Tíminn - 24.08.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1951, Blaðsíða 3
190. blað. TÍMINN, föstudaginn 24. ágúst 1951. 3. Sýnishorn af ranglætinu í útsvars- og skattaálagningu í Reykjavík Eftir llaimos I'álssou frá Endirfelli f 12. gr. reglugerðar um tekju- og eignarskatt frá 1936, er tekið svo til orða: „Leiga eftir eigin íbúð skal meta eins og ætla má, að hún yrði leigð fyrir, mið að við leigu á hverjum stað og tíma, gæði íbúðarinnar og stærð, þægindi sem henni fylgja o. s. frv. Séu leigðar út í sama húsi svip aðar íbúðir og sú, sem hús eigandi notar, skal miða við það, og yfirleitt kapp- kostað að hafa samanburð við leiguíbúðir. Rétt er ríkisskattanefnd að setja nánari reglur um mat á eigin húsaleigu“. Hvernig eru þessi skýru fyr irmæli framkvæmd af hátt- virtri ríkisskattanefnd og síð- ar af háttvirtri Niðurjöfnun- arnefnd Reykjavíkur? Til þess að íbúar Reykja- víkur og aðrir landsmenn geti gert sér ljóst hversu lag- lega hlutunum er hagrætt, til þess að hlífa þeim, sem bezt eru settir, skal hér brugðið upp einstöku dæmi, sem sýn- ishorni. Dæmi þetta er raun- verulegt og sannanlegt fyrir hvaða dómstóli sem er. Um leið er þetta dæmj fullkomið sýnishorn af því, hvernig á- lagningareglurnar verka á hina mismunandi hagsmuna- hópa Reykjavíkur. íbúð húseigandi í Reykja- vik er metin að fasteignamati kr. 31.654.00. Samkvæmt reglum skatt- stofunnar eru tekjur af þess- ari íbúð, sem eigin íbúð, reikn aðar húseiganda 30% af fast eignamatj eða krónur 9496 á ári. Krónum 9496.00 er því bætt við tekjur húseiganda. Leigutaki fær leigðan hluta af íbúð umrædds húseiganda. Húsaleigunefnd sem er lög- gilt stofnun í þessum bæ ,er látin meta hæfilega leigu af þeim hluta íbúðarinnar sem seld er á leigu. — Síðan var sá hluti sem leigður var seld ur, sem 40% af allri eign hús- eiganda. Húsaleigunefnd metur árs- leiguna, árið 1950, af um- ræddum 40% hluta, kr. 12559.00 eða kr. 3063.00 meira en húseiganda eru metnar til skatts og útsvarsálagningar tekjur af allri eign sinni. Leigutakinn fær engann frádrátt á sinni skattskrá vegna greiddrar húsaleigu, en húseigandinn fær sennilega rúmar 3000 krónur tekjur, sem hann þarf ekki aö telja fram, umfram það að hafa engar telcjur af eigin íbúð. Sam- kvæmt reglum skattstofunn- ar gæti húseigandi sennilega komist af með að telja sér bara kr. 9496.00 tekjur eftir eigin íbúð, og engar aðrar tekj ur af eigninni. Með öðrum orð um sloppið með sínar 12559 kr. skattfrjálsar, fyrir utan svörtu leiguna. En gerum nú ráð fyrir að húseigandi hafi verið mjög samviskusamur maður. og tal ið allar sínar löglegu húsa- leigutekjur fram. Varla hef- ir hann þorað að telja svörtu leiguna. Þá verður útkoman sú, að hann telur 39% af % hluta eignarinnar eða kr. 5700.00 sem tekjur af eigin íbúð, en leigutakinn sem hef- ir greitt í leigu samkvæmt úrskurði ríkisvaldsins kr. 12560.00 fyrir % hluta eignar innar fær engan frádrátt. Ef jafnrétti ætti að vera á milli húseiganda og leigutaka þá ættu tekjur af eigin íbúð að vera meira en 300% hærri en ríkisskattanefnd