Tíminn - 28.11.1951, Page 2
TÍMININ, miðvikudaginn 28. nóvember 1951.
2'ÍO. blið.
Eigum nú fyrirliggj andi eftirtaldar tegundir af
NIÐURSOÐNUM ÁVÖXTUM, allt velþekktar tegundir.
ANANAS, margar tegundir
APRICOSUR
BLANDAÐIR AVEXTIR
FERSKJUR
IIINDBER
JARÐARBER
PERUR
Þyrrkaðir ávextir
væntanlegir á næstunni.
SVESKJUR — RUSINUR — APRICOSUR
GRAFIKJUR
DÖÐLUR í POKKUM OG LAUSU.
Spánskar appelsínur, citrónur og ítölsk epli.
Heilsuhælissjóðs NLFI,
Austurstræi 6.
Allt glæsileg og vönduð ensk barnaleikföng.
— Um leið og miðinn er keyptur sést, hvort
vinningur hefir fallið á númerið. Miðinn kost
ar 3 krónur. Vinningarnir verða afhentir
fyrir jól. <
AI33r krakkar verða að
k@sna í Aiisturstræti 6
og sjá dýrðina.
Opið alla daga kl. 10—9 o gsunnud. 3—9 e. h.
nefnist á íslenzku hin fræga og
skemmtilega bók
DALE CARNEGIE um hvernig komast eigi
hjá eða draga úr áhyggjum.
Biblían ein hefir selst í stærra upplagi en
BÆKUS DALE CARNEGIE.
ThvarpÍB
Útvarpið í dag:
Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg
isútvarp. 15,30—16,30 Miðdegis-
útvarp. 18,00 Frönskukennsla. —
18,25 Veðurfregnir. 18,30 ís-
lenzkukennsla; I. fl. 19,00 Þýzku
kennsla; II. fl. 19,25 Þingfréttir.
— Tónleikar. 19,45 Auglýsingar.
20,00 Fréttir. 20,30 Útvarpssag-
an: „Morgunn lífsins“ eftirKrist
mann Guðmundsson (höfundur
les). — III. 21,00 Kirkjutónlist
(plötur). 21,20 Erindi: Um gin-
og klaufaveiki (Sigurður E. Hlíð
ar yfirdýralæknir). 21,35 Vett-
vangur kvenna. — Erindi: Um
Ingibjörgu Jónsdóttur frá Djúpa
dal (frú Guðrún Jóhannsdóttir
' frá Brautarholti). 22,00 Fréttir
og veðurfregnir. 22,10 „Fram á
elleftu stimd“, saga eftir Agöthu
Christie; XIV. (Sverrir Kristjáns
son, sagnfræðingur). 22,30
Svavar Gests kynnir jazzmúsík.
23,00 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10
Veðurfregnir. 12,10—13,15 Há-,
degisútvarp. 15,30—16,30 Miðdeg
isútvarp. 18,25 Veðurfregnir.
18,30 Dönskukennsla; II. fl. —
19,00 Enskukennsla; I. fl. 19,25
Þingfréttir. — Tónleikar. 19,401
Lesin dagskrá næstu viku 19,45 ’
Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20,20
íslenzkt mál (Björn Sigfússon
háskólabókavörður). 20,35 Tón-
leikar (plötur). 21,00 Skólaþátt-
urinn (Helgi Þorláksson kenn-
ári). 21,25 Einsöngur: Ferruccio
Tagliavini syngur (plötur). 21,40
Erindi: Torfi í Ólafsdal og bún
aðarfræðsla hans (Matthías
Helgason frá Kaldrananesi).
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Sinfónískir tónleikar (plöt
ur). 23,15 Dagskrárlok.
Hvar erti skipin?
Sambandsskip:
Ms. Hvassafell er í Helsing-
fors. Ms. Arnarfell fer frá Bilbao
í dag áleiðis til Genova. Ms. Jök
ulfell lestar freðfisk á Austur-
landi.
