Tíminn - 20.10.1951, Page 3

Tíminn - 20.10.1951, Page 3
 .i-' V f •' 237. blaS. TÍMINN, laugardag’inn 20. október 1951. 3. Sameiningin !ötan úr heimi Vestwr-ísSenzkí kii*k|uklað í fiárþröng íslendingar í Vesturheimi hafa um alllangt skeið gefið út blað, sem heitir Sameiningin og fjallað hefir um kirkjumál. Efni þessa blaðs hefir oft verið hið merkasta. Nú er Sameining in stödd í fjárþröng, eins og fleiri blaðfyrirtæki íslendinga vestra. Á seinasta þingi Kirkju félagsins flutti núv. ritstjóri Sameiningarinnar, séra Runólf ur Marteinsson, ræðu um þetta mál og fara kaflar úr henni hér á eftir: „Hvernig getur Sameining- in lifað? Ekki er ástæðulaust aö spyrja þannig, því áskrifend- ur blaðsins eru nú orðnir hræðilega fáir. Má vera að nytsemdar dagar hennar séu á enda og að hún hafi lokiö dagsverki sínu. En hvers yegna ætti hún að deyja? Hver er ástæðan? Eina ástæð an, sem nokkrum manni gæti dottið í hug, er sú, að nú sé islenzk tunga svo þverrandi hér vestra, að hún geti ekki lengur unað lífi. í apríl-blað Sameiningar- innar ritaði ég grein um þetta mál og hélt þvi þar fram, að enn væru nógu margir Vestur íslendingar, er gætu lesið og skilið íslenzku til þess að halda við blaðinu. Síðan ég skrifaði þá grein hefir þetta mál opnazt enn betur fyrir mér, og skal ég nú segja frá því. Bandalag Lúterskra kvenna gefur út tímarit, sem heitir Árdís, að mestu leyti á íslenzku. Það fyrirtæki heppn ast svo vel, að það borgar all an kostnað og á svo mikið í sjóði, að með honum er unnt að reisa skýli við sumarbúðir æskunnar í Sunrise Lutheran Camp. Þar af leiðandi tel ég það víst, að ef allir meðlimir Kirkjufélags vors væru.konur, myndi Sameiningin lifa góðu lífi. Anað dæmi vil ég einnig nefna. Til er kristilegt tima- rit á vegum Aöventista, sem nefnist Stjarnan. Ritið er al gerlega á íslenzku og fjallar um trúmál. Útgefandi hennar er íslenzk kona, sem á heima á Lundar, Miss Sigríður John- son. Hún er alein í því starfi; en hún lætur prenta 900 ein- tök af tímariti sínu á hverj- um mánuði; en allt okkar ís- lenzka Lúterska kirkjufélag getur ekkí gefið blaði sínu,1 Sameiningunni; svo mikið sem! 300 kaupendur. j Hvernig geðjaíst yður að .samanburðinum? Ég heyri einhvern segja: Þarna sjáið þið mynd af á- hugaleysinu. Þar er viljaleysi í algleymingi. Ef við segjum, að sú niður- staöa sé rétt, er samt eftir ráðgátan; Hvernig á að skapa hinn góöa vilja, hvernig á að vekja áhugann?“ Síðar segir í ræðu séra Run ólfs: „Hvað á að standa í blað- inu? Það viljum vér athuga. Blaðið er íslenzkt. Málið er fallegt og fólki voru kært. Það er til góðs að leggja rækt við það eftir því, sem það getur flutt oss, yngri og eldri, nyt- semd og fegurð. Svo lengi sem það er tilfellið sýnist fara vel á því, að þar sé eitthvað sagt frá ættjörðinni, eitthvað af gulli andlegra Ijóða, eitthvað markvert, heilbrigt og guð- dómlegt sem gerist í kirkju íslands. Á sama hátt er blaðið vestur íslenzkt. Viðburðj í því, líf og minningar frá því fólki mætti til gagns og gleði færa yfir á blaðsíður Sameiningarinnar. Sameiningin er kristilegt blað. í boöskap kristindóms- ins liggur hin fyrsta skylda hennar. Að vitna um Jesú Krist, mannkyns frelsarann, veginn til allra andlegra gæða, að flytja mönnum boð skap sáluhj álparinnar, og túlka þeim vilja Guðs til manngöfgis og blessunar um tíma og eilífð er heilög skylda Sameiningarinnar. Hún á að vera kristilegt vakningarblað fyrst af öllu. Bjarmi