Tíminn - 21.08.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.08.1951, Blaðsíða 4
4. 187, blað. TÍMINN, þriðjudaginn 21. ágúst 1951. inni landnámsins Þeir af fyrstu innflytjend- unum íslenzfeu, sem hugðu að Ameríka væri ein Eden og ekk ert þyrfti að aðhafast annað en lesa aldini af trjánum, hafa að sjálfsögðu orðið fyrir vonbrigðum. Sögn er að einn þeirra var á gangi í skógi og sá hanga á einni greininni stóran gráan bandhnykil. Það þurfti meira að hafa fyrir tóskapnum á íslandi: Tægja, kemba, spinna og tvinna, vinda svo bandið upp 1 hnykla. En hér í Ameríku uxu bandhnyklarnir á trján um. Hann tók bandhnykilinn af trénu og stakk honum í óarm sinn. Nú mundi hann eignast nýja gráa sokka. Verst var að ekkert hvítt var til í fitjarnar, engin sauð- Kind í öllu Nýja-íslandi, og hvergi gat hann séð hvítan hnykil hanga á grein. Meðan hann var að hugsa um þetta var bringan á honum í ein- um eldi og alltaf voru ein- hver ótæti að slengjast á and- iitið á honum. Hann log- sveið í bringuna og andlitið. Svo mikill var mökkurinn í kring um hann að hann sá ekki sólina. Hann var bara viss um að væri kviknað í sér; byrjaður að brenna lif- andi! Hann hugsaði sér að láta ekki hnykilinn brenna fyrr en seinast og greip hann út úr barmi sínum. Sér hann þá, sér til mikillar undrunar, að mökkurinn rýkur út um holu á hnyklinum. Þetta var nefnilega eiturflugnabú, þó hann vissi það ekki þá. Hann ætlaði ekki að hirða hnykil- irin í þetta sinn og henti hon um. Hnykillinn hlaut að vera holur innan og voru það eng- in drýgindi upp á bandið. Svona tóskapur þekktist ekki á íslandi. Þegar hann kom heún var hann svo brjósta- stór og blásinn í andlitinu að konan hans kannaðist ekki við hann, hélt að þetta væri eitthvert dýr úr skóginum — líklega froskur. Hann sór og sárt við lagði að hann væri hinn rétti eiginmaður, en ekk ert dugði. Hún stóð á því fast- ara en fótunum, að áður en hún fór til Ameríku hefði hún giftst manni. — Af þvi epli uxu ekki á trjánum né heldur önnur aldini gómsætari en eiturflugnabú og vonbrigðin ollu óánægju og útflutningi fólksins, var Nýja-ísland í mestu niðurlægingu út á við. X Winnipeg var viðkvæðið: Þag eg ekkegt annað en flug- ug og fog. (Allg sem vogu af höfðingjaættum vogu gog (r) mæltig og gátu ekki sagt eg (r) ). Eftir að stóru plágurn- ar voru um garð gengnar var ailtaf alið á mýflugnaplág- unni, sem þó var minnihátt- ar plága, og talið að hvergi væru flugur nema í Nýja- íslandi. Þær voru líka í Argyl, Dakota og jafnvel í Winni- peg, en þær voru alltaf af frá bærri nærgætni tileinkaðar Nýja-íslandi. Má vera að Ný-íslendingar hafi haft nóg til útflutnings. Á hverju áttu peir að lifa hér á nóttinni, pegar tjaldað var yfir hvert i'úm með flugnaneti? Var ekkj eðlilegt og skynsamlegt að þær færu til Winnipeg þar ;sem að þær höfðu frian að- gang að hverju rúmi, og gátu fengið saðning sína án þess að skipta sér upp á milli rúma, því hjón sváfu saman í þá daga og var aldrei minna en ein kona í hverju hjóna- rúmi. Annars þótti mér hin Rseða, som Gullormur J. Gnllormssðn ílutti á Lamlnámshátíilinni að Hnausum 2. júlí s.l. mesta húsprýði að rúmtjöld- unum, þau voru úr alla vega litu flugnaneti eða slöri. Lita dýrðin og skrautið á þeim minntu á sængurhimininn hennar Elísabetu Englands- drottningar. Ógleymanlegt er mér fyrsta kirkjuþingið. sem haldið var við íslendingafljót, hve það prýddi búning kirjcjuþings- gesta flugnanetið á höttun- um