Tíminn - 13.09.1951, Qupperneq 7

Tíminn - 13.09.1951, Qupperneq 7
206. blað. TTMINN, fimnitudaginn 13. september 1951. 7. Gctum nú útvcgað meS stnttmn fyrirvara fyrir sveitaheimili. Dæla allt a'ð 1100 lítrum á klukkustund. Rafknúin, 220 volt, J/2 ha. Þrýstiloft stjórnar dælunni og heldur hæfiiegum vatns- þrýstingi á kerfinu á algjörlega sjálfvirkan hátt. EINFÖLD — ÓDÝR. STuarT PRESSURE PUMP S Gerið pantanir yðar sem fyrst, Klapparstíg 26 Fjárbúskapur að nýju í uppsveitum Börgarfj. Bændur i Borgarfirði hugsa gott til aukinnar sauðfjár- ræktar, sagöi Haukur Jörundsson á Hvanneyri, er blaða- maður frá Tímanum spurði hann frétta- úr Borgarfirði. Þó eru ekki líkur til, að sauðfjárræktin verði á næstunni í lík- ingu við það, sem hún var fyrr á árum er bezt lét. Bændur skortir rekstursfé. Það er ekki rétt annað en horfast í augu við þá stað- reynd, segir Haukur, að marg ir bændur hafa alltof lítil fjár ráð til að kaupa þann fjár- stofn nú í haust, sem þeir vildu helzt fá. Útgjöld- in vegna fjárskiptanna eru mikil, og það þarf mikil fjár- ráð til að kaupa stóran lamba hóp í haust til að byggja upp í skyndi nýjan sauðfjárstofn. Ræktunarframkvæmdir hafa verið með minnsta móti í sumar í Borgarfirði og kem- ur aðallega tvennt til: Fyrst og fremst rekstrarfjárleysi bændanna, sem márgir hverj ir verða að nota allt, sem þeir eiga handbært og meira til, vegna fjárkaupanna. Klakinn tafði líka. Önnur meginást'æðan fyrir minnkandi ræktunarfram- kvæmdum er sú, að ekki var hægt að hefjast handa um þær fyrr en um það bil mán- uði seinna en venjulega. En sá mánuður vortímans er ein mitt sá tími, sem menn ætla til þeirra framkvæmda og að honum liðnum er minna um frjálsar stundir. Breyttir búskaparhættir. Á síðustu árum, meðan sauð fjársjúkdómarnir drógu úr mönnum allan kjark við sauö fjárræktina, hafa menn í auknum mæli k-omið sér upp kúabúum og treyst á mjólk- ursöluna. Við fjárskiptin verð ur á þessu nokkur breyting en þó ekki jafn mikil og ætla mætti í fyrstu. Þeir, sem hafa komið sér upp góðum fjósbyggingum og eiga sæmilegan gripastofn og hafa viðunandi aðstööu við mjólkurflutninga, leggja ekki nautgriparæktina á hilluna. Öðru máli gegnir um bænd ur í uppsveitunum á fremstu bæjunum, þar sem mjólkur- I flutningar eru erfiðir og tor- ’ sóttir, einkum að vetrinum. ! Þeir munu margir hverjir 1 hverfa aftur til sauðfjárrækt 1 arinnar eingöngu og ýmsir ; þegar hættir að selja mjólk. j Ýtir það undir þá þróun, að á liðnu vori var það skipulag j tekið upp að skylda er að flytja mjólk daglega frá fram ^leiðendum til mjólkurbúanna. Góð heyskapartíð. Sumarið hefir verið ein- staklega gott í Borgarfirði, hvgð hej^skapartið snertir. Hey hafa verið hirt eftir hend inni jafnóðum og aldrei þurft að taka saman heytuggu und ] an rigningu fram að höfuð- degi að kalla. J Af þessu leiðir, að heyfeng ur bænda er óvenjulega góö- ur. Taðan vel verkuö og kjarn mikil. Aftur á mcti er heyfeng ur í minna lagi að vöxtum. Þurrkarnir ollu minni sprettu en oft hefir verið, en þó ekki svo, að til neinna vandræða horfi neins staðar í héraðinu. Fckkst ckki sam- þykkt í tveim til- raiinum Mossadeq forsætisráöherra Persíu hefir nú sent brezku stjórninni úrslitakosti sína í olíudeilunni. Tillaga hans var samþykkt einróma í öldunga- deildiimi fyrir rúmri viku, en samþykkt neðri deildarinnar hefir ekki fengizt enn. Hefir ekki orðið fundarfært sökum fámennis þrátt fyrir tvær fundarboðanir forsætisráö- herrans. 