Tíminn - 21.08.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.08.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, þriðjudaginn 21. ágúst 1951. 187. blað. Utvarpib Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Tónleikar (plötur). 20,40 Erindi: Úr Eldlandsför; síðara erindi (Sturla Friðriks- son magister). 21,05 Tónieikar (plötur). 21,35 Upplestur: „Fiðla Gyðingsins", smásaga eftir Anton Tsjekov (Edda Kvaran leikkona). 22,00 Fréttir og veður fregnir. 22,10 Vinsæl lög (plöt- ur). 22,30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Upp við Fossa“ eftir Þorgils gjall- anda; IV. (Helgi Hjörvar). 21,00 Tónleikar: Sönglög eftir Helga Helgason og fsólf Pálsson (plöt ur). 21,20 Frásöguþáttur: Land- nám íslendinga í Alberta-héraði (Lárus H. Blöndal bókavörður flytur). 21,50 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Danslög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell er á Vopna- firði. Ms. Arnarfell er í Stettin. Ms. Jökulfell fór frá Valparatso 14. þ. m. áleiðis til Guayaquil, með viðkomu í Talara. i. ' i*_ a.JLJSl Ríkisskip: Hekla er væntanleg til Rvík- ur árdegis í dag ,frá Glasgow. Esja er á Austfjörðum á suður- leið. Herðubreið er í Reykjavík. Skjaldbreið er á leið frá Húna flóa til Reykjavikur. Þyrill er Norðanlands. Eimskip: Brúarfoss kom til Pireaus 17. 8. Dettifoss er í New York. Goða foss var væntanlegur til Stykkis hólms um hádegi í dag 21. 8., fer þaðan á Sand og Ólafsvík. Gullfoss fór frá Reykjavík 18. 8. til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Leith 18. 8., væntanlegur til Reykjavíkur kl. 9,00—10,00 á morgun 22. 8. Sel- foss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá Reykjavík 15. 8. til New York. Hesnes kom til Reykja- víkur 16. 8. frá Hull. hafi til Heitar pylsur á Kambabrún. Það var allsvalt á Kamba- brún í fyrrakvöld, því að norð angustur var. En dugiegir kaupsýslumenn láta slíkt ekki á sig fá. Tveir piitar höfðu reist strigaskýli við veginn og seldu þar heitar pylsur og ís, svo að vegfarendur gátu valið um það, hvort þeir viidu fá eitthvað, sem hitaði eða kældi, eftir því hvernig þeim var inn an um sig. Flugferdir Flugfélag islands: Innanlandsflug: 1 dag er ráð gert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Blöndu óss, Sauðárkróks og Siglufjarð- ar. Á morgun eru áætlaðar flug ferðir til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Egilsstaða, Hellissands, ísafjarðar, Hólma- víkur og Siglufjarðar. Millilanda flug: Gullfaxi fór til London kl. 8,00 í morgun og er væntanleg- ur aftur til Reykjavíkur kl. 22,30 í kvöld. Loftleiðir h.f. í dag er ráðgert að fljúga til Vestmannaeyj a (2 ferðir), isa- fjarðar, Akureyrar, Hólmavíkur, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar og Keflavíkur (2 ferðir). Frá Vestmannaeyjum verður flogið til Hellu og Skógasands. Á morg un er áætlað að fljúga til Vest mannaeyja, ísafjarðar, Akureyr ar, Siglufjarðar, Sauðárkróks og Keflavíkur (2 ferðir). Arnab heúlo Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlof un sína ungfrú Sigurborg Jóns- dóttir, Mávahlíð 22, og cand. agr. Ólafur Guðmundsson, Hvanneyri. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína í Kaupmannahöfn ungfrú Helga Jónasdóttir, Sveinssonaf læknis, og stud. polyt. Jóhann Indriðason, Helga sonar á Akureyri. Úr ýmsum áttum Kominn heim. Séra Þorsteinn Björnsson, Fríkirkjuprestur er kominn í bæinn. Hann er til viðtals alla virka daga nema laugardaga kl. 5—6 e. h. í skrifstofu safnað arins í Fríkirkjunni. Fjölleikasýnlng (Framhald af 1. síðu./ reið blindandi um bæinn I fylgd með lögregluþjónum. Að lokinni þessari sérkenni- legu ökuför, sem ekki er ætluð íslenzkum bifreiða- stjórum til eftirbreytni, munu lögregluþjónarnir handjárna hann og fjötra og varpa hönum þannig í fangageymsluna í lögreglu- stöðinni, bak við lás og loku. En Svíinn ábyrgist á hinn bóginn, að hann skuli kom ast úr fjötrunum og varð- haldinu hjálparlaust á tveimur mínútum. Fegurðar- drottningin (Framhald af 1. tslðu.) þessu. Ég hef engan frið haft í dag. — Þú stundar nám í menntaskólanum ? — Já, ég vona að setjast í 6. bekk í haust. Gallinn er bara sá, að ég á eftir að taka próf i tveim greinum og verð ég að gera það í haust. Ég varð að vinna fram í febrúar i vetur og þess vegna varð ég að fresta prófi i tveim náms- greinum. — Og þú ætlar að sigla strax? — Já, ég hef ákveðið að fara á laugardaginn, því að annað hvort er að hrökkva eða stökkva. Ég hef aldrei far ið utan og hlakka því mjög