þeirra. Fjölbreyttara lita skraut hefir ekki sézt síðan nema í Paradísarlundi og á íslenzku bekkjarpilsi. Séra Jón hafði blátt flugnanet, sr. Fríðrik blátt og margir sem voru háttstandandi í kirkju- félaginu höfðu blátt — nema Wilhelm Paulson, hann hafði lyfrautt og vakti sérstaka at- hygli áhorfenda, fáeinir höfðu hvítt, en mest bar á græna litnum. Á kvöldin, þeg ar flugunum fannst mál til komið að fara að láta eitt- hvað ofan fyrir brjóstið á sér, voru öll flugnanetin dregin niður fyrir höku. Þeir sem voru tóbaksmenn reyktu inn an undir þessum flugnanet- um og rauk út um þau allt í kringum höfuðið og sásjt ekki hvort munnurinn sem reykti, var framan eða aftan á höfðinu. Flugurnar léku þá verst sem voru nýkomnir frá íslandi, hafa sennilega fundið meiri fjörefni eða víta mín í þeim en hinum inn- fæddu. Jón Ólafsson rtstjóri lýsir því i fyrirlestri um V,- íslending, sem hann hélt í Reykjavík .hvernig hann var útleikinn á þessu kirkjuþingi, þá nýkominn að heiman. Svo voru á honum upphlaupin eft ir flugurnar að hann þekkti ekki handleggina á sér frá lærunum. Út í frá heyrði maður sjald an annað en last um Nýja- ísland, ef á það var minnzt, og það frá mönnum sem annað hvort höfðu ekkert að borða eða lifðu í næstu dyrum og borðuðu sig sjálf- ir. Dæmi voru til að íslenzk- ar stúlkur í Winnipeg, sviku elskhuga sína ef þær komust að því að þeir hefðu haft of- an af fyrir sér með því að vera fjósamenn niðri í Nýja-ís- landi. Þeir sem vorkenna fólki að búa í frumbyggð hafa engan skilning á þeirri nautn sem felst í nýju landnámi. Alltof mikið var gert úr skort inum. Hann var miklu meiri í öðrum nýbyggðum sem eðli- legt var. Hér var Winnipeg- vatn fullt af fiski, kjöt var einatt fáanlegt hjá Indíán- um i vöruskiptum. Man ég eft ir fjölda fólks sem fékk frían aðgang að ekru af þurrkuðu elgsdýrakjöti sem Indíáninn John Ramsey átti. Margoft miðlaði hann íslendingum af auði síns matar og góðvildar, svo glaður og glæsilegur sem guðinn Manitú. Talið er að landnemarnir hafi lært af honum að fiska sér til matar upp um ís. Hitt lærðist þeim seinna að skjóta dýr, þó skóg- urinn væri fullur af veiðidýr-r um. Einn, sem var hálærð selaskytta frá íslandi, dugði þar ekki betur en aðrir.* Þó var hann fæddur með byss- una í höndunum og sela- skytta langt aftur í ættir. Einn ættingi hans hafði skot ið á tunglið, þegar það var að koma upp úr sjónum, haldið að það væri selshaus. Skógarbirnir voru tíðir gest ir landnemanna, en engir au- fúsugestir, sóttu þeir eftir fiskslógi og öðrum kræsing- um. Heyrði ég getið um bónda einn, sem skaut á sama björn inn einu sinni á dag í marga daga. Fyrst var björninn dá- lítið smeikur við hvellinn, en hann vandist honum fljótt og hirti ekki um hann, hélt á- fram að éta slógið, þó á hann væri skotið, og leit ekki upp. Einu sinni vildi það til að stóð í honum heljarstór fískhaus. Hann gat ekki kingt né kom- ið honum út úr sér og gapti lengi móti sólinni. Þá hugsaði bóndi með sér að skjóta beint upp í hann, þar mundi kúlan hafa minnsta fyrirstöðu og komast lengst. Hann skaut og hitti fiskhausinn og losaði hann úr hálsinum á birnin- um og bjargað honum óvilj- andi. Björnin labbaði burtu heilbrigðari og ánægðari eftir skotið. Hvenær sem nýir innflytj- endxir komu frá íslandi á þeim árum og námu staðar í Winnipeg til að leita sér upp lýsinga og ráðlegginga hjá löndum sem þar voru fyrir, var úrlausnin þessi: Hér i Winnipeg er ekkert fyrir þig. Ef þú