Tíminn - 16.09.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.09.1951, Blaðsíða 3
209. blað. TÍMINN, sunnudaginn 16. september 1951. 3. f-^áttur Lirhíunncu' Kirkjudagur Eftls* séra Árelías Áíelssen Sjötug Sumir söfnuðir á íslandi hafa tekið upp þann sið, að helga kirkju sinni einn dag árlega með sérstökum hætti. Kirkjan og það starf, sem henni er tengt, þarf að vera eins og lýsandi logi, sem verm ir og veitir birtu á öllum svið um þjóðlífsins. En nú er svo margt, sem truflar og skyggir á þennan loga. Margt, sem verður þess valdandi, að hann gleymist í önn og hveísdagsvenjum. Kirkjudagurinn er til þess að minna söfnuðinn og vini kirkjunnar fjær og nær á það, að loginn má ekki dvína. En til þess þarf sameinaðan áhuga, sameinaða krafta og ofurlitlar persónulegar fórnir. Hugsið ykkur, hve tvær eða þrjár krónur frá hverjum ein- staklingi i stórum, fjölmenn- um söfnuði getur orðið virðu- leg upphæð, þegar saman kem ur í eitt. Upphæð, sem hægt er að kaupa eitthvað fyrir til að skreyta, fegra og bæta í kirkj- unni sjálfri, eða til að gleðja einhvern með, sem söfnuður- inn veit bágstaddan eða gleði- vana. Kirkjudagurinn er áminn- ing um tilbreytni og nýtt líf, eitthvað, sem vekur af dvala og sljóleika venjunnar og kyrr stöðunnar. Alltaf eitthvað nýtt fyrir hvern kirkjudag. Nýr söngur, lag og Ijóð, sem hefir verið æft í tilefni dagsins. Nýr hlutur, sem fegrar kirkjuna. Nýr ræðu maður, sem vekur áhuga fólks ins. Ilmandi blóm á altarið og predikunarstólinn. Falleg Ijós, reykelsisilmur. Umfram allt hreyfing, líf, framför, ekki kyrrstaða, sofandaháttur og tómlæti. Félögin, sem starfa í hverri sókn ættu öll að halda fund árlega, þar sem rætt er og í- hugað,, hvað þau geta hvert um sig lagt fram til átaks kirkjulegu starfi þennan dag. Hafa það undirbúið og at- hugað. Frjálst fórnarstarf, utan og ofan við kirkjugjöldin. Þau eru skylda. En hér er um að ræða meira en skyldu. Það er síðari mílan, sem Kristur ætlar mönnunum að ganga sér . til sannarlegs þroska. Það eru fyrst og fremst yfirskyldustörfin, sem skapa menningu hvers byggð- arlags. Burt með hinar hangandi hendur og möglandi varir nöldrandi skylduþræla. Sýnið í þess stað starfsglað- ar hendur og sýngjandi varir, sem hrærast í þökk fyrir þá gjöf, að mega gefa og eiga lífsmagn og heilsu. Æskan, gróandinn, vöxtur- inn eru merkin, sem tákna hið innra líf hvers safnaðar á kirkjudegi hans. Tökum dæmi um störf góðs safnaðar á kirkjudegi. Kvenfélagið getur gefið eða selt veitingar til ágóða fyrir kristilega starfsemi. Ungmennafélag þorpsins eða sveitarinnar getur eflt sönginn, skreytt kirkjuna, gróðursett tré og blóm í kirkj u garöinum. Búnaðarfélagið getur lagað veginn til kirkjunnar, eða lán að vélar og bíla til þess að bera ofan í kirkjustíginn, ef hann er blautur og lágur. Hreppsfé- lagið sjálft gæti á tyllidögum t. d. tugafmælum kirkjunnar lagt fram afmælisgjöf til þess að kaupa miðstöðvarhitun eða ljósakrónu í kirkjuna. Stúkan gæti safnað fyrir fánastöng á altarið, knébeð umhverfis gráturnar, lampa yfir predik- unarstólnum, lítilli