Tíminn - 21.11.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.11.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, iniðvikudaginn 21. nóvember 1951. 264. blað. Draumagy&jan mín Framúrskarandi skemmtileg j þýzk mynd tekin í hinum undurfögru AGFA-litum. —: j Norskir skýringartextar. Wolfgang Luhsehy. ______Sýnd kl. 7 og 9_j Týndur þjóð ílohhur Amerísk frumskógarmynd j um Jim konung frumskógar- I ins. Sýnd kl. 5. iNÝJA B ÍÓ r Litkvikmynd LOFTS [ JAiðursetningurinn1 I | Leikstjóri og aðalleikari * | Brynjólfur Jóhannesson Sýnd kl. 5, 7 og 9. Af sérstökum ástæðum verð | ur myndin sýnd í dag. Allra síðasta sinn. i BÆJARBIO - HAFNARFIRÐI • Hinar heillögn Bráðskemmtileg amerísk | gamanmynd. Joan Caulfield Barry Fitzgerald Veronica Lake Sýnd kl. 7. í L'tvarps viðgerðir RadSoTÍnnnstofan LAOGAVEG 166 X = I Bergur Jónsson | Málaflutningsskrifstofa I Laugaveg 65. Sími 5833 I _ _ Heima: J/itastig 14^ _ | - “*'■*-**' •4 = • llllIIIllltlIIIIIII>IIIIIIIIIIIIIllllllllllllllIIIII|IlUl|«MJIl||(|I! | Austurbæjarbíó | IVight and day Sýnd kl. 5 og 9. (TJARNARBÍÓ Aibrot og eiturlyf 1 (The Port of. New York) 1 Afar spennandi og taugaæs- j | andi mynd um baráttu við 1 eiturlyf og smyglara. Mynd- j | in er gerð eftir sannsöguleg- j = um atburðum. = Aðalhlutverk: Scott Brady, Rirhard Rober. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍÓj ÍJtlaginn (The Outlaw) j Spennandi amerísk stórmynd | j — mjög umdeild í Ameríku 1 i fyrir djarfleik. Jane Russel, Jark BMentel, Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11. f. li. Bönnuð innan 16 ára. HAFNARBÍOj j Frú Guðrún Brunborg sýnir § j norsku verðlaunamyndina | | Kranens kaffihús I (Kranens Konditori) j Hrífandi norsk stórmynd | byggð á samnefndri skáld-1 : sögu eftir Coru Sandels, og | nýlega er komin í íslenzkri jj þýðingu. Aðalhlutverk: Rönnlaug Alten Erik Hell Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 12 ára TRIPOLI-BÍÓj Henry verðnr ástfanginn (Henry Aldrich swings it) | j Bráðskemmtileg amerísk | j músik- og gamanmynd frá i j Paramount. f Jimmy Lydon Charles Smith Marian Hall Sýnd kl. 5, 7 og 9. Anglýsingasími TÍMAHi S er 81 300. JmulrungJoéEuAjiaA. atu tíeJtaJO = Bkmuuuiiimuiiimiiiuiiiiiiimiiiiitmiitimuuiiiiuutt ELDURINN j gerir ekki boð á undan sér.: Þeir, sem eru hyggnir, \ tryggja strax hjá Samvinnutryggingum | nnuimmiiniimiiimiuiniiiiimuiumnn Baðstofnhjal (Framhald af 4. síður fyrir hér að fuglar hafa fallið, svo sem álftir og rjúpur. Það getur því farið svo, ef manninum er meinað að fækka þeim fugli, sem mikið er til af, að náttúran sjálf .taki þá til sinna ráða og fari ekki mýkri höndum um. Má þó svo til ætla að þekking bænda sé það glögg á þessum málum, að þeir friði ekki á landi sínu aðra fugla en þá, sem friðunar þurfa. Mörgum hefir þótt kynlegt við frumvarp þetta, að spói og mýri spíta eru sett í sérflokk, og leifð veiði þeirra fyrr en annarra fugla. Munu flestir telja þá mein lausa og til lítilla nytja. Heyrt hef ég þó getið um einn sýslu- mann, sem hélt mann til þess að