átt peninga. þá farðu vestur til Argyle. Ef þú átt ekkert, þá farðu niður til Nýja-íslands. Þetta var heil- ræði sem gerði það að verkum að nýir og nýir fátæklingar bættust við hópinn í Nýja- íslandi. í Winnipeg var von laust að þeir gætu dregið fram lífið, vegna atvinnu- leysis. Bærinn stóð í stað framfaralaus árum saman. Allur fjöldi íslendinga þar barðist í bökkum, bjuggu í lélegum kumböldum og heföu sennilega fengið skyrbjúg, ef þeir hefðu ekki haft dropan úr kúnni, því margir þeirra áttu kýr. Oft biðu menn í tugatali með rekurnar í hönd unum, á kjallara eða skurð- barmi að fá að fara ofan í aur inn og moka en kannske einn af hundrað hreppti hnossið, Hinir fóru bónleiðir til búöa. Þetta var ekki Nýja-ísland — það var í Winnipeg. Aðeins örfáir íslendingar höfðu sæmilega atvinnu, en allflest ir illa launaða. Margir Winni peg-íslendingar leituðu at- vinnu niðri í Nýja-íslandi. Nokkrir þeirra, sem nú mundu kallaðir uppsprúcaðir city guys réðu sig sem fjósamenn og matvinnunga á bændabýl- um yfir vetrarmánuðina. Skipshafnirnar á flota þeirra Friðjóns og Sigtryggs, sem síðar verður minnzt, voru Winnipeg-íslendingar að fá- um undanskildum. Dugnaður og áræði var ekki minna með al íslendinga í Winnipeg en annars staðar. Sáust þess ] merki jafnvel áður en þeir hófu að byggja einn tíunda part af borginni. Enginn efi | að þeir hefðu slagað hátt upp j i okkur hér ef þeir hefðu ekki i haft eins mikla lesningu. En engan gat grunað þá að Winnj peg ætti fyrir sér að verða mið stöð vestur-íslenzkrar menn- ingar. Engan gat grunað að gosbrunnurinn hjá sumar- heimilinu á Hnausum færðist langt út í Winnipegvatn og Ný-íslendingar þokuðu und- an öðrum þjóðflokki í áttina á eftir honum. (Framhald) Pétur Jakobsson skrifar um Þá er kirkjugarðsgjaldið. Það skattamál: er skattur, sem lagður er á gjald „Sagan segir, að Hrafna-þegnana og óll; íyrirtæki, sem Flóki hafi gengið hér á fjallútsvarsskyld eru. Er skattur eitt mikið. Þar sá hann ríki verþessi fenginn með því að leggja aldar í allri sinni dýrð. Meðal annars sá hann fjörð einn mik- inn fullan íss. Nefndi hann fjörðinn ísafjörð og landið ís- land. Þarna gerði Hrafna-Flóki okkur bölvaðan ógreiða. Nafns- ins vegna hafa þjóðir heimsins um aldaraðir haldið, að hér væri ís og vetur árum saman, rost- ungar, ísbirnir, refir og hrafn- ar væri uppistaðan í dýraríkinu og þjóðin skrælingjar, sem á þessu lifðu. Það hefir verið tal- að um að breyta nafni á landi voru. Þetta hefir þó enn ekki komizt í framkvæmd. Ég hefi ávalt verið þeirrar skoðunar að réttmætt gæti ver ið að skifta um nafn landsins. Dettur mér í hug að nefna landið Skattland. Málum okkar er nú svo komið, að hvergi er land, sem leggur aðra eins að finna á jarðarkrílinu okkar skatta á þegna sína, eins og hér er gert.^Er hvergi að finna fyrir myndina í þessum efnum, nema ef vera kynni í Gyðingalandi á dögum Salómons. Er þetta því furðulegra og meiri fyrn þar sem vitað er, að þjóðin er enn svo heppin, að vera laus við stríðskostnað, sem nú þjakar flestum þjóðum heimsins. Skattar þeir, sem á þjóðina eru lagðir, eru hinir fjölbreytt- ustu og furðulegustu. Fyrir utan tolla af hvers konar vöru, inn- fluttri og útfluttri, þá er sölu- skatturinn, veltuskattur o. s. frv. Þá er útsvarið, þessi tekju- og eignaskattur, sem lagður hef ir verið á þjóðina mannsaldur eftir mannsaldur, og gengiö hef ir í sveitarsjóðina. Þá koma skattar til rikisins, svo sem