ljósastiku, allt eftir efnum og ástæðum í hvert skipti. Þannig .meetti lengi telja. Og á einum eða tveim ára- tugum mundi slíkur samhug- ur og áhugi gera kirkjuna bjarta, hlýja og ilmandi af blómum og reykelsi, sannar- legan helgidóm friðsælu og fegurðar. Samt væri enginn í byggðarlaginu fátækari þess vegna, en margir ánægðari, betri og meiri menn og kon- ur. Fólkið vex af því að leggja sig fram við slík viðfangsefni. Og einstaklingarnir gætu líka gert ýmislegt hver í sínu lagi, sem ekki væru nein út- lát, því að sumir eru svo sárir á aurunum, einkum þeir, sem mest eiga af þeim. Það er hægt að strengja þesr heit á kirkjudaginn að koma í kirkju á hverjum messudegi í heilt ár. í öðru lagi að lofa því að syngja allt af í kirkjunni öll lög, sem mað ur kann. Eða heita því að fá svo marga sem unnt er til að sækja kirkju yfir eitthvað á- kveðið tímabil, læra einn sálm á mánuði, lesa ofurlítið í Nýja-testamentinu á hverju kvöldi. Hver geri það, sem samvizkan álítur honum bezt, og ekki eru þetta útgjöld. Eitt heit væri nauðsynlegt, að hver söfnuður ákvæði að nýju á hverjum kirkjudegi, en það er, að allir tækju þátt í söngnum. Allir, sem hafa nokkra rödd, og helzt hinir líka, sem enga rödd hafa. Kórinn á að hafa forystuna, og syngja ýmislegt til viðhafn ar og við tækifæri einn sam- an. En annars — alli'r að syngjá — af öllu hjarta — allir. Þá er eins og Guð komi brosandi inn í kirkjuna eins og morgunroði, með sólskin út í hvert horn. En það er æðsti tilgangur kirkjudagsins, ef Guð fæst til að stíga niður af himni sínum og flytja dýrð sína inn í kirkjuna þína, helzt alla leið inn í hjarta þitt. Ef þú finnur nálægð hans, þá hefir kirkjudagurinn náð tilgangi sínum. Og þú skalt ekki vera feim- inn við að bera fram litla gj öf. Manstu eftir piltinum, sem gaf Jesú fimm byggbrauð og tvo smáfiska, eða konunni með smápeningana, sem voru minna en einn eyrir. Hver fórn er stór ef kær- I dag er Sigríður Gunn- jóna Vigfúsdóttir, Lambadal í Dýrafirði sjötug. Hún er fædd á Leiti í Dýra firði, dóttir hjónanna Sigríð- ar Gunnarsdóttur og Vigfús- ‘ ar Nathanaelssonar. Sigríður Gunnjóna ólst upp hjá for- eldrum sínum, en hún var einkabarn þeirra. Dvaldi hún í föðurgarði, þar til hún gift- ist manni sínum. Bjarna Sig urðssyni, einnig ættuðum úr Dýrafirði. Hófu þau búskap á Skaga, sem er yzta býli Dýrafjarð- ar og mjög afskekkt, enda lagðist það í eyði, er þau fluttu þaðan árið 1924. Þá fluttu þau að Lambalæk og hafa búið þar síðan, en fyr- ir nokkrum árum tók elsti sonur þeirra við búinu. Þeim hjónum varð 14 barna auðið, sem öll komust til fullorðinsára. Hafa hjón- in orðið að heyja harða bar- áttu til að koma börnum sín um upp. Lifa þau öll nema einn sonur, sem tók út af tog- ara fyrir tæpum sjö árum. Sigríður Gunnjóna er sjö- tug í dag, ung í anda, íjörleg og létt í hreyfiugum, þrátt fyrir miklar áhyggjur og erf iði á hinum liðna æfidegi. Áreiðanlegt er, að margir munu senda afmælisbarninu hugheilar árnaðaróskir í dag. Vinkona, Enska knattspyrnan S. 1. mánudag fóru þessir leikir fram: 1. deild. Aston Villa—Huddersf. 