Tíminn - 04.12.1951, Side 6

Tíminn - 04.12.1951, Side 6
6. TÍMINN, þriðjudaginn 4. desember 1951. 275. blað. Draumagyðjan mín Vegna mikillar aðsóknar. j Sýnd kl. 7 og 9. K AZAIV Ný amerísk mynd um undra | hundinn Kazan. Sýnd kl. 5. ÝJA BÍO i , .. j Mannœtan frá Kumatm (Man-eater of Kumaon) Mjög spennandi ný amerísk i ævintýramynd, gerist meðal j manna og villidýra í frum- i skógum norður Indlands. j Aðalhlutverk: SABU og Wendell Corey. Sýnd kl. 5, 7 og 9. j IIIII111111111111111111III IIII■IIIII1II|M•■||||||I I Austurbæjarbíó I Tóiiatöfrai* Sýnd kl. 7 og 9. Kona ffski- maimsins Sýnd kl. 5. r r Z BÆJARBlOj - HAFNARFIRÐI - Neyðarápið (Gry Wolf) Afar spennandi og dularfull j ný amerísk kvikmynd, byggð j á samnefndri skáldsögu. j Aðalhlutverk: Errol Flynn, 0 Barbara Stanwick. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. öi Útvarps viðgerðir Radiovfnnnstofan LAUGAVEG 166 Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833 Heima: Vitastíg 14 Auglýsingasími Tímans 81300 ■iiiiiiuiiiiiiiiiiiuuiuiiimiiiiiiHiuiiimiuinuuuuiu | TJARNARBIO /Evintýri í Daltimore I (Adventure in Baltimore) i | Bráðskemmtileg ný amerísk | I mynd. I I i Aðalhlutverk: Shirley Temple, Robert Young. i Sýnd kl. 5, 7 og 9. (GAMLA BÍÓj | Steish uppshera 1 (Riso Awaro) 1 Fræg ítölsk stórmynd, sem i i fer nú sigurför um heiminn. f i 5 Silvana Mangano, | Vittorio Gassman. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Bönnuð innan 16 ára. i Teiknimyndin GOSI Sýnd kl. 3. = 111111111111111111111111 IIIIIIIIIKnllllllllltlllllimiUUII S z tuiuiuiiiiiiiiiiiiiu v.iiiiiiimiiiiliiiliiiiiiiilillliititl - IHAFNARBÍÓÍ | | Majja frá Malö i (Maj Paa Malö) | Létt og skemmtileg ný sænsk | I mynd með söngvum eftir i | Even Tube. Inga Lindgré, Olaf Bergström. | Aukamynd: i Kanadaferð Elisabethar i | prinsessu. — Alveg ný mynd i 1 um ferðalag prinsessunnar og i = manns hennar um Kanada. i Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Sonur Hróa Hattar f Sýnd kl. 3. \Vetrartízhan 19521 Sýnd kl. 2. jTRIPOLI-BÍÓ I, Ástin siyrar (Cross my heart) ! Sprenghlægileg og glæsileg I j amerísk mynd um óútreikn f í anlega vegi ástarinnar. Betty Hutton, Sonny Tufts, Rhys Williams. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ELDURINN| gerir ekki boð á undan sér. = Þeir, sem eru hyggnlr, | fryggja strax hjá j Samvinnutryggingum | * Arsþing íþróttabandalags framhaldsskóla 2. ársþing íþróttabandalags framhaldsskóla í Reykjavík og nágrenni var nýlega haldið í Reykjavík. Bragi Friðriksson,' formaður bandalagsins, setti þingið og bauð fulltrúa vel- komna. Bragi Friðriksson las upp árs- skýrslu stjórnarinnar, sem lá frammi fjölrituð og gerði nán ari grein fyrir ýmsum atriðum hennar. Halldór Bachmann las upp reikninga bandalagsins. Í.F.R.N. gekkst fyrir 7 íþrótta mótum á starfsárinu: hand- knattleiksmóti, körfuknattleiks- móti, skíðamóti, sundmóti, fim leikakeppni og tveim frjáls- íþróttamótum. Knattspyrnu- móti bandalagsins er ekki lokið. Alls voru um 500 þátttakendur í mótum þessum. Körfuknatt- leiksmót Í.F.R.N. var hið fyrsta, sem háð var hér á landi í þeirri íþróttagrein. Bandalagið gaf út á árinu blaðiö Hvöt, ásamt S.B.S. Stjórnin kaus á árinu þá Þor stein Einarsson, Benedikt Jakobsson og Braga Friðriksson í nefnd til að vinna að stofnun skólasambands íslands. Verður sagt frá störfum nefndarinnar síðar í þessari grein. Samkvæmt tillögum stjórnar innar voru samþykktar allmikl ar breytingar á lögum sambands ins og væntanlegri stjórn falið að skipa nefnd til þess að end urskoða reglugerðir um íþrótta