Tíminn - 26.09.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.09.1951, Blaðsíða 5
217. blað. 5. TÍIMINN, migvikudaginn 26 september 1951. EkLENT YFIRLIT: Eykst verðbólgan enn? Ilorfur eru taldar á því, að verðlag' og kaupgjald fari hækkandi í Bandaríkjiinum Miðvihud. 26. sept. Afnám verðlags- hamlanna Núverandi stjórn hefir á ýmsan hátt tekið upp nýja stefnu í verzlunar- og verð- lagsmálunum. Hún hefir af- numið ýmsar gjaldeyrishöml- ur og reynt þannig að skapa þeim, sem höfðu innlent veltu fé, möguleika til óhefts inn- flutnings. Jafnframt hefir hún afnumið verðlagshömlur á ýmsum vörum, sem hún taldi líklegt, að nægilegt framboð yrði á. Þetta síðar- nefnda hefir verið gert í ýms um löndum, m.a. í Bretlandi, þar sem verkamannastjórnin hefir dregið úr ýmsum verð- lagshömlum hin síðari ár. Af hálfu ýmsra Framsókn- armanna var litið á þessa stefnubreytingu með nokk- urri tortryggni. Framsóknar- menn viðurkenna vissulega nauðsyn þess, að innflutn- ingur neyzluvara sé yfirleitt það mikill, að svartur mark- aður sé útilokaður, en á það skorti mjög í stjórnartið Stefáns Jóhanns. Hins vegar voru gjaldeyrisaðstæður slík- ar, að vafasamt gat talist að sleppa öllu aðhaldi í þessu sambandi. Framsóknarmenn telja líka, að opinbert verð- lagseftirlit sé ekki aeskilegt lengur en nauðsyn krefur, en hins vegar sé vafasamt að sleppa því með öllu, nema nægilegt vöruframboð sé áð- ur tryggt. Þrátt fyrir þá gagnrýni Framsóknarmanna, sem hér að framan greinir, varð það niðurstaðan, að fallist var af flokksins hálfu á áður- greinda stefnubreytingu í * verzlunar- og verðlagsmál- unum. Höfuðástæðan til þess var sú, að búið var í stjórn- artíð Stefáns Jóhanns að binda innflutninginn í fast- ar skorður, er hindruðu vöxt lieilbrigðra verzlunarfyrir- lækja og skömmtuðu þeim mildu minni hlut en þeim bar. Engin önnur leið stóð öpin til að losa um þessa fjötra en að reyna framan- greinda stefnubreytingu. — Auk þess var Sjálfstæðis- flokkurinn búinn að reka svo harðskeyttan áróður fyrir afnámi gjaldeyris- og verðlagshaftanna, að sú til- raun var á ýmsan hátt til- vinnandi, að þjóðin fengi að reyna, hvernig slíkt gæfist í framkvæmd. * Sá tími nálgast nú óðum, að hægt sé að fella dóm um það, hvernig þessi tilraun hef ir gefist. Einkum gildir það þó um afnám verðlagshaml- anna. í forustugrein í Tímanum 18. júlí síðastl. var lögð á það áherzla, að „stj órnarvöldin fylgist vel með þeim áhrif- um, sem afnám verðlagseft- irlitsins kann að hafa á verð- lagið, og veröur vitanlega að grípa i taumana aftur, ef sam tök verða um að misnota það tækifæri, sem verzluninni er hér veitt.“ Eftir því, sem Tíminn hef- ir hlerað, hefir slík athugun nú farið fram og verða niður- stöður hennar vafalaust birt- ar opinberlega. Niðurstaðan mun yfirleitt vera sú, að á- lagning hafi hækkað, en vit- Um nokkurt skeið undanfarið hafa menn gert sér vonir um, að verðlag kynni að lækka eitt- hvað aftur að ráði. Vonir þess ar hafa menn byggt á því, að verö á ýmsum hráefnum hefir heldur lækkað og bendir margt til þess, að hið nýja verðlag hald ist. Aftur á móti eru nú taldar horfur á, að kaupgjald fari held ur hækkandi og skortur á ýms um unnum vörum ýti undir verð hækkanir á þeim. Um þessar mundir er það því talið vonlítið, að nokkur almenn verðlækkun eigi sér stað í náinni framtíð, heldur muni frekar stefna í hækkunarátt, Þó geta ýmsar vörur fallið eitthvað í verði, en hins vegar aldrei svo, að það geti talizt til