1—0 Blackpool—Preston 0—3 Tottenham—Burnley 1—1 2. deild. Sheffield Utd.—Bury 1—0 Aston Villa er nú með 11 stig eins og efstu liðin í 1. deild eftir jafnmarga leiki. ’ Preston sigraði Blackpool nú ! í annað skipti, í fyrsta skiptið , var það 3—1. i Tottenham og Burnley gerðu einnig jafntefli 1—1 í fyrri leik sínum. í 2. deild er Sheffield United með 12 stig eða tveimur stigum meira : en næsta lið, sem er Luton. leikskraftur Jesú blessar hana. Kirkjudagur getur flutt hverjum söfnuði mikla bless- un, fært fólkinu starfsgleði og áhuga, kirkjunni aukinn kraft j til að lýsa og verma og Drottni ' Jesú dýrð og þökk frá elskandi , hjörtum og heitum vörum, sem berast í bæn og trú' Eyrarbakka, 9. sept. 1951. Eskihlíðin Eftir Björn GnlSmuiidíssoii í eftirfarandi grein er rætt um skemmti- og hvíld arstað í Eskihlíðinni, endur tekið sumt, sem áður hefir verið rakið og rædd leið eða möguieikar til undirbún- ings og framkvæmda. Allmiklar umræður hafa orðið um Eskihlíðina og er þá venjulega átt við hlíðina mót suðri og suðvestri. Hlíð- in er eins og menn þekkja, gróðurlítil og sums staðar gróðurlaus grjóturð. Hún er ónumið land og ósnert. En hún liggur vel við sól. Útsýn úr henni er með ágætum, inn til ^landsins, fjöll í marg- breytilegum myndum, en í suðrj Reykjanesskaginn, sem smá lækkar og rennur í suð vestri út í ósýnilega móðu hafsins. Nær eru nes og vogar og forsetabústaðurinn í grónu umhverfi. í vpstri speglast sjórinn, ómælisvídd hafsins. En nær, fast upp að hlíðinni, liggur flugvöllurinn, þangað, sem fiugvélarnar koma og fara til fjarlægra staða og landa. Ef menn leggja á sig, að ganga á hæðina í góðviðri aö kvöldlagi, getur að líta eitt glæsilegasta útsýni, sem völ er á hér á landi. Gott verkefni og verðugt fyrir skáldin, að binda þá víðfeðma fegurð og mynd- ugleika í búning ljóða eða festa á léreft. Hlíðin sjálf er ekki mikið frábrugðin mörgum öðrum gróðurlitlum holtum eða hálsum hér á landi. Þó hefir hún eitt fram yfir alla aðra svipaða staði. En það er lega hennar í túnjaðri höfuðborg- arinnar. Það skiptir máli og gefur henni gildi. Enda er það sannast sagna, að þetta gróðurvana holt er mi|kill fjársjóður fyrir höfuðborg- ina. Augu manna eru smám saman aö opnast fyrir þessu. Þó er sanni næst, aö þeir bjartsýnustu, hafi enn ekki séð möguleikana til fulls, hvað þá hinir, sem ganga fram hjá og hrista höfuðið. Þarna í hlíðinni, sem er næsta gróðurlítil, er hægt að gera einn fegursta blett á ís- landi. Þar geta orðið trjá- lundir og skógarbelti, gras- flatir og brekkur og bollar, blómareitir og beð, leikvellir, sundlaugar og gosbrunnar. Þar má hafa smátjarnir með sjó og sjávardýrum og þar má koma upp vísi að dýra- garði. Þar er hægt að rækta suðræn aldin og pálma. Búa til suðrænan heim í gler- hiisi við hitagufu. Þarna má búa til og rækta svo að segja í.llt, sem hugvitsamir áhuga- menn láta sig dreyma um. Og að siöustu má geyma nokkra reiti ösnortna af mannshönd inni, eins og þeir eru um miðja 20. öldina. Árið 2000 eða 2100 geta menn séð, hvað forfeður þeirra hafa gert