Tíminn - 03.10.1951, Qupperneq 2

Tíminn - 03.10.1951, Qupperneq 2
2. TÍMINN, miðvikudag:inn 3. október 1951. 223. blaff. Utvarpið Útvarpið i kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Upp við Fossa“ eítir Þorgils gjallanda; XV. —.sögulok. (Helgi Hjörvar). 21,00 Tónleikar: Lög eftir Svein björn Sveinbjörnsson (plötur). 21,20 Gangnaþáttur: Á heiða- löndum Húnvetninga (Björn Magnússon). 21,50 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veður- fregnir. 22,10 Danslög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Einsöngur: Joan Ham- inond syngur (plötur). 20,45 Dag skrá Kvenfélagasambands ís- lands. — Upplestur: Úr kistu- liandraðanum (frú Aðalbjörg Siguröardóttir). 21,10 Tónlelkar (plötur). 21,15 Frá útlöndum lAxel Thorsteinson). 21,30 Sin fqnískir tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðuríregnir. 22,10 Framhald sinfónísku tónleik- enna. 22,45 Dagskrárlok. Sambandsskip: Ms. Hvassafll átti að koma til Siglufjarðar í dag frá Seyðis- firði. Ms. Arnarfell fór frá Þor- lákshöfn 27. f. m. áleiðis til ítalíu mð saltfisk. Ms. Jökulfell er á leið til New Orleans frá Guayaquil. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja er í Reykjavík og fer þaðan næst komandi föstudag vestur um land í hringferð. Herðubreið er á Austfjörðum á suðurleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gærkvöld til Húnaflóahafna. Þyrill er í Reykjavík. Ármann var í Vestmannaeyjum í gær. Eimskip: Brúarfoss er á Breiðafirði, og fer þaðan til Vestfejarða að lesta frosinn fisk. Dettifoss fór frá Antverpen 1. 10. til Hamborgar, Rotterdam, Hull og Leith. Goða foss fór frá Reykjavík 1. 10. til New York. Gullfoss fór kl. 15,00 í gærdag 2. 10. frá Leith til Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá New York 26. 9., væntan legur til Reykjavíkur 4. 10. Reykjafoss fór frá Dordrecht í Hollandi í gærmorgun 2. 10. til Hamborgar. Selfoss er í Reykja vík. Tröllafoss fór frá Reykja- vík 25. 9. til New York. .Röskva er: í Gautaborg; fer þaðan til Reykjavíkur. Bravo lestar í London 5. 10., fer þaðan til Hull og. Reykjavíkur. Flugferðir Loftleiðir. í dag verður flogið til Akur- eyrar, Hólmavíkur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Flugfélag íslands. Innanlandsflug: f dag er áætl að að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Hellis- sands, ísafjarðar,_ Hólmavíkur og Siglufjarðar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Ólafs fjarðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðs fjarðar, Blönduóss, Sauðárkróks og Siglufjarðar. — Millilanda- flug: Gullfaxi kom frá London í gærkveldi. Úr ýmsum áttum Sendiherra Bandaríkjanna hér á landi hr. Edward B. LaWson er nýkominn hingað heim úr utanför og hefir tekið við forstöðu sendiráðsins frá 14. sept. að telja. ímyndunarveikin í Þjóðleikhúsinu. Sýningar á ímyndunarveik- inni eftir Moliere hefjast i Þjóð leikhúsinu annað kvöld. Var þetta bráðskemmtilega leikrit sýnt í vor sem leið við fádæma aðsókn og hrifningu áhorfenda. Þá lék frú Anna Borg hlutverk Toinette, en nú hefir ungfrú Sigrún Magnúsdóttir tekið við hlutverkinu. Leikstjóri er hinn ' sami og áður, Óskar