Tíminn - 24.08.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.08.1951, Blaðsíða 5
 190. blaS. TÍMINN. föstudaginn 24. ágúst 1951. ^tmím Föstud. 24. ágúst Atvinnubótavinnan í Reykjavík Það eru aöalrök Sjálfstæðis manna fyrir aukaniðurjöfn- unni, að bærinn þurfi auknar tekjur til að halda uppi atvinnustarfsemi í bænum og þó einkum gatnagerðinni, því að hún veiti tiltölulega flest- um mönnum atvinnu. Væri þetta ekki gert, myndi skap- ast hér atvinnuleysi. Andstæðingar bæjarstjórn- armeirihlutans halda því fram að fjár til þessara fram- kvæmda megi afla með öðr- um hætti og þá ekki síst með því að draga úr ýmsum rekstr arútgjöldum bæjarins, Hins- vegar virðast flestir þeirra við urkenna, að hér myndi að lík indum skapast atvinnuleysi, ef verulega yrði dregið úr um ræddum framkvæmdum. Hér standa Reykvíkingar og raunar landsmenn allir frammi fyrir athyglisverðri staðreynd. Þessi staðreynd er sú, að hér myndi skapast meira og minna atvinnuleysi, ef bærinn héldi ekki uppi miklum framkvæmdum og það mun meiri framkvæmd- um en gjaldgeta borgaranna sæmilega þolir. í raun réttri eru þessar fram kvæmdir þannig knúðar fram vegna þess, að þær eru at- vinnubótavinna. Högun Reykjavíkur er m. ö. o. orðið þannig háttað, að fólksfjöldi er hér meiri en samræm.'^t lífvænlegum og arðvænlegum atvinnuskilyrð- um. Þessvegna verður að halda uppi opinberum fram- kvæmdum sem atvinnubóta- vinnu. Hinar auknu útsvarsbyrð- ar eru glögg sönnun þess, að hér er mikið alvörumál á ferð um. Ef svo fer, sem nú horfir, getur það þó átt eftir að verða enn alvarlegra eða ef sú öfug þróun helst áfram, að fólkinu fjölgar hér óeðlilega ört, en lífvænleg afkomuskilyrði. þ. e. framleiðslan, aukast ekki að sama skapi. Þá vaxa kröfurnar um aukn ar opinberar framkvæmdir í Reykjavík eða réttara sagt um aukna atvinnubótavinnu. Og þá verður haldiö áfram að þyngja útsvarsbyrðarnar, svo að hægt sé að verja meiru fé til atvinnubótanna. Það er rétt að gera sér þessa hættu Ijósa nú þegar og gera nauðsynlegar varnarráðstafan ir gegn henni. Aamars getur hún orðið óviðráðanleg. Varnarráðstafanirnar gegn þessari hættu eru einkum tvennskonar. Það þarf öðrum þræði að efla framleiðslustarfsemina í Reykjavík og þá einkum ýmsan iðnað. Hinum þræð inum þarf að hindra hinn óeðlilega fólksflótta þang- að með því að efla svo at- vinnureks.tur og auka svo þægindin annarsstaðar á landinu, að fólk uni þar vel sínum hlut og hætti að sækja óeðlilega mikið til Reykjavikur. Því hefir ekki sjaldan verið haldið fram, að það stafaöi af fjandskap í garð Reykja- vikur, þegar Framsóknarmenn ERLENT YFIRLIT: Blaðakóngurinn Hearst Var um skeið einn anðugasti og áhrifamesti blaðaútgefandi í heinii Bandaríski blaðakóngurinn William Randolph Hearst lézt að heimili sínu í Beverly Hills, Los Angeles, 15. ágúst sl„ 88 ára að aldri. Hann var einn umdeild- asti maður sinnar tíðar í banda- rískri blaðamennsku og banda- rískum stjórnmálum. Hann var fæddur 29. apríl 1863 í San Francisco. Faðir hans Georg Hearst, var geysiauðugur maður og erfði William Rand- olph eftir hann tugi miljóna dollara. Móðir hans á að hafa sagt, er hún frétti nokkrum ár- um eftir að Hearst hóf blaðaút- gáfu sína, að hann tapaði að jafnaði einni miljón dollara á ári: „Það var leitt að heyra, hann getur þá ekki haldið á- fram blaðaútgáfu nema í 30 ár“. ★ William Randolph Hearst hóf blaðaútgáfu 1887, 23 ára að aldri, er honum tókst að telja föður sinn á að láta sér eftir dagblaðið „The San Francisco Examiner", er faðir hans hafði orðið að taka upp í skuld. Var þar með