á íslandi flytur nærri eingöngu trú- mál. Sameiningin er því næst kirkjublað. Þar koma- til greina 4 deildir; hin almenna kristna kirkja, Lúterska kirkj an sérstaklega, United Luther an Church, sem vér tilheyr- um og vort eigið Kirkjufélag. Má vera, að ég hefði átt að nefna Kirkjufélag vort fyrst, því sumir ætla, að hver sé sjálfum sér næstur, en Kirkjufélag vort er til, sem nokkur hluti af hinni al- mennu kirkju, er var til löngu áöur. í síðustu tíð hefir henni prýðilega verið sýndur sómi í Sameiningunni með „Hvaöan æfa“ séra Guttorms Guttorms sonar; en næstu deildinni, vorri eigin United Lutheran Church, þarf fólk vort að kynnast betur, sérstaklega þremur stórmálum hennar: trúboði, líknarstarfi og menntastofnun. Margir kann ast við, að vér styrkjum þessi göfugu málefni ekki nógu vel. Samt hefir þetta töluvert færzt í lag á síðasta ári. Með fréttum af því, sem starfaö er í United Lutheran Church og með sanngjörnum hvetjandi orðum um drengilegan stuðn ing, gæti Sameiningin, að ein hverju leyti, göfgað hugsun arhátt vorn gagnvart félag- inu, sem vér tilheyrum og málefnum þess. Þá komum vér að Kirkjufé lagi voru. Þar getur Samein- ingin orðið að miklu liði. Hið fyi'sta, sem mér kemur í hug, er hið fagra hlutverk að styrkja vinatengslin, sem ættu að vera milli einstakl- inga og safnaða vorra, með kærleiksríkum umsögnum um menn og málefni, og með um sögnum um þaö, sem mark- vert gerist og er til fyrirmynd ar, ásamt persónulegum hlý- leik milli blaðsins og lesend- anna, meö hvetjandi vinsam legum anda gagnvart stofn- unum Kirkjufélagsins (sumar búðum æskunnar og heimil- um fyrir ellina), og engu síð ur með því að styrkja af al- eflj þau málefni, sem Kirkju- félaginu ber heilög skylda til að hjálpa, svo sem: safnaðar starf, sunnudagaskólar. ung mennafélagsskapur, trúboð, líknarstarf og fleira“. Hvernig væri, að íslenzkir kirkjumenn hér heima létu þetta mál til sín taka og styddu aö því, að útgáfa Sam einingarinnar gæti haldizt áfram. Ekki mun þurfa nema 300 nýja kaupendur til að tryggja útgáfuna. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Anglýsið i Tíinanum. Ctbrelðið Tímann iiiiiiHiiiHiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiniiuiiimiiiiiiiiiiiim Belgir drekka mestan bjór. Mestur bjór er ekki drukk- inn í Bandaríkjunum, þrátt fyrir velgengi íbúa landsins, ekki í Englandi, þrátt fyrir all ar bjórstofurnar þar, ekki í Þýzkalandi, þó þar sé fram- leiddur heimsfrægur bjór, eins og „Múnchener Löwenbráu“ — nei, í Belgíu er mest drukk ið af bjór. Þýzka ölframleiðendasam- bandið hefir eftir skrá, sem bindindisstofnun í Genf gaf út, slegið því föstu, að Belgir hafi drukkið 1950 sem svarar 135 lítrum af bjór á mann. Næst á eftir eru Bretland með 93 lítra, Bandaríkin með 80 lítra og Kanada með 61 líter. Þjóðvérjar drukku, eftir þess- ( um upplýsingum bjórframleið endanna, aðeins 40 lítra, sem 1 er ekki meira en hjá smáríkj j unum í Mið-Ameríku. j Heimsframleiðslan var í fyrra 265 miljónir hektólítra. Er því bjór drukkinn í heim- inum á ári, sem svarar þrisv- ar sinnum þyngd hafskipsins „Queen Elizabet". Dýrir hveitibrauðsdagar. Faruk, konungur Egypta- lands, hefir nýlega haldið heim frá Rivera, þar sem hann hefir eytt hveitibrauðsdög- j um sínum ásamt drottningu i sinni, Narriman. Síðasta mán- j uðinn tapaði hann 60 miljónum franka í spilavítun- um — sem er nokkuð á aðra miljón íslenzkra króna. Þetta hafa veriö dýrir