Tíminn - 26.09.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.09.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMJNN, miðvikuðag'nn 26 september 1951. 217. blað. Eitt af því, sem viö höfum lært aö sé kostur á lýðræðis- j skipulaginu er þaö, að undir j því sé mönnum tryggt prent- frelsi, svo að þeir geti látið skoðanir sínar og sjónarmio í ljós fyrir almenning. Hverj- um einum þegni sé frjálst að gagnrýna landsstjórn og lög- gjafa án þess að eiga nokkuö á hættu sjálfur. Borgarar landsins, æðri sem lægri, geti ræðzt við um stjórnarhætti og framkvæmdir. Meðal frændþjóða okkar, þeirra sem lengst hafa náö og fremst standa í félags- menningu, er hið frjálsa orð og opinbera gagnrýnj í heiðri haft. Kunnugt er það, að stjórnarandstaðan er mikils metin í Bretlandi og talin hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Brezka þjóðin vill tryggja það, að ríkisstjórn hennar sé opinberlega gagn- rýnd. Hún vill hafa einskon ar opinberan sækjanda gegn hverri ríkisstjórn sinni. Þess vegna er formennska stjórn- arandstöðunnar launað em- bætti af almannafé. Slíka á- herzlu leggja Bretar á hina frjálsu, opinberu gagnrýni, og er það þó ekki af því, aö þeir séu síður stjórnhollir en aðr- ar þjóðir. í Svíþjóð hafa atvinnurek- endur og stéttarfélögin (al- þýðusamband Svía) samið um það sín á rriilli, að aldrei skuli til þess koma í vinnu- deilum, að útkoma stjórnar- blaöanna truflist vegna verk- falla eða verkbanns. Slíka á- herzlu leggja Svíar á það, að ynálin séu jafnan flutt frá báöum hliðum. í danska þinginu hafa allir flokkar nema kommúnistar, gert ályktun um þaö, aö vinnu deilur mættu ekki trufla frjálsa útkomu stjórnmála- blaðanna. Þannig er hugsað og tekið á þessum málum, þar sem lýð ræðið hefir náð mestum þroska. fslenzkur refsidómur. Nýlega var frá því skýrt í Tímanum, að réttvísin hefði krafið ritstjórann um greiðslu sektarfjár vegna ummæla um svokallað Otradalsmál og yrði ritstjórinn settur í varð- hald samkvæmt dómnum, ef sektin værj ekki greidd. Sjálf sagt er dómur sá lögum sam- kvæmur, en rétt þykir mér að rakið sé hverjar sakir hér liggja til grundvallar. 1 J : Otradalsmál. Vorið 1950 varð kunnugt um óvenjulega stjórnarfram- kvæmd, sem Jón Pálmason hafði gert þá um veturinn mcðan hann var landbúnað- arráðherra, þar sem hann lét jarðakaupasjóð rikisins kaupa jörðina Otradal af Gísla Jóns- syni fyrir 70 þúsund krónur gegn því, að andvirðið rynni til ríkissjóðs til greiðslu á van goldnum skatti Gísla. Tíminn gagnrýndi þessa stjórnarfram kvæmd og taldi með henni skapað óheppilegt fordæmi. Almenningur ætti því ekki að venjast þegar opinber gjöiS væru innheimt áö geta greitt þau með því að láta ríkinu eða stofnunum þess í té fast- ar eöa lausar eignir með því verðí, sem gjaldendur sjálfir ákvæðu. Gísli seldi ríkinu jörðina á 70 þúsund kr., eins og áður er sagt, en hafðj áð- iu- . boðizt 60 þús. kr. fyrir hana við frjálsa sölu, en „taldi sér ekki hag í því að selja hana því verði,“ að því er hann sagði sjálfur. Réttvísin og prentfrelsið Hvernig á gagnrýnin að vera? Eftir því, sem okkur er kennt um hlutverk frjálsrar gagnrýni í lýðræðislandi, ætti það að vera allrar þakkar Effir Kalldór Kristjánsson sýslumenn gætu látið jarðar-I Það er reiðilaust af mér, þó kaupasjóð kvitta opinber að Heimdellingar kysu frem- gjöid sín með því að afhenda honum