hafinn ferill þess manns, er átti eftir að eign- ast fleiri dagblöð, útvarpsstöðv- ar, fréttastofur, og meiri fast- eignir en líklegt er að nokkur maður annar hafi nokkru sinni átt. — Hearst hóf sem fyrr grein ir blaðaútgáfu 1887. Árið 1908 á •hann dagblöð í New York, Bost- on, Chicago, Los Angeles og San Francisco. Árið 1920 átti hann 20 dagblöð í 13 bor^um Banda- ríkjanna, og ennfremur margar fréttastofur. Hann hafði keypt geysimiklar fasteignir, bæði í Bandarikjunum og Mexícó, og hann hafði keypt listaverk fyrir 40 miljónir dollara, v'n safn hans var síðar metið á '5 milj. dollara og í ársbyrjun 1937 var megnið af listaverkunum selt. Á ætlað hefir verið að um ævina hafi hann eytt 80 miljónum doll ara í eigin þarfir, m.a. til þess að byggja yfir sig mikla kastala bæði í Kaliforníu og Wales. Ár- ið 1935 stóð veldi hans með mest um blóma. Hann hafði þá í þjón ustu sinni 31 þúsund manns sem hann greiddi samtals 57 miljónir dollara í árslaun. Á- ætlað var að árstekjur hans næmu þá 220 miljónum dollara, en 142 miljónum að frádregn- um sköttum. Hann átti 28 dag- blöð, er komu daglega út í 5,5 miljónum eintaka, 13 tímarit, átta útvarpsstöðvar, tvö kvik- myndafélög, auk geysimikilla fasteigna og ýmis konar kon- ar hlutabréfa og verðbréfa. — Er Heárst lézt átti hann 18 dagblöð, 9 tímarit, auk þess út- varpsstöðvar og fréttastofur og voru eignir hans samtals virtar á um 200 miljónir dollar. Er William Randolph Hearst stóð sem hæst, var hann einn auðugasti og voldugasti blaða- útgefandi í heimi og alla tíð stóð mikill styr um nafn hans. Orðið „sorpbiaðamennska“ hef- ir löngum verið tengt Hearst- blöðunum. Þau hafa ætíð flutt mikið af hvers konar æsifregn- um, og hefir Hearst verið nefnd ur faðir þeirrar greinar blaða- mennskunnar í Bandaríkjunum. Hafa ýmsir borið Kearst- blöð- unum á brýn, að eiga útbreiðslu sína að þakka ýtarlegum frá- sögnum af hvers konar glæpa- og hneykslismálum, og hneyksl i'ssögum og ails kor.ar þvaðri um fræga menn og konur. Hearst barðist eftir rnegni gegn þátttöku Bandarikjanna i báð- um heimsstyrjöldunum, og áður en Bandarikin gerðust aðiH að j heimsstyrjöldinni síðari, voru Hearst-blöðin á bandi Þjóð- verja, fremur en Breta. — Hins vegar benda aðrir á, að Hearst-' blöðin hafi og barizt fyrir ýms-' um þörfum umbótum í þjóðfé- 1 lagsmálum, svo sem átta stunda vinnudegi og kvenfrelsi. Hearst barðist ætið með hnúum og hnefum gegn kommúnisma. Margir hafa reynt að geta sér til um ástæðurnar fyrir andúð þeirri, sem hann hafði stöðugt á Bretum og brezka heimsveld- inu. Sú andúð kom aldrei skýr- ar í ljós en í heimsstyrjöldinni fyrri, og kvað þá svo ramt að áróðri Hearst-blaðanna gegn Bretum, að þau voru um skeið bönnuð í Kanada. Er heims- styrjöldinnni fyrri lauk, hóf Hearst þegar að bera fram kröf ur um að Bretar greiddu að fullu allar stríðsskuldir sínar við Bandaríkin. Hann hlaut mik ið lof Bandaríkjamanna af þýzkum og írskum uppruna fyr ir áróður sinn gegn Bretum. Hearst hafði lengi framan af mikinn hug á þvi að verða valdamikill stjórnmálaleiðtogi í Bandaríkjunum. Hann bauð sig hvað eftir annað fram við þing kosningar, ennfremur við bor- arstjórakosningar í New York 1905, fylkisstjórakjör í New York ríki 1906, og enn við borgar-1 stjórakosningar í New York 1909 og 1904 kom til tals á flokks- 1 þingi demokrata, að hann yrði í framboði við forsetakjör, en1 hann hlaut ekki nægilegt fylgi á þinginu. Þrátt fyrir allar þess ar tilraunir og þrátt fyrir hið gífurlega vald hans sem stærsta blaðaútgefanda í Bandarikjun- ‘ um, varð hanti að sætta