hveitibrauðs dagar, jafnvel fyrir egypzkan einvaldsherra. Þegar konungs hjónin héldu heim höfðu þau með sér fjóra kadilakk-bíla og 12 tonn af farangri. ★ Konur í Ieynilögreglu. Leynilögreglan í Vínarborg hefir nú fengiö 25 konur til starfa í sínum hópi. ★ Ilestur konungs sigraði. Til þess að Georg Bretakon ungur gæti séð hest sinn, Good Shot, sem er tveggja ára gæðingur, taka þátt í kapp- reiðum nýlega, var byrjað að sjónvarpa frá kappreiðunum einni klukkustund fyrr en á- ætlað hafði verið. Var tæki sérstaklega stillt í herbergi konungs í Buckingham-höll, og svo skemmtilega vildi til að hestur konungs bar sigur úr býtum í keppninni. Ekkert var tilkynnt um breytinguna fyrr en sjónvarpið hófst kl. 2,45 e. h. og var sjónvarpað frá öll- um þremur stöðvunum, Alex- andra Palace, Sutton Coldfield og Holme Moss. Útvegun veöíána til íbúöa- bygginga í kaupstöðum Tlllaga frá Ramivelg'u Þorstcinsdóúur Rannveig Þorsteinsdóttir hefir lagt fram í sameinuðu þingi svohljóðandi tillögu til þingsályktunar: „Álþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því í sambandí við endurskoðun bankalöggjafarinnar, scm nú er hafin, að unnið verði að því eftirleiðis með sérstökum ráðstöfunum, aö þeir, sem koma vilja upp nauðsynlegum í- búöum í kaupstöðum og kauptúnum, geti fengið til þeirra hæfileg 1. og 2. veðréttar lán með viðunandi kjörum og að byggingarfélög verkamanna, byggingarsamvinnufélög og aðrir, sem byggja smáar ibúðir til eigin nota, verði látnir sitja fyrir slíkum lánum, enda verði, ef með þarf, komið upp sérstakri veðlánastofnun í þessum tilgangi, er hafi milli- göngu um útvegun f jármagns innanlands og utan til íbúðar- húsabygginga.“ arangur i Undanfarið hafa verið háð innanfélagsmót hjá Reykja- vikurfélögunum í sleggjukasti og hefir náðst allgóður árang- ur og nokkrir keppendur bætt árangur sinn mikið. Á móti s.l. þriöjudag sigraði Þórður Sig- urðsson KR, kastaði 44,62 m. Annar varð Sigurjón Ingason, sem kastaði 43,50 m., en það er nýtt Skarphéðinsmet. Sig- urjón hóf keppni í sleggju- kasti í haust og er árangur hans því mjög athyglisverður. Hefir hann bætt árangur sinn á stuttum tíma um 11 m. Þriðji varð methafinn Vil- hj álmur Guðmundsson KR, kastaði 42,80 m. og fjórði Gunnlaugur Ingason 41,84 m. sem er bezti árangur, sem Ár- menningur hefir náð í þessari grein. Nokkrum dögum áður kastaðj Páll Jónsson KR 45,88 m., sem er þriðji bezti árang- ur íslendings í sleggjukasti. I greinargerð ‘ fyrir tillög- unni segir svo: „Svo sem kunnugt er eru mikil vandkvæði á þvi nú að j fá lán til íbúðarhúsabygginga,! og eitt af því, sem algerlega; skortir hér á landi, eru al-! mennir möguleikar fyrir hæfi- ! legum 1. og 2. veöréttar lán- um út á íbúðarhús, sem byggð, eru eða eigendaskipti^ verða að .Það er þó eitt aðalskilyrði | fyrir viðunandi lausn húsnæð i ismálanna, að svo sé séð um af hálfu fjármálamanna og — ef með þarf — af hálfu hins opinbera, að slik lán séu fá- anleg. Veðdeild Landsbanka ís- lands var stofnað með lögum frá 1900, og var henni ætlað það hlutverk að veita lán um langt árabil með vægum vaxta kjörum gegn veði í fasteign- um. Síöan voru með nýjum lagasetningum stofnaðir marg ir nýir lánaflokkar í veðdeild- inni og veitt til þess aukið fé. Kom þetta að miklu liði, þrátt fyrir það að hér var aöeins um 1. veðréttar lán að ræða og þrátt fyrir það að lánsupp- hæöin var takmörkuð. Á síð- ari árum hefir dregið úr starf- semi þessari, enda