Ríkisskip:
Hekla var á ísafirði í gær-
kvöld á norðurleið. Esja er í
Álaborg. Herðubreið er á Aust-
fjörðum á suðurleið. Skjaldbreið
er á Húnaflóa á suðurleið. Þyrill
er í Reykjavík. Ármann fer frá
Reykjavík. síðdegis í dag til Vest
mannaeyja.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Reykjavík
23. 11. til Boulogne og Amster-
dam. Dettifoss fór frá Hull 24.
11., væntanlegur til Reykjavík-
ur í nótt eða fyrramálið 28. 11.
Goðafoss kom til Rotterdam 24.
11., fer þaðan 27. 11. til Ham-
borgar, Antverpen og Hull. Gull
foss kom til Leith 26. 11., fer
þaðan í dag 27. 11. til Kaup-
mannahafnar. Lagarfoss fór
frá New York 25. 11. til Davis-
ville og Reykjavíkur. Reykja-
foss er í Hamborg. Selfoss er á
Sauðárkróki og fer þaðan vænt
anlega í kvöld 27. 11. til Djúpa-
víkur, Skagastrandar og Dal-
víkur. Tröllafoss kom til New
York 19. 11. frá Reykjavík.
.Vatnajökull fór frá New York
22. 11. til Reykjavíkur.
heiía
Flugferðir
Loftleiðir.
í dag verður flogið til Akur
eyrar, Hólmavíkur, ísafjarðar og
Vestmannaeyja. Á morgun er á
ætlað að fljúga til Akureyrar
og Vestmannaeyja.
Landsýn.
Sýning Gunnfríðar.
Sýning Gunnfríðar Jónsdóttur
er opin um þessar mundir í
vinnustofu listakonunnar að
Freyjugötu 41. Þar er sýnd 21
höggmynd eða allar helztu mynd
ir, sem Gunnfríður liefir gert.
Ber þar mest á hinum kirkju- 1
legu verkum tveim, Klerkur á
bæn og Landsýn, sem er kunn
asta verk listakonunnar auk
myndarinnar af móður hennar.1
Af nýjustu verkum hennar má
sjá þar Fiskistúlkur, sem er fall |
egt verk.
Annars ber mest á höfuð-1
myndum, enda er það sterkasta
hlið Gunnfríðar. Er þar fremst
myndin af móður hennar, sem
hlotið hefir góða dóma á nor-
rænum sýningum, einkum í
Stokkhólmi. Tekst Gunnfriði j
vel að draga fram sterk skap-,
gerðareinkenni í andlitsmynd-;
um. Sýningin verður opin næstu 1
daga frá kl. 1 til 10 síðdegis og.
það er vel þess vert að líta þar i
inn, enda er Gunnfríður með)
vissum hætti brautryðjandi í:
höggmyndalist hér á landi að
því er varðar konur, og þar eru
raunar einu kirkjulegu verkin,
sem til eru hér á landi í þeirri1
listgrein.
1 gær barst Gunnfríði nafn- ’
laust bréf, sem í voru 500 kr. í
peningum, og á litlu korti stóð
aðeins: „Þökk fyrir Landsýn".
gert að fljúga til Akureyrar,
Vestmannaeyja, Hellissands,
ísafjarðar og Hólmavíkur. Á
morgun eru áætlaðar flugferðir
til Akureyrar, Vestmannaeyja,
Reyðarfj arðar, Fáskrúðsfj arðar,
Blönduóss og Sauðárkróks. —
Miililandaflug: Gullfaxi er vænt
anlegur til Reykjavíkur kl. 17,00
í dag frá Prestvik og Kaup-
mannahöfn.
Blöð og tímarit
Menntamál.
Menntamál, sept.—okt. hefti
1951, e rkomið út. Efni þess er
m. a. Sýsluskóli Mýramanna eft
ir Stefán Jónsson námsstjóra,
Mat skólans á manngildinu eft
ir Guðmund M. Þorláksson, Frá
kennurum og nemendum eftir
Guðjón Jónsson, Kennari hálfa
öld, Steingrimur Arason látinn,
Sjöunda uppeldismálaþingið o.
fl.