mót. Væntanlegri stjóri var enn fremur falið að endurskoða samning við S.B.S. varðandi sameiginlega blaðaútgáfu þess- ara aðila og reyna að finna leið ir til þess að blaðið beri sig fjár hagslega. Tillögum fulltrúa varð andi breytingar á reglugerð um sundmót, var vísað til væntan- legrar stjórnar. Næsta mál á dagskrá var skýrsla nefndar þeirrar, er stjórnin skipaði til þess að gera tillögur og vinna að stofnun skólasambands íslands. Fram- sögumaður nefndarinnar, Þor- steinn Einarsson skýrði frá störf um hennar. Nefndin leggur til, að hið væntanlega skólasam- band starfi á líkum grundvelli og hliðstæð samtök á hinum Norðurlöndunum, en allar á- kvarðanir um starfsgrundvöll verða teknar á stofnþingi. Þor steinn lagði áherzlu á nauðsyn þess, að koma á fót hér á landi merkjakeppni með líku sniði og tíðkast annars staðar á Norður löndunum. Bragi Friðriksson baðst und- an endurkosningu og var Jón Böðvarsson kjörinn formaður í hans stað. Svavar Markússon var kjörinn varaformaður, en aðrir í stjórn Hörður Felixson gjaldkeri, Hildur Ólafsdóttir fundaritari og Guðmundur Jafetsson skýrsluritari. Vara- menn eru Ásgeir Guðmundsson og Benedikt Bogason. I d’cm- nefnd voru kjörnir Guðm. Georgsson, Bragi Friðriksson og Ásgeir Guðmundsson. Endur- skoðendur voru kjörnir Gunn- laugur Jónasson og Grétar Hav aldsson. íiP þjódleIkhúsið „ D Ó R I “ Sýning miðvikudag kl. 20,00. Síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 11_20. — Sími 80000. KAFFIPANTANIR 1 MIÐASÖLU KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 1. DAGUR FYRSTI KAFLI. Garðshorni í Andafirði fylgdu tólf ekrur lands, og það var eitt af álitlegustu býlunum á Austurey. Það var ekki sízt fólkið í hin- um nyrðri byggðum sem staðhæfði, að Garðshorn jafnaðist fyililega á við kóngsjörðina Lambhaga, og kóngleg mekt, Kristján liinn þriðji, hefði af mildilegastri náð skenkt Heina hafreka, prófasti Færeyja, góðan og verðugan bústað. Bæjarhúsin voru að veggjum hlaðin úr grjóti, en torfþak, og á staðnum voru eigi færri en þrjár stofur, auk reykstofu og glerstofu. Þar til lágu svo gripahús, rimlabyrgi, sem í var hertur stórþorskur og skerpikjöt, fjárbyrgi og smærri útihús, svo að fullsetinn var allur hallinn norðan frá bæjarhúsunum að ármynninu. Niðri við ósinn var naustið. Þar var grjótbryggja mikil fram í sjóinn og grafin niður rekatré gild til þess að binda við skip og báta. Þar átti prófastur örugga höfn skipum sínum, er þau komu heim úr langferðum. Aðeins nokkur steinsnör norðan ármynnisins risu hamrastall- ar upp frá sjónum, og yfir þeim gnæfði Tindurinn mikli, mið sjófarenda, sem úr fjarlægö bauð fiskimennina velkomná á lognsælar legur í fjörðum og víkum Austureyjar. Handan Djúp- anna, nær því gegnt Andafirði, bar þrjá af hinum egghvössu tindum Karlseyjar við stálgráan himin, eins og bergrisa á verði yfir hamraborgunum. í Garðshorni var starfsdagurinn hafinn áður en splin náði að varpa geislum sínum gegnum skörðin milli þessara tinda, og á sumrin lauk honum ekki fyrr en rauð kvöld- sólin rann á bak við Sléttartind. Úti í sjálfum Djúpunum var stríður straumur, og einkum þó, er norðanstormarnir næddu inn sundin utan af Atlantshafinu, og var þar leikvangur kastvindanna sem þyrluðust á milli fjallanna með ofsahraða. En hinar freyð- andi bylgjur brotnuðu þó viö Stöngina og náðu sér ekki að mun inni á víkum Andafjaroarins. Vestan við Garðshorn voru brattar hlíðar upp á milli hamra- belta. Við brekkufótinn voru hinir góðu byggakrar prófastsins. Raunar voru akrarnir ekki stórir, en skjólgoti var þarna