Tíminn - 14.08.1951, Síða 5

Tíminn - 14.08.1951, Síða 5
181. blað. TÍ!YT1N!V, þriðjudaginn 14. ágúst 1951. rm M Þriðjud. 14. ágúst ERLENT YFIRLIT: Nokkrar spurningar til Stalíns Lansleg þýðing úr „The Economlst44 Gremjan vegna ankaútsvaranna Gremjan út af samþykkt bæ j arst j órnar meirihlutans um að leggja 10% aukaútsvör á Reykvíkinga á sér djúpar rætur í hugum bæjarbúa og nær lengra inn i raðir Sjálf- stæðisflokksins sjálfs en borg arstjórann og fylgifiska hans mun hafa órað fyrir. Er ó- hætt að fullyrða, að ekkert mál og engin afglöp í bæjar- stjórn Sjálfstæðismanna hef ir rumskað eins óþyrmilega við öllum almenningi í bæn- um og opnað augu manna fyr ir því, að gagnrýnin á fjár- reiður Reykjavíkur er ekki á- byrgðarlaust hjal eitt heldur óhrekjanleg staðreynd, sem óreiöumennirnir í bæjarstjórn inni hafa nú neyðzt til að við urkenna með svo afdrifarík- um og skýlausum hætti. Óttinn við afleiðingar þessa óyndisúrræðis Sjálfstæðis- manna er líka mikill i höfuð- stöðvum Sjálfstæðisflokksins, og er það auðséð á blöðum Sjálfstæðismanna, Morgun- blaðinu og Vísi. Allur ljóminn og dýrðarsöngurinn í þessum blöðum um hinn blómlega fjárhag og glæsilegu fjár- málastjórn bæjarins, sem kveðið iiefir þar við ár og sið og alla tíð, er nú allt í einu orðinn að vesaldarlegu bar- lómsvæli, viðurkenningu um fjárþrot og beiðni um ríkis- styrk. Lítilmennska bæjarstjórn- armeirihlutans speglast auð- sæjast í viðbrögðunum í þess um erfiðleikum. í stað þess að taka þeim karlmannlega, gera kröfur til sjálfs síns um hóflegri meðferð fjár, sparn- að og ráðdeild, er farið beint í vasa aðþrengdra borgara, en haldið áfram á braut óreið- unnar og gengið lengra út i fenið, e.f hægt er, í stað þess að gera tilraun til að snúa til lands. Á sama tíma, sem aukaút- svör eru samþykkt, eru stofni uð ný embætti með hálaun-i um, embætti, sem að vísu eru kannske ekki með öllu óþörf en hafa þó verið látin óskip- uð undanfarin veltuár og hefðu átt að bíða betri tíma, fyrst fjárhagurinn var þann- ig, að lá við gjaldþroti. Þann- ig var nú nýlega rokið í það að skipa í embætti íþrótta- ráðunauts bæjarins og einn- ig skipaður sérstakur loft- varnarstjóri, sem fór utan í vor á kostnað bæjarins til að itynna sér loftvarnaaðgerðir nágrannaborga, en hefir ekk ert aðhafzt annað en bóna gólfið hjá konunni sinni á geypilaunum hjá bænum, síð an hann kom heim. Bílaóreið an hefir aldrei verið meiri, og bæjarstarfsmenn ganga með ávísanabók upp á vasann til að borga með, þegar þeir þurfa að fá sér leigubifreið, og nemur sá útgjaldaliður hundruðum þúsunda. Á sama tíma sem fjárþrot óreiðumannanna er fyrir dyrum, hamast þeir við að sækja um fjárfestingarleyfi fyrir hinum og þessum fram- kvæmdum, sem þeir hafa ekk ert bolmagn til að ráðast í og Það er nú orðið ýmsum á- hyggjuefni í hinum frjálsu löndum heims, hve mikið það kostar að varðveita frelsi landa þeirra. Er þar ekki einasta átt við bein vinnu- og fjárútlát,' heldur og hve mikillar sjálfsaf- neitunar það krefst, þolinmæði og hugrekkis. Þeir menn eru til bæði í brezka og franska þing-! inu, sem ekki sjá neina hættu 1 í stalinismanum. Afstaða þeirra ' öll er mjög óljós og þeir ríg- j halda í hugmyndir þær, er eitt sinn áttu miklum vinsældum' að fagna og settar. hafa verið fram í orðunum „samvirk and- staða gegn hvers konar árás- um.