Tíminn - 16.09.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.09.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, sunnudaginn 16. september 1951. 209. blað, Útvarpið í dag: 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Séra Jón Auð- uns dómpróf.). 12.15—13.15 Há- degisútvarp. 15.15 Miðdegistón- leikar (plötur). 16.15 Fréttaút- varp til íslendinga erlendis. 16. 30 Veðurfregnir. 18.30 Barna- tími (Þorsteinn Ö. Stephensen). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón- leikar. 19.45 Auglýsingar. — 20. 00 Fréttir. 20.20 Sinfóníuhljóm sveitin; Paul Pampichler stjórn ar. 20.35 Erindi: Frá Noregi; fyrra erindi (Steindór Steindórs son menntaskólakennari). 21.00 Tónieikar: Lög eftir Hallgrím Helgason (plötur). 21.30 Upp- lestur: ,,Árni á Arnarfelli og dætur hans“, sögukafli eftir Símon Dalaskáld (Andrés Björns son). 22.00 Fréttir og veðurfregn ir. 22.05 Danslög (plötur). — 23.30 Dagskrárlok. ÍTtvarpið á morgun: Fastfr liðir eins og venjulega. 20.20 Útvarpshljómsveitin; Þór- arinn Guðmundsson stjórnar. 20.45 Um daginn og veginn (Benedikt Gíslason frá Hof- teigi). 21.05 Einsöngur: Tito Gobbi syngur (plötur). 21.20 1- þróttaþáttur (Sigurður Sigurðs- sonson). 21.40 Tónleikar: Victor Sylvester og hljómsveit hans leika (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Létt lög (plöt ur). 22.30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Hvassafell er á ísafirði. Arnar fell lestar saltfisk fyrir norður- landi. Jökulfell fór frá Valparai so 8. þ.m. áleiðis til Guyaquil og New Orleans, með viðkomu í Antofagasta Tocopilla. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavík á morgun austur um land í hring ferð. Esja fór frá Akureyri í gær austur um land. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleiö. Skjaldbreið fór frá Skagaströnd fgær á leið til Reykjavíkur. Þyr- ill er í Reykjavík. Éimskip: Brúarfoss fór frá Antwerpen F2.9. til Reykjavikur. Dettifoss er í Reykjavík. Goðafoss er í Gautaborg fer þaðan til Reykja víkur. Gullfoss fór frá Reykja- vík kl. 12.00 á hádegi í dag 15.9. til Leith og Kaupmannahafn- ar. Lagarfoss fór frá Reykjavík 8.9. til New York. Reykjafoss fór frá Genúa 14.9. til Sete í Suður- Frakklandi, fermir þar málm- grýti til Hollands. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá Halifax 10.9. til Reykjavíkur. Flugferðir Loftleiðir: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar. Á morgun á að fljúga til ísafjarðar, Akureyrar, Hellissands. Úr ýmsum áttum Gwyn Jones prófessor í enskum fræðum við háskól- ann í Aberystwyth í Wales mun fiytja þrjá fyrirlestra við há- skólann hér um miðaldaþjóð- sögur frá Wales. 1. Almennt yfirlit yfir sögurn- ar. 2. Sögurnar fjórar frá Wales. 