Tíminn - 14.12.1951, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.12.1951, Blaðsíða 10
TÍMINN, íöstudaginn 14. desember 1951. 284. blað. 10. Lífið er tlvrt (Knock on Any Daor) Mjög áhrifamikil ný amerísk I stórmynd ef.tir samnefndri i : sögu sem komið hefir út í i i íslenzkri þýðingu. Myndin; i hefir hlotið fádæma aðsókn j i hvarvetna. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BÍÓj Dularfulli ntaSurinn (The Saxon Charm). Afburðavel leikin og áhrifa- | rík ný amerísk mynd. s Aðalhlutverk: [ Susan Hayward, \ John Payne, Robert Montgomery. \ Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBlÓÍ - HAFNARFIRÐI - Kalifomía viðburðarík og spennandi j amerísk kvikmynd. Barbara Stanwick, Ray Milland, Barry Fitzgerald. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. ítvarps viðgerðir | Radiovlimnstofan | LACGAVEG 166, Bergur Jónsson | Málaflutningsskrifstofa | Laugaveg 65. Sími 5833 | Helma: Vitastíg 14 Auglý^tngasími Tímans 81300 dntubusuiJoélújAjiaA. atu S&StaJO iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiuuiinii: | Austurbæjarbíó I Orrustan um Itro Jima Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ | Keisurarulsinn (Emperial Waltz). Bráðskemtileg og hrifandi fög j ur söngva- og músíkmynd í j eðlilegum litum. Aðalhlutverk: Bing Crcsby, Joan Fontaine. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÍGAMLA BÍÓÍ i = I Flóttama&urinn | (The Fugitive) | Tilkomumikil amerísk kvik- I I mynd gerð eftir skáldsögu | | Grahams Greene „The Labyr I 1 inthine Way“, | Henry Fonda, Dolores Del Rio, | Petro Armendariz. i i Sýnd kl. 5, 7 og 9. Börn fá ekki aðgang. HAFNARBÍÓ Kynslóðir koma... f (Tap Roots). Mikilfengleg ný amerísk stór I mynd í eðlilegum litum, § byggð á samnefndri metsölu | bók eftir James Street — Myndin gerist í amerísku | borgarastyrjöldinni og er tal § in bezta mynd, er gerð hefir = verið um það efni síðan „Á | hverfanda hveli“. Susan Hayward, Van Heflin, Boris Karloff. : Bönnuð börnum innan 14 ára. 1 Sýnd kl. 5, 7 og 9. r Z TRIPOLI-BIO Svikarinn (Stikkeren) j Spennandi ensk kvikmynd | byggð á hinni heimsfrægu | j sakamálasögu eftir Edgar | ; Wallace. Sagan hefir komið § j út í ísl. þýðingu. Edmund Lowe, Ann Todd, Robert Newton. Sýnd kl. 7 og 9. i IHIII llll ! Stnámyntlasafn Sprenghlægilegar amerískar! smámyndir m. a. teiknimynd i ir, gamanmyndir, skopmynd- i ir og músíkmyndir. Sýnd kl. 5. Askrlftarsíml: TIMINN I 2323 f♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< I Anglýsingasími TIMA^IS er 81 300. ( ELDURINN í gerir ekki boð á undan sér. I f Þeir, sem eru hyggnir, I tryggja strax hjá f Samvinnutryggingum | B Verður veitinga- skatíurinn af- numinn? Fjórir þingmenn- Jónas G. Rafnar, Ásgeir Ásgeirsson, Hall dór Ásgrímsson og Jóhann Haf- stein flytja frv. um afr.ám veit ingaskattsins. í greinargerð- inni segir svo: Með lögum nr. 99 19. júní 1933 var ákveðið, að greiða skyldi 10% skatt til ríkissjóðs af sölu- verði matfanga, drykkjarfanga og annarra neyzluvara, sem seld ar eru í gistihúsum, katfihus- um eða öðrum veitingastöð- um. Á sínum tíma var þessi skatt ur sniðin eftir danskri fyrir- mynd og þá einnig rökstudd- ur sem eins konar „luxus‘-skatt ur. Síoan hafa miklar breytingar á orðið, sem mæla eindregiö með því, að þessi skattur verði nú afr.uminn. Veitingastarfsemi er orðin miklu almennari þáttur í at- vinnulífinu og mikil þörf á því, að bælt séu skilyrði t:l gisci- húsahalds og veitingastarf- semi, bæði vegna gerbreyttra samgönguskilyrða og ahnenr.ra ferðalaga innanlands og eins vegna þess, hversu æskliegt er að stuðla að frekari heimsókn- um erlendra