Tíminn - 30.08.1951, Qupperneq 4
4.
TÍMINN, fimmtndaginn 30. ágúst 1951.
195. blaff.
Biikakfíjí
AUkálíakjöí
SMsjíirlíki
Tryppakjöt
Lirndi
Enknfeiti
tefán Þorvarðsson
sendiherra fsiands í &Caupmannahöfn
í dag verður Stefán sendi-
herra Þorvarðsson borinn til
moldar. Hann lézt svo sem
frá hefir verið sagt 20. þ.m.
í dagblöðunum og víðar hef
ir verið rakinn æfiferill hins
látna og verður hann ekki
rakinn hér í þessum fáu minn
ingarorðum. Ekki mun ég
heldur rekja ættir Stefáns,
en alkunnugt er, að hann var
kominn af miklum ættum og
merkum.
Stefán Þorvarðsson var
bekkjarbróðir minn í skóla.
Við áttum leiki jafnan sam-
an sem skólabræður, unnum
saman í síldarvinnu á Sigiu-
firði á skólaárunum og við
störfuðum allmikið saman
eftir að við vorum báðir orðn-
tr fulltíða menn. Þessi kynni
aiín af Stefáni Þorvarðssyni
valda því, að mig langar til
þess að segja samtíðarmönn-
um mínum frá því nokkuð
gerr en þeim kann að vera
ijóst sumum hverjum, hvers
konar maður það var, sem i
dag leggst til hvíldar undir
grærini torfu.
Ég man fyrst eftir Stefáni
Þorvarðssyni, er við hittumst
sem skólasVeinar og vorum
við nám saman í Gagnfræöa-
skólanum á Akureyri. Hann
var allmikið yngri en við flest
bekkjarsystkini hans. Fá af
skólasystkinum mínum eru
mér, á vissan hátt, svo minn-
isstæð — standa jafn ljóslif-
andi fyrir sjónum mínum í
endurminningunni og Stefán
I’orvarðsson. Mér er hann
ekki svo sérstaklega minnis-
stæður fyrir það, að hann
var fremur góður námsmaður,
ekki heldur fyrir það, að hann
var duglegur og skylduræk-
lnn með fádæmum, en það,
sem ég man og það sem ég
sé, er ungur maður, fríður
sýnum með ljósskolað iirokkið
hár, blá, góðleg og greindar-
leg augu og svipmót svo hreint
og barnslega einlægt, að það
g'etur naumast gleymst. —
Þessi fágæta heiðríkja
fylgdi Stefáni alla æfi og varð
því minnisstæðari, sem mað-
ur kynntist manninum meira,
því að hún var ekki aðeins
á yfirboröinu, heldur maður-
inn sjálfur.
En Stefán Þorvarösson var
ekki aðeins óbrigðull dreng-
skaparmaður. Hann var jafn-
íramt frábær við alla vinnu
að hverju, sem hann gekk. —
Hann var frámunaiega skyldu
rækinn og að öðvum þræði
mjög viljasterkur maður. —
Þessir eiginleikar hans gátu
engum manni ieynst hvar og
hvenær sem Stefán Þorvarðs-
son gekk að störfum. Ég minn
ist þcss, er við tveir skóla-
piltar komum til Siglufjarö-
ar í atvinnuleit. Við fengum
þar vinnu hjá norskum manni
eimun strar.gasta, én jafn-
frarnt einum bezta og drengi-
legasta verkstjóra á stærstu
vinnustöðirmi á Siglufirði. Þeg
ar við höfðum unnið þar stutt
an tíma, varð bryggjuformað
Urinn að hætta störfum. Hinn
glöggi verkstjóri var ekki
lengi að veljá sér nýjan
bryggjuformann. Hann valdi
yngsta verkamanninn á
bryggjunni, skólapiltinn St.e-
fán Þorvarðsson, til þess að
stjórna okkur hinum og sjá
um röð og reglu, og verkstjór-
anum hafði ekki skjátlast. —
Það var röð og regla á bryggj -
unni lians Stefáns, — þar var
ek-ki þolað að menn væru ó-
stundvísir eða slæptust við
vinnu enda sparaði hinn ungi
bryggjuformaður sízt sjálfan
sig. — Ég minnist á þetta hér
vegna þess, að mér hefir ein-
att fundist þau störf, sem
Stefán • Þorvarðsson vann
þarna sem« skólapiltur og
vöktu athygli mína og aðdá-
un, einkennandi fvrir öU störf
hans síðar á æfinni.