almennrar verð- lækkunar, því að hækkanir munu verða á öðrum vörum og það sennilega meiri en verðlækk unum nema. Einkum er óttazt, að verðhækkanir muni eiga sér staö í Bandaríkjunum, en verð- hækkanir þar hafa í för með sér verðhækkunaráhrif víða ann arsstaðar. Hér á eftir verður nokkuð greint frá verðlagshorfum í Bandaríkjunum og er þar eink um stuðzt við grein eftir norsk an blaðamann, sem er fréttarit- ari í New York fyrir norsku blöð in. Slakað til á verðlagseftirliti. Eins og kunnugt er, beitti Tru man forseti sér fyrir setningu róttækra verðlagslaga á s. 1. vori. Þingið tók tillögum hans heldur illa og hefir fyrir nokkru geng- ið frá verðlagslöggjöf, er Tru- man segir, að séu verstu lög- in, er hann hafi nokkru sinni undirritað. f löggjöf þeirri felst ekki nema lítið af því, sem Tru- man fór fram á að gert yrði. Sterk hagsmunasamtök beittu ýmiskonar ráðum til að hafa áhrif á þingmennina og létu þeir undan, enda ekki nema ár til kosninga. Fyrst eftir setningu þessara laga má segja, að ríkt hafi ó- vissa og uggur í Bandaríkjun- um í sambandi við verðlagsmál in. Nú er óvissan hins vegar horfin, en uggurinn hefir auk- izt. Það eitt er víst, sagði einn af kunnustu hagfræðingum Bandaríkjanna, að verðbólgan mun halda áfram að aukast. Það virðist líka vera almennt álit, að nýju verðlagslögin muni hafa miklar verðhækkanir í för með sér. Afborgunarkerfið. Fyrstu sex mánuði ársins voru allstrangar verðlagshömlur í gildi. Þær virtust smátt og smátt hafa áhrif í rétta átt. Neyt endurnir urðu bjartsýnir. Kaup anlegt var, að hún myndi þurfa að hækka nokkuð vegna aukins verzlunarkostnaðar. í ýmsum tilfellum virðist hún þó vera alltof mikil og í ein- staka tilfellum virðist hreint okur hafa átt sér stað. Endanlega verður ekki hægt að fella dóm um þetta fyrr en áðurneíndar niðurstööur liggja opinberlega fyrir. Á- stæðan til mistaka þeirra.sem átt hafa sér stað, eru vitan- lega ýmsar. í mörgum tilfell- um hafa verðlagshömlur ver- ið afnumdar alltof fljótt eða áður en nægar vörubirgöir höíðu safnast. Þau mistök skrifast á reikning ríkisstjórn arinnar, er mátti vita, aö slíkt myndi misnotað. í öðrum til- felium geta neytendur sjálf- um sér um kennt, því að þeir hafa ekki gætt þess að beina viðskiptum þangað, þar sem verðlagið hefir veriö lægst. máttur dollarans var meiri ann an fjórðung ársins en þann fyrsta. Þeir, sem bezt þekkja til, álita að þessi ávinningur muni fara forgörðum vegna þess, að nýju verðlagslögin draga úr hömlunum. Það er einkum talið örlaga- ríkt, að lögin draga úr þeim hömlum, sem áður hafði verið beitt til að draga úr lánastarf- seminni. í efnahagsmálum Bandaríkjanná gætir þess fyrir komulags miklu meira en í efna- hagsmálum nokkurs annars lands, að menn geti fengið dýra muni keypta gegn afborgunum, er taka oft langan tíma. Þetta gildir t. d. um bíla, ísskápa,; þvottavélar, ryksugur og út- varpstæki, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Oft er um vikulegar afborganir að ræða, sem ná yfir 2—3 ár. Hin nýju verðlagslög draga mjög úr þeim hömlum, sem hafði verið beitt til að hindra þessa lánastarfsemi. Nú þarf t. d. staðgreiðslan ekki að vera nema 15% af kaupverðinu í stað 25% áður, afborgunartím inn er lengdur um marga mán- uði o. s. frv. Afnám þessara hamla hafa þegar stóraukið kaupin og eftirspurnina á um- ræddum vörum. Af þessu bykir nú ekki sízt stafa verðbolgu- hætta. Verðhækkunarleyfi. Annað ákvæði nýju laganna, sem ekki er síður talið