vafasama eign við vert að ræða opinberlega frá(þvj vergj; sem þejr sjálfir báðum hliöum nýstárlegar og óvenj ulegar st j órnarf ram- kvæmdir eins og þarna voru um aö ræða. Allt, sem Tíminn var dæmdur fyrir að segja í þessu máli, var alveg satt. — Það var í samrærni við það, sem Gísii Jónsson sagði sjálf- ur í vörn sinni í Mbl. 26. maí 1950. Það er ekki hægt að benda á eina einustu missögn eöa ósannindi í því, sem Tím inn var dæmdur íyrir. Sóðaleg orö eru þar heldur engin. — j Gísli Jónsson er að vísu nefnd 1 tiltóku. Vel má segja, að það séu borgandi 750 krónur fyrir slíkan árangur. Annað mál er hitt, hvað þjóðfélaginu er sæmilegast og hvað hollast er lýðræðisskipulaginu. Annar sektardómur. Þessu næst vil ég fara nokkr um orðum um annan sektar- dóm frá síðasta vetri. Þau eru tildrög þess máls, að í árs byrjun 1950 varð mér kunn- í ugt, að Heimdellingar héldu ar „fjárplógsmaður og samn (;Spart ag unglingum í ingur hans við Jón Pálma- framhaicjssi:;ólum í Reykja- son vegna rikissjóðs kallaður „myrkraverk.“ En það er örð- ugt að sjá hvernig menn eiga að halda uppi gagnrýni á vík, að það borgaði sig vel að ganga í HeimdaU og meðal annars veittist þá tækifæri til að komast á skemmtanir stjórnarhætti í landi hér, svo Bláu stjörmmnar fyrir haif. að vítalaust sé, þegar það virg| kostar fésektir eða varðhalds- vist, að segja satt með sið- legu orðbragði. í raun og veru sýnir þessi dómur það, að það er alltaf hægt að dæma menn fyrir aö 1 álíta, ‘að einhver hafi unnið embættisafglöp, hverjir sem málavextir eru, aðeins ef sú skoðun er látin í lj ós. Hvað þýðir Otradalsdómurinn? Dómurinn í Otradalsmálinu byggist á þeim lagaákvæðum, að ekki megi segja satt um menn, ef. þaö geti orðið þeim til álitshnekkis eða móðgað þá eða sært. Það varöar við lög, hvernig sem ástatt er, að kalla þjófinn þjóf og lubb- ann lubba. Þegar satt er sagt frá, eins og hér er um að ræða í Otradalsmálinu, er það undir áliti réttarins á því at- hæfi, sem lýst var, hvort það varði við lög að tala um það. Dómurinn yfir Tímanum er því í raun og veru sektar- dómur yfir Gísla Jónssyni og Jóni Pálmasyni, því að hann byggist á þeirri skoð- un réttarins, að athæfi þeirra hafi verið þess eðlis, að mciðandi sé fyrir þá, að um það sé talað, þó að satt sé sagt. Að öðrum kosti hefðj rétturinn sýknað Tjmann, þar sem mönnunum væri engin skömm að því, sem frá þeim væri sagt í blað- inu. En samkvæmt þessum dómi er alltaf hægt að fá blöð |dæmd fyxúr að halda því fram, að opinber starfsmað- 1 ur hafi drýgt trúnaðarbrot, jhverjir svo sem málavextir 'eru. — | Og hvernig á þá gagn- ! rýnin að vera, svo að vita- !laust sé? Sigur Tímans í Otradalsmálinu. Hins er svo rétt að geta, að Tíminn vann þann sigur i j Otradalsmálinu, að kaupin gengu til baka og Gísli Jóns- json seldi öðrum jörð sína. — Þar með hafði Tíminn raun- ar unnið fullan sigur og gagn rýni hans náð tilgangi sín- um. Fordæminu var hnekkt. Þaö er ekki framar til. Ekk- ert fordæmi af þessu tagi bíð- ur nú væntanlegra landbún- aðarráðherra. Aldrei hefir það verið látið viðgangast að skuldseigir og refjóttir fé- Um þetta skrifaði ég grein í Tímann og er skemmst frá að segja, að Heimdallur stefndi mér fyrir hana og ég var dæmdur. Skal nú sagt nokkuö nánar hvað hér var um að ræða. i*' Uppeldisstarf Heimdallar. ur að rétta hlut sinn með málssókn en opinberum um- ræðum og sízt vil ég mælast til vorkunnar þó að ég fengi dóm fyrir orðbragð, sem þyk- ir ekki prúðmannleg. En það er ástæða til að athuga betur sum þau ummæli, sem dæmt var fyrir. Áfengissalau í Sjálfstæðishúsinu. Ein þeirra setninga,, sem ég er dæmdur fyrir er svo, orð- rétt og úrfellislaust úr dómn- um: „um skeið hefir stærsti stjórnmálaflokkur íslands, Sjálfstæðisflokkurinn, stöð ugt rekið áfengisverzlun húsi sínu.