Tíminn - 12.10.1951, Síða 7
230. blað.
TÍ3TINN, föstudaginn 12. október 1951.
7.
Auknar vinsældir ís-
lenzkra minjagripa
Ferðaskriísíoía rlkisins tekur við starfi
fyrirtækislus fsleuzkrar ulEar
Ft-rðasbrifstofa ríkisins ætlar nú að leg'gja aukna rækt við
sölu islenzkra minjagripa. Hin nýja sölubúð skrifstofunnar,
sem innréttuð er í íslenzkum baðsíofustíl, hefir gefið góða
raun, og nú færir stofnunin enn verulega út kvíarnar í þessu
efni og tekur að miklu lej ti við af þeim stofnunum, sem hing
að til hata annazt söiuna á íslenzkum heimilisiðnaði. Skýrði
Þorleifur Þórðarson, forstjórj Ferðaskrifstofu ríkisins, frá
þessu á blaðamannafundi í gær.
Vaxandi sala minjagripa.
Það hefir komið í ljós, að
síðan útlendingar fóru að
eiga þess kost að kaupa
meira af smekklegum íslenzk
um minjagripum, hafa skap-
azt miklir möguleikar fyrir
sölu þeirra, bæði í baðstofu
Ferðaskrifstofunnar og eins
á Keflavíkurflugvelli.
Er ætlunin, að í baðstof-
unni verði til sölu fjölmargir
munir, sem íslendingar sjálf
ir hafa gagn og gaman af, og
þangað er líka gert ráð fyrir
að leiðir þeirra liggi, er þurfa
á munum að halda til að að
senda kunningjum sínum í
öðrum löndum. Verður sölu-
búð þessi opin allan ársins
hring.
„íslenzkur heimilisiðnaður".
í framhaldi af fyrri starf-
semi Ferðaskrifstofunnar og
Heimilisiðnaðarfélags íslands
hafa þessir aðilar nú sett á
stofn upplýsinga- og sölumið
stöð fyrir íslenzkan heimil-
islðnað og ber fyrirtækið
heitið „íslenzkur heimilsiðn-
aður“.
Hlutverk í.H, er að stuðla að
framieiðslu vandaðra heimil-
isiðnaðarmuna. Tilgangi sín
um hyggst Í.H. að ná með
þvi að gefa leiðbeiningar um
tilbúning muna, útvega ein-
staklingum og kvenfélögum
fyrirmyndir og efni og enn
fremur að vinna markað fyr-
ir muni, sem hæfir þykja og
hlotið hafa viðurkenningar-
merki Í.H., svo og með því,
að efna til samkeppni og sölu
sýninga.
„íslenzk ull“ hefir afhent
Heimilisiðnaðarfélaginu fyr-
irmyndir sínar, skrár yfir
sanibönd, efnj og áðrar vör-
ur, og rennur þetta allt til
hins nýstofnaða fyrirtækis
Í.H. Er Ferðaskrifstofa ríkis-
ins jafnt sem Heimilisiðnaðar
félag íslands þakklát fyrir að
mega byggja starfsem;_ Í.H. á
reynslu fyrirtækisins „íslenzk
ull“.
Haganesvíkurbát-
ar afla vel
Frá fréttaritara Tímans
í Haganesvík.
Trillubátar héðan eru fyrir
nokkru byrjaðir róðra, og
hafa þeir fiskað ágætlega.
Veitt er á handfæri, og eru
3—4 menn á bát, og hafa þeir
xengið allt upp í 400 fiska í
róðri.
Hin nýja bátabryggja í
Haganesvík er komin í notk-
un, og auðveldar hún stórum
sjósóknina.
Aðalfundur Félags
íslenzkra leikara
Framhaldsaðalfundur Fé-
lags íslenzkra leikara var hald
inn 30. september s. 1., en að-
alfundi var frestað 15. maí í
vor.
Mörg mál voru á dagskrá.
í upphafi fundar minntist
formaður félagsins, Valur
Gíslason, sextugsafmælis Har
aldar Björnssonar leikstjóra,
er var þ. 26. júlí s. 1., en Har-
aldur dvald; þá erlendis. Árn
að; formaður honum heilla,
bakkaði störf hans í þágu ísb
ieiklistar og afhenti honum
gjöf frá félaginu, en fundar-
menn hylltu hann meo fer-
töldu húrra.
Formaður flutti skýrslu frá
4. norræna leikhúsþinginu,
sem haldið var í Helsingfors
sumarið 1950, en hann sat
þingið sem fulltrúi félagsins
og á sæti í stjórn leikhús-
þingsins af íslands hálfu.
