Tíminn - 07.12.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.12.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, föstudaginn 7. desember 1951. 278. blað. Lífið er dýrt (Knock on Any Door) Mjög áhrifamikil ný amerísk ! stórmynd eftiy samnefndri; sögu sem komið hefir út í i íslenzkri þýðingu. Myndin i hefir hlotið fádæma aðsókn : hvarvetna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. rrrfllllllllir - J. Ullllllltliuulllllllll NÝJA BIO Johimy Ai»|»oIlo Afar spennandi og viðburða- rík amerísk mynd. Aðalhlutverk: Tyrone Power Dorothy Lamour Lloyd Nolan Sýnd kl. 5, 7 og 9. j Austurbæjarbíó | | Jón er ástfanginn j (John loves Mary) Ronald Reagan Patricia Neal * | Sýnd kl. 5 og 9. | SÖNGSKEMMTUN kl. 7,15. = (TJARNARBÍOi Genginn í gildru j | (Trapped) | Afarspennandi og atburða- ! | rík sakamálamynd, byggð á! | sönnum viðburðum og sýn- j j ir baráttuna gegn skjala- j = og peningafölsun. Fij Bönnuð fyrir börn. ....... = 'iii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiimimimimmummi - BÆJARBÍO | - HAFNARFIRÐI - Aldrei fann hún iinmistan 2 (The Admiral was a Lady) | Fjörug og smellin, ný amer- j ísk gamanmynd. Edmond O’Brien Wanda Hendrix Rudy Vallace Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Ötvarps viðgerðir j Radiovinnnstofan i LAUGAVEG 166 Bergur Jónsson 1 Málaflutningsskrifstofa | Laugaveg 65. Síml 5833 1 Heima: Vitastíg 14 Auglýslngasími Tímans 81300 áejtaV l Aðalhlutverk: Lloyd Bridges John Hoyt Bönnuð börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. GAMLA BÍO Beish uppsteera (Riso Awaro) Fræg ítölsk stórmynd, sem § fer nú sigurför um heimínn. § . i Silvana Mangano, Vittorio Gassman. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. HAFNARBIO! Signrmerkið | (Sword in til deserd) | ; Hin afar spennandi ameríska | I stórmynd um átökin í Palest f í ínu. Dan Andrews Marta Toren _ ____ I Bönnuð innan 12 ára. Sýnd aðeins í dag kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓj Rebekka ! Ilin heimsfræga ameríska § ! stórmynd, gerð eftir sam- | ! nefndri skáldsögu, sem kom- i j ið hefir út í ísl. þýðingu. Laurence Olivier § Joan Fontaine George Sanders i Sýnd aðeins í dag og á morg- | i un kl. 5 og 9, þar eð myndin | : verður send út með næstu | i ferð. | Auglýsmgasími i TÍMAJIiS er 81 300. (ELDURINNj : gerir ekki boð á undan sér. j | Þeir, sem eru hyggnlr, | tryggja strax hjá I Samvinnutryggingum | Stefán á flútta (Framhald af 5. siðu) ekki hægt í lýðfrjálsu landi, þar sem jafnrétti borgaranna er lát ið ráða með atkvæðamagni sínu. Hvað kom til þess, Stefán Ó. Magnússon, að þú barst ekki fram tillögu þess efnis að verk fall yrði hafið þegar í stað, þar sem þú virtist í ræðum þínum vantreysta svo mjög forustu- mönnum félagsins í málinu, eða er það tilfellið, að þú sért meiri í orði en á borði? í þess stað berð þú fram tillögu, ásamt tveim flokksbræörum þínum, að víkja þegar í stað þeim Einari J. Guðmundssyni og Gunnbirni Gunnarssyni; sem fengnir voru til að segja álit sitt á bílstjórun um, úr félaginu. Þér hlýtur að hafa verið það Ijóst, að með því að reka þá úr félaginu, varst þú að svipta þá atvinnu. Þú hafð ir farið mörgum orðum um þá sjömenningana, hvaða ömurlega aðstöðu þeir hefðu, að vera svipt ir atvinnu á tímum, sem nærri ómögulegt væri að fá vinnu. Samt vílar þú ekki fyrir þér að bæta tveimur við hópinn. Eru þetta heilindi? Nú getur líka svo farið, að stéttarfélag okkar bíði verulegt fjárhagslegt tjón af þínum völdurn. Því eins og