Tíminn - 10.08.1951, Qupperneq 6

Tíminn - 10.08.1951, Qupperneq 6
TÍMINN, föstudaginn 10. ágúst 1951. 178. blað. I Surencler dear Mjög skemmtileg amerísk dans- og söngvamynd, með vinsælustu dægurlagakynn- irum bandaríska útvarpsins. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍO Bið að heilsa Kruduay (Give My Regarðs to Broadway) Bráðskemmtileg ný amer- ísk mynd með músik, Iífi og litum. Aðalhlutverk: Dan Dailey, Nancy Guild, Charles Winninger. Sýnd kl. 5, 7 og 9, Afturgöngurnar Allra tíma skemmilegasta Abbott og Costello mynd. Sýnd kl. 5 og 7. BÆJARBIO HAFNARFIROI 1 djúpuni dal (Deep Valley) Mjög spennandi og vel leikin ný amerísk kvikmynd. Ida Lupino, Dane Clark, Wayne Morris. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Nunið að greiða blaðgjaldið Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Siml 5833. Heima: Vitastíg 14. JrntjA/usvgJo&jjAjiAX *íu AeJtaJO Höfum efni til raflagna. Raflagnlr í minni og stæri hús. Gerum við straujárn og önnur heimilistækl Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H. F. Laugaveg 79. — Sími 5184. Aasturbæjarbíó ! A nættirklúbhnum Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍO Ástir ojí' afbrot (So evil my love) Afarspennandi og vel leikin amerísk mynd. byggð á sönn um atburðum er áttu sér stað í Bretlandi 1866. Aðalhlutverk: Ann Todd. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5. 7 og 9 GAMLA BÍÓ Dóttir miljóna- mæringsins (B. T.’s Daughter) Áhrifamikil ný amerísk kvikmynd gerð eftir metsölu skáldsögu John B. Marqu- ands. Barbara Stanwyck. Van Heflin Richard Hart. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Litkvikmynd Hal Linkers ISLAND Sýnd kl. 7. HAFNARBÍÓ I æfintýraleit (Over the Moon) Iburðarmikil og skemmti- leg kvikmynd í eðlilegum lit- um. Rex Harrison, Merle Oberon. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Itósin rjóð (Specter of the Rose) Spennandi amerísk örlaga og draumamynd. Judith Anderson. Viola Essen, Ivan Kirov. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Ellefu ár í fangabúðuin. VI. (FramhaJd ar 4. aiCu.j sitja eða liggja, og öðru hvoru heyrðist sár barnsgrátur frá einhverjum litlum dreng sem ekki gat borið hönd fyrir höf uð sér. Lestin nam staðar á járn- brautarstöðinni i Khabar- ovsk. Drengirnir stukku einn eftir annan af háu tröppun- um niður í snjóinn á stöðvar pallinumi. Þeir þurftu ekki að hugsa um böggla eða far- angur, því að þeir höfðu ekk- ert meðferðis. Þeir settust á hækjur sínar í snjónum, vörðu hendur sínar í löng- um jakkaermunum, sátu álút ir, eins og þeim hafði verið skipað. Þeir, sem engar verj- ur höfðu á eyrunum, urðu strax bláir af kulda. Örskamt frá fangelsinu hékk spjald eitt mikið, með áletran, sem getur að líta nærri hvar sem menn ferðast um Sovétríkin. Það sýndi mynd af Stalín, með litla stúlku á kné sér, en undir standa orðin: „Þakka þér bróð ir Stalín fyrir hamingju- sama æsku.“ Það var næstum hálfu öðru ári síðar, eftir að ég hafði dvalið i sjö fangelsum í við- bót, að sá dagur loks rann upp að ég fór yfir landamær- in í gripavagni. Okkur var loks hleypt út í Frankfurt (Þýzkalandi). Þessu n,æst lá leið mín um þrjár mismun- andi fangabúðir, þar sem unnið er að viðreisn borgar- anna í hinum rússneska hluta Þýzkalands. Svo var það á björtum júní degi árið 1948, að flugferð með amerísku loftfari batt enda á ellefu ára dvöl mína í fanga- og herbúðum Soviet ríkjanna. tW.WWAV/AVW.%WAVViWAV//AV.WASV.V.,AVV t Bernhard Nordh: ithona VEIÐIMANNS Íþróttir ♦♦♦♦♦♦♦ ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnlr, tryggja strax hjá Samvinnutrygginguan (Framhald af 3. síðu) 2. Gunnst. Karlss. V 1,60 — 3. Indriði Indriðas B 1,56 — 4. Aðalst. Karlss. V 1,51 — Stangarstökk: 1. Vilhj. Pálsson V 3,22 m 2. Hjálm. J. Torfas. L 2,80 — 3 Pétur Björnss. V 2,60 — 4. Aðalst. Karlss. V 2,30 — 400 m hlaup: 1. Pétur Björnsson V 59,1 sek 2. Finnbogi Stef.s. M 60,4 — 3. Aðalst. Karlsson V 64,0 — 1500 m hlaup: 1. Finnb. Stef.s. M 4:35,5 mín 2. Herm. Baldv.s. E 5:02,1 — 3. Þorm. Ásv.son Efl. 5:17,4 — 80 m hlaup kvenna: 1. Ásgerður Jónasd. G 11,8 sek 2. Sigr. Böðvarsd. V 11,8 — 3. Stefa. Halldórsd. V 12,0 — 4. Þórdís Jónsd. Efl. 12,2 — Spjótkast: 1 Vilhj. Pálsson V 53,70 — 2. Indriði Indriðas. B 46.54 — 3. Haukur Aðalg.s. M 43.19 — 4. Hringur Jóh.son G 41,93 Kringiukast: 1. Hallgr. Jónsson R 43.0 m 2. Vilhj. Pálsson V 33,52 — 3. Ásgeir Torfason L 31,58 — 4. Indriði Indriðas. B 27,40 — Kúluvarp: 1. Hallgr. Jónss. R 13,49 m 2. Hjálm J. Torfas. L 13,33 — 3 Ásgeir Torfas. L 12,38 — 4. Vilhj. Pálsson V 11,91 — 100 m bringusund karla: 1. Halld. Halld.son Efl. 1:24,6 2. Hallgrím. Jónass M 1:30,5 3 Eyvind. Áskelss. Efl. 1:34,1 4. Hjört. Tryggvas. Efl. 1:40,5 .