tii, en ef ég á að komast í haust, verð ég að fara strax, svo að ég komi nógu snemma til að ljúka prófunum og setj ast i skólann. —Ætlarðu að ferðast eitt- livað meira en til Kaupmanna hafnar? — Veit það ekki, áætlunin er ekki samin enn, en auðvit- að langar mig til að sjá mig meira um og geri það ef hægt er. Ég fæ auk farseðilsins báð ar leiðir fjárhæð, sem á að duga til uppihalds í 14 daga. — Ég óska góðrar ferðar, og farðu nú ekki að hugsa um próf eða próflestur á meðan skemmtiferðin varir. — Það er víst óþarfi að vara mig við því. Samkoman í Tívolí. Áhorfendur að fegurðarsam keppninni í Tívolí voru geysi- margir, enda var veður hið bezta. Sveinn Ásgeirsson, framkvæmdastjóri hátíðarinn ar setti samkomuna með ! ræðu og gerði grein fyrir þátt töku í fegurðarsamkeppninni og tilhögun hennar. Mjög illa gekk að fá stúlkur til að taka þátt í henni eins og í fyrra. og sagði hann, að þeir, sem i íyrir henni stóðu, hefðu orð- jið að ganga á eftir stúlkun- ' um með grasið í skónum. Að lokum hefðu þó verið valdar úr þeim ,sem bent hefði verið á 10 stúlkur, sem þátt tækju í lokakeppninni. Dómnefndin tók síðan sæti ó sviðinu í Tívolí og stúlkurn- ar gengu inn. Gengu þær síð- f.n ein af annarri upp á hækk aðan pall, hneigðu sig fyrir áhorfendum en fáar brostu, enda var viðhorf áhorfend- anna varla uppörvandi fyrst í stað. Framkoma áhorfend- anna batnaði þó er á leið. — Eftir það gengu stúlkurnar út af sviðinu og dómnefndin sett’st á rökstóla og hálfrij stundu síðar kvað hún upp dóminn. Hver hinna stúlkn- anna hlaut titilinn „ein af 10 fegurstu stúlkum Reykjavík- ur 1951.“ Það var eftirtektarvert,hve |kvenþjóðin var í miklum meirihluta í Tívolí meðan á fegurðarsamkeppninni stóð, einkum stúlkur innan við tví- tugt. Sýndi það, hve geysi- mikinn áhuga stúlkurnar höfðu á fegurðarsamkeppn- inni, þótt þær væru svo treg- ar til að gefa sig fram til þátttöku. En þess er að vænta, að þessi nýbreytni sé nú kom in yfir erfiðasta hjallann, og léttara verði að fá stúlkurn- ar til þátttöku næst. Greiðsluáskorun frá skrifstofu tollstjórans I Reykjavik ;,vi ' ' ; t'xf 1* r' Tekjuskattur og önnur þinggjöld ársins 1951, féllu í gjalddaga 31. júli s. 1. Reikningar yfir gjöldin hafa verið sendir út og er skorað á gjaldendur að greiða þá hið fyrsta. Kaupgreiðendur verða bráðlega krafðir um gjöld þeirra manna, sem ekki hafa greitt gjöldin sín sjálfir. TOLLSTJÓRASKRIFSTOFAN Hafnarstræti 5 ttnu Drengir handsama yrðling í haganum , Tveir drengir frá Munka- (þverá í Eyjafirði voru á dög- | unum að sækja kýr í haga. Sáu þeir þá stálpaðan yrð- ling þar í móunum, og hófst nú allmikill eltingaleikur, og urðu lyktir þær, að drengirn- ir handsömuðu yrðlinginn. — Vöfðu þeir peysu utan um yrðl inginn og báru hann heim í henni. Nokkrar skeinur höfðu drengirnir þó hlotið í viður- eigninni við yrðlinginn, sem varði sig af fremsta megni með klóm og kjafti. Forðizí eldinn og eigoatjón Framleiðum og seljurn flestar tegundlr handslökkvi tækja. Önnumat endurhleðslu á slökkvitækjum. Leltlð upp- lýsinga. KoisýrubleBslan a.f Slml 338) Tryggvagötn 10 TILKYNNING frá Síl darverksmiðj u m ríkisins um verð á síidarmjöli Ákveðið hefir verið að verð á 1. flokks síldarmjöli á innlendum markaði verði krónur 203,10 fyrir 100 kíló fob. verksmiðjuhöfn, ef mjölið er greitt og tekið fyrir 15. september næstkomandi. Eftir þann tíma bæt- ast vextir og brunatryggingarkostnaður við mjölverð- ið. Allt síldarmjöl þarf að vera pantað fyrir 30. sept- ember og greitt fyrir 1. nóvember næstkomandi. OTncrocffitmmia ilðnskólinn í Reykjavík Innritun í Iðnskólann í Reykjavík hefst fimmtudag- inn 23. ágúst kl. 5—7 síðdegis. Skólagjöldin kr. 750.00 og kr. 650.00 greiðist við innritun. Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og milli- bekkjarprófum byrja laugardáginn 1. september kl. 8 árdegis. Skólastjórnn Áætlunarferðir frá Kaupféfagi Árnesinga Stokkseyri Eyrarbakki Selfoss Hveragerði Alla daga sumar og vetur Reykjavík Frá Stokkseyri kl. 9,30 f.h. — Fyrarbakka — 10,00 — — Selfossi — 10,30 — og kl. 4,00 e.h. — Hveragerði — 11,00 — og — 4,30 e.h. Frá Reykjavík tvisvar á dag kl. 9. f.h. og 6,30 e.h. Kvöldíerðir frá Stokkseyri alla sunnudaga kl 9 e.h. yfir sumartímanm Fljótar ferðir. — Traustir og góðir bílar. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Frímanni, Hafnarhúsinu. Afgreiðsla austan fjalls í útibúum vorum og á Selfossi í Ferðaskrifstofu K. Á. Kaupfálag Árnesinga Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.