tekjuskattur, tekjuskattsvið- auki, stríðsgróðaskattur, eigna- skattur, tryggingargjald, kirkju gjald, kirkjugarðsgjald, sjúkra- samlagsgjald o. s. frv. Þegar tekju- og eignaskattslögin voru samþykkt á þingi þjóðarinnar 1921, þá var þjóðinni lofað því, að þessum lögum yrði aflétt við fyrsta tækifæti, þau væru aðeins sett til bráöabirgða. Þetta lof- orð hefir enn ekki verið efnt. í stað þess hafa þessir skattar verið marg hækkáðir. Þá hafa verið lagðir nýir skattar á þjóð ina, svo sem tekjuskattsviðauki, sem er bara viðbót við tekju- skattinn og loks er stríðsgróða- skattur. Er það mjög undursamlcgt, að á friðartímum skuli vera lagð- ur stríðsgróðaskattur á skatt- borgarann. Hver getur aflað sér stríðsgróða hér þegar ekkert stríð er i álfunni. Þessi skattur var lagður á þjóðina á síðustu stríðsárunum. Átti hann vissu- lega að leggjast niður, er frið- ur hafði verið saminn, en efnd irnar hafa orðið líkar og með tekju- og eignaskattinn. 2%á útsvarsupphæð hvers gjald anda. Er þetta afskaplegt fé, sem árlega kemur í þennan sjóð. Má benda á, að nú í ár greiðir Samband ísl. Samvinnu félaga í Reykjavík, kr. 7,350,00 í kirkjugarðsgjald, Sláturfélag Suðurlands kr. 3,780,00, Slippfé- lagið kr. 2,625,00 og svona mætti lengi telja firmu hér í borg- inni, sem gjalda hina furðuleg- ustu upphæð til kirkjugarða, hvert um sig. Þessi upphæð lækk ar sjaldan, jafnvel þótt útsvör- in séu kærð, og lækkun fáist á þeim, því það eru tiltölulega svo fáir sem vita eftir hvaða reglum kirkjugarðSgjaldið er á- lagt. Þegar skattþegninn hefir fengið lækkun síns útsvars, þá á hann heimtingu á að fá tilsvar- andi lækkun kirkjugarðsgjalds- ins, en þess krefjast svo fáir, vegna þekkingarleysis á álagn- ingarreglum kirkjugarðsgjald- anna. Maður skildi nú ætla að þessi óhemju fjárfúlga, sem inn kem- ur í kirkjugarðsgjöld árlega, væri notuð til þess að fegra kirkugarðana. En svo mun ekkl vera. Nálega hvar sem maður ferðast um landið gefur að líta hina aumustu meðferð lcirkju- garða. Gengur þetta svo langt, að slíkt hæfir skrælingjum ein- um. Má í þessu sambandi minna á kirkjugaröinn í Skálholti. Meðferð hans er hin furðuleg- asta og sýnir vanræksluna í al- gleymingi. Mun sjóður kirkju- garðanna vera orðinn dígur og tími til kominn að taka honum blóð í bráðnauðsynlegar þarf- ir garðanna. Ekki veit ég til hvers skattarn ir eru hafðir með svona mörg- um nöfnum eða svona margþætt ir. Allt ber að sama brunni. Fúlg an, sem að skattþegninn verð- ur að svara út árlega verður hvorki stærri né minni fyrir það, hve margþættir sem skatt- arnir eru, því sami er skattþegn inn, sama hænan er reitt til að fylla í summuna, sama beina- grindin nöguð, þar til yfir lýk- ur. Ég held að þanþol skatt- þegnsins, í ríki voru, sé orðið teygt út á yztu nöf. Það verður að spara. Það verður að létta af sköttum og tollum, ef vel á að far. 1 okkar lýðfrjálsa landi, þar sem auðsöfnun er leyfð, verða skattborgararnir að hafa möguleika til að safna fé til næsta máls, en það er naum ast hægt eins og í haginn er búið fyrir almenning. Nú fyrir nokkru var sá boð- skapur birtur frá Sjúkrasam- lagi Reykjavíkur, að hér eftir yrðu meðul ekki greidd nema að hálfu, umbúðir ekki borgað- ar, og meðul, tekin út á sím- senda lyfseðla, alls ekki greidd. (Framhald á 7. siðu) rrí^ciafecjti nýtt: DILKAKJÖT ALIKÁLFAKJÖT HERÐUBREIÐ Siml2678 mwmsmaaiiiiiiiiiimáamrotiiaunwa :: ♦I ö iiimnmmam 1 :: :: n h

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.