Tíminn - 10.08.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.08.1951, Blaðsíða 4
4. -'wm TÍMINN, föstuðaginn 10. ágúst 1951. 178. blað. Ellefu ár í fangabúðum V/. Þreyta, hungur, kuldi Niðurlag. „Framlengingin". Um víða veröld telja fang- ar árin, mánuðina, vikurnar og loks dagana þangað til þeir verða látnir lausir. Ég hafði notað eldspítur, og látið eina eldspítu tákna hvern mánuð fangavistarinnar. Fimm ár eru 60 mánuðir, 60 eldspítur. í lok hvers mánaðar tók ég eina eldspítu úr stokknum. Svo var það dag nokkurn um sumarið 1942 sem ég fleygði síðustu eldspítunni. En ekkert skeði. Glamrið í járnstönginni kallaði á okkur til að fara á fætur eins og fyrr, verðirnir formæltu eing og áður, og verkstjórarnir öskruðu í alla vega tóntegundum: „Davai, DavaiJ, Bystrey, Bystrey!“ (Haldið áfram, Flýtið ykkur!) Við bisum kófsveitt undir byrð um okkar af trjávið, eða pok um með múrsteini; keppt- umst um að riá í vindlinga- enda, sem fjórar aðrar höfðu reykt á undan okkur, stóðum hríðskjálfandi við skáladyrn- ar unz okkur var loks hleypt inn; vorum taldar og marg- taldar; störðum gráðugum augum ofan í galtóma -súpu- skálina eins og við byggj- umst við að kraftaverk mundi ske og hún fyllast á ný, þang að til einhver gaf okkur éf- þyrmilegt olnbogaskot og rak okkur af bekknum til þess aö geta satt að nokkru hungur sitt og við skriðum upp á svefnpallinn til veggjalús- anna. Hálfu öðru ári eftir að ég hafði fleygt sextugustu eld- spítunni úr stokknum, rétti yfirmaður varðanna mér pappírsmiða eitt kvöldið, og sagði mér að skrifa undir. Þetta hljóðaði svo: „Fanginn, Elinor Lipper, dæmd til fimm ára betrunar hússvistar við erfiðisvinnu hefir tekið út hegningu sína. En henni verður samt haldið í fangabúðunum unz stríð- inu er lokið. Henni hefir ver- ið tilkynnt þessi ákvörðun," Dagar, vikur, mánuðir og ár liðu, vonin hvarf og lífið fjarðaði út. „Hraðar nú! Flýttu þér!“ Þreyta, hungur, kuldi. Ó, að mega hvíla í hreinu rúmi, að mega vera ein eina dagstund, að mega vera í friði án þess að heyra ískrið í járnstönginni. Hvaða lykt er annars af epli? Skyldu járnbrautir enn vera í gangi, einhvers staðar í heiminum? Svo kom maímánuður 1945 •— sigurinn — með samkom- um og ræðuhöldum. Fangarn :ir umvöfðu hverir aðra, augu þeirra voru full af fagnaðar- tárum, og — von. En ekkert skeði. Sigurárið — 1945 — leið og hvarf; sömuleiðis næsta ár. Það var tíunda fangelsisárið mitt. Gamlir fangar dóu, og aftur og aftur komu nýir fangar í land úr iðrum skip- anna. Einum kvenfanga meira eða minna! Hver kær- ir sig um smámuni! Þræla af baki brotnu, þjást heilu hungri, þræla og frjósa. Flýttu þér nú! Hypjaðu þig! Hafðu nú hraðann á Heimleiðin. Örsmáar dökkar verur skriðu upp á við eftir nærri lóðréttum járnstiganum á nkipshliðinni. Hrædd og hik- andi feta ég mig áfram upp þessar þröngu tröppur. Hugsaðu þér að þú sért að ferðast samkvæmt fyrirskip- unum frá Moskvu! Hvert skal halda? Engar upplýsingar gefnar. Hvers vegna ekki? Ekkert svar. Var ég nú á leið En verðirnir yfirgefa ekki til frelsis eftir allt saman? litla hópinn okkar eitt augna J'blik. Loksins vorum við rekn- ar niður í lestarrúm