hefir á- kveðið þær. Á þennann hátt er tekjum húseigenda, og um leið skatti þeirra og útsvari haldið niðri á kostnað leigutakanna, þrátt fyrir skýlaus lagafyrirmæli. Réttlæti Niður- jöfnunarnefndar. Niðurjöfnunarnefndum ber að leggja útsvörin á, eftir efn um og ástæðum, hún er ekki bundin við skattútreikning ríkisvaldsins eða öllu heldur ríkisskattanefndar. Ætla mætti, ef niðurjöfnun arnefncTreyndi að kynna sér málin, að hún kæmist að þeirri niðurstöðu. að skattskrá in eins útreiknuð og að fram an er greint væri ekki hin réttlátasti grundvöllur, en því er ekki að heilsa. Niðurjöfnunarnefnd Reykja víkur, sem valin er af bæjar stjórninni, notar skattskrána sem hinn eina réttláta mæli- kvarða fyrir tekjur manna og eignum. Þó veit Niðurjöfnunarnefnd in að fjöldi húseigenda hefir stórkostlegar tekjur umfram þær sem fram eru taldar, hina svokölluðu svörtu leigu, auk þeirrar beinu og óbeinu hlífðar í skattútreikningi, er sýnd er hér að framan. Að ó- gleymdu því að eignir húseig enda eru ekki taldar nema lít ið brot af raunverulegu verð- mæti. Niðurjöfnunarnefnd veit að með ranglátum reglum ríkis- skattanefndar sleppur hver einasti húseigandi við skatt og útsvar svo hundruðum og þúsundum króna skiptir, á móti þeim er húsnæði taka á leigu. Það skiptir mörgum milj- ónum sem reykvískir leigu- takar húsnæðis eru látnir greiða í útsvörum, sem ætti að greiðast af húseigendum. Það þarf nokkuð sérstæðan drengskap til sliks, ofan á allt okrið sem leigutakar hús næðis þurfa að sæta. Hvað gera fulítrúar þeirra fátæku? Það gegnir engri furðu þó fulltrúar Sjálfstæðisflokkfe- ins framfylgi álagningar- reglum eins og að framan er lýst. Þeirra verkefni á að vera það, að hlífa þeim ríkustu, en reyta af þeim fá- tækari í hina botnlausú hít bæjarsjóðs. Þeir eru aðeins trúir þjónar peningavaldsins og víst er það viss dyggð að vera húsbóndahollur, og vilja í einu og öllu hag þess aðila, sem brauðfæðir þá. En það gegnir meiri furðu með fulltrúa Sócíalistaflokks ins og Alþýðuflokksins í Nið- urjöfnunarnefnd Reykjavík- ur. Þessir flokkar telja sig þó vanalega málsvara þeirra þegna þjóðfélagsins, sem lök- ust lífsskilyrði hafa. Þessir fulltrúar, 2 af 5, virðast ann- að hvort sofa á verðinum, eða annað verra. Ekki sést að fulltrúar Sócíalista eða Al- þýðuflokksins hafi gert á- greining um álagningarregl- ur, Það eru aðeins einstök út- íþróttamót í Haukadal íþróttamót Umf. Biskups- tungna, Hvatar og Umf. Laug dæla fór fram í Haukadal, sunnudaginn 19. ágúst sl. Keppenður voru 31 frá ofan- töldum félögum. Úrslit urðu sem hér segir: Hástökk: 1.—2. Magn. Erlendss. B 1,55 1.