veiða mýrispítur á haustin. Varla hafa það þó getað verið teljandi búhyggindi. Ekki þarf þó að efast um að önnur ástæða sé til fyrir þessu ákvæði frum varpsins. Sjálfsagt er líka eitt- hvað af þeim fuglum, sem al- friðaðir verða litlir aufúsugest ir ýmsra manna. Eitt sinn hef ég séð sveitunga minn allreiði legan með riffil í hönd, læðast á eftir tjaldi. Sjálfsagt hefir fuglin unnið sér til óhægis, þó að ég kunni þar ekki skil á. Þar sem frumvarp það, sem hér hefir verið á minnzt, er fyrst og fremst landbúnaðármál, mál bændanna, liggur í hlutarins eðli að þeir ættu þar mest um að fjalla, en svo hefir ekki ver ið. í nefnd þeirri, sem samdi frumvarpið, er enginn bóndi, og ekki heldur neinn af flutnings- mönnunum. Og þó að þessir menn séu allir af vilja gerðir til góðra hluta, er ekki til þess að ætlazt að þekking þeirra sé eins ý'íðtæk og þeirra, sem eigin reynslu hafa. Ég tel því rétt að fara með þetta eins og stundum er gert með meiriháttar land- búnaðarmál, að vísa því til bún aðarþings til athugunar. Mætti þá svo fara, að fulltrúar þeir, sem þar eru, teldu meira virði framgang kornræktar á Suður- landi, en lítið brot af þeim fugli, sem þessa ræktun herjar“. Hinrik hefir lokið máli sínu, og verður ekki meira rætt í bað stofunni í dag. Starkaður. Erlent yflrlit (Frarohald af 5. síðu) og ástvini og lifa flóttamanna- lífi fjarri fyrri heimkynnum sín um. Atvinnureksturinn má heita í rústum og neyðin er óskapleg. Örlög Kóreu er hörmulegt dæmi þess, hvernig fer fyrir varnarlausu landi, er verður fyr ir árás, sem leiðir til þess að það verður vígvöllur stórveld- anna. Sigge Stark: I leynum skógarins HÚSGÖGN Höfum ávallt fyrirliggjandi ný og notuð húsgöng, herra- fatnað, heimilstæki o. m. fl. Verðið mjög sanngjarnt. HUSGAGNASKAHNN Njálsgötu 112 — Sími 81570. WÓDLEIKHÚSID „DÓRI“ Sýning í kvöld kl. 20.00 „Hve gott og fagurt“ Sýning fimmtudag kl. 20.00 Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13.15 til 20.00. — Sími 80000. KAFFIPANTANIR 1 MIÐASÖLU mörg ár, og kerlingin var bæði ljót og leið. En haldið þið ekki, að hann hafi ímyndað sér, að hver maður, sem kom í námunda við kotið, væri að slægjast eftir kerlingunni? Hann var ekkert annað en skinin taeinin, því að hann hafði hvorkj matarlyst né svefnfrið og svo hljóp hann þveran skóginn til þess að komast heim á nóttunni. Og þegar hann var orðinn hér um bil sextugur, skar hann sig á háls, því að hann taldi sér trú um, að ungur piltur væri ástfanginn af kerlingunni, þótt hann hefði auðvitað viðbjóð á henni. — Og svo kann ég aðra sögu. Það var kvenmaður af þessu tagi — hún tældi fínan höfðingsmann, sem var trúlofaöur ungri fröken. Svo frétti faðir frökenarinnar, hvað gerzt hafði, og það var bara af því, að þessi fíni maður var ríkur, að hann sleit ekki umsvifalaust trúlofuninni, heldur kom því svo fyrir, að kvendið, sem tældi manninn, var flutt brott, svo að þau náðu ekki saman, og þá gerði þessi fíni maður sér hægt um vik og hengdj sig í kotinu, þar sem drósin hafði búið. Það er sama, hvaö gert er — það er aldrei hægt að bjarga mönnum, sem verða fyrir þessum ósköpum. Hafi for- dæða náð manni á sitt vald, verður það hans bani, hvort sem hann fær hana eða ekki. — Þú ert þá sannfærður um, að allir, sem renna hug sín- um þangað, sem Naómí er, verðj óhamingjusamir? — Hjo-nei, svaraði Samúel gamli. Sumir geta kannske jafnaði sig aftur. Það eru þeir, sem hún girnist, er hún leikur verst. Ég veit þetta, því að ég hefi lent í þess háttar sjálfur. En ég læknaðist, guði sé lof. Andrés hugleiddi þetta, er hann var genginn til sængur. Grimm vcru örlög þeirra kvenna, sem hjátrúin útskúfaði þannig úr mannfélaginu, og jafnvel þeir, sem urðu ástfangnir af þessum konum, trúðu þessum hindurvitnum. Trúin gat miklu til leiðar komið, og þeir, sem trúðu statt og stöðugt, að þeir yrðu óhamingjusamir vegna ástar sinnar, voru manna vísastir til þess að gera hræðilega hluti, er hlutu að leiða yfir þá ævilanga ógæfu. Og nú fann Andrés í fyrsta skipti til samúðar með Friörik í Efra-Ási. Honum veittist að vísu erfitt að átta sig á því, að unga fólkið hefði jafn bjargfasta trú á þessi hindurvitni og Samúel gamli, en vafalaust leynd- ist þó slík hjátrú með unga fólkinu, er heyrt hafðj um slíkt frá blautu barnsbeini. Þar að auki gat taumlaus ást látið jafn skefjalítinn mann og Friðrik vinna óttaleg verk, enda þótt hann tryði ekkj á hindurvitnin. Daginn eftir var Andrés á ferli úti í skógi, og undir rökkr- ið var hann staddur skammt frá Mýri. Hann hafði séð Naómí úti við. Hún sótti vatn, og þegar hún var á leiðinni heim með vatnsföturnar, kom hún auga á Andrés. Andrés gekk til hennar og heiisaði henni. Honum lék forvitni á því, hvernig hún tækj kveðju hans. Hún kinkaði kollj til hans, en sagði ekki neitt. — Hvernig gengur? spurði hann. — Dagarnir þokast áfram, svaraði Naómí þreytulega. Vonleysið í þessum oröum leyndi sér ekki, og Andrés tók líka eftir því, að dökku baugarnir kringum augu hennar voru orðnir stærri en áður, og sjúklegur glampi í sjálfum augunum. — Þú ert veikindaleg á svipinn, sagði hann. — Jæja. Ég veit ekki, hvort það er neitt sérstakt að mér, sagðj hún hirðuleysislega. Ég ofkældi mig bara á dögunum og fékk kvef. Rödd hennar var hljómvana, dálítið hás, og hún hóstaði við og við. Andrés hristj höfuðið. •— Þú ættir að vitja læknis og láta rannsaka þig, sagði hann. Mér sýnist sem það muni vera vissara. Naómí hló, en hláturinn var laus við gleðihreim. — Ég hefj ekki hugsað mér að vitja læknis. Sé ég veik, þá er það bara betra. — Þannig má enginn hugsa. — Hvers vegna ekki? Það mun enginn syrgja mig, og ég sjálf.... Hún lauk ekki við setninguna, en bandaði frá sér hendi. — Má ég ekkj skoða þig? spurði Andrés. Ég get að vísu ekki gert nákvæma rannsókn hér, en ég vildi reyna að hlusta þig- En Naómí hristi höfuðið. — Jú, sagði Andrés og lagði höndina á handlegg henni. En það tjóaði eklci. Hún vildi ekkj þekkjast boð hans. — En næst þegar ég kem? Ef ég kæmi með hlustpípu? — Við skulum sjá hvað setur, sagði Naómí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.