Bergsteinn upplýsti þegar á fundinum, þá væru sterkar lík ur fyrir því, að þeir Einar og Gunnbjörn fengju með málsókn sig aftur dæmda inn í félagið og þá yrði félagið að greiða þeiyn fullt atvinnutjón. Bergsteinn varaði fundarmenn við því að greiða þessari tillögu atkvæði. Þegar Bergsteinn sem formað ur félagsins hafði svo fram- kvæmt tillögu þeirra félaganna, sem þeir höfðu fengið sam- þykkta með naumum meiri- hluta, urðu þeir óðir og uppvæg ir og reyna að gera Bergstein ábyrgan verka sinna. En í 22. gr. samnings Hreyfils við S.V.F.. segir meðal annars: „Óheimilt er atvinnuveitanda að taka né hafa aðra menn til bifreiðaaksturs eða vaktmanns- starfa en þá, sem eru fullgildir meðlimir Bifreiðastjórafélags- ins Hreyfils og er starfsmönn- um skylt að sýna skilríki fyrir því, að þeir séu fullgildir með- limir Bifreiðastjórafélagsins Hreyfils". Nú vitum við sem til þekkjum, að starf þessara tveggja manna er að miklu leyti fólgið í því, sem áðurnefnd grein bannar öðrum en fullgildum meðlimum Hreyfils. Hvernig getur sá mað- ur verið fullgildur, sem hefir verið rekinn úr félagi og hvaða sanngirni er í því, að slíkur mað ur fái að halda vinnu fyrir öðr- um atvinnulausum mönnum með fullkomnum félagsréttind um. Ef við hættum að taka rök Stefáns Ó. Magnússonar og fylgi fiska hans til greina, hlýtur að vakna sú spurning, til livers eru þá verkalýðsfélögin, ef þau veita ekki fullgildum meðlimum sín- um, sem verða að borga há fé- lagsgjöld, meiri rétt til vinnu, | heldur en þeim, sem engin félags I réttindi hafa. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 4. DAGUR .|L íH) ÞJÓDI.E1KHÚSID Imynduiiarveikiii Sýning laugardag kl. 20.00 Næst síðasta sinn. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13.15—20.00. Kaffipantanir í miffasölu. í sæti sínu. Hvers vegna sat hann hér? Hvers beið hann? Vera mátti, að Heini hafreki biði hjálpar hans, strandaður á skeri í firðinum, og aldrei fyrr hafði prófasturinn þurft að bíða slíks árang'urslaust. Báturinn vaggaði við snögga hreyfingu Kol- beins. Hann var stór og þungfær einum manni. En Kolbeini hljóp kapp í kinn....Ég kem, Heini....ég kem! Hvað var þetta? Áraslög? Misheyrðist honum? Hann hlustaði og starði í þokuna. Hann heyrði ekki lengur áraglammið, heldur léttan nið, líkt og sjór freyddi um bátsstefni. Jú — nú var aftur tekið til ára. Nei — þetta var ekki misheyrn. Líknsamur var guð. Þetta var rödd prófastsins — fyrirskipun. „Heini hafreki“! Það var eins og þokunni létti mikið við þetta kall. Áraglammið hætti. „Hver kallar"? var svarað utan úr þokunni. „Kolbeinn.... Kolbejnn.... hérna við bryggjuna.... “ „Guðs friður sé með þér, Kolbeinn". Nú kom bátsstefrið fram úr þokunni. Báturinn renndi að lendingunni með driúgum skrið. „Stingið við“! Allir beittu árun- um í sjóinn samtímis. og báturinn stöðvaðist. Það hvein í hval- húðarhömlunum. og siórinn sauð við árablöðin. Með Heina haf- reka við stjórnvöl leið báturinn fyrir bryggjuhausinn. Kolbeinn laut fram á. Nú gat hann greint mennina á þóftunum — tvo.... fjóra.. . .sex... .