—2. Hörður Ingv.son B 1,55 3. Gísli Sigurðss B 1,55 4. Trausti Ólafsson B 1,45 Langstökk: 1. Magnús Erlendss. B 5,74 2. Gísli Sigurðsson B 5,69 3 Hörður Ingvarss. B 5,68 4. Grétar Ólafsson B 5,51 Þrístökk: 1. Magnús Erlendss. B 12,20 2. Guðm Einarsson B 12.04 3 Hörður Ingvarsson B 11,80 4. Gísli Sigurðsson B 11,32 Kúluvarp: 1. Guðm. Benediktss. H 12.01 2 Sigurjón Ingason H 11,92 3. Þorkell Bjarnason L 11,49 4. Trausti Ólafsson B 9,98 Kringlukast: 1. Sigurjón Ingason H 36,43 2. Guðm. Benediktss. H 32,47 3 Einar Ólafsson B 29,59 4. Guðni Sigurðsson H 28,61 100 m. hl.: 1. Þorkell Björnsson L 12,2 2. Magnús Erlendss. B 12,4 3. Gísli Sigurðsson B 12,5 4. Trausti Ólafsson B 12,7 800 m. hl.: 1 Magnús Erlendss. B 2:23,8 2. Sumarliði Ingv.s. B 2:25,2 3. Njáll Guðmundss L 2:26,8 4 Reynir Tómasson H 2:28,0 80 m. hl. kvenna: 1. Guðrún Björgvinsd. H 11,5 2. Kristrún Stefánsd H 12,0 3 Þorbjörg Óskarsd. B 12,6 4. Emilía Guðjónsd. B 12,7 Sund — 50 m. frj. aðf. karla: 1. Einar Ólafss. B 34,5 2. Bjarni Sigurðss. B 34,7 3. Danível Emilsson L 35,6 4. Þorkell Bjarnason L 38,0 50 m. frj. aðf. stúlkur: 1. Erna Þórarinsd. L 37,4 2. Védís Bjarnadóttir L 41.0 3. Anna Jörgensen H 42,4 4. Ingunn Valtýsdóttir L 51,9 4x40 m. boðsund pilta (brs.): 1. A-sveit Umf. Bisk. 2:08,2 2. B-sveit Umf. Bisk. 2:19,8 Glíma: 1. Gunnl. Ingason H 3 vinn. 2. Hörður Ingv.s. B 1+2 — 3. Njáll Guðm.s. L 1+1 — 4. Guðm. Karlsson B 1 — Eftir keppnina bauð Sigurð ur Greipsson öllum keppend- um og starfsmönnum móts- ins til kaffidrykkju. Flutti hann undir borðum nokkur hvatningarorð til félaganna. Umf. Bisk. vann mótið og hlaut 67 stig. Umf. Hvöt hlaut 29 stig, Umf. Laugd. 21 stig. Veður var gott og áhorf- endur margir. — Að lokum var dansað til kl. 11 um kvöld ið. * * ísien.di.ngajp>ættir Sextug: Hjónin á Hellum Hinn 9. júní sl. varð Magn- ús Jónsson, bóndi á Hellum á Landi, sextugur. Hann er fæddur að Björgum í Köldu- kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans bjuggu þar og hjá þeim ólst hann upp. Árið 1908, þá 17 ára gamall, yfir- gaf Magnús æskustöðvarnar og fluttist. austur i Rangár- þing. Bjjpmrú, systir hans var flutt þangað nokkru áður. gift og sezt að búi með manni sínum Guðmundi Árnasyni, sem síðar varð hreppstjóri og forustumaður Landmanna, nær hálfrar aldar skeið og bjó að Múla. Til þessara héið urshjóna réðst Magnús sem fastur starfsmaður, og var í þeirri stöðu samfleytt 12 ár. Tvö ár var hann svo lausa- maður, eins og það var nefnt í þá daga. 28. nóvember 1922 kvænt- ist hann Vilhjálmínu Ingi- björgu Filippusdóttur. Hún fædijist 23. ágúst 1891, og er því orðin sextug eins og bóndi hennar. Frú Ingibjörg er að öllu leyti uppalin á Hellum, hefir alltaf átt heimili sitt þar, og ekkert farið að heiman til lengri dvalar að undantekn- um þeim tíma, sem hún var við nám í ljósmæðraskólan- um í Reykjavík. Eftir að hafa lokið prófi frá þeim skóla, var hún skipuð til að vera ljósmóð ir í Landmannahreppi, og hef ir síðan verið það óslitið 37 ár. Ljósmóðurstarfið hefir hún leyst af hendi með ágæt- um, eins og öll önnur störf, sem henni hafa verið falin, auk venjulegra húsmóður- starfa. Hún er forstöðukona kvenfélagsins i sveit sinni, og einnig veitir hún forstöðu slysavarnardeildinni Land- björg, og hefir gert það frá því að deildin var stofnuð. Störfum þessum hefir hún sinnt af miklum áhuga og sýnt frábæran dugnað og fórnfýsi í öllu því, sem félags skap þessum hefir mátt verða til góðs og uppbyggingar. Svo vel hefir hún unnið að j