Tíminn - 30.08.1951, Side 7

Tíminn - 30.08.1951, Side 7
195. blað. TÍMINN, fimmtudaginn 30. ágúst 1951. 7. Anægja með taistöðina á Raufarhöfn Osauntndujni ínótmælt í tilefni af ummælum Ósk- ars Halldórssonar í bréfi til Síldarútvegsnefndar og grein hans í Morgunblaðinu 2. ág. sl., þar sem hann talar um óþolandi ástand í talstöðvar málum á Norð-Austurlandi og vænir starfsmenn talstöðvar innar á Raufarhöfn um hlut- drægni í starfi um leið og hann óskar eftir því, að hann og aðrir síldarsaltendur fái beint talsamband við síld- veiðiflotann gegnum Raufar- hafnarstöðina, þá viljum vér undirritaðir skipstjórar á síld veiðiskipum taka eftirfarandi fram: Vér teljum að starfsmenn talstöðvarinnar á Raufarhöfn þeir Karl Sigurðsson skip- stjóri og Baldvin Sigmunds- son skipstjóri hafi leyst störf sín við stöðina afbragðsvel af hendi, svo að betra veröi ekki á kosið. Störf þessara manna hafa oft orðiö að ómetanlegu gagni fyrir síldveiðiflotann. Má í því sambandi t.d. benda á, *að sama daginn og Óskar Hall- dórsson birtir árásargrein sína á starfsmenn talstöðvar innar á Raufarhöfn hinn 2. ágúst, kemur að landi mesti afli sumarsins fram að þeim tíma. Þessi afli var fyrst og fremst að þakka fréttum frá m/b Ásþór NS 9, sem var fyrstur báta á þeim slóðum, sem síldin kom upp og var staddur þar vegna upplýsinga og fyrirgreiðslu, sem hann hafði fengið hjá Karli Sigurðs syni skipstjóra, starfsmanni talstöðvarinnar á Raufar- höfn. Allur síldveiðiflotinn fór á þessar slóðir samkvæmt fréttum frá m/b Ásþór og fengu margir ágæta veiði. Þá hafa starfsmenn tal- stöðvarinnar ávallt reynzt boðnir og búnir til alls konar fyrirgreiðslu fyr'r síldveiði- flotann. Loks áteljum vér tilefnis- lausar aðdróttanir Óskars Halldórssonar um aö þessir menn hafi sýnt hlutdrægni í starfi sínu við talstöðina jafnframt sem vér óskum þess að talstöðin á Raufar- höfn verði starfrækt áfram með sama hætti og verið hef- ir og endurtökum fullt traust á starfsmönnum stöðvarinn- ar, þeim Karli Sigurðssyni og Baldvin Sigmundssyni. Raufarhöfn í ágúst 1951. Sighvatur Bjarnason m.b. Erlingur II, VE 325, Markús Þórðarson m.b. Hrímnir SH 107, Guðmann Grímsson m.b. Trausti, Kristinn Jónsson m. b. Sigurfari AK 95, Sigurbjörn Jónsson m.b. Aðalbjörg AK 30, Eggert Gíslason m.b. Hilmir KE 7, Jón Björnsson m.b. Björn Jónsson RE 22, Björn Ó. Ágústsson m.b. Ásbjörn AK 90, Magnús Bergmann m.b. Jón Guðmundsson KE 5, Sverrir Frímannsson m.b. Gautur EA 669, Bóas Jónsson m.b. Snæfugl SU 20, Þórhall- ur Gíslason m.b. Hrönn GK 240, Guðjón Pétursson m.b. Otto EA 105, Brynjólfur Jóns son m.b. Mars RE 27, Hálfdán Einarsson m.b. Einar Hálf- dans ÍS 8, Annilíus B. Jóns- son m.b. Dagur RE 71, Ásgeir Frímannsson m.b. Einar Þver æingur ÓF 1, Sigv. S. Svein- björnsson m.b. Guðbjörg GK 6, Kristinn Marteinsson m.s. Björg NK 103, Guðjón Jó- hannsson m.b. Vonin II GK 64, Öskar Ingibergsson m.b. Ólafur Magnússon KE 25, Guð bjartur Jónsson m.b. Sæbjörn ÍS 16, Kristinn Sigurðsson m.b. Þorsteinn EA 15, Harald ur Hannesson m.b. Baldur VE 24, Magnús Jónsson m.b. Ágúst Þórarnsson SH 25. Þórður G. Halldórsson m.b. Guðný RE 150, Sigurður Magn ússon m.b. Viðir SU 175, Valdi mar Ágústsson m.b. Ásmund- ur AK 8, Guðm. Jónsson m.b. Sigrún AK 71, Hjalti Gunnars son mb. Hvanney SF 51, Gunn ar Guðmundsson m.b. Ás- björg HU 5, Jón B. Jónsson m.b. Ásbjörn ÍS 12, Jón V. Guðmundsson m.b. Andvari VE 101, Þórir Stefánsson mb. Gylfi EA 628, Pálmi Sveinsson m.b. Fram AK 58, Jóhannes Jónsson m.b. Bjarmi EA 760, Sigurður Magnússon m.b. Reykjuröst KE 14, Jón Ölves- son m.b. Þráinn NK 70, Ari Bergþórsson