“ Það er mjög eðlilegt að menn, sem þannig hugsa, sé að finna, einkum á meginlandi Evróu, er enn á svo langt í land með endurreisnina eftir eyðilegging- ar stríðsáranna. Það er jafn eðlilegt og hitt, hve fáir hugsa þannig í Bandaríkjunum, í því volduga landi öryggis og vel- sældar. — Það er sjálfsagt að ræða við þessa menn og hlusta á það, sem þeir hafa að segja, einkum þar sem ástandinu er þann veg farið, að lausn hern- aðarvandamála er látin sitja í fyrirrúmi fyrir öðru, og stjórn- málamennirnir geta ekki framar notað hugmyndaflug sitt. Það er gott eitt um það að segja, að stefna Vesturveldanna sæti réttmætri, jákvæðri gagnrýni, er miðar að því að hvetja stjórn- málaleiðtogana til dáða, með því að benda á það, sem miður fer. Það er hins vegar heilög skylda gagnrýnandans að reyna ekki að villa þeim sýn með því að vekja vonir, sem aldrei geta rætzt, eða slá fram, sem óyggj- andi staðreyndum, spádómum og fullyrðingum, er síðar kem- ur á daginn að hafa ekki við rök að styðjast. (Bandaríkja- maðurinn Henry Wallace hefir lært af reynslu). Það er einnig auðvelt að láta hinn linnulausa og vel skipulagða áróður Ráð- stjórnarinnar villa sér sýn, en það er honum að þakka að þeir er í orði kveðnu berjast fyrir því að miðla málum milli stór- veldanna, láta til sín heyra op- inberlega með ákveðnu millibili. Það er engum vafa undirorpið, að ekki hafa allir sama mark- miðið með tillögum sínum um að „hefja viðræður við leiðtoga Rússa“, — „hefja nýjar samn- ingaumleitanir til þess að binda varanlegan endi á deilumálum — stöðva kalda stríðið og kapp- hlaup það er hljóti að lykta með þriðju’ heimsstyrjöldinni, ef það sé ekki stöðvað í tíma o. s. frv.“. Það er sjálfsagt að athuga eins vel og unnt er, eftir þeim takmörkuðu upplýsingum, sem fyrir hendi eru, hvað það er, sem mælir með því að Moskva æski þess í raun réttri að hefja samningaumleitanir í því skyni að bæta sambúð stórveldanna. —o— Það er einkum þrennt, sem gerir það að verkum hversu erfitt er að greina á milli þess, sem raunverulega vakir fyrir Rússum, og hins, sem aðeins er áróður. 1 fyrsta lagi: það eru sömu mennirnir, sem bera fram tillögu um að reynt verði að kom ast að „samkomulagi um lausn deilumálanna" og bera ábyrgð á því, að hver einasta ráðstefna,; sem þeir hafa tekið þátt í með Vesturveldunum siðan 1945, hef ir farið út um þýfur. — í öðru lagi var þessi tillaga borin fram í þann mund sem halla tók und- an fæti fyrir herjum kommún- ista í Kóreu, en landvarnaáætl- anir Atlantshafsrikjanna tóku að koma til framkvæmda fyrir alvöru. Og í þriðja lagi er nú svo • komið, að Vesturveldin og Rúss- ar leggja ekki lengur sama skiln ing í orð þau, sem einkum myndu notuð við samningaborð- ið'. Bernal prófessor skýrði þetta mjög vel i ræðu, sem hann hélt á „frii5arþinginu“ í Varsjá í fyrra haust. Hann sagði: „Það sem við (er berjumst fyrir friði) köllum frið, kalla þeir (kapítalistarnir) kalt stríð.“ Þetta er mergurinn málsins. — Það sem Stalin kall- ar „friðsamlega samkeppni,“ það getur vel verið hið sama og við köllum kalt stríð. Sagt er að umræðurnar um endurhervæðingu Þýzkalands hafi valdið Rússum miklum á- hyggjum og þungum, og sömu- leiðis hafi Atlantshafsbandalag- ið skotið þeim skelk í bringu. Ekki er minnsti vafi á, að það er rétt, en þeir sem að samtökun- um standa, gerðu sér það ljóst í upphafi. — Ef Rússar hefðu hins vegar sýnt einhvern lit á því að takmarka eða leysa upp svo- nefnd „Bereitschaften“ i Aust- ur-Þýzkalandi, þá myndu franska og brezka stjórnin, og sennilega einnig vestur-þýzka stjórnin í Bonn, hafa sameinast gegn tillögu bandarísku stjórn- arinnar um þátttöku þýzkra her manna í vörnum Vestur-Evrópu. Sömuleiðis er liklegt, að Vestur- veldin hefðu tekið því mjög vel, ef Rússar hefðu borið fram til- lögur um lausn Þýzkalandsvanda málsins, áður en skrípaleikur sá, er kosningar nefndist, fór fram í Austur-Þýzkalandi í fyrra. Vera má að þeir Molotov og Visjinski hafi ekki haft í höndum