Tíminn - 01.09.1951, Qupperneq 4
4.
TÍMINN, laugardagimi 1. scptemfcer 1951.
196. blað.
Deílan nm skírnina
Kæri bróðir í Kristi! 1
Mér finnst ekki rétt af mér
að láta með öllu ósvaraö
grein þinni um Hvítasunnu-
hreyfinguna í Bjarma frá 28.
júlí s.l. Ekki kem ég þó fram
sem fyrirsvarsmaður eða full-
trúi Hvítasunnuhreyfingar-
innar eða 1 hennar umboði
heldur aðeins sem einstakling
ur. —
Mér virðist full þörf á því,
að opinberlega sé rætt um
þau ágreiningsmál, sem uppi
eru gagnvart kenningu Guðs-
orðs, í ýmsum atriöum, sem
þeir, sem vilja vera lærisvein-
ar Frelsarans, verða að taka
afstöðu til. En nauðsynlegt er,
að um þessi heilögu mál, sé
rætt af bróðurhug og still-
ingu og það haft í huga, sem
Drottinn sagði við Móse:
„Drag skó þína af fótum þér,
því sá staður sem þú stendur
á er heilög jörð.“
Það getur e.t.v. vii’st of-
dirfska fyrir mig, lítt mennt-
aðan leikmann, að andmæla
staðhæfingum lærðra guð-
fræðinga. En það er marg
reynt í guðsríki, að það, sem
spekingum og hyggindamönn
um er hulið, er oft opinber-
að smælingjum. Þannig þókn-
ast Guði að útvelja það, sem
ekkert er, til þess að gera það
aö engu, sem er. Til þess að
ekki skuli neitt hold hrósa
sér fyrir Guöi. (1. Kor. 1.28.).
Grein þessi í ,,Bjarma“,
olli mér nokkrum vonbrigð-
um. Ég hafði búist við drengi-
legri meðferð á Guðsorði held-
ur en virðist koma þar fram.
Nokkur atriði nefndrar grein
ar vil ég draga hér fram, í
þeirri von, að málin liggi ljós-
ara fyrir eftir á en ella.
Um erfðasyndina fjölyrði ég
ekki, þó skal bent á það vegna
þess, sem þar er sagt, að hún
sé ein af höfuðkenningum
Lúthersku kirkjunnar, að mér
vitanlega finnst ekki þetta
orð, erfðasynd, í heilagri ritn-
ingu. í öðru lagi sagði Páll
postuli í tilvitnaðri ritnipgar-
gréin, að vér værum allir að
eðli tií reiðinnar börn, heíd-
ur að þeir, þ.e. Gyðingar,
væru allt eins og hinir, þ.e.
heiðingjarnir, að eðli til reið-
innar börn, eftir að vér höfð-
um dáið (andlega) vegna af-
brotanna og syndanna, sem
vér lifðum í. Og vorum þá, aö
eðli tfl reiðinnar börn. (Ef. 2.
3.).
Mér er ekki kunnugt um, að
Hvítasunnumenn kenni það,
að börnunum tilheyri Guðs-
ríki að efflimi til, heldur hitt,
aö þar sem endurlausnar-
verk Jesú Krists er svo full-
komið, að það meira en bæt-
ir upp syndafallið, samanber
Róm. 5., þá fæffast öll börn á
jörðunni inn í endurlausnina
ag eiga hlutdeild í henni þar
til þau hafna henni vísvit-
andi. Börnin þurfa því engr-
ar ytri athafnar með, til þess
að verða hluttakandi í Guðs-
ríkinu.
Þá er næsta atriði, „skírn-
ln“. Þar segir svo: ,.Guð hefir
hinsvegar ætíff staðfest skírn
ina, með því að gefa þeim
Heiiagan Anda, sem skírðir
hafa verið á barnsaldri. Eng-
inn efast t. d. um að Lúther
hafi haft Andann. Hann var
Skírður barn.“
Ég varð svo undrandi, er ég
las þennan málaflutning, að
augum mínum trúi ég varla.
Eða gfast nokkur um það, að
Lúther hafi fengið Arrdann
í afturhvarfi sínu og endur-
fæðingu, en ekki fyrir sína
Ofísð Esréf til séra MasSmísaa* IluHÓIfssöiiar
kaþólsku barnsskírn. Hvergi
er hægt að sanna það. að eðí-
isbreyting eigi sér stað hjá
börnunum, er þau eru vatni
ausin.
