Tíminn - 28.11.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.11.1951, Blaðsíða 3
270. blað. TÍMININ, miðvikudaginn 28. nóvember 1951. S. Odýrir sumargististaðir Tillag'a frá Kannveiga Þorsteinsdótáir Rannveig: borsteinsdóttir hef- ir la.gt fram í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar um ódýra sumargististaði. Tillagan er svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á rík isstjórnina að fela Ferðaskrif- stofu ríkisins að athuga mögu- leika til að setja á stofn og starf rækja ódýra sumargististaði, þar sem fólk getur fengið að dveljast í sumarleyfum sínum með litlum tilkostnaði. Sé starf rækslan við það miðuð, að gest irnir spari sér sem mest fjár- útlát, m.a. með því að leggja sér sjálfir til fæði að meira eða minna leyti, meðan á sumar- dvölinni stendur. í greinargerð tillögunnar seg- ir svo: Svo er til ætlazt samkvæmt lögum, að þeir, sem starfa í 'þjónustu annarra, hafi orlof einhvern tíma á tímabilinu 1. júní til 15. september ár hvert, og flestir, aðrir en þeir, sem stunda iandbúnaðarvinnu, munu reyna að njóta einhverr- ar hvíldar og útivistar nokkra daga að sumrinu. Hér á landi eru ýmsir gisti- staðir, sem til þess eru falln- ir, að fólk geti átt þar ánægju- lega sumardvöl, en gallinn er sá, að tilkostnaður við rekstur gistihúsa er svo mikill, að verð- lag allt verður miklu hærra en svo, að efnalítið fólk geti átt þess kost að dveljast á slikum stöðum og það því síður sem fjölskyldan er stærri. Reynslan hefir orðið sú, að ýmsir efnað- ir borgarar eyða sumarleyfi sínu erlendis, sem verður þeim litlu dýrara en ferðalög innan- lands, efnaminna fólk situr heima, af því að það hefir ekki ráð á að búa á gistihúsum, og gistihúsin eru ekki full, nema þá einn og einn dag yfir sumar- mánuðina. Það er mál út af fyrir sig, hvort ekki væri nokkru til þess kostandi, jafnframt því sem reynt er að fá útlendinga til þess að ferðast hingað til lands, að fá landsfólkið sjálft til að eyða sumarleyfum sínum heima jafnvel þótt það hafi ráð á öðru. En þeir, sem ekki hafa efni á því að dveljast á gisti- húsum, fara sjaldnast nokkuð að heiman í sumarleyfi sínu og missa því af þeirri heilsulind og hvíld, sem nokkurra daga dvöl í sveit gæti verið þeim. Áður fyrr heimsóttu bæjarbúar kunn ingja sína í sveit í sumarleyfi sínu og dvöldust hjá þeim nokkra daga, en nú er víða fok- ið í það skjól sökum fólksfæöar og annríkis í sveitunum yfir sumartímann. Fyrir þá, sem eiga þess kost, er ef til vill ekk- ert skemmtilegra en að eyða orlofi sínu búandi í tjaldi á fögrum stað, en tjöld og annar viðleguútbúnaður er nokkuð dýr og erfitt og óhentugt t.d. fyrir fólk með börn að búa í tjaldi, einkum ef eitthvað er að veðri. Það er því tæplega hægt að búast við því, að fólk almennt ráðist í slíkt. En vel má hugsa sér eittlivert fyrirkomulag, sem væri ein- hvers staðar mllli hinna dýru gististaða og útilegu í tjaldi, nefnilega staði, þar sem væri húsaskjól og hitunartæki og sameiginleg eldamennska um það allra einfaldasta, en fólk hjálpaði sér sjálft að öðru leyti, líkt og þeir gera, sem búa í tjaldi. Ef slíkir staðir væru til afnota, þá væri þar með gerð tilraun til þes að gera efna- litlu fólki kleift að komast að | heiman í sumarleyfi sínu. Viða um landið eru bygging- j ar, sem ekki eru notaðar að sumrinu. í sumum þessum bygg 1 ingum er allt, sem til þess þarf að létta undir með fjölskylöu- ' fólki í sumardvöl: Eldavélar,1 mataráhöld, dýnur o.