6 volta 12 volta 32 volta 15, 25, 40, 60 og 100 watta nýkomnar. Sendum gegn póstkröfu. Véla- og raftækjaverzlunin Tryggvagötu 23. — Sírni 81 279 Snemmbær kýr til sölu í Króki í Grafningi. Sími um Ásgarð. . Fiskaflinn 50 þúsund lestum meiri en í fyrra Fiskaflinn í júlí 1951 varð 64.632 smálestir, þar af síld 33.418 smálestir en til saman burðar má geta þess, að í júlí 1950 var fiskaflinn 33.462 smá lestir, þar af síld 15.475 smá- lestir. Fiskaflinn frá 1. janúar til 31. júlí 1951 varð alls 251.710 smálestir þar af síld 34.125 smálestir, en á sama tíma 1950 var fiskaflinn 199.567 smá lestir, þar af síld 15.647 smá- lestir og 1949 var aflinn 187.733 smálestir, þar af síld 6.341 smálestir. Hagnýting þessa afla var sem hér segir (til samanburð ar eru settar í sviga tölur frá sama tíma 1950): Isvarinn fiskur 26.830 (26.802) smálestir, til frysting pr 74.752 (44.940) smálestir, til söltunar 51.120 (87.669) smálestir, til herzlu 6.204 (475) smálestir, í fiskimjöls- verksmiðjur 56.564 (22.608) smálestir, annað 2.115 (1.426) smálestir, síld til söltunar 6.440 (1.012) smálestir, sild til frystingar 235 (478) smálest- ir, sild til bræðslu 27.450 (14.157) smálestir. Þungi fisksins er miðaður við slægðan fisk með haus að undanskilinni síld ,og þeim fiski, sem íór til fiskimjöls- vinnslu en hann er óslægður. Ráðlten'askipíi (Framhald af 8. síðu.) arlandvarnaráöherra um skeið. Hann er 56 ára að aldri og-var áður hermálaráðherra á fyrri árum síðari heimsstyrj aldarinnar og er talinn hinn traustasti maður. Við embætti aðstoðarlandvarnaráðherra tekur William Foster, sem ver ið hefir yfirmaður efnahags- samvinnustofnunarinnar í Washington. 4000 síldartunnnr til Hafnarfjarðar Togarinn Pétur Halldórsson kom í gærmorgun til Hafnar- fjarðar meö um 4000 síldar- tunnur, sem skipaö var þar á land. Tunnur þessar munu eiga að vera til taks, ef söltun reknetasíldar hefst aftur. H.f. Eimskipafélag íslands M.s. Gullfoss fer frá Reykjavík laugardaginn 29. sept. kl. 12 á hádegi til Leith og Kaup mannahafnar. Pantaðir farseölar skulu sóttir eigi síöar en þriðjudag 18. sept. Það skal tekið fram, að farþegar verða að sýna fullgild vegabréf þegar farseðlar eru sóttir. Bacho-skiptilyklar Bacho-rörtengur Heflar, ýmsar gerðir Þvingur HurSar-þvingur Stangalamir Smekklásar Járnborar Saumborar Járnsagarblöð Tommustokkar Vörugeymsla Hverfisgötu 52. Áminnin til þeirrii kiiupcncla er grciða eiga íslað gjaldið til innlicimtumaima Nú fyrir skömmu hafa allir þeir kaupendur verið aðvaraðir bréflega" um að greiöa blað- gjaldið er greiða eiga það til innheimtumanna. Bregðist þegar við og greiðið þegar viðkom- andi innheimtumanni blaðgjaldið eða sendið Ú> innheimtunni greiðslu strax. Greiðið blaðgjaldið fyrir septemberlok Snnheimta Tímans Innleysið póstkröfurnar Þeim kaupendum utan Reykjavíkursvæðis- ins er greiða eiga blaðgjaldið beint til inn- » heimtu blaðsins hafa verið sendar póstkröfur fyrir ógoldnum blaðgjöldum. Innleysið póst- kröfuna þegar er yður berst tilkynning um hana frá næsta pósthúsi. GreiðiÖ blaðgjaldið fyrir septemberlok ðnnheimta Tímans

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.