Við skólapiltai'nir kvödd-
um þennan vinnustað.
Viö lukum okkar námi.
Vegir okkai' skildust. Stef-
án Þorvarðsson dvaldi lang-
dvölum erlendis til þess
að búa sig undir starf í ut- 1
anríkisþjónustunni. Síðar
lágu' vegir okkar saman enn
um skeið og hafði ég þá mik-
iö saman við hann að sælda
sem embættismann. Mín
reynsla var aðeins á einn veg
og sú hin sama var reynsla
aUra, er eitthvað þekktu til
starfa Stefáns, að hann væri
einn allra bezti embættis-
maður, sem íslenzka ríkið
ætti í þjónustu sinni. En
hann var lélegur auglýsinga-
maður á eigin verk og mann-
kosti. — Hann vann öll sín
verk af áhuga. Hann var æ-
tíð óspar á tíma sinn og starfs
krafta til að kynna sér sér-
hvert mál til hlítar, ef hann
hafði þaö með höndum. ITann
vann að sérhverju máli með
góðvíid og einíægri ást ð
landi og þjóð. Þannig, starf-
aði fítefán Þorvarðsson í kyrr
þey að málum, sem annarra
nöfn eru af eðlilegum ástæð-
um við tengd.
Hann var fyrsti- skriistorú-
stjóri í utanríkisráðuneyti ís-
lands og það var því hann,
sem setti þar sinn svip á frá
fyrstu tið. Öll störf í því ráðu
neyti munu lengi njóta þeirr
ar frábæru reglusemi og
skyldurækni, sem settu svip-
mct á cll þau störf, er Ste-
fán Þorvarðsson kom nálægt.
Ég ætla að þau störf, sem
Stcfán Þorvarðsson vánn með
an ráðuneytið var stofnsett
oc íyrstu árin á eftir verði
seint fullmetin né fullþökkuð.
Síöári hluta stríösáranna
stn rfaði han-n sem sendiherra
í London, en á þeim árum
voru Ioftárásif þar rnjög ægi-
legar. Við storfin i utanríkis-
ráöuneytinu og í London
haföi iiann lagt svo hart aö
scr við vinnU; aö hann var í
raun og sannleika nú þegar
hann lézt fimmtuguv gjörsam
lega litslitinn rnaöur.
Steíán Þorvarðsíon var glað
vcer maður í viðmöti og frá-
bærlega hreinskilinn — sum-
um fannst það um of — þann
ig msftfcu „diplomatar“ ekki
veva. Rétt er það að vísu, að
Stefáni verður ekki hrósað
fyrir það að honum léti það
vel aö látast, enda var-naði
eðlisfar hans honum þess, að
hann gerði nokkurn tíman til-
raun til þess. Leikari var hann
enginn hvorki í orði né verki
og átti því ekki mikið „þræla-
fylgi .á fjöldans slóð.“ Hitt er
annað mál, að þeir, sem héldu
sig sjá og þekkja Stefán all-
an við fyrstu kynni, fóru
mjög villur vegar. Bak við hið
glaðlega viðmót, bjó duíinn
heimur, sem sarafáir þekktu.
Bak við hina harðneskju-
legu viljafestu, sem aldrei
leyfði tilslökun frá skyldu-
störfum, bjó óvenjulega viö-
kvæmur drengur.
Þannig var í fáurn orðum
sagt sá maður, sem við kveðj-
um í dag.