og naut ágætlega sólar, meðan hún var í austri og suðri. Þegar sumar- gott var með miklu sólfari, fékk prófasturinn allt að átjánfalda uppskeru, og aldrei hafði það gerzt í mannaminnum, að kornið næði ekki að þroskast. Inn af byggakrinum og túninu voru dimmgrænar seylar milli klapparhöfða, fyrst litlir, sundurslitnir blettir, en breitt og sam- fellt mýrlendi inn til Vatnsdalsins í suðri, þar sem Sandfellið reis upp af hamrabeltunum. Á þessum slóöum gekk sauðfénaður guðsmannsins árlangt. Aðeins tvisvar á ári lét Kolbeinn gamli verkstjóri reka féð til réttar — á vorin, þegar kvenþjóðin var látin rýja það, og á haustin, er slátrað var til vetrarins. Spölkorn frá Garðshorni voru fáein kot á víð og dreif, og hét sú byggð á Hellum. Þar bjuggu um fimmtiu hræður i ævarandi striði við storm, stórsjó, hvirfilbylji og rángjarna víki^iga úthafanna. En svo var þó fyrir að þakka, að sjóræningjarnir komust sjaldan svo langt norður á bóginn. Það voru meira en tuttugu ár síðan Heini kom til Færeyja. Sex ungir menn höfðu farið á opnum bát frá Björgvin og ætluðu að sigla sér til skemmtunar um skerjagarðinn við Sunnmæri. En þá skall á þá fárviðri, er hrakti þá til hafs. Eftir sjö daga hrakninga um úthafið sáu þeir land framundan, og um nóttina komst báturinn gegnum brimgarðinn við Húsavík á Sandey. Enda þótt fólkið í Húsavík veitti þeim góða hjúkrun, dó einn af félögum Heina, og nokkrum vikum síðar sneru hinir fjórir aftur heim til Noregs. En Heini hafði fellt hug til Herborgar hinnar fögru Arnbjarnardóttur og settist að í Færeyjum. Hann hóf brátt að boða nýja kenningu grámunks eins, Marteins Lúthers, og fólkið í byggðinni lagði við hlustirnar. Seinna fór hann til Kirkjubæjar, þar sem síðasti kaþólski biskupinn, Ásmundur Ólafs son, sat að stóli. Hjá honum náði hann embætti skrifara, og fékk nú mörg tækifæri til þess að boða hina nýju kenningu á embættisferðum um eyjarnar. Þegar siðaskipti urðu í Færeyjum, hvarf Ásmundur Ólafsson brott frá Kirkjubæ, en í hans stað tók við biskupsstóli hinn háæruverðugi Jens Rípur. Heini hlaut prestsvígslu og brauð á Austurey, og þangað hélt hann með brúði sína, Herborgu hina fögru. Á því herrans ári 1541 ól hún hon- um son, sem skírður var Jón, en næsta ár dó hún af barnsförum. Heini tók sér þegar aðra konu, sem hann hafði fest á ást í æsku heima í Noregi, hina stærilátu Gyrðu Gran frá Björgvin, og með henni gat hami sonuna Magnús og Heina. Dag nokkurn síðsumars árið 1551 var venju fremur kyrrlátt i Garðshorni. Prófasturinn hafði farið embættisferð til Kirkju- bæjar á áttæringi sínum, og Magnúsi hafði verið leyft að fara með föður sínum og förunautum hans. Þetta var erfið ferð fyrir eflda karlmenn, og Heini hafði verið treguf til þess að veita syni sínum fararleyfi. Gyrða hafði einnig verið andvíg því, en nú sem endranær hafði hún látið undan áköfum bænum sonar síns. Við alla aðra var hún stórlát og þverlynd, en Magnús kom jafnan vilja sínum fram. Þcgar lokið var morgunönnum og liá- degisverður snæddur, hafð.i Gyrða lagzt til svefns í lokrekkju sinni í reykstofunni. Hún hafði risið úr rekkju í dögun og staðið við fiskaðgerð með vinnukonum smum, en Kolbeinn bústjóri hengdi fiskinn á rá i hjalli. Honum sóttist verkið seint að þessu sinni. Hugur hans var víðs fjarri, og blakkar, sinaberar hendur hans unnu aðeins af gömlum vana. Kolbeinn gamli var hann kallaður, enda þótt hann væri ekki fimmtugur orðinn. Hann var enn ungur í anda og líkaminn stæltur, þó að hann hefði þjónað prófastinum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.