nægi- lega góðar upplýsingar, ellegar þá að þeir hafa aðeins verið of seinir að grípa tækifærið meðan það gafst. í síöustu tillögum Rússa varðandi lausn Þýzka- landsmálsins er ekkert nýtt að finna. Þær virðast bornar fram einungis í því skyni að rugla menn í riminu í Þýzkalandi sjálfu og Frakklandi, og reyna að auka á áhrif þeirra manna, sem berjast fyrir hlutlausu svæði milli Bandaríkjanna og Rússlands í sjálfu hjarta Norð- ur-Atlantshafsríkjanna. —O— Vel má vera, að Stalin sé nú orðið ljóst, að með hverjum deg- inum sem líöur, verður æ hættu legra fyrir hann að færa út kví- arnar og hefja kalt stríð á nýj- um slóðum einkum Evrópu. Hann ætli þess vegna að vinna að þvi að treysta þau vigi, er hann hefir þegar unnið. Sam- einuðu þjóðirnar munu nú bregð ast skjótt við hverju nýju styrj- Skuggifortíðarinnar Nýlega skrifaöi Mbl. grein um flatneskju þröngsýninnar. Þar var nú reglulcg flatn- eskja, því ekki örlaði á nokk- urri mishæð. Greinln á aö vera um Thnann og landbún- aðarmál. Mbl. rekur upp stór augu yfir, að hér í blaðinu hefir verið rætt um nýja línu Sjálfstæðismanna í land- búnaðarmálum. Jafnframt því sem fagnað hefir veriö yfir þessu nýja viðhorfi, — ef það reynist varanlegt, — hafa verið rakin nokkur at- riði úr sögu liðinna ára um viðhorf Sjálfstæðismanna til landbúnaðarins. Hafa verið ryfjaðlr upp smáskammtar nýsköpunarstjórnarinnar, þeg ar hún ákvað að verja 300 millj. til nýsköpunar, áttu 3/e þeirrar fúigu að ganga til sjávarútvegs og framkvæmda í kaupstöðum, en aðeins % til landbúnaðarins. Þessi sorglega skammsýni og vantrú á íslenzkum land- búnaðj reyndist þó enn meiri í framkvæmd, en áætlun. Þeg ar þessir menn tóku við stjórn 1944, var hafinn undirbúning STALIN aldaræfintýri, er Stalin kann að leggja út í. Sú trú hefir verið langlíf, að unnt sé að komast að „varan- legu samkomulagi um lausn deilumálanna“. Upp á síðkastið hafa þeir atburðir gerst, er benda til þess, að slík lausn, sem hér er átt við, yrði kák eitt — hún fæli í sér óljósar ákvarðanir um „áhrifasvæði," líkt og sam- komulag varð um á Jaltaráð-! , . . ,, stfenunni - og enginn stjórn- I« bygg.ngu aburðarverk- málamaður Vesturveldanna æsk smiðju, en þeir svæfðu það ir nýrrar Jaltaráðstefnu. allt, — og hrósuðu sér af Ef farið er nánar út í þá nokkru seinna. Þeim var ekki sálrna að ræða um áhrifasvæðin, sjálfrátt. þá hlýtur sú spurning að vakna, hvar draga skuli markalínuna. Hvar eiga t. d. Indókina, Grikk- land og Þýzkaland heima — hvorum megin? Slik lausn gæti haft í för með sér, að Vestur- veldin yrðu að láta af hendi mikilvæg áhrifasvæði, og endur- skoða alla núgildandi milliríkja- samninga sína. — Hvaða afleið- ingar myndi það hafa í fram- kvæmd? Ef til vill þær, að Frakk ar yrðu að láta af hendi Indó- kína, Bretar Hong-Kong og Bandaríkin Japan? Myndi það formlega viðurkennt að Austur- Evrópa heyrði til áhrifasvæði Ráðstjórnarríkjanna, ef til vill ao undanskildu Griklandi og Júgóslavíu? geta ekki lokið fyrri fram- kvæmdum, en kenna síðan fjárhagsyfirvöldum ríkisins um, þegar þeir sæta gagn- rýni fyrir framkvæmdaleysi og segjast ekki hafa fengið leyfi til framkvæmdanna. Hin mikla iðnskólabygging í Skóla vörðuholtinu þokast lítið á- fram, þótt öll leyfi séu i lagi til að ljúka henni. En fyrir síðustu kosningar var rokið i að grafa fyrir heilsuverndar- stöð, en eftir kosningarnar var verkið nær því stöðvað og hefir hvorki gengið né rekið með það síðan. Nú eru tvö ár liðin og grunnurinn að heilsuverndarstöðinni er tæp lega kominn upp úr jörðinni enn. Munu þó fáar fram- kvæmdir vera eins brýnar fyr ir bæinn sem góð heilsuvernd arstöð. En með sama áfram- haldi við byggingu