sig við ósigur æ ofan í æ. Hann sat tvö kjörtímabil á þingi í fulltrúa- deildinni og lét lítið að sér kveða. Honum var greitt lftka- j höggið sem stjórnmálamanni 1922, er Alfred E. Smith neitaði að vera á framboðslista demó- 1 krata með honum. Hearst studdi Franklin D. Roosevelt til valda' 1932, en Roosevelt hafði ekki fyrr tekið við embætti forseta' William Randolph Hearst. en meö þeim hófst harðvítug deila og börðust Hearst-blöð- in með oddi og egg gegn „New Deal“ Roosevelts. Hearst var einn þeirra blaða útgefenda í Bandaríkjunum er^þeirra. fyrstur kom auga á framtíðar- möguleika kvikmyndanna. Hann keypti m.a. heilt kvikmyndafé- félag í því skyni að gera unga stúlku að nafni Marion Douras að kvikmyndastjörnu. Heppnað ist honurn það og varð hún síð- ar fræg undir nafninu Marion Davies. — Áætlað er að Hearts hafi tapað tveimur miljónum dollara á kvikmyndabrölti sínu. En hann var ætíð mikill kvik- myndaunnandi og hélt Holly- wood-stjörnum dýrlegar veizl- ur í Höll sinni í San Simeon í mörg ár. Hearst var kvæntur Millicent Wilson og eignuðust þau fimm syni, sem flestir hafa fetað í fótspor föður síns og gerst blaða útgefendur. Hearst hjónin höfðu verið skilin að borði og sæng í fjöldamörg ár, er hann lézt. Enn um smáhúsin Ilér í blaðinu var nýlega skrifað um smáíbúðir og smá húsahverfi, sem bæjarstjórn armeirihluti Rvíkur telur nú mest aðkallandi í húsnæðis- málunum. Setja þeir allan sinn metnað í smáhúsin. Nú eiga menn ekki að byggja stórar íbúðir. Hafa þeir nú gleymt fortíð sinni, þegar það átti að vera skóggangssök, ef mönnum sem réðu yfir miklu lítt eða ekki notuðu húsnæði, skyldi gert að greiða af því skatt, sem varið yrði til íbúð- arhúsabygginga. Það ber ekki allt upp á sama daginn hjá þeim, sem þurfa að tala tungum tveim. Borgarstjóri Reykjavíkur telur miklu máli skipta, að bygging þessara smáhúsa sé gefin frjáls. Ekki verður neit að, að Sjálfstæðismenn hafa nokkra reynslu í þessu, þar sem er smáhúsahVerfið í Múlakamp. Það er nýjasta framkvæmd þeirra í bygging- armálum höfuðstaðarins. Þar hefir frjálsræðið fengið að ráða undir föðurlegri umsjá Gatnagerð og allt skipulag frjálst! En þeir skrifa aldrei um þessa fram- kvæmd sína! Það er mikil hógværð, eða er það beigur um að Reykvíkingum á kom- andi áratugum finnist metn aðurinn hafa verið ósköruleg ur fyrir Iiönd höfuðborgarinn ar um miðbik 29. aldarinnar? Hér í blaðinu var lýst þeirri skoðun, að heil borgarhverfi af smáhúsum, væru ekki eftir sóknarverð í stórri borg. Þau yrðu dýrustu byggingarnar, þegar öll kurl kæmu til greina. Fleira þyrfti til en hús in sjálf, eins og vegi, vatn, frárennsli, hita, rafmagn og síma. Ennfremur samgöngu- tæki fyrir íbúana. Á þetta allt yrði bæjarfélagið að líta. Nú hefir Mbl. skrifað ritstj. grein um málið og telur sig svara umræddri grein. Ekki reynir blaðið þó að hrekja þau rök, sem hér hafa verið greind. Cm smá-glefsur og sparðatíning blaðsins verður ekki hirt, en reynt að gera grein fyrir meginþáttum, er máli skipta. Mbl. hefir orðið: „Tíminn segir nú, að það sé ,mikil rökvilla* að gefa byggingu smáíbúða frjálsa". En í Tímanum stóð, að það hafa beitt sér fyrir þvi, að auknum fjármagni væri beint til sveita og kauptúna. Fyrir það hafa þeir verið nefndir óvinir Reykjavíkur og utan- bæjarmenn. Reykvíkingar munu nú hinsvegar farnir að sjá, að það er ekki síður hagur þeirra en annara lands manna, að ekki liggi óeðlilega mikill fólksstraumur til Reykjavíkur, heldur sé skap- að hæfilegt jafnvægi milli hennar og annara bygða lands ins. Að öðrum kosti halda útsvarsbyrðar