ferðamanna. Danir hafa fyrir iöngu afnum ið veitingaskattinn hjá sér nema á áfengum drykkium, en hér á landi stendur hann fyrir þrifum eðlilegri þróun í gisti- húsahaldi og veitingastarfsemi. Ríkissjóð munar nú ekki miklu, þótt þessi skattur sé af- numinn, enda mundi um leið sparast töluvert fé, sem fer í innheimtu hans, og einnig skap ast nýjar tekjur af fjölþættari starfsemi og bættum hag þess atvinnurekstrar, sem skatturinn hvílir þungt á, Til hvers ern ... ? (Framhald af 6. síðu.) þeim mánuði, sem fiskiskipin koma nú í til Grænlands.Und- an þessum ís verða skipin að færa sig norðar og norðar og loks norður á þær stöðvar,þar sem erl. skipin byrja veiði sína í maí. Hafísinn kemst aldrei lengra norður en norður á > breyddarstig Dyrhólaeyjar. Og vesturströnd Grænlands á breiddarstigum íslands er æ- tíð hafíslaus og lagíslaus. Færeysk skúta fiskar nú þarna í allan vetur og mun hai'a leyfi til að fara inn á firðina í Vesturbyggð. Það er ætíð svalt á sjónum við Grænland, einnig aö vetr inum, þótt áttin út af Vestri- byggð og sumar við strönd- inda muni aðallega vera hæg vestanátt af volgum sjó fyrir vestan land (ekki umhleyping ar). Veðurfar er þarna að vetrinum stórum betra en hér, og ekki líkt þeim illviðr- um, sem menn eiga að venj- ast á Djúpálsrifinu hér. Dönsk verzlunarskip sigla, og hafa lengi siglt til Græn- lands allan veturinn. Munu íslendingar ekki vera jafnok- ar Dana í sjósókni> Mörg þessi verzlunarskip eru miklu minni en botnvörpungar og aðeins á stærð við stórar skiít nr. Taki ísl. botnvörpungarnir nú aflaleysið við ísland fram yfir mokaflann og uppgripin á djúpmiðum Grænlands að vetrinum hver er þá hinn eig- inlegi tilgangur með útgerð þeirra? KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI j ------------------9. DAGUR .........................J smalað til slátrunar um veturnætur. Mest var oft annríkið í slát- urtíðinni.... Kolbeinn var þungt hugsi. Honum varð hugsað til þess, ^rn systursonur hans, Brynjólfur, hafði sagt honum daginn áður. Það var þungt áfall, ef skugga skyldi bera á vináttu þeirra Brynj- ólfs og Magnúsar. Magnús kom aðvífandi og varpaði kveðju á Kolbein. Hann var giaður og reifur, óg fyrr en varði barst talið, að kapprauninni miklu á Hestey. Kempan gamla strauk ákaft skegg sitt og virti Magnús, eftirlæti sitt, fyrir sér. „Og þú munt hafa borið úr býtum hníf Brynjólfs?“ sagði hann. „Ég hafði lagt undir hvalaspjótið mitt“, svaraði hann. „Ég vann hnífinn með h^iðarlegum sigri. Jón var dómari....“ „Þetta sæmir göðum drengjum“, mælti Kolbeinn. „En Brynj- ólfi mun hafa þótt þessi hnifur góður gripur.“ „Ég hlaut hann ekki með brögðum, heldur yfirburðum“, sagði Magpús, og það vac þrjózkuhreimur í röddinni. „Sé Brynjólfi sárt um hnífinn, getur hann skofað á mig aftur. Þá skal ég leggja hnífinn að veði gegn hvalaspjótinu hans.“ Kolbeinn bagði við. Systursonur hans var bæði vaskur og fim- ur, en hann stóð Magnúsi ekki á sporði. Magnús var ætíð lík- legri til þess að sigra, unz Brynjólfur stæði uppi sviptur öllu." Hugsazt gát, að Magnús færði honum hnífinn aftur sem vinar- gjöf.... þegar færi gæfist á.... En var Brynjólfur í Lamhaga ekki of stórlátur til þess að þiggja aftur grip, sem hann hafði einu sinni tapað á þennan hátt? Von og geigur toguðust á í huga Kolbeins. Magnús haföi ávallt verið honum hugfólginn, en í æð- um Brynjólfs rann ættarblóðið. Traust og einlæg vinátta þeirra var það, sem hann gat helzt kosið sér. Magnús hleypti brunum. Tilfinningar toguðust á í brjósti hans. Hann hafði sigrað með heiðarlegum yfirburðum og hlotið hníf- inn að launum. Hann hafði jafnvel teflt lífi sínu