örlaga- rikt, fjallar um leyfi til verð- hækkana. Áður mátti ekki hækka vöruverðið vegna auk- ins framleiðslukostnaðar, ef framleiðandi fékk 85% af þeim hagnaði, er hann hafði á árun- um 1946—49. Samkvæmt nýju lögunum má framleiðandi hækka verðið, sem svarar þeirri aukningu framleiðslukostnaðar- ins, er átt hefir sér stað fyrstu sex mánuði ársins. Það hefir engin áhrif á þetta, þótt hagn aðurinn hafi aukizt á þessum tíma og fyrirtækið geti því ris- ið undir auknum framleiðslu- kostnaði, án verðhækkunar á framleiðslu sinni. Síðan nýju verðlagslögin gengu í gildi, hafa umsóknir um verðhækkanir streymt að úr öllum áttum. Úrræði, sem vart koma til greina. í áliti, sem nýlega hefir birzt frá þingnefnd, er kynnti sér sér- staklega verðlagsmálin, kemur sú skoðun fram, að verðbólgu- hættan fari vaxandi. Vígbúnað urinn dregur til sín meira og meira af hráefnum og vinnu- afli. Tekjur verkamanna munu aukast vegna vígbúnaðarfram- kvæmdanna, en framleiðsla á ýmsum nauðsynjavörum mun Verður það aldrei of brýnt fyrir .neytendum, að gæta þessa sjónarmiðs vel. En reynslan sýnir, að ekki skort- ir okurviðleitni ýmsra aðila í verzlunarstéttinni, ef aðhald neytenda eða þess opinbera brestur. Af þeirri reynslu, sem feng- in er, verða opinberir aðilar aö draga réttar ályktanir. — Enginn þvergirðingsháttur eða þröngsýni má aftra þvi, að þær ráöstafanir séu gerð- ar, er tryggja hag almenn- ings bezt. Miklu hlýtur það að ráða um slíkar ákvarðan- ir, hvernig horfur eru um vöruútvegun. Margir aðilar, sem telja verðlagseftirlit bráðabirgðaúrræði, telja nú nauðsynlegt, að auka það vegna fyrirsjáanlegs vöru- skorts, og er í þeirra hópi stjórnir Bretlands og Banda- rikjanna. TRUMAN hins vegar dragast saman af sömu ástæðu. Þegar vaxandi kaupgeta og vaxandi vöruskort ur haldast þannig í hendur, getur afleiðingin ekki orðið önn ur en verðhækkanir og verð- bólga. Þrjú úrræði gætu dregið úr þessari verðbólguhættu: Sam- dráttur lánastarfseminnar, minni vígbúnaöur og aukinn sparnaður. Hins vegar er ekki líklegt, að neitt af þessu eigi sér stað í náinni framtíð. Þing ið ræðst vart i það að draga úr lánastarfseminni rétt fyrir kosn ingar, ástandið í alþjóðamálum hvetur til aukins vígbúnaðar og horfur í peningamálum hvetja menn ekki til sparnaðar. Engin stórvæ;gileg skattahækkun. Ein leið er til enn og hún er sú, að hækka skattana. Sú leið viröist ekki líkleg. Ríkisstjórnin hefir lagt til að hækka skatt- ana um 10 milljaröi dollara, en fulltrúadeildin hefir lækkað þessa upphæð um 3 milljarða og öldungadeildin ráðgerir að lækka hana um 2 milljarði til viðbótar eða niður í 5 milljarða. Þingið ræðst vafalaust ekki í mikla skattahækkun rétt fyrir kosningar. (Framhald á 7. síðu) Raddir nábúanna Eyðslan og bruðlið hjá Reykjavíkurbæ stafar ekki sízt af allskonar skyssum og ráðleysi, sem verkfræðingar bæjarins gera sig seka um, enda virðast þeir mest valdir eftir pólitískum litarhætti. Tvær framkvæmdir, sem ver ið hafa á döfinni undanfarið, eru ekki sízt mælikvarði um þetta. Um þær segir svo í seinastu Vikutíðindum: „Háværar raddir heyrast um það, að eitthvað sé bogið við allar framkvæmdir á Mikla- torgi. Torgið hefir verið lækk að um meira en meter, leiðsl ur rifnar upp og mörgu um- turnað, sem áður var búið aö ganga frá með ærnum kostn- aði. Mun þetta rask allt sam an verða bænum æði kostnað arsamt og lítil forsjá sýnileg, eða flaustrað hefir verið að fyrri framkvæmdum. Virðist ekki eiga að hallast á um