3. Sagnabálkurinn um Arthur kbnung. Prófessorinn mun gera sam- anburð á þessum gömlu sögum frá Wales og íslenzkum riddara sögum. hafi til Fyrirlestrarnir verða fluttir í I. kennslustofu háskólans, sá fyrsti þriðjudaginn 18. septem- ber., annar föstudaginn 21. sept. og sá þriðji þriðjudaginn 25. sept., allir kl. 6,15 e.h. Öllum heimill aðgangur. I Ranghermi leiðrétt. I í blaðinu í gær var birtur út- I dráttur úr fréttatilkynningu frá I varnarliðinu á Keflavíkurvelli, i þar sem frá því var skýrt, að her menn þar syöra hefðu gefið blóð i vegna móður Þorgríms Jóhanns sonar, íslenzks manns, sem bar- izt hefir í Kóreu. Var í þessari fréttatilkýnningu meðal ann- ars sagt, að konan hefði verið skorin upp við krabbameini. Læknir sjúklingsins hefir borið þetta til baka og beðið blaðið að leiðrétta þetta, þar sem far- ið hafi verið með algerlega stað lausa stafi um sjúkdóm sjúk- lingsins. — Tíminn biður fyrir sitt leyti afsökunar á birtingu þessa ranghermis. Útför I Guðmundar Guðmundssonar I fyrrum bónda að Kvisthöfða, er ; lézt í Borgarnesi, 88 ára að aldri, fór fram að Borg á Mýr- um í gær. Árnað h.eil[a Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af séra Emil Björns- syni ungfrú Katrín Guðjóns- dóttir, Ránargötu 9A, og Bjarni Jósefsson, verkamaður, Hring- braut 45. Heimili þeirra verður að Hringbraut 45. Ennfremur voru gefin saman í hjónaband^f séra Emil Björns syni ungfrú Þórhildur Karls- dóttir, Bragagötu 33A og Þor- steinn Sigurðsson námsmaður, Bergstaðastræti 61. Heimili þeirra verður að Langholtsvegi Hafnargerð í Rlfi (Framhald af 1. slðu.) aka öllu grjótinu út á grand- ann, sem stendur upp úr sjó. Samgönguerfiðleikar valda Söndurum miklum ányggjum um þessar mundir. Flugið eru svo til einu öruggu samgöng- urnar, þar sem fjörubrautin undir Ólafsvíkurenni er ó- fær að kalla. Líta menn úti á nesinu von araugum til þeirrar stundar, er lokið verður við þann 20 km. kafla, sem ógerður er af veginum undir jöklinum, en þá verður bílfært vestur vet- ur jafnt sem sumar. Þýzkalaml (Framhald af 8. síðu.) enn milli fjórveldanna í því skyni að reyna að ráða þessu máli til lykta. Breyting á ítölsku samningunum. Þá var einnig samþykkt að verða við þeirri beiðni ítala að gera nokkrar breytingar á ítölsku friðarsamningunum á þann veg, að þeim verði gert kleift að taka fullan þátt í varnarstarfi Vestur- Evrópu þjóðanna. Ráðstefna Atlanzhafsland- anna í Ottawa hefst í dag og er gert ráð fyrír, að hún standi í viku. heila j hrif á vatnið, að það er miklu steinefnaríkara. Útstreymi hennar hefir leyst upp stein- efni, sem koma með vatninu. Vatnið verður hart sem kall- að er, og þess vegna freyðir sápan ekki í þvottinum. Þegar kemba verður sápuna úr kollinum. Það er til dæmis ekki ráð- legt fyrir þá, sem ætla að þvo á sér hárið, að bera í það mikla sápu, því að þegar þeir ætla að fara að þvo hana úr klessist hún í hárið og situr föst, svo að kemba verður hana úr aftur, ef menn vita ekki rétt ráð. Verður að nota sóda. Gísli Þorkelsson efnfræð- ingur hefir ráðlagt fólki á þessu svæði, sem hefir verið í vandræðum með að þvo úr vatninu eftir Heklugosið að nota sóda í þvottana, en við það fellur kalkið úr og sápan byrjar að freyöa. Hefir þetta gefizt vel. Þetta steinefnaríka vatn er hvergi nærri eins ljúffengt til drykkjar eins og vatn var áður á þessmu slcjium og narðara