átta — og kempan herðatareiða við stýrið.... En hvar var.... ? Kolbeinn þreif um bryggjustólpa og nísti hann, svo að negl- urnar grófust í tréð. Aðeins níu. Og nú skynjaði hann, að í rödd Heina hafði vevið djúpur, alvarlegur hljómur... .anhar- legur blær, sem vakti ótta. „Kolbeinn"! var skyndilega hrópaö glaðlegri barnsrödd. Smávaxinn ferðalar.gur reis upp við hlið prófastsins og færði sig framar í bátinn. Kolbeinn linaði takið og breiddi út faðminn. Þökk sé guði — þú hélzt verndarhendi yfir prófastinum, Magnúsi og öllum hans mönnum. Hafgúan hafði ekki birzt honum að vilja guðs.... Kolbeinn tók drenginn í fang sér og virti hann vandlega fyrir sér, líkt og hann hefði ekki séö hann árum saman. Nei — þetta var Magnús sjálfur — níu ára drengur með breiðar herðar, sterka handleggi, ljóst hár, gráblá augu, sem tindruðu af lífs- fjöri. Og þó var eitthvað illt yfirvofandi. Svipurinn á prófastinum leyndi sér ekki. Þokuslæðingurinn gerði honum ekki þennan áhyggjusvip. Heini hafreki hafði oft komizt í hann krappari. Kolbeinn fékk líka íyrstur byggðarmanna að heyra hin geig- vænlegu tíðindi: Hálofaður og æruverðugur biskupinn, Jens Rípur, hafði verið rændur og beittur harðræðum af frönskum víkingum. Þannig var þetta. Biskupinn, hinn sanni guðs umboðsmaður, vildi ekki verzla við víkingana, eins og forveri hans, pápíski biskupinn, hafði gert. Þess vegna höfðu þeir rænt hann og farið með hann sem villutrúarmann. Óguðlegir ræningjar höfðu látið greipar sópa í Kirkjubæ, og hálofaður biskupinn hafði sjálfur flúið á báti í átt tii Vogeyjar. Sumt af fólki hans hafði fylgt honum, en aðrir höfðu flúið í skelfingu sinni á fjöll eða leitað athvarfs í helli Sverris konungs. Einn verkmannanna hafði falið sig í rústum dómkirkjunnar, og það var sá maður, sem fært hafði prófastinum hin skelfilegu tíðindi. Heini hafði farið á báti sínum meðfram Hest^y og Koltur og allt undir Vogey, en hvergi orðið var við biskupinn eða fólk hans. Franska sjóræn- ingjaskipið var ekki heldur komið úr augsýn. í meira en dægur hafði Heini beðið í Kirkjubæ, en þegar ekkert bar til tíðinda, hélt hann aftur heim við svo búið. Gyrða húsfreyja og aðrar konur báru vistir fyrir hina lang- þreyttu menn í reykstofunni í Garðshorni. Matur og drykkur var framreiddur. Kolbeinn sótti vænar sneiðar af skerpukjöti í hjallinn, og sterklegar hendur veittu því feginsamlegar við- tökur og stýfðu úr hnefa. Sumir rifu harðfisk úr roði, en þorsk- hausarnir voru látnir bíða þar til síðar. Sjálfur kaus Heini sér saltað kindakjöt, og saup með því þykka súrmjólk, gula af rjóma. Allir tóku mennirnir rösklega til matar síns. Það lagði notalegan yl frá eldinum, og þreyttum mönnunum tók brátt að líða vel. Þeir þeiruðu hendur sínar á buxum sínum og ropuðu i hátt. Gyrða lét sér lítt bregða við tíðindi þau, sem sögð voru, og mælti fátt. Við og víð gekk hún þó að eldinum og lagði nýja köku á glóðina, en Heini hugði að, og hrukkurnar á enni hans dýpkuðu. Loks staðnæmdist hún frammi fyrir honum og virtist lesa í hug honum. Hún var hnarreist sem endranær og hörð undir brún, án þess að annarra svipbrigða gætti á þróttmiklu andliti hennar. Þó-var ef til vill ekki laust við, að hæðnisbros flökti um holdugar varir hennar. „Ég vænti þess, að þú þekkir skap mitt, Heini“, mælti hún. „Mér þykir mest um vert, að bóndi minn og sonur eru heilir í höfn. Um gull hálofaðs biskupsins og ránsfeng víkanganna hirði ég lítið". Hún þagnaði. því að hún vænti þess, að Heini andmælti, en er hann þagði, hélt hún áfram í ögrunartón: „Hefði það verið vilji biskupsins, gat hann leitt þessi við- skipti til lykta á Mðsamlegan hátt. Ég liygg, að Ásmundur Ólafs- son hefði ekki veiið svo grunnhygginn....“ Það sló skyndilega þögn á alla í reykstofunni. Konurnar þok- uðu sér saman við eldinn, og mennirnir settu hálftæmda aska sína á borðið. Jafnve! drengirnir þrír, sem höfðu af beztu getu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.