Borg, og leikendur allir hinir sömu nema Bjarni Bjarnason, sem leikur og syngur hlutverk Glantes, sem Birgir Halldórsson fór með áður, en hann varð fyrir því ! slysi að fótbrotna, þegar nokk- , uð var liðið á æfingartímann. ímyndunarveikin var sýnd 14 sinnum í vor. — Frumsýningar gestir, sem vilja sjá sýninguna annað kvöld, verða að gera að- vart í aðgöngumiðasölunni fyrir kl. 4 í dag, því að engir að- göngumiðar verða fráteknir áð- ur en sala hefst. Myndin er af Elínu Ingvars- dóttur í hlutverki Angelique. Heilbrigðismálaráðuneytið hefir gefið út leyfisbréf handa Elíasi Eyvindssyni til að starfa sem sérfræðingur í svæfingum og deyfingum, og mun hann vera fyrsti læknir, sem gerir slíkt að sérgrein, enda er hann sérmenntaður erlendis á þessu sviði. Landskeppni í skák. Síðasta umferð landskeppn- innar verður tefld í kvöld. Efst ir eru nú Friðrik og Lárus með 3y2 vinning hvor. Sýning Barböru og Magnúsar. Málverkasýning þeirra hjón- anna Barböru og Magnúsar Árnasonar er opin í Listvinna- salnum við Freyjugötu alla daga frá kl. 1 til 10 síðdegis. Aðsókn hefir verið mjög góð og hafa þegar selzt tíu myndir. Mál- verkin eru öll landslagsmálverk, mest úr Borgarfirði og af Snæ- fellsnesi. Vestur-Húnvetningar voru ranglega taídir á eftir Snæfeliingum, er skýrt var frá þátttöku héraðanna í samnor- rænu sundkeppninni. Hlutfalls- tölurnar eru hins vegar réttar. Hraðamet. S. 1. mánudag setti Douglas- flugvélin „Gunnfaxi" frá Flug- félagi íslands nýtt hraðamet á leiðinni Reykjavík—Akureyri. Flaug hún vegalengdina á 44 mínútum eða þremur mínútum skemur en þessi leið liafði verið farin áður á stytztum tima. Flugstjóri á „Gunnfaxa" í þessari ferð var Anton Axelsson. Elzti Akurnesingurinn Iátinn. Kristján Daníelsson, Kirkju- völlum á Akranesi, lézt í fyrri- nótt 93 ára að aldri. Kristján var elztur manna á Akranesi. Til safnaðarfóiks í Nessókn. Ég vil fyrir hönd Kvenfélags Neskirkju, minna sóknarfólk vinsamlega á það, að happdrætt isnefr.d félagsins biður fólk að gera svo vel að taka höndum saman og greiöa fyrir því eins og hægt er, að happdrættismið arnir seljist nú scm örast og sem víðast, því sá tími er að koma að gera þarf nefndinni skil núna um mánaðamótin á andvirði miðanna, eða þá þeim sjálfum. Jafnframt skal það þakkað, hve margir hafa gert góð skil nú þegar, og hve ágæt þcssu, eins og endranær, þegar félagskonur hafa leitað til safn aðarfólksins. Drátturinn í happ drættinu fer frarn 15. nóvember, og eru þar margir ágætir og dýrmætir munir, eins og talið er upp á happdrættismiðunum. Kvenfélagið þakkar öllum, sem stutt hafa og eflt þetta happ- drætti í orði og í verki. Jón Thorarensen. Óháði fríkirkjusöfnuðurinn gjafir og áheit: Kirkjubyggingarsjóður: Áheit frá G.J. 100, kona í Meðallandi 50, E.E. 1100, A.A. 500, S.J. 100. Gjafir: Minningargjöf um móð ur frá M.B. 100, Jón í Brún 20, S.J. 100, Þ. Jónsson 1.000,00. Af- hent af presti safnaðarins frá utansafnaðarkonu K.E. 1.000,00. Saínaðarsjóður: Áheit frá Sig- urði 50, E. Jóhannsdóttir 100. Gjafir: Steindór 80, Kona 10, Kona 5, Sigurður og Ólafía 50, H. ísleifsson 100, N.N. 100, V. 100, Þ.L. Jónsson og frú 200, A.A. 