slysavarnamálum, að flestir ; eða allir íbúar Landssveitar eru í slysavarnadeildinni, og allmargir hafa gerst æfifé- lagar í Slysavarnafélagi ís- lands, þar á meðal hún sjálf, allt hennar skyldulið og heim ilisfólk . Frú Ingibjörg er mjög söng hneigð og hefir góða söng rödd. Hún hefir alltaf fyllt ! þann flokk, sem hefir haft j hug á því að bæta og fegra , söng og efla sönglíf innan sveitarinnar, og er hún nú í söngkór kirkjusafnaðarins. Frá barnæsku hefir hún ávalt svör, sem allir nefndarmenn irnir virtust ekki hafa sam- þykkt. Vilja ekki úsvarsgreiðend- ur í Rvík fara að hugleiða álagningarreglur Niðurjöfn- unarnefndar, og þeir sem fyrir mestu ranglætinu verða, fara að telja kjark í sina fulltrúa. sungið við messur og aðrar kirkjulegar athafnir í Skarðs kirkju. Magnús og Ingibjörg hafa nú búið á Hellum 29 ár. Sam- hent og samtaka hafa þau alltaf verið um allt það, sem að framkvæmdum lýtur eftir því, sem efni þeirra og aðrar ástæður hafa leyft. Hús jarð arinnar hafa þau öll byggt upp með mesta myndarbrafc. Tún jarðarinnar hafa þau stækkað mjög rfíikið og' gert það allt véltækt. Framkvæmd ir þessar hafa kostað mikið fé og erfiði, en Magnús bóndi er dugmikill áhugamaður, stórvirkur og lagvirkur og hef ir hann því unnið meira sjálf ur að byggingum og öðrum framkvæmdum en títt er al- mennt. Fimm börn hafa Hellna hjónin alið upp að öllu leyti; fjögur sem þau eiga sjálf og eitt fósturbarn. Öll eru þau uppkomin. Tvö heima og hjálpa foreldrum sínum við bústörfin, en hin þrjú, að mestu leyti farin að heiman. Öll eru þessi börn hið prýði- legasta fólk, sem getur sér á- gætan orðstír, sem ekki deyr. Auk barna þeirra, sem al- izt hafa upp á Hellum að öllu leyti, hefir fjöldi barna dval- ið þar um lengri eða skemmri tíma. Skólabörn á vetrum, en kaupstaðarbörn á sumrum. Oftast er því margt á Hell- um, og ekki ósjaldan ber gesti þar að garði. Svo vel og frjáls mannlega er móti þeim tekið, að þeim finnst þeir vera orðn ir heimamenn, en ekki gestir. Þeim, sem við veikindi eiga að stríða eða bágt á einn eða annan hátt er gott að leita til hjónanna á Hellum. Þau láta engan með öllu bónleiðan frá sér fara. í smágrein er ég reit fyrir nokkrum árum, um áttræðis- afmæli séra Ófeigs Vigfússon ar, prófasts á Fellsmúla, gat ég þess, að Landmenn væru ekki mikið fyrir að láta á sér bera eða hafa hátt um það, sem þeir gera öðrum til geðs og gleði. Býst ég við að Hellnahjón- unum þyki miður að ég birti þetta greinarkorn í víðlesnu blaði; en það verður þá að hafa það. Kæru heiðurs hjón, af heil- um hug óska ég ykkur og öllu ykkar skylduliði til hamingju og blessunar með þessi tíma mót og framtíðina. Megi Land menn enn um langt skeið njóta ykkar góðu og farsælu starfskrafta. Lifið heil í Guðsfriði. Guðlaugur Jóhannesson. ÚTBOÐ Tilboð óskast um að steypa spennistöðvarhús við Vitastíg. Uppdrátta og lýsingar má vitja í teiknistofu: Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar Lækjartorgi 1 i dag kl. 5- kr. 100.00. -6 og á morgun kl. 1—2. Skilat

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.