þ.h. Ef ráðn ’ ar væru að sumrinu ein til tvær manneskjur til þess að sjá um hús, sem gæti veitt viðtöku 30— j 50 manns í einu, væri hægt með ; þegnskylduvinnu gestanna sjálfra að reka þar ódýran sum argististað. Sameiginlegur kostn aður, sem gestirnir greiddu, væri laun fyrir umsjónina, ef til vill einhver leiga fyrir hús- næðið og svo einhver hluti hins daglega fæðis, t.d. kartöflur, grautur o.þ.h. Annan mat hefði fólk með sér sjálft og fengi af- not af hitunartækjum eftir sam komulagi til þess að matreiða. Fyrirkomulag líkt þessu hefir um margra ára skeið verið haft í skíðaskálum í nágrenni Reykja víkur í páskavikunni og gefizt ágætlega. Að vísu er ekki hægt að segja, að þetta yrði neitt ,,luKus“-sumarleyfi, en þaö gæti gefið möguleika fyrir fólk, sem annars gæti ekki komizt að heiman í sumarferðalag og vildi gjarnan kosta því til að elda matinn sinn sjálft að nokkru leyti til þess að geta átt fáeinna daga dvöl úti í sveit um hásum arið. í þingsályktunartillögunni er ekki nákvæmlega tiltekið á hvern hátt hinir ódýru gisti- staðir skuli starfræktir, og það, sem hér hefir verið sagt, er ein ungis ábending um það. Hms vegar verður að teljast eðlilegt, að það sé Ferðaskrifstofa ríkis- ins, sem heföi skipulagningar- starfið með höndum, þar sem enginn annar aðili mun hafa til þess betri aöstöðu en hún og starf sem þetta beinlínis heyrir til hlutverki hennar. Er bví gert ráð fyrir, að athugun málsins verði falin henni. England og Aastur- ríki keppa í dag í dag fer fram landsleikur í knattspyrnu milli Englands og Austurríkis, sem vekja mun mikla athygli, og er mikið rætt um hann í blöðum vxða um heim. Englendingum hefir enn tekizt, þrátt fyrir að oft hafi verið hart að þeim höggvið, að vera ósigraðir á heimavelii í knattspyrnulandsleikjum. Þetta hafði Skotum einnig tekizt, þar til að Austurríkismenn komu þangað á þessu ári og „sáu og sigruðu". Það er því ekki að á- stæðulausu, að Englendingar óttast, að þessi leikur í dag, kunni að verða fyrsti tapleikur ! þeirra heima, enda má segja,' að enska landsliðið hafi verið frekar . lélegt og ósamstætt í leikjum sínum í haust. En nú bar út af þeirri venju, að velja liðið með tveggja daga fyrir- vara eins og oftast áður, en í þess staö voru 20 leikmenn vaid ir fyrir 10 dögum síðan, og hafð ir í sérstölcum æfingum í Man- j chester. Síðan var landsliðið valið í miðri síðustu viku. Þetta bar þó ekki tilætlaðan árangur, þxjí á mánudag voru geröar fimm breytingar á liðinu, mest vegna.þess, að menn, sem höfðu verið valdir, meiddust í leikj- unum s.l. laugai-dag. Upphaf-1 lega var liðið valið þannig: Merrich (Birmingham) — Ram- 1 HEILLAKORT BLSNDRAVÍNAFÉLAGS ÍSLANDS Heillakortin eru send í stað jóla- eða afmælisgjafa. Á þeim stendur: Ég hef í tilefni dagsins afhent Blindrafélagi ís- lands fjárhæð á þitt nafn til hjálpar blindum og er það.... gjöf til þín. Hugheilar kveðjur Helllakortin fást í skrifstofu félagsins Ingólfsstræti 16. Körfugerðinni. Laugaveg 16, og Silkibúðinni Lauf- ásveg 1. Hjálpið blindum, kaupið heillakort Blindravina- félags íslands. t V l * ♦ I ■: > ■ B ■ ■ ■ | >■■■■■■■ :« Verzlunarmannafélag Reykjavíkur l AÐALFUNDUR í; félagsins verður haldinn mánudaginn 3. desember n. JÍ k. í Sjálfstæðishúsinu og hefst kl. 8,30 siðd. stundvíslega :■ ■■ Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. I; Félagar sýni skírteini við innganginn. H STJÓRNIN A í ’AV.VAV.V.V.V.V.VAW.