Ég læt svo þessum ófull-
komiru minningarorðum lok-
ið, en vil að síðustu þakka
Stefáni Þorvarðssyni þau
rniklu og mörgu störf, sem
hann hefir unnið í þágu lands
og bjóðar. Þessi þjóð væri á
oruggum vegi stödd, ef hún
ætti rnarga syni hvar í stétt,
sem þeir stæðu, með mann-
kostum Stefáns Þorvr..ró>‘;.-n-
ar.
llcrjnann Jónasson.
Stefán Þorvarðarson var
fæddui' 26. nóvember 1900 og
var því aðeins rúmlega fimm
tugur, er hann lézt. Hann var
sonur frú Önnu Stefánsdótt-
ur og séra Þorvarðs Brynjólfs
sonar, er síðast var prestur
að Stað í Súgandafirði.
Stefán lauk stúdentsprófi
1920 og lögfræöiprófi 1924.
Hann var í þjónustu danska
utanríkisráðuneytisins næstu
ár, m. a. í Montreal, en var
þá settur fulltrúi forsætisráð
herra í utanríkismálum frá
1930 til 1938. Þá varð hann
skrifstofustjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, og gegndi því
starfi unz hann gerðist. sendi
herra íslendinga í Londan 31.
janúar 1944. Því starfi
gegndi hann þar til á síðast-
liðnum vetri, er hann var skip
aður sendiherra i Kaupmanna
höfn.
St'efán var kvæntur Guö-
rúnu Jónsdóttur Hjaltalíns
Sigurðssonar, fyrrum pró-
fessor. Þau áttu þrjú börn.
Skiptar skoðanir nra
íslenzk bæjanöfn
Umræður þær um íslenzk
bæjanöfn, sem hófust í Frey
með grein Páls Guðmunds-
sonar, bónda í Gilsárstekk,
halda áfram í ágústhefti
Freys.
Páll Guðmundsson taldi í
grein sinni upp fjölda bæja-
nafna, sem hann telur óvið-
felldin eða óviðeigandi, ef
ekki beinlínis Ijót og leið.
Tveir greinarhöfundar í hinu
nýja hefti Freys eru hins veg
ar á öðru máli — þeir Benja-
mín Sigvaldason og Björn
Halldórsson á Akureyri. Leggj
ast þeir báðir gegn nafnbreyt
ingum á sveitabýlum, nema
þá í örfáum tilfellum og að
vandlega athuguðu máli, og
Björn mælir einnig gegn því,
að nýbýiuni, sem byggð eru
við tún gamalla jarða, séu
gefin sérstök nöfn, þar eð
sama nafnið geti hæglega
nægt tveimur eða þremur býl
um.
Virðast skoðanir manna í
þessu efni mjög skiptar og
sjónarmiðin margvísleg.
„Fuglavinur“ skrifar hér um
dúfur:
„Dúfurnar eru einn fallegasti
og skemmtilegasti fuglinn, sem
er hér á landi. Talsvert er um
'dúfur í Reykjavík og er þessi
fallegi og spaki fugl flestum til
ánægju og augnayndis. Oft er-
lendis eru dúfur notaðar viö
'hátíSleg tækifæri eins og t. d.
á síðustu Olympíuleikum og nú
síðast á hinu „fræga“ Berlín-
armóti ungkommúnista. Það er
tignarleg sjón, þegar þúsundum
dúfna er sieppt í einu, þegar
þær fljúga yfir svæðið og dreifa
sér síðan í allar áttir.
Fyrir nokkrmn árum var tals-
vert um, að strákar hér í höfuð
staðnum ættu dúfur í fallegum
þar til gerðum dúfnahúsum, og
yfirleitt fóru þeir vel með þessa
uppáhaldsfugla sína. Síðan smá
lagðist þessi faliegi siður niður
'og nú sjást varla dúfnahús i
Reykjavík. En dúfurnar hafa
.samt .ekki yfirgefið bæinn, held
ur „lögðust þær út“, gerðust
'villidúfur, og settust að á húsum
•og flestum þeim stöðum, sem
,þær gátu verið óhultar fyrir
rekifjanda sínum, kettinum. Þó
'er dufnafjöldinn hér í Reykja-
•vík aðeins litið brot miðað við
flestar borgir erlendis.