100, afhent af frú I. ísaksdótt- ur frá E.M. 50, N.N. 10, og ó- nefndri konu 50. Afhent af presti safnaðarins frá utan- safnaðarmanni Il.L. 300, vildar- vin safnaðarins 50, J.J. 100. Kærar þakkir. Gjaldkerinn. KAKTUSBUÐIN HÖFUSVS OPNAÐ AFTUR Höfum mikið úrval af pottaplöntum og afskorn- mn blómum, Tökum að okkur allskonar skreyt- mgc’r. Laugaveg 23 KAKÍlSBtðlX. Tómar t ♦ ♦ Höfum fyrirliggjandi áttunga, kvartel og hálftunn- ur, tilvalin ílát undir slátur, síld og kjöt. Einnig saltsíldarflök, beinlaus og roðlaus á áttungum. — IÐSTÖÐIN H.F. Vesturgötu 20 — Símar 1067 og 81 438 Fuglafriðiinarlög (Framhald af 1. síðu.) fugla eða reka þá saman og nota vélbáta við fuglaveiðar á ósöltu vatni eða báta, sem gímga hraðar en tólf sjómíl-i ur við fugla á sjó. Net eru bönnuð við fuglaveiðar á sjó og landi, nema fyrir lunda,1 þar sem hann stendur æðar-! varpi fyrir þrifum, og skal þá hirða fuglinn úr jafnóðum eða vitja um net eigi sjaldn- ar en tvisvar á dag. Fleka, síingi, króka, gogga, öngla, boga, gildrur og ljósaútbún- að má ekki nota né aðrar fast ar veiðivélar, og ekki má eitra fyrir fugla nema með sérstakri undanþágu. Myndataka af örnum, fálk- um, snæuglum og haftyrðl- um er bönnuö við hreiður, og bannað að selja eða gefa frið- aða fugla og egg þeirra. Viðurlög. Viðurlög eru ákveðin 100— 5000 króna sekt fyrir að skjóta fugla og meiri, ef stór- fellt brot er, en fyrir eggja- töku 50—4000 króna sekt. Á tilraun til brots skal litið sem fullframið brot, og má enginn hleypa af skoti á annars manns landareign, án leyfis eiganda eða landleigjanda, og varðar slíkt 50—1000 króna se.kt. — TILKYNNING iim lögtak á |slisgg|öl«lsam át’slass 1951. Lögtak hefir verið úrskurðar á sköttum og gjöldum ársins 1951. Þeir skattgreiðendur í Reykjavík, sem enn hafa ekki greitt gjöld sín að fullu, verða að Ijúka greiðslu þeirra hið allra fyrsta, ef þeir ætla að komast hjá lögtaki, sem framkvæmt verður án frekarj aðvörunar og mega menn ekki gera ráð fyrir að reikningum þeirra verði áður framvísað af innheimtumanni. Reykjavík, 2. október 1951, Tollstjéraskrifstofan. Hafnarstræti 5. i TILKYNNING FRÁ KIRKJUGÖRÐUNUM í REYKJAVÍK: Sigurbjörn Þorkelsson hefir verið ráðinn forstjóri kirkjugarðanna. Viðtalstími hans er á skrifstofunni í Fossvogskirkjugarði fyrst um sinn kl. 11—12 f. h. virka daga og á öðrum tímum eftir samkomulagi. Sími 81 166 og sími heima 4355. GUÐRUN ÞORLAKSDOTTIR v, frá Korpúlfsstöðum, sem lézt 25. sept., verður jarffsett aff Lágafelli fimmtudaginn 4. okt. og hefst kirkjuat- höfnin kl. 2 miðdegis. — Blóm og kransar afbiffjast, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, eru beðnir að láta Krabbaminsfélagið njóta þess. Bílferð verður frá Ferðaskrifstofunni kl. 1,30. Þorbjörg Guðmundsdóttir, Bjarnveig Guðjónsdóttir, Guðmundur Þorláksson. sas Þökkum innilega sýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför MARGRÉTAR GEIRSDÓTTUR, Kárastíg 6. Börn og tengdabörn. Alúðar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur sam- úff og vinátfu við andlát og jarðarför ÞORSTEINS BJARNASONAR frá Háholti. Vandamenn.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.