í hættu.... Þaö hafði Brynjólfur raunar gert líka.... fóstbróðir hans og vinur. Gat það veitt honum ánægju að eiga þrjá hnífa, er fóstbróðir hans átti aðeins eih'n — og hann illa skeptan? Magnús kinkaði kolli. Hann hafði gert það statt, hversu vandinn skyldi leystur. Þegar í dag skyldi liann færa Brynjólfi.... „Grindaboð!" Magnús tók viðbragð. Kall hans bergmálaði hamranna á milli. Hann þreif utan um handlegg Kolbeins og benti út yfir fjörð- inn. Á nesinu handan hans liafði bál veriö kveikt. Grindaboð. Gráhvítan reykinn iagði undan golunni út yfir Djúpin í átt til Karlseyjar. Kolbeinn var .sprottinn á fætur. Hann kreppti hnef- ana ósjálfrátt og öskraði dimmum rómi: „Grindaboð!“ Á svipstundu komst allt á ferð og fiug. Menn æptu hver í kapp við annan. Brynjólfúr kom æðandi út á hlaðiö. Augun leiftruðu, er hann sá bálið á nesinu. Heini kom hlaupandi út úr reykstof- unni og þrír menn á hæla honum. Tveir menn, sem verið höfðu að starfi á akrinum, komu á harðaspretti. Nokkrir voru þegar tekn ir á rás niður á bryggjuna. Fólk dreif að úr öllum áttum, og sól- in glóði á hvalaspjótum og brugðnum bröndum. „Grind! Grind!“ Hrópin bergmáluðu um fjörðinn, og nýjan reykjarlopa lagði upp í loftið. Karlmennirnir kunnu sér engin læti, öskruðu hver framan í annan, blótuðu og stjökuðu liver við ö'ðrum í blind- um ákafa. Þeir skeyttu því ekki lengur, þótt sjálfur prófastur- inn hlýddi á formælingar þeirra, enda lét Heini það eins og vind um eyrun þjóta á' þessari stundu. Allir hugsuðu um það eitt að ryðjast út í bátana. Magnús hafði þrifið hvalavopn sín í hjallinum og hlaupið sem aðrir til sjávar. Hann stökk út í bátinn, hnaut um þóftu, en spratt jafnskjótt á fætur aftur. Síðan þreif hann ár og leit til föður síns, er seztur var við stýrið. Svo kvað við skipunin, og' bátarnir létu frá landi. Aðeins einn maður hafði ekki hirt um að komast með: Kolbeinn gamli. Hann stóð hreyfingarlaus ofan við naustið og starði á eftir bátunum, sem brunuðu út fjörðinn. Það glóði á gamalt hválaspjót í hendi hans. Þegar bátarnir voru komnir út undir nesið, sneri hann viö og gekk upp sj ávargöt- una. Hann var þungur í spori og dró spjótið á eftir sér. Bátarnir höfðu verið fullmannaðir. Og hann var ekki lengur ungur að ár- um. Nei — ungur maður hafði sezt á þóftu hans og tekið ótæpi- lega um árahlumminn — Magnús Heinason. Maður í manns stað. Ræðararnir í báti prófastsins lögðust fast á árarnar. Sjórinn freyddi um stefnið, þegar báturinn beygði fyrir nesið og stefndi út á Djúpin. Heini hélt fast um hjálmunvölinn, kipraði augun og starði fram fyrir sig. Enginn mælti orð frá vörum. Magnús virti fyrir sér breitt bak Brynjólfs. Vissulega var Brynj- ólfur bezti Vinur hans, og þegar þeir væru komnir út fyrir hvala- torfuna, ætlaði hann að rétta honum hnífinn góða. Nú yrði hans þörf. Magnús var glaður, því að í dag skyldi hann drýgja dáð. Skyldu þeir ekki bráðum komnir að vöðunni? Hann lagðist fast á árina. Nú var stefnt yfir mynni Leirvíkurfjaröar. Bálið, sem kveikt hafði verið, var slokknað, en reykurinn var enn yfir byggöinni. Á bátalegunni var að sjálfsögðu enga fleytu að sjá. Skyndilega ávarpaði Heini menri sína dimmum rómi: „Nú sjáum við hvalavöðuna. Einn af Leirvíkurbátunum er að komast að henni.“ Það marraði í þollum, og sterklegir ræðararnir tóku mikil bak- föll. Allir voru löðursveittir, og báturinn flaug áfram. Þeir frá Garðshorni vildu ekki lcoma miklu seinna að vöðunni en Leir- víkurmenn. Allir færðust í aukana, svo aö við berserksgangi lá. Óp og köll heyröust þegar frá bátum þeim, sem komnir voru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.