■.v.v.vv, 86. DAGUR ,v.v.\w.v.w Júdit blés eins og stygg kind. — Er það ég eða hún, sem á að giftast Árna? Gamla konan leit upp og horfði drykklanga stund á stúlkuna. Það var eins og hún væri að meta hana og vega. — Mér er mest til efs, hvort það á fyrir annarri hvorri ykkar að liggja, sagði hún fastmælt. Júdit beit á vörina og reyndi af fremst megni að bæla niður reiði sína. — Árni sendi mann til þess að biðja mín, sagði hún, og enginn getur sagt, að ég hafi ekki rækt störf mín hér, bæði í eldhúsi og fjósi. Gamla konan, sagði að hvorki hefði brostið á með bón- orðið eða gegningarnar. En mennirnir réðu ekki yfir morg- undeginum. Allt gæti verið gott í dag, þótt morgundagur- inn byggi yfir illu. Júdit spuröi, hvað hún ætti við. Mest langaði hana til þess að fleygja öllu frá sér og hóta því að ganga brott af heimilinu. En hún vissi, að slíkt gat verið hættulegt, einmitt nú. Gamla konan lét ekki ógna sér á sama hátt og Ólafur. Slikt hefði kannske verið vogandi fyrir nokkrum dögum, en ekki nú, þegar Ingibjörg var komin i Akkafjall. Hún fann ósjálfrátt, hve mikil hætta henni stafaði af konunni frá Bjarkardal. Ef Lappa-Kara brygðist, kæmi Árni heim aftur heill á húfi, og þá var öll von úti. Jónas Pétursson vann af kappi. Hann var að smíða lít- inn stokk, og hafði nær lokið því verki, er Ingibjörg kom til hans. — Nú verður þú að lesa kapítula í biblíunni, áður en við látum lokið á, sagði hann. Ingibjörgu vöknaði um augu. Hana langaði til þess að faðma gamla manninn og kyssa sigggrónar hendur hans. Faðir Árna hafði verið góður látnu barni hennar, og nú vildi hann láta blessun guðsorðs fylgja þvi í kistuna. — Farðu inn og sæktu biblíuna og segðu konunni og Júdit að koma út. Þú getur lesið yfir kistunni hér. Jónas hafði borið litla stokkinn spölkorn frá gripahús- unum, er konurnar þrjár komu út. Hann stóð grafkyrr og starði í horður og vestur eins og hann væri að reyna að ráða leyndardóma fjallsins. Dökk ský grúfðu sig við efstu brúnir. Kona Jónasar kom með gamla skyrtu. Hún var hvít og hrein, og það setti grát að Ingibjörgu, er hún sá að gamla konan lét flikina utan um likið, áður en hún lagði það í stokkinn. Hún þekkti, að skyrtan var af Árna. Barnið henn- ar átti að fá að hvila í skyrtu af honum. Það var ástúðlegt af fólkinu í Akkafjalli að vilja gefa barni hennar föður í stað þess, sem ekki var verður föðurnafnsins. Júdit varð þess líka áskynja, að skyrtan var af Árna. Að láta óslitna skyrtu um lík af ókristnuðu krakkakrili! Og hvers vegna einmitt af Árna? Það hefði þó dugað garmur af karlinum eða þá einhverjar óvaldar rýjur. Gömlu hjúin vissu þá, að Árni var faðir barnsins. Ingibjörg las. Röddin var ekkablandin fyrst í stað, en svo var hún smám saman hreinni og skýrari. Hún fann undur- samlegan kraft færast um sig. Barnið hennar var ekki dæmt til ævarandi dauða. Upprisan beið allra. Jónas Pétursson spennti greipar og leit ekki af Ingibjörgu. Hann sá sólargeisla glóa í hári hennar og gaf nánar gætur að öllum svipbrigðum hennar. Ólafur starði niður í jörðina og reyndi árangurslaust að leiða huga sinn frá þvi, sem ihann vissi, að hann átti sízt af öllu að hugsa um á slíkri [stundu. Júdit tvísteig. Henni var orðið ærið órótt, og það var engu líkara en hana langaði til þess að hlaupa brott frá þessu. Þegar Ingibjörg hafði lokið lestrinum og lokað bókinni, 'sungu þau Jónas einn sálm. Hin hreyfðu einnig varirnar, 'en komu engu hljóði upp. Og þess þurfti ekki heldur með. Söngur hinnar ungu konu og hins gamla frumbýlings hljómaði til himins. XXVI. Þegar á daginn leið fann Ingibjörg betur og betur, að eitthvað illt lá í loftinu .og ógnaði Akkafjalli. Hún sá það á mönnunum, sem voru að smíða hús Árna og Júditar. Jónas Pétursson mælti ekki orð frá vörum, en leit þeim mun oftar upp til fjallslns. Hann var mæðulegur á svip, og stundum starði hann tímunum saman á sama bjálkann, likt og hann sæi sýnir, sem ekkert áttu skylt við smíðarnar. Ólafur sveifl- að öxinni eins og trylltur væri. En jafnvel þótt hann hefð-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.