Félag íslenzkra leikara var
stofnað í september 1921 og
hefir því starfað í 10 ár. Þaö
nefir beitt sér fyrir bættum
Kjörum og menntun leikara,
tneöal annars með því, að
styrkja 20 leikara til náms- og
kynnisferða erlendis siðan
1945. Félagsmenn eru nú 49.
Stjórnin var endurkosin, en
hana skipa: Valur Gísiason
form., Valdemar Helgason rit
ari og Anna Guðmundsdóttir
gjaldkeri. Varaformaður,
Brynjólfur Jóhannesson, var
einnig endurkosinn.
Aukin framlög
(Framhald af 5. síðu)
sjóði, ef það þykir hentugra.
Jafnframt er lagt til, að fram
lög bæjar- og hreppsfélaga
og ríkissjóðs verði á næsta
ári hækkuð um helming til
bráðabirgða, á meðan frekari
athuganir fara fram á þessu
hausti. Mundi sjóðurinn með
þe'ssu fá nokkurt viðbótar-
fjármagn á árinu.
Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að nú er mjög
örðugt að fá lán til íbúðar-
húsabvgginga, og þau lán, sem
fást, erú oftast með mjög ó-
hagstæðum kjörum. Kemur
þetta hart niður á allri bygg-
ingarstarfsemi og skapar þó
einkum erfiðletika fyrir þá,
sem efnalitlir eru, en nauðsyn
lega þurfa að koma sér upp
íbúðum. Er hér lagt til, að
reynt verði að veita nokkra
úrlausn í þessu málj til bráða
birgða, en með því f jármagni,
sem hér er rætt um, ætti að
mega byggja nokkuð af íbúð-
um með atbeina byggingar-
sjóðs kaupstaða og kauptúna
á næsta ári.“
LEIKIIITASAFA1 MMIAGARSJÓSS:
jmyndunarveikin”ogJað-
ur og kona^ eru 3. og 4. bindi
Nýlega eru komin út tvö hefti í ieikritasafni því, sem
Menningarsjóður gefur út að tilstillj Þjóðleikhússins, og
eru það 3. og 4. hefti safnsins. Mjög lítið er til af leikritum á
prenti hér a landi, og fyllir þess; útgáfa Menningarsjóðs því
autt skarð.
Bændur!
Athugið að Sauðfjárbókin
fæst í flestum kaupfélögum.
SAUÐFJÁRBÓKIN
Máfahlíð 39.
Nýkomið:
Nærföt
karla og kvenna, útlend
Herrasokkar
með teygjufiti, kr. 12,50
Kvensokkar
margar tegundir, fallegir
nylon frá kr. 43,50.
Handltlæöi
nýtt úrval l i
Borðdúkar
damask og hör
Sportbuxur
barna .< 1 '
Sportboli
Axlabönd
Sokkabönd
o. m. fl. i i
V jl
Kröfugöngur í Kairo
og Alexandrin
Allmiklar hópgöngur og ó-
fcirðis urðu í gær í Kairo og
Alexandríu vegna umræðna
um uppsögn samninganna
við Breta um Súes og Súdan.
Brezka stjórnin hélt fund
um málið í gær og samþykkti
orðsendingu til egypzku
stjórnarinnar. Sendiherra
Breta í Kairó afhent; síðan
orðsendinguna í gær. í henni
segir, að brezka stjórnin við-
urkenni á engan hátt rétt-
mæti uppsagnar Egypta ein-
hliða af þeirra hálfu og muni
kalla egypzku stjórnna til á-
byrgðar um líf og eignir
brezkra borgara í landinu.
Egypzka stjórnin hefir
bannað alla fjöldafund; og
hópgöngur í borgum lánds-
ins næstu daga.
Leikrit þau, sem nú eru
komin út eru „Maöur og
kona“, sem Emil Thoroddsen
og Indrið; Waage bjuggu i
leikritsform úr sögu Jóns
Thoroddsens. Aftan við leik-
ritið eru leiksviðsteikningar
til leiðbeiningar við sviðsetn
ingu og er það til mikilla
bóta, þar sem leikritið yrði
leikið við erfið og fábreytt
skilyrði.
Annað heftið, sem er nr.
