Tíminn - 21.11.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.11.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 21.' nóvember 1951. 264, blað. Fyrirmæli félagsmálaráðherra um athugun á rekstri bæjarins í tilefni af deilum þeim, sem urðu milli Þórðar Björns j sonar og fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins á seinasta bæj-1 arstjórnarfundi, telur Tím- inn rétt að birta bréf það, j sem félagsmálaráðuneytið skrifaði Reykjavíkurbæ 2. þ. m., þar sem lagt er fyrir bæj- aryfirvöldin að láta fram- kvæma athugun á rekstri bæjarins og stofnana hans með útgjaldalækkun fyrir augum. Bréfið er svohljóð- andi: í bréfi því, sem félags- málaráðuneytið ritaði borg- arstjóranum í Reykjavík hinn 16. ágúst s.l., í tilefni( af framhaldsniðurjöfnun í Reykjavík í ár, var það tek- | ið fram, að ráðuneytið jnundi hlutast til um, að fyrir næstu áramót yrði látin fram fara*! nákvæm athugun á rekstri allra bæjarfélaganna með það fyrir augum að draga úr út- gjöldum bæjarsjóða og bæj-j arrekinna stofnana svo sem unnt væri, án þess þó að af því leiddi veruleg röskun á atvinnulífi kaupstaðanna. I Síðan áðurnefnt bréf var! ritað, hefir það komið enn greinilegar í ljós, að kaupstað ir landsins eiga nú flestir í verulegum fjárhagsörðugleik- um, og á fundi, er bæjarstjór- ar kaupstaðanna áttu með sér nú fyrir skemmstu, komu fram tillögur og áskoranir til t ríkisstjórnar og Alþingis um' að hlutast til um að greitt verði fram úr fjárhagsvand- ræðum kaupstaðanna með ýmsu móti. Er því full nauð- syn á að fram fari, áður en sér | stakar ráðstafanir verða gerð ar, gagngerð athugun á fjár reiðum kaupstaðanna. Með vísun til þessa laga leggur ráðuneytið hér með fyrir bæjarstjórnina að láta nú í nóvembermánuði fram- kvæma athugun á rekstri bæj arsjóðs og bæjarstofnana með það fyrir augum að draga úr úígjöldum við reksturinn svo sem fært þykir. Ráðuneytið telur að athug- un þessi verði bezt fram- kvæmd með þeim hætti, að bæjarráð velji þrjá menn, er staðgóða þekkingu hafa á mál efnum kaupstaðarins, í nefnd til þess að hafa athugunina á hendi. Nefndinni ber að afla sér nákvæmra upplýsinga um rekstur bæjarsjóðs, stofn ana hans og fyrirtækja, ræða við forstjóra og stjórnir fyr- ( irtækjanna og gera að því búnu tillögur til stofnananna' sjálfra og bæjarráðs og fasta 1 nefnda bæjarins um sparnað, í rekstri, eða breytingar og umbætur, sem nefndin telurj rétt að reyndar verði til j sparnaðar. Pyrirsvarsmenn bæjarsjóðs og bæjarfyrir- tækja, skulu, innan tiltekins frests, svara nefndinni og tjá sig um hvað þeir telja fram- kvæmanlegt af tillögum henn ar eða hverjar gagntillögur þeir vilja gera. Það, sem stefna ber að, er alhliða sparn aður í starfsmannahaldi, skrifstofukostnaði, bifreiða- notkun, húsnæði fyrir skrif- stofur eða aðra starfsemi, samfærsla í skyldum stofnun um og störfum og sérhvað annað er hefir í för með sér Hvað gertr liæjarstjórHarmeirihlutiim? beinan eða óbeinan sparnað á fé íyrirtækjanna eða bæj- arsjóðsins. Þá skal og.látin fram fara gaumgæfileg athugun á því með hverjum hætti ýmsum stærri verkefnum, er bæjar- stjórnin annast, svo sem gatnagerð og\ viðhald gatna, götuhreinsun, sorphreinsun, byggingaframkvæmdir og ann aö það, sem mikið fé kostar árlega, verði bezt fyrir kom- ið og kæmi þar á meöal til á- lita, hvort ekki ætti að bjóða slík verk út í ákvæðisvinnu, a.m.k. að einhverju leyti. Ráðuneytið telur að athuga beri: 