lán þau, sem veitt eru, svo lítil miðað við núverandi byggingarkostn að, að lítil hjálp er að, auk þess sem lánin eru veitt í veð- deildarbréfum, sem ekki munu seljast nema með allt að 35% afföllum. Lánastofnanir, aðrar en veðdeild Landsbankans, lána lítið eða ekki neitt út á íbúð- arhúsabyggingar, nema helzt Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, sem hefir veitt slík lán eftir því, sem fé hefur ver- ið fyrir hendi. Þá hefur bygg- ingarsjóður kaupstaöa og kauptúna lánað fé til verka- mannabústaða, en fjárráð sjóðsins hafa, einkum miöað viö byggingarkostnaö síðari ára, verið af skornum skammti og hefir það dregið úr eðlilegri byggingarstarf- semi byggingarfélags verka- manna. Byggingarsamvinnu- félög, sem ætlað er samkvæmt lögum nr. 44 frá 1946 að veita félagsmönnum sínum 1. og 2. veöréttar lán, hafa ekkert fé til starfsemi sinnar þrátt fyrir ákvæði í nefndum lögum um ábyrgð ríkissjóðs á lántökum byggingarsamvinnufélaga, og hefir reynsla undanfarinna ára verið sú, aö skuldabréf meö ábyrgð ríkissjóðs hafa lítt eða ekki verið seljanleg nema með miklum afföllum, nema þá helzt að því leyti sem líf- eyrissjóður opinberra starfs- manna hefir getað keypt slík bréf. _ Þær stofnanir, sem treyst er á til þess að veita lán til íbúð- arhúsabygginga, eru því að mestu lokaðar, og það fé, sem mönnum tekst að fá lánaö til þessara hluta, fá þeir að mestu leyti utan við bankana, þ .e. hjá einstaklingum, sem halda peningaeign sinni utan bankanna og lána hana til skamms tíma með háum vöxt- um, jafnvel okurvöxtum. Er því auðsætt, aö sú aðferö bankanna að spara útlánin í þeim tilgangi að hafa meira rekstrarfé, er ekki einhlit til að ná tilætluðum árangri, því að innstæður í bönkunum standa í stað eöa minnka og fénu er varið til útlána, en aðeins utan við bankann. En þörfin fyrir fé til íbúðarhúsa- bygginga er svo mikil, að það að fá peninga aö láni, þótt með ókjörum sé, þykir oft góð ur kostur. Skapar þetta þó mönnum mikla erfiðleika og gerir allar byggingarfram- kvæmdir stórum dýrari en verða mundi með hagkvæm- um lánum. Þeir, sem af litlum efnum eru að reyna að koma sér upp íbúöum til eigin nota, hvort heldur þeir eru í bygg- ingarfélagi eöa einir sér, verða einkum hart úti vegna láns- fjárvöntunar og því sérstök á- stæða til þess, að þeir yrðu látnir sitja fyrir lánum, sem hægt væri aö veita út á hús- eignir. Við framtíöarskipan þessara mála þarf að vinna að því aö útvega fjánnagn, sem hægt sé að lána meö viðunandi kjör- um, og jafnframt að skapa ör- ýggi um lánsmöguleika manna í stað þeirrar óvissu, sem nú ríkir, enda þótt þeir möguleik- ar hljóti ávallt að vera nokk- uð komnir undir sparnaðar- getu þjóðarinnar. Stefna ber að því, aö hver sá maöur, sem hefst handa um byggingu í- búðar fyrir sig og fjölskyldu sína, geti gengið að því nokk- urn veginn vísu þegar í byrj - un, að hann fái lán og hve háa upphæð hann fær á sín- um tíma gegn 1. og 2. veðrétti út á hús sitt. Ef komiö væri upp sérstakri veðlánastofnun, mundi hlut- verk hennar vera tvíþætt: annars vegar að veita með sanngjörnum kjörum lán til íbúöarhúsabygginga og hins vegar hafa milligöngu um út- vegun fjármagns til veölána. Nauðsynlegt er að ná tökum á því fjármagni, sem er í um- ferð til íbúðarhúsabygginga, og lána þaö út með eðlilegum hætti. Þá ber og nauðsyn til að verja öðru innlendu fjár- magni til þessarar starfsemi I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.