skipsins. Hér var reglulegur kvala- staður, þar sem menn börð- ust um einn vatnsdropa. Mér varð litið á öskugrá andlit karlmannanna, sem voru lok aðir inni í þessari kytru, sem okkur var afmörkuð. Þeir voru sjóveikir og köstuðu upp af legupallinum ofan á gólfið, eða sátu til skiptis á skörð- óttri vatnsfötu, þar sem þeir urðu að svara kalli náttúr- unnar í viðurvist okkar, tveggja kvenna, sem vorum lokaðar inni með þeim. Mér varð starsýnt á þá þar sem þeir lágu hver fyrir ofan annan og hver ofan á öðr- um. Á höndum sumra voru aðeins stubbar, frostið liafði séð fyrir fingrunum, og fæt- ur þeirra voru hlaðnir sár- um. Þar var unglingspiltur með beinagrindarnef: allt hold hafði frosið af nefinu, og síðan fallið burt. Þeir störðu ástríðufullum augum á okk- ur konurnar; þeir höfðu ekki séð konu í sjö ár. Á nóttunum nauðguðu þeir annarri konunni til skiptis, án minnstu blygðunar, breiddu aðeins yfir sig á- breiðuræfil, en hinir horfðu á, gráðugum augum. Ég var hin konan; ég hnipraði mig sam an í sæti mínu, en gat ekki sofið fyrir ótta, barðist á hæl og hnakka til að verja mig fyrir þessum kvikindum, og lýsti andstyggð minni á þeim. Ferðin til frelsis! Við kom- um til Bukhta Nakhodka, dag leið fyrir norðan Vladivo- stok; þar beið okkar pláss á gólfinu í troðfullum herbúð um, sem ætlaðar voru föng- um á ferðalagi. Aðbúnaður- inn þar var ekki öðruvisi en venjulega. Skálarnir voru full ir af pöddum og mannverum: maturinn var óætur og and- styggilegur, og vatnið af skornum skammti. Kveðjumáltíðin, sem ég naut þarna var súpa með skemmdum kartöflum, sem lyktuðu eins og forarvilpa. Svo gengum við stutta leið, og sjá, við vorum komin á járnbrautarstöð! Þarna var gufuvél á teinum, regluleg járnbrautarvél en slíkt hafði ég ekki séð í átta ár. Mig lang aði til að klappa henni. En skapmýktin og hrifning in hurfu brátt er ég korri inn í fangavagninn. Upphaflega hafði þetta ver ið venjulegur farþegavagn. En nú voru þéttar járnslár fyrir öllum gluggum. Verðir þrömmuðu aftur og fram um ganginn. Vagndyrnar voru úr traustu stáli, og voru læst- ar alla leiðina. í hverjum klefa voru þrír viðarbekkir hver uppi yfir öðrum. Allt að 25 manns var hrúgað inn í hvern klefa. Vörður frá Bukhta Nakhodka umferðabúðunum leit tii okk ar þar sem við sátum eins og skepnur í búri. Það var eitt- hvað örfandi í tilliti hans. „Á hvaða leið erum við em bættisborgari?“ „Til Kazakhstan“, svaraði hann lágum rómi. Hve lengi ætli ferðin standi yfir?“ Hann hikaði augnablik. „Hér uip bil tólf daga“, svaraði hann svo, og leit við. Hvernig gat nokkur maður litið svo sakleysislega út, og um leið logið öðru eins? Við urðum að þola kvalir í fanga- vögnum og fangabúðum, í meira en tvo mánuði, áður en við kæmumst til Kazal^i- stan. Það var ekki svo mjög þrengslin í klefanum, eða hungrið, sem þjáði okkur, heldur þorstinn. Við öskruð- um okkur hás í bæn um dropa af köldu vatni, einkum þeg- ar maturinn, með rjúkandi te katli, var borinn eftir gang- inum til varðanna, alveg fram hjá okkur. Það var nóg vatn á hverri járnbrautarstcð, en ekki fyrir okkur. Eins og tíðkast í járnbraut arvögnum voru salerni sitt í hvorum enda