fallegan skemmtigarð úr gróður- snauðu holti. — í sumar hefir lítillega ver- ið byrjað á framkvæmdum í EsKihlíðinni. Reykjavíkur- bær og Skógræktarfélagið hafa í félagi borið á og sáð grasfræi í hákollinn, svo þar er nú komin falleg græn hetta. Hefir þetta tekizt vel, og þó gildi þess mest, að menn sjá hve lítið þarf til, að holt og sandar grói upp. Þá hefir tilbúnum áburði ver ið dreyft yfir melinn óhreyfð an og er fróðlegt að sjá, hve gróðurinn hefir þar tekið stór stígum framförum. Enn ber að geta. að Reykja vikurbær hefir látið flokk unglinga týna grj ót úr nokk- urri spildu og hlaða í garða. Er iofsvert, að láta ungling- ana vinna úti í náttúrunni. Semna geta þeir flutt grjót- iö burtu, hurfi ekki að nota það við slripulagningu hlíð- arinnar. Allt er þetta í byrjun og er lofsverð viðleitni. En áður en lengra er haldið, ber að skipuleggja hlíðina og gera sér grein fyrir hvað skuli gert ög hvað látið ógert. Fram- kvæmdir, sem ekki falla inn í framtíðarsvipmót og gerð hliðarinnar er betra að drag ist, eða séu látnar ógerðar. Það, sem nú er hendi næst, er að kunnáttu- og lista- menn geri tillögur að fram- tíðarskipulagi hlíðarinnar. Er það mikið verkefni og merkilegt, og myndi þess manns eða manna lengi get- ið, sem tækist að yrkja hug- sjón sína í þessa hlíð, til ynd- isauka ungum og gömlum framtíðaríbúum höfuðborg- arinnar. Þetta getur einn maður gert. Þetta getur eins verið verkefni margra manna. En hvaö skal til bragðs taka, svo talið um Eskihlíð- ina verði meira en innan- tóm orð? Hvernig á að fram- kvæma þetta? Bæjarfélagið þarf í mörg horn að líta og hefir enn ekki tr^yst sér til að leggja fram verulegt le til umbóta í hlíð- Inni. En t*ö félög, sem eru starfandi í bænum, telja sig hafa áhuga lyrir íegrun Eski hliðarirnar. Það eru Eegrun- arfélagiö og Reykvíkingafé- lagið. Þau hafa enn lítið gert í þessu máli, enda haft ýmsu öðru að sinna. En þau ættn að hefja samvinnu um þetta og geta þau varla fengið sér geðþekkara eða verðugra^ verkefni. Ekki er ástæða til að tefja málið. Vel færi á að félögin héldu sameiginlegan fund um það. Síðan mætti í haust eða á komandi vetri efna til sam- keppni um skipulag Eskihlíð- arinnar og veita há.verðlaun, a.m.k. 20 til 30 þús. krónur fyrir beztu úrlausnina. Varð- ar mestu að fá góða undir- stöðu og gera það áður en vafasamar framkvæmdir erú hafnar. — Hvar á aö taka fé til þessa? Afla þess með tekjum af skemmtanalifi í bænum. Til undirbúningsframkvæmd- um myndi það vera auðvelt, — ef áhugi er fyrir hendi. — Sennilegt má telja, að sami tekjustofn gæti staðið undir kostnaðinum fyrstu árin. Þegar skipulag hefir verið ákveðið, skapast mikið verk- efni, sem upplagt er að láta ungmenni bæjarins vinnal Getur það orðið þeim góðué skóli og betrí en inniseta við bóknám, þegar hægt er að vinna úti að ræktun jarðar. Þáttur unga fólksins í þess- ari umsköpun, mun gera hlið. ina enn verömeiri í vitund framtíðarinnar . Til eru menn, sem finnst íátt um þessar ráöageröir og spyrja: Er þetta ekki mest (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.