Vélbátur meðbilaða
vél við Garðskaga
í fyrrinótt
Vélbáturinn Jón DaDn úr
Vogum varð fyrir vélarbilun
seint í fyrrakvöld, er hann
var staddur innan við Garð-
skaga. Var hvasst af austri,
og rak hann undan veðrinu
í átt að Garðskaga, og var
nokkur uggur um það, að
hann kynni að bera þar að
landi, ef aðstoð fengist ekki
skjótlega.
Slysavarnafélagið sneri sér
til Keflavíkur, og fór vélbát-
urinn Andvari úr Vestmanna
eyjum, sem þar lá við bryggju
út Jóni Dan til aðstoðar. Tók
hann bátinn í tog og kom hon
um heilu og höldnu til Kefla-
víkur.
4 í safninu, er „ímyndunar-
veilcin" eftir franska skáld-
ið Moliére í þýðingu Lárusar
Sigurbjörnssonar, en bundið
mál þess er eftir Tómas Guð-
mundssonar skálds. Er nú ver
ið að leika leikrit þetta í Þjóð
leikhúsinu og vekur það hina
mestu eftirtekt þar.
Félagssamtök þau, sem leik
starfsem; stunda hér á landi
eiga löngum við leikritaeklu
Raílagnaefni
Einangraður vír 1.5, 2,5 og 6.
Rofar — tenglar — dósir.
Varhús. Loftadósir 4 og 6
stúta.
Blýstengur . 2x1,5 og 3x1,5 q.
Antigronstengur 3x1,5 og
3x2,5 q.
Rakaþétt:
Rofar, tengidósir, lampar.
Bátalampar. Handlampar, á-
samt mörgu fleiru.
Sendum gegn póstkröfu.
VÉLA- OG RAFTÆKJA-
VERZLUNIN
Tryggvagötu 23 — sími 81279
Bankastræti 10 — sími 6456
að búa, þar sem svo fá prent-
uð leikrit eru til. Mun þessi
útgáfa vonandi geta nokkuö
úr þessu bætt, jafnframt því,
sem það stuðlar að því
að almenningur lesi leikrit
og læri að þau eru ekki verri
bókménntir né leiðinlegrj til
lestrar en skáldsögur. Lesi
almennngur leikrit, á hann
og auöveldara með að skilja
leik á sviði og leikritalestur
stuðlar að aukinn; aðsókn að
leikritum
Hettuúlpur
Útiföt
barna, og nokkrar
Telpukápur
ódýrar
Sérlega vandaðir
Vinnusloppar
karla, hvítir og khaki
Drengja- og unglinga-
Síðbuxurnar
komnar. Veröið hagstætt
Sendum gegn póstkröfu
Laugaveg' 10.
Sími 3367
OPTIMUS
gaslugtir
komnir.
og varahlutir ný-
SLIPPFELAGIÐ
Sími 80123
Húsgögn
Höfum ávallt fyrirl’iggjandi
ný og notuð húsgögn, herra-
fatnað. heimilistæki o. m. fl.
Verðiö mjög sanngjarnt. '■
IIÚSGAGNASKÁLINN
Njálsgötu 112 — sími 81578
bV.'.V.V.V.V.V.V.V.WAV.V.V.V.VAV.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W
H.f. Eimshipufélafi Íslands
Ferðaáætlun
fyrir M. S. „GULLFOSS“ mánuðina október tii desember 1951
Frá Kaupmannahöfnþriðjud. kl. 12 á hád.
Til Leith ........fimmtudag árdegis ..
Frá Leith ........föstudag síödegis ..
Til Reykjavíkur .... mánudag árdegis ..
Frá Reykjavík .... laugard. kl. 12 á hád.
Frá Leith ........þriðjudag síödegis ..
Til Kaupmannahafn. fimmtudag árdegis ..
%•
*) Skipið fer far Reykjavík kl. 12 á hád. laugardaginn 15. desember til Akureyrar.
Kemur þangað sunnudag 16. desemtoer árdegis. Fer frá Akureyri kl. 12 á hádegi
þriðjudag 18. desember. Kemur til Reykjavíkur miövikudag 19. desember árdegis.
í. 2. 3.
23. okt 13. nóv. 4. des. »»
25. okt. 15. nóv. 6. des.
26. okt. 16. nóv. 7. des r
29. okt. 19. nóv. 10. des.*)
3/ nóv. 24. nóv.
6. nóv. 8. nóv. 27. nóv. 29. nóv.
s:í
fer frá Reykjavík kl. 12 á hádegi fimmtudag 27. desember beint til Kaupmannahafn- _
V.V.VÍ
ar. Kemur til Kaupmannahafnar mánudag 31. desember árdegis.
1 ■