við tunguna en til dæmis hið ferska Gvenda- brunnavatn. Hlutaveltu hcldur Bræðrafélag Óháða Fríkirkjiisafnaðarins Sunnudaginn 23. þ. m. á Röðli. Og er því hérmeð skor að á alla velunnara félagsins, að bregðast vinsamlega við, og styðja að því á allann hátt að hún verði sem glæsilegust. Munum á hana verður veitt móttaka á Bergastaða- stræti 3, kl. 6—8 e. m. miðvikudaginn 19. og fimmtu- daginn 20. þ. m. Styðjið gott málefni það borgar sig. NEFNDIN :: Sjúkraflug Björns Pálssonar eykst stöðagt i Björn Pálsson, flugmaður hefir farið mjög mörg sjúkra flug að undanförnu siðan hann fékk hina nýju flugvél, sem reynist í alla staði vel til þeirra nota. Hefir Björn .lent á fjölmörgum nýjum lending arstöðum. Tekst honum oft- ast að finna einhvern blett til lendingar skammt frá þeim stað, er sj úklingurinn dvelur á. í fyrradag sótti Björn síð- ast vestur að Ólafsvík sjúkan mann, sem unnið hafði þar að brúarsmíði. Lenti Björn þar á fjörusandi skammt frá 1 og tókst hið bezta. Þannig lendir Björn á nýjum stöð- um annan hvern dag; ryðvarna- og ryðhre insunarefni ♦ Fyrir 8C aura getið þér varið 6 feta ryðgaða þakjárns- \ plötu gegn eyðileggingu ryðsins, — meö Ferro-Bet. — <> Ef þér gjörið það ekki, verðið þér fljótlega aö útvega j yður nýja þakjárnsplötu. Sú aðgjörð kostar kr. 70,00 — - sjötíu krónur. ♦ r_. ? : n= t RAFKERTI í allar tegundir bifreiða. BRÆÐURMR ORMSSON Vesturgötu 3. Nýju og gömlu dansarnlr í G. T.-húsinu í kvöld kl. 9 Aðgangur aðeins 10 kr. Aögöngumiðar í G. T.-húsinu kl. 6,30 - Sími 3355 Neyzluvatnið og Ileklngosið (Framhald af 1. síðu.) þvottabalanum. Kolsýran hefir haft þau á- Vegagerð í Laxár- dal í S.-Þing. í sumar hefir dálítið verið unnið að vegagerð í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, enda var það hauðsyn, þar sem sveitin hefir verið að mestu | vegalaus. Gamall vegur lá frá Brúum vestan árinnar fram í Halldórsstaði, en hann var orðinn mjög lélegur. Þjóðveg- urinn nær nú fram að Þverá, og vegna þess, að þar fremra var eini nothæfi ofaníburð- inn í dalnum, var fyrir nokkr um árum byrjað á vegagerð þar fremra og haldið norður. Er sá nýi vegur nú kominn norður að Birningsstöðum, en ólagður kafli þar á milli norður að Brúum. •.W.V.Y.V.V.V, ".V.V.V.V.V.V »:»»»»» .♦■v.v.v » :: :: » » ♦♦ » :: ♦♦ :: :: Góð jörð til sölu \ Jörðin Skaftafeil (ISöltiitis) í Örsefiuu ;I i er til sölu, með húsum og öllum mannvirkjum, svo og lifandi fé, ef óskað er. Jörðin er mjög vel hýst, íbúð- í arhús svo til nýtt, meö öllum nútíma þægindum. Jörð- inni fylgir eigin rafstöð. — Vatnsleiðsla og raflýsing I; er í öllum peningshúsum. Jörðinni fylgir stór og rekasæl fjara. 'I Frekari upplýsingar gefur ábúandi jarðarinnar, frú Ingigerður Þorsteinsdóttir, eða Oddur Sigurbergsson, í kaupfélagsstjóri í Vík. v.v.v.v.'.v/.v.v.vv.v.v.v.vv.v.’.v.v.vw.v.v.v.v! £xmm;rHTXI*XXXTX**X~*si*X*?I*I****?TreXXXiniIIIITXIXTXXXXT*XIXXITTntIXXIIITTITnxxiI** Sundhöil Reykjavíkur | VERÐUR LOKUÐ í DAG OG MORGUN vegna viðgerðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.