1. Hvort ekki mætti sam- eina stofnanir, sem bærinn rekur, sambærilegum stofn- unum, sem ríkissjóður heldur uppi, eða skapa samvinnu milli þeirra, svo sem í skipu- lagsmálum, vegamálum o.fl. 2. Á hvern hátt minnka má kostnað við álagningu út- svara og innheimtu á tekjum bæjarsjóðsins og fyrirtækja hans. 3. Framfærslukerfið og sambandið milli þess ann- arsvegar og Tryggingarstofn- unar ríkisins og sjúkrasam- lagsins hins vegar, með tilliti til nánara samstarfs milli þessara aðila og sparnaðar á öpinberu fé. Þegar nefndin hefir lokið störfum ber henni að skila bæjarstjórn álitsgerð og til- lögum fyrir hverja stofnun sérstaklega og fyrir bæjar- sjóðinn í heild. Bæjarstjórn skal svo, fyrir 15. des. n. k. taka afstöðu til tillagnanna og senda ráðuneytinu grein- argerð sína ásamt upplýsing- um um þann sparnað. sem hún hefir ákveðið að fram- kvæma, og á grundvelli þeirra tillagna sinna skal bæjar- stjórn, fyrir 31. des. 1951, hafa lokið samningu fjárhagsáætl- unar fyrir árið 1952. Þegar bæjarstjórn hefir likið samningu fjárhagsáætl- unar ber að senda ráðuneyt- inu áætlunina, en það mun hér eftir fylgjast betur með því, en verið hefir til þessa, hvernig fjárhagsáætluninni er fylgt í daglegum rekstri bæjarins. Ráðuneytið mun hér eftir, ársfjórðungslega, krefja bæj arstjórn skýrslna um þaö, hvernig útgjöldum sveicarfé- lagsins er háttað með saman- burði við fjárhagsáætlunina og mun, ef þurfa þykir, láta trúnaðarmann sinn geva við og við athugun á því, hvernig i fjárhagsáætluninni er fylgt, og að trygging sé fyrir því, að fé bæjarsjóðs og fyrir- tækja hans sé varið til þess, sem í fjárhagsáætlun hefir verið gert ráð fyrir, en ekki til annarra útgjalda, og að ekki séu vanefndar greiðslur mánuðum saman, sem fé er | ætlað til í fjárhagsáætlun. Ráðuneytið tekur frain, að það leggur ríka áherzlu á, að athugun þéirri á fjárhag bæj arfélagsins, sem nú hefir ver- i ið ákveðin, verði hraðað svo, að henni verði lokið fyrir 1.! . desember n.k. og telur því ( ! æskilegast, að þeir menn, sem í neíndina verða valdir, geti gefið sig sem óskiptasta við starfinu meðan það stendur yfir og njóti þeirrar aðstoðar,1 sem þörf krefur frá skrif-, stofum bæjarins . Að lokum vill ráðuneytið taka fram, að það er reiðu-; búið að taka þátt í þeim kostn aði, sem athugun þessi á íjár reiðum bæjarins hefir í för með sér þegar hennj er lokið og kostnaðarreikningar liggja fyrir. Þetta tilkynnist yður hér með. Steingrímur Steinþórsson, (sign.) Jónas Guðmundsson, (sign.) Til borgarstjórans, Reykjavík. Athugasemd (Framhald af 3. síðu) ar fundur hefir ekki verið boð- aður um málið, að minnsta kosti ekki ennþá. Ég tel það ekki vera í verka hring verðlagsnefndar landbún aðarafurða að hlutast neitt um það, sem fulltrúar bænda í nefnd inni fara fram á. Þar að auki fæ ég ekki betur séð en að verð hækkun á kjötinu innanlands nú væri alger lögleysa og skipt ir það engu máli, þótt í ir.