“ Eins og flestir vita, er þetta alveg satt. Sjálfstæðishúsið mun hafa selt vín til jafn- aðar fimm daga í viku hveiTi síðastliðið ár og kalla ég það, að reka stöðugt áfengisverzl- un. Það er nú látið kosta varð haldsvist að minnast á þetta, og skal ég síðastur manna verða til að halda því fram, að þetta athæfi sé flokknum vanzalaust. Hins vegar tel ég j að betur gætti hann sóma síns I með því, að stunda ekki þenn Heimdellingar lögðu fram an kaupskap, en að fá menn í réttinum 4. grein úr lögum1 setta í varðhald fyrir að minn félags síns, þar sem segir, að j ast á staðreyndir. En þetta, félagsmenn geti oröið allir aö menn séu dæmdir fyrir Sjálfstæöismenn á aldrinum 16—35 ára. Ég sannaði hins vegar, að í sjálfu Mbl. höfðu veriö taldir upp nýir félagar bæði eldri og yngri. Lagði ég fram 32 nöfn nýrra Heim- dellinga úr einu og sama Mbl. Voru 2 þcirra meira en 35 ára, annar kominn á sex- svona setningar, varpar ljósi á það, hvernig íslenzk meið- yrðalöggjöf er nú úr garði gerö. Er þetta heppilegt? Svo er að sjá, sem æðsti maður íslenzkrar réttvísi hafi tekið upp þann sið, að innheimta meiðyrðasektir 12 ára. Þetta félag, sem þannig (safnar börnum til sín, fékk 50 sinnum vínveit- ingaleyfi árið 1950. Þessi þáttur Heimdallar í xippeldismálum höfuðstaðar- ins virtist mér þannig vaxinn, að ástæða væri til að ræða hann opinberlega. Engar um- ræður hafa þó oröiö. Heim- dellingar vildu ekki rökræð- ur. Þeir kröxðust sektardóms. Meiðyrði um Heimdall. Nú er það mála sannast, og skal ekkj fegrað, að í þessari grein minni voru ýms grófari og ljótari orð en nauðsyn var að nota. Hún hét „Bai’namút- ur Sjálfstæðisflokksins" og þar var talað um „pólitískt mansal“, „þrælakaupmenn Heimdallar“ o.s.frv. Auk þess skildist mér í fyrstu, að Heim dallarfélagar gætu fengið af- slátt af aðgöngumiðum á skemmtanir Bláu stjörnunn- ar almennt. Ummæli þau.sem þar að lutu, bauðst ég til að taka aftur strax fyrir sátta- nefnd, en því var ekki sinnt. Auglýsingabragurinn á tylliboðum erindrekanna hafði villt mig. Hlunnindin lágu í því, eins og sækjandi málsins gegn mér sagðj fyrix réttinum, að Heimdallur fékk stundum Bláu stjörnuna og hlj ómsveit hússins á félags- skemmtanir, sem menn kom ast á fyrir gjald, sem var svo miklu lægra en venjulegt að- göngumiðaverð, að jafngilti nelmings afslætti. tugsaldur, en hinir 30 allir eSa hxæppa hina brotlegu i innan 16 ára aldurs, yngst1 vfröhald ella, enda hefxr hann birt í bloðunum gremargerð um það. — Um það er ekkert að segja. Sízt skulu rnenn halda, að fárra daga varð- haldsvist á íslandi sé nokkuð píslarvætti og flestir taka sér eitthvert frí hvort eö er. í varðhaldi má líka bæði lesa og skrifa. Það er ástæðulaust að iðrast réttmætrar gagn- rýni, þó að hún kosti menn fárra daga varðhald. En er það heppilegt, að hægt sé að dæma menn í varðhald fyr- ir að tala um það, að áfengi sé selt í Sjálfstæðishúsinu eðaflHeimdallur gefi 12 og 13 