Ágreiningurinn milli Hvíta-
sunnuhreyfingarinnar ann-
ars vegar og Lúthersku kirkj-
unnar hinsvegar, að því er
vatnsskírninni viðkemur, er
aðallega um tvennt, þ.e. eðli
skírnarinnar og framkvæmd.
Viðvíkjandi eðli skírnarinnar
þá virðist 'liggja Ijóst fyrir
að í frumkristninni fylgdi
vatnsskírnin á eftir endurfæð
ingunni. í Post. 2. 37—41
stendur um þá, er stungust í
iijörtun og veittu viðtöku oröi
Péturs, að þeir voru skírðir,
eftir að þeir höfðu heyrt o
tekið á móti oröinu. Sömu
leiðis kemur þetta fram í Post.
8. 35—39, um hirðmanninn, í
Post. 9. 15—18, um Sál, í Post.
10. 34—48 um Kornelíus
heimilisfólk hans og vini, í
Post. 19. 1—7, um lærisvein
ana í Efesus, í Róm. 6., þar
sem skírnin er látin tákna
greftrun hins gamla manns
og í 1. Pét. 3. 21. En þar segir:
„Með því var einnig skírnin
fyrirmynduð, sem nú einnig
frelsar yður, hún, sem ekki
er burttekt óhreininda í lík-
(amanum, heldur bæn til
Guðs um góða samvizku fyrir
! upprisu Jesú Krists.“ í norsku
biblíuþýðingunni stendur, að
skírnin sé sáttmáli góðrar
samvizku við Guð. Þetta allt
sýnir glöggt, svo ekki ætti að
þurfa um að villast, að í frum
kristninni var vatnsskírnin
athöfn, sem framkvæmd var
á þeim, sem vildu ganga Kristi
á hönd og tilheyra honum.
Skírnin var frá þeirra hendi
sýnilegt tákn um það, að þeir
vildu vera dánir sfnu fyrra
lífi, sem þeir höfðu lifað i
syndinni. Vatnsskírnin var og
er í því efni svo fullkomið
tákn, að hún er talin sem and-
leg greftrun og átti að vera í
meðvitund hins skírða sem
ævarandi hindrun gegn því,
að hann hyrfi aftur til hins
fyrra lífs. Enda líkir Pétur
þeim, er yfirgefa Krist við
þvegið svín, sem snýr aftur,
til þess að velta sér upp úr
saur. (2. Pét. 2.23.).
Þá kem ég að framkvæmd
skírnarinnar. Samkvæmt
þeim tveiin stöðum, sem ég
hefi vitnað til í 1. og 2. Pét-
ursbréfi, þá er augljóst að við
vatnsskírnina hefir líkami
þeirra, er skírður voru, laug-
ast, en um slíkt gat ekki ver-
ið að ræða, ef vatnsskírnin
hefði verið framkvæmd sem
ádreyfing á höfuðiö.
Eftir því, sem ég hefi séð
haldið fram og mér vitanlega
ekki verið mótmælt, þá þýðir
gríska orðið B.aptiso, sem í ísl.
biblíuþýðingunni er útlagt
skírn, raunverulega niðurdýf-
ing (eða ídýfing). Enda voru
þeir, sem t. d. i Englandi boð-
uðu og framkvæmdu niður-
dýfingarskírn í vatni, kallað-
ir Baptistar. Sænska þýð. hef-
ir orðið dop, sem er komið af
að dýfa. Norska þýð. dáp, sem
er af sömu rót runnið.
Jafnvel hefi ég lesið þa,ð
sem tilvitnun í rit eftir Lút-
her um þetta efni, að hann
hallaðist mjög að því, að það
ætti að skíra börnin niður-
dýíingarskírn, eins og Grísk-
kaþölskir gera epn í dag. Sé
það rétt, að þýðing þessa
gríska orös sé þessi, þá ætti
ekki að þurfa að deila um
framkvæmd vatnsskírnarinn-
ar. í þessa átt benda einnig
þeir ritningarstaðir, sem tala
um framkvæmd vatnsskírnar
innar. í Matt. 3. 16. segir: ,,Og
er Jesús var skírður sté hann
jafnskjótt upp úr vatninu."
Þá hefir Jesús stigið niður í
vatnið, til þess að skírast, en
þess hefði hann ekki þurft,
ef Jóhannes hefði eins og ka-
þólskir kenna, áðeins d.reyft
vatni á höfuð hans. Sama
kemur fram í Mark. 1.9—10.