Við' eina götu hér í Vestur-
bænum ei' mikið um dúfur. Til-
vera þeirra þar á sér þá sögu að
fyrir nokkrum árum áttu tveir
strákár í hverfinu stórt og mikið
•dúfnahús, sem venjulega var
kallað „kamarinn“ vegna þess
að kamar, sem liafði lokið ætl-
unarhlu'tverki sínu, var sagaður
í sundur, botn sleginn í, og efri
hlutinn notaður fyrir dúfnahús.
Strákarnir fóru vel með fugl-
ána síná og áður en varði var
orðið mikið af dúfum á þess-
um slóðum, þótt þær kæmust
ekki allar í „kamarinn". En
nokkrum árum síðar, þegar
strákarnir voru orðnir fullvaxta
menn, skeði það, að dúfnahúsið
var tekið niður, hverjar svo sem
'á'stæðurnar kunna að hafa ver
ið.
Dúfumar yfirgáfu samt ekki
hverfið 'og settust að á liúsun-
-um í kring. Sumir húseigendurn
ir gerðu þegar ráðstafanir til
að koma þeim af húsum sínum,
sem er vel skiljanlegt, þvi dúf
urnar þurfa að athafna sig eins
og allar lifandi verur og eru því
ekki beint til þrifnaðar. En svo
voru aðrir, sem létu þær af-
skiptalausar. Sérstaklega var
það eitt hús, sem dúfurnar sótt
ust eftir að vera á, enda hafði
það margt til að bera til að gera
þeim dvöhna þar sæmilega. Og
þar hafa þær haldið sig í góou
yfirlæti undanfarin ár. Dúfurn
ar undu þar vel og oft mátti
heyra ánægjukurr þaðan.
En svo var það einn fagran
borgun, að stigi var reistur upp
með húshliðinni og maður kliír-
aði upp. Hann fældi dúfurnar
frá húsinu, reif niður útflúrs-
fjalirnar fyrir ofan gluggana,
og þegar hann hafði lokið verki
sínu, mátti sjá brotin egg og
eyðilögð hreiður á götunni fyrir
neðan húsið. Tveir ungar, senni
lega 10 daga gamlir, voru settir
á lægra hús þar við hliðina.
Morguninn eftir, er ég fór í
vinnuna, Idt ég af. gömlum
Vana til dúfnanna. Ungarnir
iáu dauðir í rennu hússins og
dúfa fiaug þar upp og niður og
virtist hvergi una. Og dúfurn-
ar voru enn á húsinu, bótt beztu
staðir þeirra hefðu verio eyði-
lagðir. Þær sátu þar hnípnar,
flugu ekki um, og þaðan heyrð
ist ekkert ánægjukurr:
Mönnum datt í fyrstu í hug,
aö ætlunin hefði verið aö mála
eða lagfæra húsið, en ekkert
hefir verið gert i þá átt.
Og þá hlýtur sú spurning að
vakna: Hvers vegna biðu hús-
eigendurnif’ ekki með þessa
„hreinsun" til haustsins, þegar
varptima dúfnanna er lokið, og
ungarnir orðnir fleygir og geta
framfleytt séf fejálfir? Það hefði
að minnsta kosti verið mamiúð
legra. Og enn í dag sitja dúf-
urnar á húsinu og ata það út
eins og áður, en hvers vegna
var ekki beðið með þessa.óþörfu
„hreinsun“?“
Hér lýkur bréfi „fuglávinar-
ins“ og verður ekki fleira rætt
i dag.
Starka’ðsir.
JarSarför brcður míns
RUNÓLFS JÓNSSONAR
frá Hellnatúni
er andaðist 23. þ. m. fer fram föstudagmn 31. ágúsl.
Athöfnin hefst með liúskveðju frá Hellu kl. 1. Jarðsett
verður í Ási.
Fyrir hönd vandamanna
Sigríður Jónsdóttir