m.b. Hrafnkell NK 100, Guðm. Runólfsson m.b. Runólfur SH 135, Indriði Jónsson m.b. Sæhrímnir ÍS 28, Fúmbogi Halldórsson m.b. Ásgeir RE 281, Elías Guð- mundssnn m.b. Svanur AK 101, Þóröur Sigurðsson m.b. Sveinn Guðmundsson AK 70, Óli Sig. Jónsson m.b. Guð- björg NK 74, Ástvaldur Bjarnason m.b. Bjarni Jó- hannesson AK 130, Þorsteinn Þórðarson m.b. Björgvin KE 82, Eirtar Símonarson m.b. Týr GK 450, Kristinn Árna- son m.b. Guðmundur Þórðar son GK 75, Sigurhans Sigur- hansson m.b. Svanur KE 6, Stefán Sigurðsson m.b. Sæ- mundur SK 1, Sigurgeir Jósefsson m.b. Skeggi RE 50, Sveinþór Pétursson m.bfSæv- ar NK 88, Ragnar Sveinbjörns Son m.b. Sæfarj ÍS 360, Jón B. Einarsson m.s. Fanney RE 4, Þorleifur Jónasson m.s. Gull- faxj NK 102, Björgvin Bjarna son m.s. Dröfn NK 31, Bjarni Þörarinsson m.s. Svanur KE 6, Bjarni Sigurösson e.s. Jök- ull RE 55, Þorvaldur Árnason m.s. Víðir AK 35, Árni Þor- steinsson m.b. Vísir KE 70, Júlíus Sigurðsson m.s. Þor- geir goði VE 34, Þórhallur Karlsson m.s. Smári TH 59, Tryggvi Gunnarsson m.s. Stjarna]i RE 3, Karl Kristjáns son v.b. Pálmar NS 11, Ár- mann Friðriksson m.s. Helga RE 49, Guðm. Guðmundsson m.b. Hafdís ÍS 75, Tómas Jó- hannesson m.b. Freyfaxi NK 101, Haraldur Halldórsson m.s. Von FH 5, Tryggvi Sig- urðsson e.s. Sverrir EA 20, Einar Sv. Jöhannesson m.b. Skaftfellingur VE 33, Guðm. Falk Guðmundsson m.s. Bjarn arey GK 12, Kristján Þ. Krist jánsson m.b. Bangsi ÍS 80, Jóakim Pálsson m.b. Páll Pálsson ÍS 402, Tjörfi Krist- jánsson m.b. Nanna KE 34, Arnoddur Gunnlaugsson m.b. Suðurey VE 20, Þórl. Magnús son m.s. Björg SU 9, Rafn Kristjánsson m.b. Vonin II VE 113, Björn Þórðarson m.s. Heigi Helgason VE 343, Óskar Eyjólfsson m.b. Guðrún VE 163, Ágúst Þórarinsson m.b. Sigurfari BA 315, Óskar Gísla son m.s. Fagriklettur GK 260. €tbreiðift Títnann Teknologisk Institut Teknologisk Institut í Kaup mannahöfn er, eins og mörg J um hér mun kunnugt, eins konar iðnaðarháskóli og rann sóknastofnun fyrir iðju og iðnað. Það starfar að eflingu j atvinnuveganna með því að: halda stutt námskeið fyrir iðnaðarmenn og aðra tækni- fróða menn í því nýjasta og fullkomnasta í hverri starfs- og iðngrein, það leið- beinir iðju- og iðnaðarmönn- um með aðferðir og atvinnu- rekstur og það rannsakar nýj ar aðferðir og hugmyndir á j fræðilegum og verklegum j grundvelli, og byggir leiðbein ingar sínar á þeim rannsókn um. Stofnunin í Kaupmanna- höfn er hin elzta og fullkomn asta á þessu sviði í heimi, og kom hinn viðfrægi direktör GunnaL- Gregersen henni á fót árið 1906. Með aðstoð hans var síðár komið á fót hliðstæð um stofnunum í Stokkhólmi, Helsingfors, Osló og Aarhus. Stofnunin í Kaupmanna- höfn er í 22 deildum. Auk framannefndra aðalviðfangs- efna hefir hún á undaníörn- um árúm látið semja og gef- ið út fjölda handbóka í ýms- um greinum, .byggðar á ör- uggum fræðilegum grundvelli og tæknilegri reynslu, til ó- metanlegs gagns fyrir iðnað- armenn og iðjurekendur. Námskeið stofnunarinnar eru aðallega í Kaupmanna- höfn, en auit, þess heldur hún umferðanámskeið ,, á- ýmsum stöðum í Danmörku. Á síð- astliðnu sumri tókust samn- ingar utn að hún héldi nám- skeiö hér, ef iðnaðarmenn óskuðu þess og gj aldeyrisyfir völd landsins heimiluðu. Iðnaðarmenn hér tóku þess um möguleika tveim höndum og gjaldeyrisdeild Fjárhags- ráðs sýndi skilning og velvilja við hugmyndina og hefir leyft ýfirfærslu á greiðslu nauðsynlegs kostnaðar til stofnunarinnar. Fyrstu námskeiðin hér voru svo haldin fyrir húsgagna- smiði í júní—júlí í sumar, tvö 1 Reykjavík og eitt á Ak- ureyri. Það næsta verður nú í september fyrir kökugerðar menn og