Tíminn - 13.09.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.09.1951, Blaðsíða 8
ÆRLEWT YFERl,BT“ t 1*AG: Nehru otj Konaressfl&hkttrhin 35. árgangur. Reykjavíli, 13. september 1951. 206. b!að. Marshall landvarnaráðherra Bandaríkjanna bjðst lausnar Ekki fleiri Sigifirðingar heima en að vetrarlagi Á 'iniiítft huitðrað maitns fér í atvinuulcit Lovett áður aðstoðarraSherra hefir verið skipaður landvarnaráðherra £rá 1. sept. ÞaS var tílbynnt í Washington í gær, aS Marshall lanð- varnaráðherra Bandaríkjanna hefði beðizt lausnar frá ráð- j Joerrastcrfiun og verið veitt hún. Rchert Lovett aðstoðar- landvnrnaráðherra hefir verið skinaður landvarnaráðherra í stað Marshalls. Hið ódýra vinnuafl í Japan veldnr erfiðleikum Kenneth Yonger, innanrík isráðherra Breta kom heim til Londo n ígær af ráðstefn unni i San Prancisco. Hann rædúi við fréttamenn við heimkomuna og sagði, að fjarri færi því, að allur vandi 1 sambúðinni við Japan og önnur Austur-Asíuríki væri Ieystur með undirskrift frið- arsamninganna. Misræmið í efnahags- og framleiðslumál um væri enn óleyst vandamál. Þar ylli mestum vanda hið mikla og « ódýra vinnuafl Japana. Þó hefði ekki verið talið fært að setja um þetta ákvæði i friðarsamningana því að það hefði getað leitt af sér nýjan vanda sem kom- ið hefði fram i auknum hern- aðaranda í Japan og tilhneig ingu til fasisma. Atvinnuskortur á Suðureyri Frá fréttaritara Tfmans á Suðureyri. Atvinnulítið hefir verið á Suðureyri í sumar. Höfðu þó nokkrir menn vinnu við að full gera veginn um hlíðina vest- an fjarðarins, en því verki var lokið um miðjan ágúst- mánuð'. Nokkrir ungir menn hafa farið burtu í atvinnu- leit nú upp á síðkastið. Róðrar hafa verið lítið stundaðir nú seinnipart sumarsins, enda ekkí hagstæð veðrátta við handfæraveiðar, en þær eru aðallega stundað ar hér á sumrin. Hin ’ versta tíð -hefir verið norðan til á Vestfjörðum síðan seinni- hluta ágústmánaöar, sífelld- ur norðaustan stormur með mikilli úrkomu öðru hvoru, og erfitt hefir verið við heyskap vegna þessa slæma tíðarfars. 25 farþegar ,strokulestarmnar’ biðjast landvistar Tuttugu og fimm af farþeg um lestarinnar sem ók inn i Vestur-Þýzkaland frá Tékkó- slóvakiu í fyrradag hafa nú fengið þar landvistarleyfi, en áttatíu hafa óskað að hverfa heim aftur. Marshall lagði lausnar- beiðni sína fyrir Truman 1. sept. sl. Á funai, sem Mars- | hall átti með blaðamönnum í í gær, sagði hann, að ástæður j sínar til lausnarbeiðninnar væru algerlega persónuleyar en stöfuðu ekki af neinum á- greiningi innan stjórnarinn- ar. ViMi ekkj hverfa frá i v©r. Marshall sagði, að þegar hann hefði fallizt á ao taka við embættinu eftir Johnson fyrrv. landvarnaráðherra, hefði ekki verið gert ráð íyrir því, að hann gegndi starfinu ' lengur en til júníloka í sum- ar. Þá heíði hins vegar stað- j ið svo á í stríðinu í Kóreu og eins hefði margt verið óráð- ið í sambandi við varnir Vest ur Evrópu, svo að ekkj hefði verið talið ráðlegt að láta ráð herraskipti eiga sér stað. Hann heíði því orðið við þeirri beiðni forsetans að sitja enn í tvo mánuði. I Enginn nnniff meira fyrir j lanáiff. Marshall er nú sjötugur að aldri. Hann var yfirmaður bandaríska heríoringjaráðs- ins í styrjöldinni og á að baki mikla. sögu i hermálum Bandaríkjanna. Hann átti og hugmyndina og drýgstan þátt í að koma á hinni miklu efnahagshjálp við ríki Evrópu og annarra heimsálfa sem við hann hefir verið kennd. Truman forseti hefir átið svo um mælt við brottför Marshalls, að hann hafi veitt lausnarbeiðninni móttöku með hryggð í huga og það væri sér harla þungbært, að Marshall skyldi ekki fást til að gegna embættinu lengur. Enginn maður heíði þjónað landi sínu af meiri trú- mennsku og gagnsemi en j Marshall, Hann hefði átt drýgstan þátt í því að sam- eina simdraffan styrk Evrcpu ríkjanna, til sameiginlegrar varnar og einnig orðið áhrifa drýgstur í þá átt að fá Banda ríkjaþing til að halda áfram fjárframlögum til efnahags- hjálparinnar á sama hátt og hann hefði átt mestan þátt í því að hrinda henni af stað. Engin breyting á utan- rikisstefmmni. Þá sagði Truman að engin breyting mundi verða á utan ríkisstefnu Bandaríkjanna af þessum sökum enda væri eft irmaður Marshalls einhver handgengnasti og nánasti samstarfsmaður hans frá liðnum árum. Hinn nýi landvarnaráffherra. Robert Lovett eftirmaður Marshalls hefir verið aðstoð- (Framhald á 6. síffu) Telja Frakka haía brotið Pottsdam- samþykktina Rússneska stjórnin hefir sent frönsku stjórninni orð- sendingu þar