hennar, má kannske gera sér vonir um að barnabörn þeirra, sem nú stjórna bænum, geti notið þar heilsuverndar, og að hún mun ekki efga sér skemmri byggingarsögu upp komin en Péturskirkjan í Róm. Séu Vesturveldin ófús að færa þessar fórnir, hvað geta þau þá látið Rússum í té gegn því, að bindi endi á kalda stríðið, sem svo góður og mikill árangur hef- ir náðst með? Gætu þau ef til vill boðizt til þess að hætta við alla framkvæmd landvarnaáætl- ana sinna, þannig að Rússar héldu óskertum yfirburðum sín- um bæði á landi og í lofti? Eða að Bandaríkjamenn færu alfarn ir frá Evrópu með allt sitt haf- urtask? — Menn mega ekki skilja þetta syo, að þeir, sem vilja miðla málum, séu í raun réttri fúsir til þess að færa þess- ar fórnir af hálfu Vesturveld- anna. — En þessar spurningar hljóta óhjákvæmilega að vakna, þegar athugaðir eru möguleik- arnir á því að komast að „varan- legu samkomulagi um lausn deilumálanna," og þeim verður að svara. Nú eru sjálfsagt einhverjir sem segja að við samningaborð Vesturveldanna og Rússa myndu deiluaðilar ekki gera annað en kynna sér skoðanir og sjónar- mið hvors annars og reyna að skapa traust i stað tortryggn- innar, sem nú ríkir. — En við skulum athuga, hver eru frum- skilyrði þess að Vesturveldin geti sýnt Rússum traust. — Það, sem mestan óhug vekur með vest- rænum þjóðum, er hugarfar Rússanna, eða réttara sagt stal- inistanna. — Geta Rússar gefið örugga tryggingu fyrir hugar- farsbreytingu, gegn því að Vest- urveldin fallist á að gera ein- hverjar landfræðilegar tilslak- anir? — Það yrði að taka algjör- lega fyrir moldvörpustarfsemi Rússa í öllum frjálsum löndum, binda yrði endi á hatursáróður- inn í blöðum og útvarpi, sem eitrar sambúðina og sambandið milli þjóðanna. Járntjaldið yrði (Framhald á 6. siðu) á. Hér réði skammsýni og trú- leysi á landbúnaðinn, en ofsa- trú á happdrætti sjávarút- vegs og síldveiða. Þessi sjón- armið virðast hafa haldist ó- breytt fram á síðustu mánuði, að nýrri viðhorf og meiri trú- an á landbúnaðinn og rækt- un landsins hefir gætt í blöð- um Sjálfstæðismanna. Mbl. spyr í einfeldni sinni, hverju það sæti, að Framsókn armenn hafa ekki gleymt for- tiðinni og taka með varúð blíðumælum þeirra um sveit- irnar og íslenzkan landbúnað. Þessu hefir áður verið svar að hér í blaðinu, en skal end- urtekið að nokkru leyti. Meg- inrökin speglast á síðum Mbl. 6 daga vikunnar. Gætir þeirra mjög í heimsfréttunum, þar sem er friðarhjal Rússa. Vest- urveldin taka því með all- mikilli varúð og ýmsir með fullri tortryggni. Mun ekki hallað réttu máli þótt Mbl. sé talið í þeim hópi. Þessum mönnum finnst skuggi for- tíðarinnar hvíla yfir og ótt- ast, að enn geti komið él úr þeim bakka. En allir friðsamir og ábyrg- ir menn Vesturveldanna munu fagna einlæglega, ef þetta friðartal reynist í fullri einlægni. Ekki er nauðsyn á löngu máli um bænda- og landbún- aðarvináttu Mbl. nú. Reynist hún langæ og varanleg munu allir unnendur sveitanna fagna henni. Framtíð íslenzku þjóðarinnar býr fyrst og fremst í auðæfum landsins. Þau eru vissulega mikil við strendur þess, en þó enn meiri í gróðurmoldinni, foss- um og hverum, og öræfum og jöklum munu þeir allra bjart sýnustu bæta við. Engir fagna meira en Framsóknarmenn, ef augu annarra flokka opnast fyrir mesta máli nútíðar og fram- tíðar, en það er án efa, að rækta og byggja landið. Á- nægjuleg stefnubreyting hef- ir komið fram í Mbl. um þessi mál. En í mesta bróðerni vilj- um við segja landbúnaðarrit- höfundi blaðsins, að það tek- ur langan tíma og mikið þol- gæði, strit og vinnu, að losna við skugga fortíðarinnar. X

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.