í Post. 8. 38—39 er sagt frá
því, þegar Filippus skírði hirð
manninn, þá stigu þeir báðir
niðiir í vatnið .
Ég fæ ekki betur séð. en að
allir þeir meðlimir Lúthersku
kirkjunnar, sem aldrei hafa
verið' skírðir öðru vísi en hinni
svokölluðu barnaskirn, séu í
raun og veru biblíulega séð
óskírðir og geti því ekki á
nokkurn hátt tileinkað sér
þau fyrirheiti, sem bundin
eru viö biblíulega vatnsskírn.
Mér virðist þvi sjálfsagt fvr-
ir allt það fólk, sem vill verða
hluttakáhdi Í þeirri blessun,
sem fylgir því að skirast
biblíulegri vatnsskírn. að
fylgja orði Drottins og láta
skírast sem allra fyrst.
í nefndri Bjarmagrein eru
Hvítasunnumenn ásakaðir
fyrir að boða tvær skírnir, þ.
e. skírn í vatni og skírn með
Heilögum Anda. Þetta á að
hrekja með ritningarstaðn-
um „Einn Drottinn, ein trú,
ein skírn.“ Það er sorglegt,
þegar þeir, sem eiga að vera
öðrum til fyrirmyndar og upp
fræðslu í andlegum efnum,
meðhöndla orð Drottins á
þennan hátt. Ekki þarf lengi
að iesa í Nýja-Testamentinu,
til þess að sjá, að Þar er boö-
að hvoru tveggja, skírn í vatni
og skírn með Heilögum Anda.
EftU' upprisu sína sagði Jesús
eitt sinn við lærisveina sína:
„Því Jóhannes skírði með
vatni, en þér skuluö skíröir
verða með Heilögum Anda nú
innan fárra daga.“ (Post. 1.5.).
í öðrum kapítula Postulasög-
unnar er sagt frá uppfyllingu
þessa orðs. Á fleiri stöðum er
sagt frá samskonar reynslu,
þótt sums staðar séu notuð
orð, svo sem fylling Andans.
í Bjarmagreininni er fundið
að því, að skírn Andans sé að-
greind frá ehdurfæðingunni
og vatnsskírninni. En þetta er
augljóslega hárrétt. Eða ef-
umst við um það, að postularn
ir hafi verið endurfæddir og
skírðir í vatni áður en þeir
skírðust í Heilögum Anda á
Hvítasunnudag. Jesús sagði
þeim að gleðjast yfir því, að
nöfn þeirra væru innrituð í
himninum. (Lúk. 10. 20.). —
Eftir upprisuna blés hann á
þá og sagði: „Meðtakið Hei-
lagan anda.“ Jóh. 20. 22. Eftir
allt þetta uppfylltist á þeim
fyrirheiti Jesú um að þeir
skildu skírðir verða með Heil-
ögum Anda. Áttundi kapítuli
Postulasögunnar, versin 4—17
greina frá vakningunni í
Samaríu. Þar kemur fram hin
sama niðurröðun. Fólkið tók
trú, skírðist í vatni og síðar
komu postularnir og lögðu
hendur yfir um þá, fengu þeir
þá Heilagan Anda. Þetta kem
ur einnig greinilega fram í
Ef. 1.13.—14: „í honum eru
einnig þér, eftir að hafa heyrt
orð sannleikans, fagnaðarer-
indið um sáluhjálp yðar. í
h,onum hafið og þér, eftir aö
(Framhald á 6. síðu)
' 'U ...___.... . ■
Hér er kominn Pétur Jakobs-
son og ætlar að ræða um skóla-
stjórn:
Mér hefir ávallt fundizt, að
viröingarstöður innan stétta
væru óþarfar. Fyrir nokkru
gerði ég virðingarstöður innan
kirkjunnar að umtalseíni. Sýndi
ég með rökuni fram á, að þær
væru ekki nauðsynlegar. En hér
þarf víða við að koma, því nóg
er af að taka.
Kem ég þá að virðingarstöð-
um innan kennarastéttarinnar.
ar eru víðast þrjú stig í skól-
um. Skólastjóri, yfrkennari og
kennarar. Þessu viröist mér að
væri hoUt að breyta. Ég vil
leggja niður skólastjóraembætt
ið og yfirkennoj’aembættið'. Hafa
alla kennara níeð sömu virðingu
og sömu launum. Nú mun ein-
hver vilja segja, að einhver
þurfi húsbóndi að vera á skóla-
heimilinu. Satt er það. Sérhverj
um skóla mundi bezt borgiö með
því, að hafa kennara skóla-
stjóra til skiptis, sitt árið hvern.