ára börnum kost á því að sjá skemmtanir Blástirninga fyr- ir hálfvirði, ef þau láti inn- rita sig í félagið? Það er meg- inatriði málsins. Hvort er hættulegra? í þessu sambandi er skammt að minnast annars, sem þótt hefir orka tvímælis, en það eru vínveitingaleyfi þau, sem lögreglustjórinn í Reykjavík hefir veitt og orðið frægur af. Þau hafa sætt gagnrýni í blöðum og á Alþingi og mætti eflaust byggja nokkra meiðyröadóma á þeirri gagn- rýni, ef út á þá braut væri fai’ið. Samkvæmt áfengislög- unum sjálfum og þeirri reglu- gerð, sem á að heita í gildi, eru til dæmis vínveitingaleyf- in 50 til Heimdallar flest eða öll ólögleg. En þegar um þau ieyfi og önnur slík var rætt við dómsmálaráðherrann á Alþingi, svaraði hann því til, að engin lög hefðu verið brot- in. Það var karl með harðan haus, hans úr skalla reykur gaus, segir í rímunum. Hvort skyldi nú vera meira og alvarlegra afbrot gagn- vart hinu íslenzka mannfé- lagi, að segja opinberlega frá því, að Heimdallur safni til sín börnum niður í 12 ára aldur og láti þau njóta kosta kjara í sambandi við skemmt anir og að áfengi sé selt flesta daga eða hitt, að hafa að engu þau lög og reglu- gerðir, sem stjórna á eftir? Myndi ekki þingræðið fara að dofna og virðing lög- gjafarsamkomunnar fölna, þegar einstakir embættis- menn hafa geðþótta sinn fyr- ir lög? Og mun það ekki holl- ast lýðræði landsins að ein- hverjir verði til að segja þjóð jnni hyað sé að gerast hverju sinni? Ætti það ekki að vera vítalaust, meðan satt er sagt og orðbragðið má heita sæmi legt? Hætta fyrir þjóðskipulagið. Ég hefi hér rætt tvö meiö- yrðamál, sem ég hefi haft aðstööu til að fylgjast vel með. Sjálfsagt er hægt að telja fleiri hliðstæð dæmi. En hver er sjálfum sér næstur, og ég nefni þessj dæmi af því þau hafa almennt gildi, en á engan hátt vil ég bera mig upp sérstaklega og óska sízt neinnar undanþágu frá al- mennu réttarfari fyrir mig persónulega. Ég tel, aö meiðyrðalöggjöf- inni þurfi að breyta. Opin- ber gagnrýni á að vera víta- laus í öllum sæmilegum bún- ingi. Hins vegar rnætti gjarn an leggja nokkur viðui’lög við því, ef ósatt er sagt, þó að ekkj sé beinlinis um móðgan- ir að ræða. Þaö mættu liggja sektir viö að falsa ummæli manna beint og óbeint og segja rangt frá atkvæða- greiðslum og þess háttar. — Slíkt mun nú vera vítalaust að íslenzkum lögum og er þó miklu hættulegra en að satt sé sagt frá óvirðingum opin- berra trúnaöarmanna og þess háttar. Svo mun bezt verða spornað við spillingu og rotn- un að tjaldabaki að birta frjálsrar gagnrýni nái að falla þangað. Nú er hægt að nota íslenzka meiðyrðalöggjöf og íslenzka réttvísi til að tor- velda slikt, eins og Gísli Jóns son hefir gert. í því liggur hætta fyjrir þjéíðfélagið og þjóðskipulagið. Þeirri hættu á að bægja frá. Það sem er bæði sjálfsagt og nauðsyn- legt, eins og gagnrýni á Otra- dalssainninginn, á að vera vítalaust með öllu. Við getum ekki lagt sektir og varðhald við allri gagn- rýni á opinbera starfsmenn, eins og Otradalsdómur bend- ir til, meðan við viljum heita lýðræðisþ j óð. Hjartanlega þakka ég öllum vinum og vandamönnum, sem heiðruðu mig á sjötugsafmæli mínu, 20. sept. s.l. með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll og launi tryggð og vináttu á liðnum árum. — Bjarni Nikulásson, Böðvarsholti. .—*,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.