óti sé heitið að hætta við frekan útflutning dilkakjöts úr landinu en orðinn er. Væri hins vegar farið inn á slíka braut, álít ég, að lögin urn framleiðsluráð land búnaðarins, veröskráningu land búnaðarafurða og annað, sem undanfarið hefir tryggt nokkurt jafnvægi og frið með bændum og hinum vinnandi stéttum við sjóinn, séu úr sögunni, báðum aðilum til ófyrirsjáanlegs tjóns“. Þetta sagði ég við Alþýðublað ið. Þessi ummæli mín vil ég undirstrika. Sæmundur Ólafsson. í athugasemd Sæmundar Ól- afssonar kemur ekkert fram, er I hnekkir þeirri frásögu Sverris ' Gíslasonar, að fulltrúar bænda ' hafi hvorki borið fram tillögur 1 eða óskir um verðhækkun á I kjöti, heldur eingöngu skýrt við- horf framleiðenda í umræddu ! máli. Slíkar tillögur eða tilboð 1 hefðu líka verið markleysa á þessum stað, þar sem nefndin hafði ekkert vald til þess að hækka verðið og sannar það eitt, að fulltrúar bænda hafa ekki reifað málið í því formi í nefnd- inni. Ófanrituð grein Sæ- mundar ber þess og merki, að hann getur farið fljótfærnislega með staðreyndir, þar sem hann m. a. telur, að Sverrir hafi þrætt fyrir, að umræddur fundur var haldinn, en í grein Sverris var Sæmundur einmitt ásakaður fyr ir það að hafa hlaupið í blöðin með rangar fréttir af fundin- um! Ritstj. Hinrik Þórðarson heldur nú áfram ræðu sinni um fuglafrið | unarfrumvarpið: „Aldrei hafa gæsir veriö eins margar og mikilvirkar á korn- ökrum hér eins og á þessu hausti. Má vera að ástæðan sé sú, að hún var ekki styggð neitt hér s. 1. vor, því að ekki var sáð í akur fyrr en seint í maí og gæs in þá að mestu farin til fjalla. Mátti sjá þess merki á akrinum að fugl hafði þar ekki komið. Var hann miklu jafnþéttari en að venju. Aldrei hef ég séð gæsir fara síðsumars í ósleginn akur, en þegar stráið er fallið fyrir ' ljánum, kemur hópurinn eins og skýfall. Verður því, oft til nokkurs óhagræðis, að stakka bindin strax, svo að kornið fari ekki samstundis í fuglinn. Allan október og fram í nóvember hélt gæsin sig ýmist á akrinum eða á ánni. Dró hún stráið út úr stökkunum, át kornið en tróð hálminum niður. Nú er nýbúið að keyra stakkana inn. Rúmlega fimmtungur af fyrirferðinni var kornlaus og skemmdur hálmur, | rifinn úr bindunum eftir gæsina. Sums staðar veit ég að andir vinna líkt að á ökrum og hér hefir verið sagt frá, én ekki hef ir þess orðið vart hér. Nú segir Guðni Sigurðsson, að bændum sé ekki vorkun að verja akra síha fyrir farfgugl- um á leið til fjalla. Satt er það, ef ekki er meinað að nota þær aðferðir sem að gagni koma. Hitt er þó öllum minni vorkunn að dæma ekki fram um það, sem þekkingin nær. Varnir þær, sem Jón Bjarnason getur um hef ég reynt. Hræður, vindmyllur og hundar koma að engum notum. Hundurinn rekur gæsirnar að vísu upp, en þegar hann er kom inn á annan enda akursins, eru gæsirnar seztar á hinn. Með öðr um orðum, þær setjast allt í kring um hundinn, aðeins gæta þess að hann nái ekki til þeirra. Hins vegar kemur hundur að miklu gagni gegn álftum. Þær eru þyngri til flugs og sitja leng ur, þegar þær eru seztar. Það eina, sem virðist koma að gagni gegn gæsinni, eru skot. Ég hef stundum orðið að fá menn til að skjóta hér. Og þó veiðin hafi ekki orðið mikil, hefir árangur- inn jafnan orðið sá, að gæsin hefir horfið í bili. Reynsla sú, sem ég hef fengið af gæsinni, sannar mér, að hér á Suðurlandi er lagður of þung- ur steinn í götu þeirra,.sem við kornrækt fást, ef gæsin á að vera friðuð á vorin. Og hef ég áður bent á, að nægja mundi ef friðunartíminn væri styttur niður í það að vera frá 20. maí til 31. ágúst, því að yfir þann tíma dvelur gæsin lítið í byggð. Guðni Sigurðsson spáir því reyndar, að verði gæsin ófriðuð, líði skammir tímar til þess að henni verði útrýmt hér á landi. En þetta er nú aðeins spádóm- ur, og átrúnaður á þá er horfinn á íslandí. Má á það benda í þessu sambandi, að ekki hefir tekizt að útrýma hér ófriðuðum fugli með skoti, og þaö þó fé