vagnsins. Verð- irnir stóðu í ganginum og geispuðu af leiðindum. Það voru aðeins fáein skref frá klefadyrunum yfir að salern- inu. Fangarnir sárbáðu, og hrópuðu: „Lofið okkur út, hleypið okkur út‘. Margir þeirra voru veikir, þjáöir af niðurgangi vegna fæðunnar, sem var svart brauð, saltfiskur, og ósoðið vatn. En föngunum var leyft að viftja salernióins aðeins tvisvar á sólarhring; þaö voru reglurnar. Fangarnir kvörtuðu og kveinuðu, bölsótuðust og öskr uðu, þar sem þeim var þann- ig hrúgað saman eins og villi dýrum, og fluttir úr einu fangelsinu í annað. Og þeg- ar þeir gátu ekki lengur stjórnað sér og urðu að láta allt fara, inni í klefunum, voru þeir barðir miskunnar- laust með riffilskeftum varð- anna. Á leið með okkur var hópur fanga, skringilegur i útliti. Sumir þeirra voru Japanir með mjög háar loðhettur á höfði, og í löngum loðkápmn; hitt voru unglingar á aldrin- um 12 til 16 ára. Þetta voru föl og mögur börn, augsýni- lega þjáð af næringarskorti. Nærri undantekningarlaust áttu þau að taka út þriggja ára fangelsisvist fyrir þjófn- að. Tvisvar á dag var þeim, eins og hinum leyft að fara á sal- ernið, tveimur í hvert sinn. Á leiðinni þangað hlupu þess ir litlu sárþjáðu vesalingar eins hratt og þeir gátu. Þeir reyndu að draga bakaleiðina eftir ganginum á langinn, einkum er þeir fóru fram hjá kvennaskálunum, en þar von uðust þeir til að fá brauðmola gefins eða tóbak. Hundrað lít il unglingsaugu kíktu á okkur forvitnislega, en með eftir- væntingu, sum þóttafuli, sum biðjandi, en öll hungruð. Langar rifnar buxur héngu yfir slitna skógarma, hendurn ar höfðu þeir falið í vösunum á kaillmannsjökkum, sem náðu þeim niður fyrir kné. Þeir hurfu svo á bak við sín- ar eigin lokuðu dyr ; þar sem þeir börðust um pláss til að (Framhald á 6. siðu.) í Pétur Jakobsson er hér kom- inn og ræðir enn um sléttu- bandaháttinn. Þeir háttvirtu herrar, Sigurð- ur Daðason og Jónas Jóhanns- son, hafa, í baðstofuhjali Tím- ans, gert hugleiðingar mínar um sléttubandaháttinn og sléttubandavísu mína að um- talsefni. Gera þeir góðlátt spaug að mér. Er ég sáttur við þá fyrir það. Hitt er ég þeim þakklátur fyrir, að þeir fara um mig mjúkum höndum. Sýnir það, að þeir eru menn mennt- aðir. Greinar þeirra sýna líka, að þeir eru menn vel að sér í bragfræðinni og að sjálfsögðu vel að sér í skáldamálinu. Er gott til að vita, því að þeim fækkar óðum, leikmönnum, sem kunna skil á rímnaháttum og skálda máli. Báðir telja þeir, að vel sómi sléttubandahættinum ein- föld ferskeytla. Víst má koma slíku saman. Samt er sléttu- bandahátturinn svo göfugur, að honum sæmir ekki einfaldari hörpuleikur en frumhenda. Kol beinn Grímsson orti sléttu- bandarímu sína undir frum- hendulagi. Slíkt hið sama ger- ir Sigurður Breiðfjörð. Ágætasta ríma, sem ort hefir verið á ís- lenzka tungu, Ólafsríma Græn- lendings, er ort undir frum- hendu. Þar leikur sléttubanda- háttinn höfuðskáld þjóðarinn- ar, Einar Benediktsson, sem var hálærðuí maður. maður gædd- ur óvenju miklu mannviti, var meistari orðsins, og fæddur með’ vita óskeikult. brageyra. Mundi hann hafa ort rímuna undir einfaldari sléttubandahætti, ef honum hefði