Hið sama ætti að vera með yfir
kennarann.
Mér finnst það miður heppi-
legt, að ráða einn og sama mann
inn til þess að vera skólastjóra
aUa ævina. Það er ekki von að
fræðslumálastjórnin geti ávallt
valið hinn bezta manninn í
skólastjórastöðuna í hvert skipti.
Jafnvel þó vel sé valið í þaö og
það skiptiö, þá eldist skólastjór
inn, kalkar, * hættir að fylgjast
með framvindu fræðslumálanna,
stígur ef til vill staða sín til
höfuðs o. fl. o. fl. Það getur
víða verið, að innan kennara-
liðsins sé hæfari skólastjóri, er
hafi meiri kennarahæfileika og
meiri leiðtogahæfileika, en sjálf
ur skólastjórinn.
Væri sá háttur upp tekinn, að
hafa kennarana skólastjóra, sitt
árið hvern, kæmi kapp í kenn
araliðið, að standa sem bezt í
stöðu sinni, ekki einungis sem
kennari heldur eigi síður skóla
stjóri. Þá yrði allt kennaraliðið
jafnvígara í kennslu og skóla-
stjóri, en nú er, með því fyrir-
komulagi, sem hingað til hefir
ríkt. Þá er eins að gæta, að
skólastjórastarfið er erfitt og
ábyrgðarmikið, sé það rækt af
kostgæfni. Slítur það manninum
fyrir aldur fram, ef hann er
þróttlítill, ósérhlífinn og sam-
vizkusamur.
Þetta mundi jafnast, ef á-
reynslan um skólastjórnina
skiptist milli kennaraliðsins
eins og ég hefi minnzt á hér að
framan.
I>á held ég að einn ljóður sé
á ráði flestra skólastjóra. Ég
held að þeir kveðji ekki konur
sínar nægilega mikið til sam-
starfs við sig um skólastjórn-
ina. Aldrei hefi ég heyrt minnzt
á það, að nokkru skipti hverri
skólastjórinn sé giftur. Það er
þó ekki lítils um vert, að skóla-
stjórafrúin sé vanda sínum vax
in fylli út í stöðu sína. Ég tel
engu minna virði fyrr heill skól
anna að skólastjórafrúin sé
gædd húsmóöurhæfileikum í
gildu.m mæli en skólastjórinn
húsbóndahæfileikum. í öllu
heimilishaldi veltur meira á
hússins frúnni um hag og ham
ingju heimilisins en húsbónd-
ans.
Gamall málsliáttur segir að
ef húsmóðurin er ekki vanda
sínum vaxin þá brennur búið
allt en sé húsbóndinn ekki starfa
sínum vaxinn þá brennur búið
aðeins hálft. Þetta sýrúr, að al-
menningsálitið hefir á ölliun
öldum talið hússins frúna æðri
persónu en húsbóndann. Hefir
almenningsálitið gengið þarna
í berhögg við aðals- og erfða-
rétt mannsins, að vera fyrsti
maður heimilisins. Það er skoö
un mín, að í öllum vanda innan
heimilisins, hvort sem er stórt
eða smátt, eigi að kveðja húss-
ins frúna til úrræða. Hún er sá
„Factor“ innan hvers heimilis,
sem drýgstan skerf leggur til
velfarnaðar. Það á að æfa írú
hússins í ráðum, rausn og fyrir
mennsku, innan heimilisins, þar
til að heimilið er orðin höll, og
heimilisfólkið samstillt hirð“.
Hér lýkur spjalli Péturs og
verður fleira ekki rætt í bað-
stofunni að þessu sinni.
Starkaður.
::
ÚTSALA
Kvenkápur, dragtir og peysur,
karlmannaföt og frakkar selt
með miklum afslætti. —
I Klæðaverzlun
Andrésar Andréssonar
::
::
»«»*»*#*M****«*******«***'
WiVAV.VAVAV.V.V.V.V.V.V.
■ m m m m u i
Skrifstofa mín
er flutt á Klapparstíg 26
m -r
A'.V.V.
Egiíl Árnason \
.V.V.V.V.VAVAV.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V