hafi verið lagt honum til höfuðs. Gæsin hefir og lengst af verið Tímaritið vinsæla Virkið í norðri Áskriftasími 6470 — Póst- hólf 1063, Reykjavík. ófriðuð og má geta nærri hvort ekki hefir verið lagt kapp á að ná svo stórum fugli, meðan lífs baráttan var harðari en nú er. Gæsaréttir þær, sem eru í Þjórs árverum segja líka sína sögu. Þar var gæsin fyrr á tímum rekin inn í stórhópum og slátr að. Hefir það verið stórkostlegri aflífun, en hugsanleg er með venjulegum skotvopnum, en þrátt fyrir þetta hefir gæsinni aldrei verið útrýmt hér. Þarf þó ekki að draga þá ályktun af því, sem hér hefir verið sagt, að taka beri þessa veiðiaðferð upp aftur, eða gæsin eigi að vera ófriðuð með öllu. Ég hef dvalið svo lengi við þetta mál, af því að yfirleitt | mjög fáir þekkja til kornræktar, og þess hvaða usla gæsin getur gert á ökrum, og það er ekki nema eðlilegt að 'svo sé. Korn- j ræktin er ung í landinu og á sér erfitt uppdráttar af ýmsum j ástæðum eins og flest nýbreytni. j Má vera að þessi ókunnugleiki hafi að nokkru stjórnað penna þeirra Jóns og Guðna, er þeir rituðu greinar sínar í Tímann, og er þar allhægt úr að bæta. Vil ég nú bjóða þeim hingað til mín á vori komandi. Mætti það verða báðum aðilum til nokkurs gagns. Þeir verja akurinn á sama hátt og gerðist, þegar set ið var yfir túnum fyrir hálfri öld. Yrði það mér allmikið hag- ræði. Sjálfir öðluðust þeir þá þekkingu, sem þarf til þess að ’ geta skrifað um gæsir í sambýli j við kornrækt. Ef þeir svo dveldu hér í júnímánuði, gætu þeir einn ig fengið reynslu af því, hvernig ! tún verða útlits, þegar hundruð álfta hafa lagt þau undir sig. Nokkur huggun hlýtur það að vera þeim, sem friða vilja fugla, j að fleiri geta bannað veiðar en (löggjafinn. Umráð landsnytja hafa þeir, sem landið eiga hverju sinni, bændurnir, og geta þeir j bannað allar fuglaveiðar á yfir ! ráðasvæði sínu, öðru en almenn (ingum. Er það ekki óalgengt að bændur friðlýstu lönd sín, við- komandi einstökum fuglategund um. Hafa bændur allvíða á þessu hausti bannað rjúpnadráp. Þetta ber vott um áhuga fyrir vernd un hinnar villtu náttúru, en mannúðin, sem í því felst, get- ur þó því miður orðið tvíeggjuð. Náttúran með allan sinn sköpun armátt, heldur jafnvægi milli hinna einstöku tegunda, og eru aðferðir hennar oft nokkuð harkalegar. Ráð hennar til fækk unar er oftast harðrétti og þær drepsóttir, sem því fylgja. Sem betur fer þykir nú orðið svo ljótt athæfi að fella búfé úr hor, að við lög varða. Bænður fækka fénaði sínum, þar til hann er hóflega margur á land og fóður birgðir. Ekki er horft í að ná búfé af öræfum, og þykir betra að aflífa það á staðnum en láta það berjast gegn löngum vetri. Því skyldi maðurinn þá ekki eins mega hjálpa náttúrunni til þess að halda fuglahópnum hóflega stórum, því að vitað er með fugla eins og önnur dýr, að ekki get- ur ótakmarkaður fjöldi haft full þrif á takmarkaðri lands- stærð. Hefir það og oft komið (Framhald á 6. síðu) NVV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.W.V.V. ’* Trésmiðafélag Reykjavíkur: ÁRSHÁTÍÐ 1951 ■; Revýan „Nei, þetta er ekki hægt“ verður sýnd á vegum ;!l félagsins í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 7. des. kl. 8,30 £ ;í e. h. — Félagar tilkynni þátttöku sína til skrifstofunn- ;í I; ar sem fyrst. í; !; Skemmtinefndin. .; AV.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.VA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.