semFrakkar eru sakaðir um brot á Potsdam samþykktinni og sérsamning um Frakka og Rússa í stríðs- lo'k. Telja Rússar, að Schum- anáætlunin um þungaiðnað- inn og Plevenáætlunin um þátttöku Þjóðverja i vörnum Vestur-Evrópu séu brot á samningum þessum. .Franska .stj órnin rædrli. orð sentíinguna i gær en ekkj er enn víst, hvort henni verður svarað. Frönsk biöð telja, að orðsendingin sé send nú til þess að reyna að skj óta Frökk um skelk í bringu um þær mundir sem þessi mál eru rædd vestan hafs á fundum utanríkisr^ðherranna og koma í veg fyrir samlyndi vesturveldanna um varnir Vestur-Evrópu. Robert Lovett hinn nýi land- varnaráðherra Marshall fráfarandi land- varnaráðherra (til hægri á taii viff gríska stjórnmáia- manninn Tsaldaris á SnðnrEes, og bíðar þar cnn átckía Frá fréttaritara Tímans i Siglufirði. Hér á Sighifirði er nú ekki fleira fólk heima en venjulega er eftir árarnótin, er þeir, sem sækja brott á vertíff, eru farn- ir að heiinan. Fóru á annaff hundraff Siglfirffinga suffur á Suðurnes í von um vinnu við síldarsöltun. Sumarvinna fólks • í Siglu- firði varð næsta rýr, og hugs- uðu því margir að bæta sér hana upp meö' síldaryinnu á Suðurnesjum, Þvi miður varð sú vinna endaslepp, ög enda þótt Siglfirðingarnir séu ekki komnir heim aftur, eru þeir flestir atvinnulitlir syðra. Er þess beðið hverju fram vind ur í von um það, að síldar- söltun hefjist aftur við Faxa- flóa. SáralítiJ atvinna fram- undan heima fyrir. Heima fyrir er lítil sem eng in atvinna, og virðist svo sem framunúan sé ekki önnur at- vinna en sú, sem skapast við útgerð togaTanna tveggja, Elliða og Hafliða. Er Elliði á ísfiskveiðum nú, en Hafliði, sem var á sildveiðum í sumar, mun fara á veiðar eftir svo sem viku, sennilega ísfiskveið ar. Tunnuverksmiðjan. Tunnuverksmiðjan í Siglu- firði verður starfrækt i vetur, og er búið að festa kaup á við- líka miklum efnivið og keypt ur var í fyrra. Var efniviður- inn keyptur í NorSur-Svíþjóð. Hins vegar hefir ekki fengvíi'c skip t:l þess að flytja efnvio inn hingað til lands, en tunnusmíði í verksmiðjunni verður hafin strax og efnivið ur kemur. Námsstyrkir frá British CoudsíI British Council hefir ákveð ið að veita tvo eða þrjá styrki á háskólaárinu 1952 til 1953 til íslenzkra námsmanna karla eða kvenna. Aldur þessa námsfólks á að vera 25 til 35 ár og verður það aö hafa lok- ið háskólaprófi. Aðeins kandi datar með góða enskuþekk- ingu koma til greina. Umsóknir sendist'' brezka sendiráðinu Templarasmidi, Reykjavíkur og verða að haía borizt fyrir 30. nóv 1951. Finttska stjórnin baðst lausnar í gær Finnska stj órnin baðst lausnar i gær eftir allharðar deilur, sem oröið hafa innan stjórnarinnár. Kekkonen for- sætisráðherra lagði lausnar- beiðni sína íyrir Paasikivi for seta í gær, en forsetinn mun ræða við formenn þingflokk- anna um nýja stjórnarmynd- un í dag. Næsti togari með fisksjá verður Keffvíkingur Eítir þá reynslu, sem feng- izt hefir af fisksjánni, bæði á rekneteveiðunum í vélbátn- um Hásteini, togaranum Rcðli frá Hafnarfirði og í fiskirann sóknarskipinu Fanneyju hef ir áhugi skipstjóra og útgerð armanna mjög beinzt að henni. Allmargir útgerðar- menn hafa nú pantað fisksjá í skip sín og munu fá hana á næstunni. Mun hér vera um að ræða eina 10 báta og skip. Næsti togarinn, sem hefir ákveðið að fá sér fisksjá, er Keflvikingur, en auk þess hafa þessi skip pantað hana: Helga frá Reykjavík, Björn Jónsson, Reykjavík, Týr frá Vestmannaeyjum, Bangsi Bolungavík, Einar Hálfdáns Bolungavík, Keilir frá Akra- nesi og Edda í Hafnarfirði. Lögþing Færeyinga kvatt saman Lögþing Færeyja hefir ver- ið kvatt saman til að ræða fjárhagsvandræði þau, sem nú steðja að í eyjunum og komið hafa meðal annars fram í fjárþrotfi Sjóvinnu- bankans. Dönsk nefnd hefir nýlega lckið athugun sinni á fjárreiðum. bankans og fjár- málum Færeyja yfirleitt. Sameiginlegur innd- ur ntanríkisráð- herranna Fyrsti sameiginlegi fundur utanríkisráðherra vesturveld annn í Washington var hald- inn í gær og var þátttaka V.- Þýzkalands 1 sameiginlegum vöynum og efnahagssamstarf Vestur-Evrópu á dagskrá. í dag halda þeir annan sameig inlegan fund, en á morgun leggja þeir af stað til Ottawa þar sem ráðstefna utanríkis- ráðherra Atlantshafsríkj - anna hefst um helgina. Á fundinum í dag eru 16 mál á dagskrá þar á meðal afstaða vesturveldanna til hugsanlegrar upptöku Grikkja og Tyrkja í Atlants- hafsbandalagið. Það mál verður annars nánar rætt í Ottawa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.