bakara. Auk þess hafa verið hér námskeið í kjötvinnslu og pylsugerð, sem kjötvinnslumenn hafa sam- ið um beint, án milligöngu landssambands iðnaðar- manna, þar sem kjötvinnsla hefir ekki verið viðurkennd hér sem iðngrein ennþá. Nám skeið húsgagnasmiða tökust ágætlega og kennarinn var mjög ánægður með komu sína hingað. Fékk ég fyrir tveim dögum síðan mjög vin samlegt bréf frá honum, þar sem hann méðal annars bið- ur mig að koma á framfæri við blöðin kveðju frá sér til allra, er hann kynntist hér, og ég læt fylgja hér með í lauslegri þýðingu. Reykjavík, 26. ágúst 1951, Helgi H. Eiríksson. Þökk fyrir ánægju- lega dvöl á íslandi Eins og menn sjálfsagt rnuna, hafði Teknologisk In- stitut í Kaupmannahöfn 3 námskeið fyrir húsgagna- smiði á íslandi í júni og júlí síðastliðnum. Eg undirritaður starfaöi sem kennari við þessi nám- skeið, og ég vil ekki neita því, að ég þekkti svo lítið til ís- lands og íslenzku þjóðarinn- ar, að ég bar nokkurn kvíða í brjósti fyrir ferðinni áður en ég lagði af stað að heiman. En þessi kvíði hvarf jafn- skjótt og ég hafði stigið fæti á íslenzka jörð, því þá þegar var tekið á móti mér með mik illi vinsemd og skilningi. En ekki aðeins við komu mína til yðar fagra lands átti ég slíku viðmóti að fagna, heldur og allan tímann er ég dvaldi þar, svo að nú get ég sagt að ferð mín þangað hafi verið stór- fenglegur og á allan hátt á- nægjulegur viðburður í lífi mínu, sem ég seint mun gleyma. Eftir að ég er nú kominn til Danmerkur aftur og hef feng.'ð svigrúm til þess að hugsa mig um og renna hug- anum yfir ýms atvik frá ferð inni, verð ég æ meira og meira var hinna sterku á- hrifa, er ég varð fyrir á ís- landi, svo að ég er farinn að þrá að komast þangað aftur, og þar með er í rauninni allt sagt. Mér verður það oft á í starfi mínu og daglegri um- gengni að fara allt í e'nu að tala um þessa ferð míná, svo að konan mín segir: „Það hef ir víst verið dekrað nokkuð mikið við þig á íslandi", og þannig var þaö einmitt. Það hlýtur einnig að vera eitthvað í andrúmsloftinu á íslandi, sem hressir, því mér ieið þar alltaf svo vel og var ajltaf í 'góöuih vinnuham, þótt 'vinnudagarnir væru erfiðir og langir. Mér eru jafnan hjartans þakkir í huga til íslands og Vina minna þar fyrir þessa fyrstu ferð mína þangað. Ég vona að eiga eftir að koma þangað aftur, og ég vona einn ig að ferðin hafi orðið til gagns og ánægju fyrir mína góðu vini, sem tóku þátt í námskeiðunum og stóðu að þeim. Kaupm.höfn, 21. ág. 1951, F. Brahtz, Konsulent við Teknologisk Institut. „Heröubreiö“ t til Snæfellsntshafna. GiL I f j arðar og Flateyj ar hinn 4. | sept. Tekið á móti flutningi | til áætlunarhafna á morgun. ! Farseðlar seldir á mánudag. „HEKLA” vestur um land í hringfer$ hinn 6. sept. Tekiö á mótí flutningi til Patreksfjarðar, Bíludals, Þingeyarar, Flateyr ar, ísafjarðar, Siglufjarðar og Akureyrar á mánudag og ár-r degis á þriðjudag. Farseðlar seldir á þriðjudag. Ármann Tekið á móti flutningi til Veslj mannaeyja alla virka daga. | j| 2)aafe acjleaa nýtt: DILKAKJÖT ALIKÁLFAKJÖT HERÐUBREIÐ Jörð óskast til kaups eða leigu á Suður- eða Suð- vesturlandi. Ekki nauðsynlegt að hún sé vel hýst. Þeir sem vildu sinna þessu, sendi nöfn sín og heim- ilisföng, ásamt nauðsynlegum upplýsingum um jörð- ina á afgreiðslu blaðsins fyrir 15. sept. n. k. Merk: Jörð — 1952. Öllum tilboðum svarað. Við þökkum hjartanlega, skyldum og vandalausum, nær og fjær, heimsóknir, stórgjafir og skeiti á sextugs afmælum okkar. Gæti allra Guð. Hellum 24. ágúst 1951 Ingibjörg Filipusdóttir Magnús Jónsson

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.