún. Alþýðublaðið lét ekki standa á svari við þessari ádeilu Þjóð viljans og tók málið frá nokk uð annarri hlið. Það taldí það ekki svo syndsamlegt, að menn hefðu framtöl sin í lagi og greiddu háa skatta, en hitt væri verra, ef menn kæmu sér undan skattgreiðsl- um með sviksamlegum hætti. í áframhald; af þessu benti Alþýðublaðið á, að saman- lagðir skattar Einars Olgeirs- sonar væru ekki nema 2774 kr. og hefði hann þó þingfar- arkaup, sæti i stjórnum Sogs- virkjunarinnar og Faxaverk- smiðjunnar og hefði verið bankaráðsmaður á síðastl. ári. Þá næmu samanlagðir skatt- ar Brynjólfs Bjarnasonar 3002 kr. og Magnúsar Kjart- anssonar 2040 kr. Báðir hefðu þeir þó ýmis aukastörf eins og Einar. Svo kynlega brá við, að eft- ir að Alþýðublaðið birti þess- ar upplýsingar, hætti Þjóð- viljinn alveg að minnast á þetta mál. Munu báðir aðilar telja þau málalok bezt, en almenningi hefir þótt þessi dcila á margan hátt athvgl- isverð. Aðstoðarmálgagnið Morgunblaðið hefir engu svarað þeirri ádeilu, sem ný- lega birtist hér í blaðinu á í- haldsmeirihlutann í bæjarstj. Reykjavíkur fyrir það að fram lengja ekki uppsagnarákvæði húsaleigulaganna. Það hefir forðast að minnast á málið. Hins vegar hefir ekki stað- ið á svari frá íhaldinu, þótt Mbl. hafi verið iátið þegja. Það hefir þótt klókara í þessu tilfelli að grípa til aðstoöar- málgagnsins. Alþýðublaðinu hefir verið skákað fram í víg- linuna. Það er ein afborgun- in, sem Stefán verður að greiða fyrir veru sína í út- varpsráði. Það er annars óþarft að vera að anza Alþýðublaðinu nokkru. Framsóknarmenn gerðu sitt til þess að fá bæjar- j stjórnina til að framlengja [ bannákvæðið. fhaldsmeiri- hlutinn hafði það hins vegar ekki að neinu. Það er hann einn, sem ber ábyrgð á þeim útburðum, er hafa átt sér stað. Annars hefði Alþýðublaðið að réttu lagi átt að fagna grein Tímans. Viðbrögð þess sýna, að því er annara um aðra en barnafjölskyldurnar, sem eru bornar út.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.