þótt hættinum sæma einfaldarl búningur. Ólafs ríman er sérstæð að því leyti, að hún er ort kenningalaus. Er það því meiri furða sem hátt- urinn er dýr, að ekki skuli höf- undurinn þurfa» að grípa til kenninga. Er það þeim einum fært, sem fæddur er öðlingur í ríki andans. Gott er til þess að vita, að hin ar ágætustu rímur okkar eru ortar á 20. öldinni. Ber það vott um að eiginlega hrakar rímna- kveðskapnum ekki hjá þjóð- inni. Magnús Stefánsson orti Oddsrímu. Er hún í heild hið ágætasta verk. Höfundinum til sóma og mikill fengur í henni í rímnatöluna. Þó er hún ekki gallalaus, fremur en flest önn- ur mannanna verk. Milli 10 og 20 vísur eru formgallaðar. Þá byrjar skáldið á hagkviðlinga- hætti, innrímaðri samhendu, Þetta heldur skáldið ekki út, enda þótt að ríman sé ekki nema um 70 erindi. Hann hrap ar úr hásölum braglistariimar niður á sléttlendi einfaldrar samhendu. Þykir mér þetta galli. Hins er þó skylt að geta, að meginfjöldi vísnanna er svo vel kveðinn, að sérhvert stór- skáld væri af þeim sæmt. Þegar talað er um rímna- skáld 20. aldarinnar, þá gleyma flestir Matthíasi Jochumssyni. Hann orti berserkjarímuna í Grettisljóöum um aldamótin síð ustu. Er sú ríma svo vel kveðin, að vel er hún þess verö, að henni væri á lofti hnldið. Rím- an er ort undir hagkviðlinga- hætti. Fer hún víðast ágætlega undir ljóðlaginu. Auk þess seg- ir skáldið svo vel frá atburðin- um að unun er að. Dregur hann atburðinn svo ljóslifandi fram í dagsljósið, færir hann svo mikiö nær manni, en hann hafði áður verið, að slíkt er ekki fært nema yfirburðamönnum á leik- velli framsagnar- og rímlist- ar. Hann gerir betur, því víða segir hann Grettissöguna fram undir svo einföldum ferskeytlu háttum, að til snilldar má telj- ast í meðferðinni .Hefir hann í Grettisljóðum og viðar gert rímnaháttunum hin beztu skil. Þá hefir Þorsteinn Erlings- son gert rímnaháttunum hátt undir höfði, og hin beztu skil. Hann yrkir vísnaflokkinn; „Fyrsti maí“, undir hringhendri nýhendu og gerir bragarhættin- um þar þau ágætustu skil, sem hægt er að gera auk hinnar glæstu meðferðar á efninu. 1 vísunum „Litla skáld á grænni grein“ fer hann svo vel með ferskeytluháttinn, að ekki verö ur betur gert. Auk þess yrkir hann kvæðið „Fyrr var oft í koti kútt“ undir ferskeytluhætti enda þótt kvæðið sé stefjamál. Sýnir þetta, að honum leilta rímnahættirnir á tungu. Þá yrk ir Þorsteinn Erlingsson kvæðið „Ljósálfar“ rímnakveðskapn- um og rímnaskáldunum til heiðurs. Er kvæðið bula, en, ef betur er að gáð, þá er kvæðið ort undir ferskeytluhætti og endar á hringhendu. Er rímna- kveðskapnum gerður hér hinn mesti greiði og hann hafinn svo hátt, sem honum sæmir. Þökk sé hverjum, sem sýnir rímnaskáldskapnum viðeigandi vírðingu. Hér verður staðar numið í dag en á morgun heldur Pétur á- fram hugleiðingum sínum. Starkaður. VWVWV.VMVV.V.V.V.V.W.VW.'.WAV.V.WAVAIA I * Flóra í er bragðfíóð, Ijúffeng oj* ljapíiefnarík > 1 | HERÐUBREIÐ \ --------------------------í Sími 2678 > $ Í V/.V.V/.V.'.V.V.W.V.'.V.'.V.VAWAW.V.VAW.VAV Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS Auglýsingdsími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.