Gerpir.
Gerpir, tímarit Fjórðungs-
þings Austfirðinga okt.-hefti, er
nýkomið út. Efni þess er m. a.
Austfirðingur, kvæði eftir Skúla
Þorsteinsson, Ófriðarþankar og
sáttaspjall eftir Björn Þorkels-
son, Um strönd og dal, Kynnis-
för til Noregs eftir Árna Vil-
hjálmsson, fundargerð fjórðungs
þingsins o. fl.
Ur ýmsum áttum
Glímuæfingar
Ungmennafélags Reykjavíkur
eru á þriðjudags- og föstudags-
Svöldum klukkan átta í Mið-
bæj arskólanum.
Skotfclag Reykjavíkur.
Fundur í kvöld klukkan 8,30
í verzlunarmannaheimilinu.
Rætt um vetrarstarfsemina.
Atvinna skósmiða.
Formaður skósmiðafélagsins
hefir látið þess getið, að það
sé síður en svo, að hörgull sé
á lærðum skósmiðum til starfa.
Þegar bezt var í sumar mátti
heita að allir iðnlærðir skósmið
ir hefðu vinnu, en nú er nokk
urt atvinnuleysi í stéttinni. Fyr
ir skömrnu urðu til dæmis tveir
skósmíðameistarar að loka verk
stæðum sínum vegna atvinnu-
leysis.
Afhendir trúnaðarbréf.
Dr. Sigurður Nordal afhenti í
dag konungi Danmerkur trún-
aðarbréf sitt sem sendiherra ís
lands í Kaupmannahöfn.
Flugfélag fslands.
Innanlandsflug: í dag er ráð- Auíílýsið í Tíiuannm.
lÁommgslsikariim
(Framhald af 1. síðu.)
væri þar kominn með hinn
dýrmæta verðlaunagrip, bik-
arinn konungsnaut. Fékk
Erlingur sér læsta Irirzlu til
aö varðveita í gripinn í eitt
skipti, er hann skildi hann
við sig, áður en hann fékk
hann innsiglaðan í sendiráð-
inu i ábyrgðarsendingu, sem
hann síðan sjálfur kom með
til íslands.
Ekkj ákveöið
um geymslustað.
• Ekki mun ákveðið ennþá,
hvar bikarinn verður geymd-
ur og hafa margar tillögur
komið fram. Ein er sú, að
hafa hann í glerskáp í Sund-
höll Reykjavíkur, önnur að
hafa bikarinn að Bessastöð-
um og hin þriðja að varðveita
hann í þjóðminjasafninu.
En fyrst mun þó áformað
að sundbikarinn fari um land
ið og verði til sýnis á sem
flestum stöðum.
Sjóvinnuiiámskeið
á Yopnafirði
Frá fréttaritara Tímans
á Vopnafirði.
Hér stendur nú yfir sjó-
vinnunámskeið og eru þátt-
takendur um 30. Er þeim'
skipt i tvo hópa til kennslu,;
er annar síðdegis en hinn ár- |
degis. Námskeiðið er haldið
á vegum Fiskideildar Aust- j
fjarða og er forstööumaður j
þess-ívar Höskuldsson.
Jökulfell kom hingað í fyrra'
dag og tók 1000 kassa af fryst
um fiski á Ameríkumarkað.
Brúarfoss er og nýbúinn að
taka hér 2280 kassa af fryst-
um fiski á Evrópumarkað. Þá
eru eftir 1500 kassar af fryst-
um skarkola.
Afbragðstíð hefir verið hér
í allt haust og það sem af er
vetri. Fé er ekki komið á gjöf.
Jörð hefir verið þýð fram á
síðustu daga og jarðýta hef-
ir unnið að landbroti í allt
haust, var síðast að störfum
í fyrradag.
IWWW.W.VAV.V.W.’.VV.V.V.V.Y.V.V.VA.VW.V/.V
í
Þakka öllum nær og fjær, sem sendu mér kveðjur og
í hlýhug á sextugsafmæli mínu.
!■ Elínborg Lárusdóttir.