Reykvíkinga áfram að þyngjast vegna vaxandi atvinnubótavinnu og þá verður seint bætt úr húsnæðisbölinu, sem nú þjáir alltof marga bæj- armenn. Brátt mun þá koma svo, að geta reykvískra skatt- borgar brestur og þá verður ekki neitt að flýja, þar sem önnur byggöarlög landsias hafa verið gerð ósjálfbjrga vegna fólksflóttans. Þessa staðreynd þurfa Reykvíkingar ekki síður en aðrir landsmenn að gera sér ljósa. Aukaniðurjöfnunin og deilan í sambandi við hana er vissulega sönnun þess, að það er sameiginlegt hagsmuna mál allra landsmanna — og Reykvíkinga þó ekki sízt — að svo vel sé búiö að dréifbýlinu, að þaðan sæki ekki óeðlilega mikill fólksfjöldi, er ofþyngir afkomuskilyrðum Reykvík- inga og knýr þar fram sívax- andi óarðbæra atvinnubóta- vinnu og síhækkandi skatta- álögur. Reykjavík á ekki glæsi lega framtið fyrir höndum, ef sú öfugþróun verður ekki stöíívuð. Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að skýra skap- gerð Hearst. Lukmenn á sviði sálfi-æðinnar hafa ýmist skýrt breytni hans á þánn veg, að hann hafi þjáðst af ákafri van máttarkennd eða stórmennsku- brjálæði. Sannleikurinn er hins vegar sá, að sárafáir kynntust honum nægilega vel til þess að geta gert greinarmun á því, hvenær hann var að þjóna eigin duttlungum með gerðum sínum, og hvenær hann var að vinna fyrir það, sem hann hugði sjálf ur almannaheill. Þótt mikill bægslagangur væri oft í Hearst væri mikil rökvilla, að nú blöðunum, var eigandi þeirra ró væri þj7ðingarmest í bygging- lyndur maður, jaínvel feiminn. armálunum að gefa þessar i- hann bjó og lifði ríkmannlegar búðir frjálsar Búst.vegshús- en nokkur annar Bandankja- . , . . „ maður, en hins vegar lét hann ín voru tekm fem dæmi- oft í ljós þá skoðun, að hann In& l>eirra heíir mjog dreglzt hugsaði rétt eins og hinn ó- vegna efnisskorts og af tak- breytti bandariski borgari. Hinn mörkuðu f jármagni. í marg- óbreytti bandaríski borgari var ar vikur um hásumarið, var á hinn bóginn ekki ætíð sam- ekkert steypt af þeim sökum. mála þeirri skoðun. Getur Mbl. fengið upplýsing- ★ ar hjá samflokksmönnum sín Geysimikið var ritað um um um þessi atriði og hvort Hearst látinn bæði í bandarísk- hér er ekki rétt með farið? um og erlendum blöðum. Robert j Waithman, fréttaritari brezka' blaðsins News Cronicle í Was- . . , hington kallaði hann „gamlan _yist Mbl. ekki skdur eða þy illa innrætan íhaldskurf“, og ist ekki skilja, getur það sest sagði að blöð hans hefðu ætíð, við stakkinn og stautað sig barizt gegn öllu er til framfara fram úr einföldustu atriðum horfði. Brezka blaðið Manchest almennra viðskiptamála. er Guardian sagði: „William i Leyfisveitingar skapa enga Randolph Hearst er látinn og möguleika til efniskaupa fyr jafnvel nu er erfitt að hugsa . hióðarhpildina pða láns. hlýlega til hans. Ef til vill hef-,lr PJo«arheildma, eöa lans ir enginn maður átt eins mik- | moguleika emstaklinga. En inn þátt í því að lækka siðgæöis Þetta eru þær tvær aðalstoð- stig blaðamennskunnar í heim-' ir, sem renna undir bygging- inum og hann“. — Douglas Mac arframkvæmdir á hverjum Arthur hershöfðingi sagði um ‘ tíma. Séu möguleikar heild- arinnar til að byggja auknir í stuttri grein var þessi rök stuðningur látinn nægja, en Hearst að hann hefði verið einn 1 skeleggasti baráttumaðurinn fyrir varðveizlu frelsis Banda- ríkjanna og hlyti því gjörvöll þjóðin að harma hann látinn. (Úr „New York Times“.) og jafnframt fjármagn til- tækilegt til bygginga, stenzt engu ráði eða nefndum að (Framhald á 6. síöu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.