Tíminn - 05.08.1951, Page 1

Tíminn - 05.08.1951, Page 1
 Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn 1 Skrifstofur í Edduhúsi Fréttð.símar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda '7 35. árgangur. Reykjavík, sunnudaginn 5. ágúst 1951 175. blað Góð síldveiði í fyrrinótt og gær út af Digranesi og Kollumúla Italir kæra sig ekki um að blotna í regni fremur en kett- irnir — eða annað fólk. Hér sést ölekill undir regnhlifinni sinni, og hann er meira að segja svo hugulsamur að kiæða hestinn sinn i „kápu“ sem er haganlega gerð og sniðin á hestinn. Það er meira en allir ökumenn gera Sílíl veiðist iitsii á Vopnafirði. Mwrg skip á leið til Sislnf jarðar I g'ser. þar sem löndnn- arstöðvun er á Raufarhöfn nsestn dasjsi Frá fréttaritara Tímans á Raufarhöfn Sæm legt veiðiveður var á sildarmiðunum sunnan I.anga- ness í fyrrinótt og gær, en þoka tafði veiðar nokkuð, svo að ekki komust öll skip í síld. En meirihluti flotans, sem úti var, kastaði og fengu flest þau skip góða eða ágæta veiði. Nokkur fylltu sig meira að segja. íslenzkir togarar sækja á Grænlandsmið Pétur Halltlórsson við Grsenland og' liefir fengið góðan aflsi þesssi dagsi Bæjartogarinn Pétur Halldórsson hefir síðustu daga verið að veiðum við Grænland, á Fyllugrunni út af Færeyinga- liöfn, og fengið þar góðan afla. Þykja aflafréttirnar svo álitlegar, að fleiri íslenzkir togarar munu leita fyrir sér við Grænland. Pétur Halldórsson fór héð- an 27. júlí, en vestur á miðin við Færeyingahöfn eru nm það bil fimm sólarhringa sigling héðan. Hefir skipið því aðeins verið fáa daga að veiðum á hinum nýju miðum, en sýni- lega fljótt fundið góðar fiski- slóðir. — Skipstjóri á Pétri Halldórssyni er Einar Thorodd sen. Ágætur fiskafli kominn á Vopnafirði Frá fréttaritara Tím- ans á Vopnafirði. Ágætur afli er kominn hér hjá línubátum, en hefir verið mjög tregur að undanförnu. Langt er þó að sækja fiskinn því að hann veiðist norðaust ur af Bakkafirði. Fiskurinn er frystur og saltaður. Heyskapur gengur allvel, búið að hirða tún að miklu leyti. Spretta er þó léleg víð- ast hvar. Byrjað að flytja brott mjöl og lýsi frá Raufarhöfn Eins cg skýrt var frá hér í blaðinu í gær, hafði verksmiðj an á Raufarhöfn þá fengið rúmlega 100 þús. mál en 90 þús. mál á allrí síldarvertíð- inni í fyrra. Verksmiðjan hef ir að vísu allmikið geymarúm fyrir lýsi, en þó er nauðsyn- legt að íara að flytja það burt. Von er á lýsisskipi bráðlega til Raufarhafnar. Þá er einnig að verða þröngt í mjölskemm unum, og verða þær orðnar fullar, þegar verksmiðjan er búin að fá 150 þús mál. Brott flutningur mjölsins þæði á skipum og bifreiðum er í þann veginn að hefjast. Fleiri togarar á Grænlandsmið Bæjarútgerð Reykjavikur hefir ákveðið að senda annan togara, Þorsteinn Ingólfsson, á Grænlandsmið, og var jafn vel gert ráð fyr;r, að hann legði af stað í gærkvöldi. Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar hefir einnig til athugunar, að senda Júni á Grænlands- mið, og afráðið verður eftir helgina, hvað gert verður, og til mála kemur einnig, að Austfirðingur, togari Eskfirð- inga, Reyðfirðinga og Fá- skrúðsfirðinga, fari þangað. Snýr heim frá Al- aska yfir norðurpól Brezka Lincoln-sprengju- flugvélin, sem hér kom við fyrir nokkru á flugi sínu yfir norðurpólinn til Alaska, hef- ir tafizt í Alaska til þessa vegna vélarbilunar, svo að bíða varð eftir nýjum hreyfli frá Bretlandi. í dag leggur hún heimleiðis og ætlar að fljúga í einum áfanga til Bretlands yfir norðurpólinn. Þrær verksmiðjunnar á á Raufarhöfn voru fullar í fyrrakvöld eins og áður var sagt frá, og í gær var aðeins hægt að taka við síld úr nokkr um skipum. Klukkan átti í gærmorgun var gefin út til- kynning til skipanna þess efnis, að Raufarhafnarverk- smiðjan tæki ekki síld til bræðslu framvegis af öðrum skipum en þeim, sem hefðu áður farið eina ferð með farm vestur á Siglufjörð eða til ann arra verksmiðja vestar. Þá biðu á Raufarhöfn nokkur skip með samtals um 3000 mál og örfá voru á leið til lands og höfðu tilkynnt komu sína áður en stöðvunartilkynning in var gefin út. Skip munu ekki geta landað á Raufar- höfn á ný fyrr en á mánu- dag. Skip til Raufarhafnar. Þessi skip losuðu í fyrrinótt og i gær á Raufarhöfn: Stíg- andi, ólafsfirði 800 mál, Sveinn Guðmundsson Akra- nesi 750 mál, Þráinn Neskaup stað 850 mál. Hrafnkell Nes- kaupstað 700 mál, Ásbjörn 550 mál, Andvari Reykjavík 500 mál, Ásgeir Reykjavík 500 mál og Fram Akranesi 600 mál. Nokkur önnur skip komu með minni afla. Á Raufarhöfn var milt; veður í gær, en rign ing og þoka. Síld veiðist inni á Vopnafirði. Fréttaritari Tímans á Vopnafirðj sagði að um liá degi í gær hefðj Snæfugl frá Neskaupstað komið til Vopnafjarðar með á ann- að hundrað tunnur síldar, sem hann veiddi í gær- morgun í einu kasti inrii á Vopnafirðj á móts við bæ- inn Fagradal, sem er að sunnan verðu við fjörðin utarlega. Fleiri skip munu hafa fengið köst inni í Vopnafirði, svo að öruggt má kalla, að sild sé gengin í fjörðinn. Annar bátur var að landa þar 200 nrál- um í gærmorgun. Búið er nú að salta unr 1309 tunn- ur á Vopnafirði. Missti nótabát við Bjarnarey. Allmikill kaldi var á miðun um surinan til í nótt, og (Framhald á 2. siðu.) Fiskafli glæðist á Seyðisfirði Fiskafli hjá Seyðisfjarðar- bátum hefir mjög glæðzt sið an síldin tók að ganga suður um, og hefir svo verið ann- j ars staðar norðaustan lands. Áður var afli afar rýr. Virðist samband vera á milli fiskigengdarinnar og aflabragðanna. Hefir þetta aukið á annríkið við nýtingu síldarinnar, sem berst á land þessa dagana, svo að hver maður, sem vettlingi getur valdið vinnur nú eins og hon- um endist þrek til. Illllllllll1111111111111111111191l<IIIIIIIlllllllllllllllIIllllllllllll | Minkadráp á göt-) 1 unura á Selfossi I i | | Skemmtigöngu minka- | í f jölskyldu um götur Sel- | I fossbæjar hér á dögunum i I lyktaði á sviplegan hátt. | i Börn i húsi við Tryggva- i 1 götu urðu fyrst vör við gest i Í ina. Sáu þau, að minka- 1 i læða með þrjá unga kom f \ upp frá árbakkanum og | Í hélt með hópinn beina | I leið inn í húsagarð. Í Börnin urðu hrædd við | f þessa heimsókn, hlupu inn \ Í til móður sinnar að segja | i henni tíðindin. Konan sím \ j aðj þá til manns síns, er i Í sendi á vettvang tvo menn | I vopnaða keflum. Voru i Í minkarnir að leik á flötinni | Í framan við húsið, er sendi i i menn komu, og urðu þá i Í snögg umskiptj hjá hinni = 1 ótortryggnu minkafjöl- | i skyldu, því að þeir rotuðu i i aila minkana á svipstundu. 1 iiiiiiiiii 11111111111111111 iiiiiiiiihiiiiiii Steinsteypt fjárhús mjög víða í smíðum HlikiH lnigur í bændum að fjölga sauðfé í þeim héruðum landsins, þar sem fjársk’pti hafa farið fram, er nú mjög mikill hugur í mönnum að koma upp sauð fjárstofni eða fjölga því sauðfé, sem menn eiga. Eins og nú horfir eru því allar líkur til þess, að sauðfé hraðfjölgi hin næstu ár. Hermannaslagurinn í rannsókn Yfirheyrslur vegna rysk- inga þeirra, sem urðu í Tjarn arkaffi í fimmtudagskvöldið milli br.ndarískra hermanna og íslertdinga, stóðu enn hjá sakadómara allan daginn í gær og varð ekki lokið. Það munu hafa verið sex hermenn, sem við sögu komu, og er verið að yfirheyia þá, og svo íslend- inga þá, sem við þessa at- burði voru riðnir, og aðra, er nærstaddir voru. Það mun hafa verið mis- hermt, að íslenzki pilturinn hafi hlcitið hnífstungu í lær- ið, heldur munu föt hans hafa rifnað þar þar í átökun- um. Hins vegar skeindist hann á hendi. Starfsmenn sakadómara vildu ekki í gær láta i té nein ar upplýsingar um málið, en greinargerðar er að vænta, er rannsókn er lokiö. Steinsteypt fjárhús. Víða á bæjum í fjárskipta- sveitunum er í sumar verið að byggja steinsteypt fjárhús 1 stað gömlu fjárhúsanna, sem gengið hafa úr sér á und anförnum árum, er þau hafa verið lítið sem ekki notuð og menn lagt sem minnst í kostnað við viðgerðir, meðan tvísýnt var, hversu af reiddi um sauðfjárbúskap. Mjög vlða steypa menn nú vönduð fjárhús yfir tvö hundruð fjár í einu, og dæmi er um það, að verið sé að byggja steinsteypt fjárhús yf ir nær fjögur hundruð fjár á einum og sama bæ. Erlendir markaðir. Með því verði, sem nú fæst fyrir íslenzkt dilkakjöt á er- lendum markaði, virðist eng- in hætta á, að ekki sé hægt að losna við mikið magn af kjöti með viðunandi verði, enda þótt það verði ekki selt á innlendum markaði. En eins og nú er ástatt, er langt frá þvi, að íslenzka markaðn um hafi verið fullnægt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.