fyrir hyggjuna þarna eins og verið hefir um Hringbrautina. En þar var annar helmingur brautarinnar á góðum vegi með að renna suður í Skerja fjörð, en hinn ofan í Tjörnina. Þótt komið væri í veg fyrir flóttann, hljóta þessi mistök að hafa kostað bæinn mikið fé, og mikilli umferðatruflun hefir það valdið, þar sem gat- an hefir verið að miklu leyti lokuð tvö undanfarin sumur“. Svipuð dæmi mætti fleiri nefna. Ef bærinn hefði færari mönnum á að skipa til þess að sjá um framkvgemdir sínar, hefði aukaniðurjöfnunin áreið anlega reynzt óþörf. Á flatneskjunni f sumar, þegar ritstjóri Mbl. kom á heiðarbrúnina austan Eyjafjarðar og leit yfir búsældarlegar sveitir og samfellda ræktun héraðsins, varð hann hrifinn og komst í sneriingu við upp ’un.i siun. Ilann íagnaJi meJ gr-c r.r.-l- auum, lífinu cg samvinniniai. Við heimkomuna sezt hann niður og skrifar beztu grein, sem blað hans hefir birt um fleiri árabil, cf ekki frá bvrj- uii. Játningin líður úr penna hans yfir síður Mbl., lofsöng- ur til mannanna, sem rækta landiö og búa það gróðri milli fjalls og fjöru. Hrifning yf- ir miklum árangri í Eyjafirði og hispurslaus viðurkenning á góðu starfi þar. Allir, sem nokkuð þekþja til mála hér á landi, jafnt Mbl. ritstj. og aðrir, vita og viðurkenna, að samvinnan er komin hvað lengst áleiðis j Eyiafirði og að þetta, sem rit- stjórinn sá, eru fyrst og fremst verk samvinnumanna. Síðan þetta gerðist, hefir sumri tekið að halla og grösin sölna. Þessa gætir átakanlega í Mbl. Skýjaflákar hylja fjöll- in og teygja sig niður í miðj- ar hlíðar. Hvergi sér tii lofts og súldar úr þokunni. Haust- svipur kaupmennskunnar faer ist yfir. Með hallandi sumri hefir Mbl. tekið upp fyrri iðju sína um samvinnufélögin. Það hef ir hrakist af heiðarbrúninni ofan á flatneskjuna og gleymt ræktun samvinnumanna um breiða byggð. Kappfélögin og Framsókn eru sá bölvaldur, sem skýtur upp kollinum, hvar sem það stígur niður fæti. Skip samvinnumanna eru voðaleg. Hvað ætli að þessir bændur kunni að sigla? Og að taka fé bændanna í skip til að flytja vörur þeirra að og frá landinu, er hreinn barna- skapur. Mbl. viknar af sam- úð með sveitamönnum yfir þessu ráðlcysi þeirra. Ef til vill mættu samvinnumenn flytja vörurnar, ef allir töp- uðu á siglingum? En nú er mikil hagnaðar- von af millilanda^'glingum. Og þá er erfitt að þola, að SÍS sé stór keppinautur. — Hreinn voði er að skuldum kaupfélaganna í bönkuniun. Mbl. blöskrar. Þetta, sem rit- stj. sá af heiðarbrúninni má ekki draga til sín ofmikið fjármagn þjóðarinnar. Þeir, sem rækta landið mega ekki skulda, þótt landið sjálft og bústofn þeirra sé að veðj. Öðru máli gegnir með þá útvöldu. Smádátar með tvo til þrjá báta og verzlunarhokur komast í bók hjá bönkunum upp á 6 til 8 milljónir. Og ftjbl. þegir. Einn togari kostar 8 til 10 milljónir, allt í skuld. Og Mbl. þegir. Eitt gott hús í Reykjavík kostar eina millj. Mbl. talar lítið. Bókaútgef- andi hleypur á milljónum. — Enn er Mbl. þögult. Jafnvel sjálf Reykjavík hefir vist eitt hvað komist í bók hjá bönk- unum. En Mbl. er þögult sem gröfin. Þetta er allt sjálfsagt. En ef samvinnufélögin skulda hluta úr árinu, meðan fram- leiðsiuvörur landbúnaðarins eru ekki komnar á markað- inn, ætlar Mbl. að verða flök- urt af yamllætingu. — Ekki veldur það minnstum áhyggjum, þetta voðalega skattfrelsi, sem Heimdelling- ar grétu yfir norður á Akur- eyri í vor. En þetta síendur- (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.