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V Áskriftarsími Tímans er 2323 sey (Tottenham) — Smith (Ar- senal) — Nicholson (Totten-; ham) — Froggat (Portsm.) —1 Dickinson (Portsm.) — Finney1 (Preston) — Mortensen (Black- pool) — Lofthouse (Bolton) — Wright (Wolves) — og Medley (Tottenham). Á pappírnum leit þetta lið mjög vel út að minnsta kosti. Ástæðan til að Wright var val- jnn íinnhefrji mun fyrst og fremst hafa verið sú, að bezti og hættulegasti maðurinn í liði Austurríkis, er einmitt varnar- leikmaöur, þ.e. miðframvörður- inn Ernst Ocwirk, en hann, á- samt framveröinum Hanappi, er aöál skorari liðsins, en leik- aðferð liðsins er eins og Fram notaði hér í sumar og menn minnast. Hefir því miðfram- vörðuiánn óbundnar hendur og tekixr jafnt þátt í sókn og vörn. Ocwirk leikur með Austria, og þegar það lið lék við Tottenham í I ondon í sumar, skoraði hann einmitt sigurmarkið. En Bret- ar urðu sem sagt að hverfa írá þcssari hugmynd vegna pess, að líguleikirnir á laugardaginn urðu nokkuð afdrifaríkir fyrir landsliðið. Liðið, sem valið var á mánudag lítur þannig út: Merrich — Ramsey — Eck- ersley (Blackburn) — Wright — Frogatt — Dickinson — Milt- on (Arsenal) — Broadis (Manch City) — Lofthouse — Bailey (Tottenham) og Medley. Breytingar eru litlar á vörn- inni, en í framlínuna koma þrír nýir menn. Sumum kann að finnast, að þetta lið sc ekki eins sterkt og það, sem fyrst var valið, og kann það rétt að vera. En þess má geta að Milt- on og Broadis léku mjög vel á laugai-daginn, og réði það úr- slitum, að þeir eru nú i fyrsta skipti valdir til að leika í lands liðinu, en Bailey og Eckersley eru gamlir í hettunni þar. Sér- staklega er rétt að veita Miltoix athygli, en hann er ungur leik- maður, íxijög fljótur, og álit- inn einn efnilegasti knattspyrnu maðurinn, sem fram hefir kom ið í Englandi eftir stx-íðið. Útvarpað verður frá lelknum, sern hefst uppúr hádeginu. Ií.S. .V.V/.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.WAV.'.V.V.V.V.V/.V. Dagrenning 5 Októberheftið er nýkomið út og flytur meðal annars *. þessar greinar: *■ Spádómar um Egyptaland og Framtíðarstefnan í l* stjórnarskrármálinu, báðar eftir ritstjórann. I; Örlagasteinninn og ártalið 945, eftir Rutherford, íj Fánadagsræöa Mac Arthurs, hershöfðingja o. fl. athygl "J isverðar greinar. «J DAGRENNING fæst hjá bóksölum Tímaritið Dagrenning,- Reynimel 28, — Sími: 1196. í« Reykjavík. 5; v.v/.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v.v.v.v.vl Veitið athygli Gerum upplitaða poplin og bómullar regnfrakka (cotton gaberdine) sem nýja aftur Ný áður óþekkt kemisk efni notuð Öll vinna framkvæmd af erlendum sérfræðingi Þess skal getið að við höfum þegar náð undravcrðum árangri í þessum efnum C^nalau^in Íin4in Ltf. Hafnarstræti 18, sími 2063 Skúlagötu 51, sími 81825 \ t LEIRMUNIR Þér þurfið ekki að leita að jólagjöfinni, ef þér vitið hvar Roði er. ROÐI Laugavegr 74 — Sími 81808 vv.vvvv.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v^v.v.vv.vv.v.v.v l MYSUOSTUR l Rjómaostur 30% ostur 40% ostur Heildsölubirgðir hjá HERÐUBREIÐ Simi 2678 v.vvvvvvvvvvvvvvvvvv.vvvvvvvvv.vvvv.vvvvvvvvvvvv

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.