Tíminn - 15.12.1951, Qupperneq 4
AR6ARET GOROON MOOftE
FURÐLIJEG FYRIRBÆRI
(Things I can't explain) eftir frú M. G. Moore
þýdd af sr. Sveini Víkingi, ér jólabók allra þeirra, er hafa áhuga fyrir dulrænum efnum. Bókin er einstaklega fróð-
leg og skemvntileg aflestrar. Furðuleg fyrirbæri er óskabók alls hugsandi fólks.
Svarti presturinn
metsölubók ,
JOHAKNB KOKCH
eftir John Buchan, þýdd
af Siguðri Björgúlfssyni,
skýrir frá sannsögulegum
heimildum höfundar af
uppreisn Kaffa-blámanna
gegn yfirráðum Breta í
Suður-Afríku.
Lapúta — svarti prest-
urinn — er ógleymanleg
söguhetja.
Svarti presturinn er
hrífandi skemmtibók fyr-
ir vaska drengi.
JOHN
BUCHAN
INGA BEKK
EFTIR J. KORCH,
þýdd af Sigurði Helgasyni og Guðnýju E. Sigurðardóttur,
er hugljúft ævintýri kaupstaðartelpu, sem fer í sveit. Inga
Bekk bjargaði öllu við, hún hjálpaði öllum, gerði alltaí
sitt bezta, sigraði alla.
Inga Bekk er bók fyrir góðar stúlkur.
ATH.: Sérlega vinsælt virðist hið nýja, franska flauelsband á bókunum: Inga Bekk og Furðuleg fyrirbæri
mmi\
^ESTURINN
Bókaútgáfan
Bókaverzlunm Fróði, Leifsgötu 4, sendir yður jólabækurnar heim, eins og að undanförnu. Hringið í síma 2037.
Ræksii* þessar verða seudar til Itéksala úíi á laudi flsm liclgina
TIMINNN, laugardaginn 15. desember 1951.
285. blaf
(Framhald af 3. siðu.
ekki tæmandi upptalning á
því, sem gert hefir verið til
aukinnar ráðdeildar í ríkis-
búskapnum. Beinn sparnaður
af þessum og öðrum ráðstöf-
unum ríkisstjórnarinnar
nemur milli 10 og 20 millj. kr.
á ári, en erfitt að áætla þar
um nákvæmlega.
Fróðlegt er að athuga,
Iwernig stjórnarandstæðing-
ar hafa tekið sumum af þess-
um ráðstöfunum.
Þegar vinnutími í opinberri
starfrækslu var lengdur um
hálfa klukkustund á dag,
reyndu kommúnistar af öll-
um mætti að koma því til
leiðar, að opinberir starfs-
menn gerðu ólöglegt verkfall,
til þess að mótmæla þessari
breytingu, og undir það tóku
a. m. k. sumir í Alþýðuflokkn-
um. Þótt opinberir starfs-
menn hefðu þessar ráðagerð-
ir þeirra að engu, þá sýndi
þetta glöggt afstöðu núver-
andi stjórnarandstæðinga í
sparnaðarmálum.
Hvað vilja stjórnar-
andstæðingar spara?
En þegar rætt er um
sparnað, þá er rétt að minn-
ast á þau mál nokkru nánar,
vegna þess að hér er um mik-
ið alvörumál að ræða og
margir hafa að vonum þung-
ar áhyggjur af hinum opin-
beru gjöldum.
Andstæðingar syórnarinn-
ar halda því fram núna, að
það sé auðvelt að lækka þessi
gjöld stórkostlega. Mig lang-
ar að spyrja þá í því sam-
bandi nokkurra spurninga,
sem þeir hafa áður verið
spurðir hér á Alþingi, en gef-
ið lítil svör við, en máske
þeir standi sig betur, þegar
fleiri heyra til.
Ræða fjármálaráðherra
Hvað er það, sem þeir vilja
spara? Vilja þeir ekki lofa hv.
þm. og þjóðinni allri að heyra
þetta? Þeir hafa ekki flutt
neinar sparnaðartillögur hér
á Alþingi. Þótt þeir þykist
hafa verið að pukrast með
eitthvað þesskonar í fjár-
veitinganefnd, þá hafa þeir
ekki komið fram hér á þingi
með þessháttar tillögur. Hvað
er það sem á að spara? Hvað
er það, sem er svo auðvelt að
spara og sem á að vera svo
þungvægt, að straumhvörf-
um valdi í skattaálögum?
JVilja þeir fækka dólnurum
og lögreglumönnum? Vilja
þeir draga úr landhelgisgæzl-
unni eða fækka mönum á
varðskipunum? Vilja þeir
fækka læknum, spítölum eða
fækka starfsfólki á spítölun-
um eða draga úr fæðiskostn-
aði sjúklinga eða hækka dag-
gjöld á spítölunum? Vilja þeir
draga úr styrkjum til berkla-
sjúklinga eða vilja þeir lækka
framlög til þeirra, sem þjást
af langvarandi sjúkdómum?
Vilja þeir draga úr framlög-
um til nýrra vega eða til við-
halds vega, framlögum til
hafnargerða og vita, framlög-
um til flugmála og strand-
ferða? Vilja þeir fækka prest-
um? Vilja þeir loka skólum
eða leggja niður skóla? Vilja
þeir lögbjóða lengri vinnu-
tíma fyrir kennara og fækka
kennurum? Vilja þeir loka
söfnunum? Vilja þeir draga úr
námsstyrkjunum? Vilja þeir
lækka jarðræktarstyrkinn,
framlög til Búnaðarbankans,
skógræktar og sandgræðslu?
Vilja þeir lækka framlög til
fjárskiptanna eða hætta við
þau í miðju kafi, draga úr
framlögum til aflatrygginga-
sjóðs eða til Fiskifélagsins eða
til raforkumála? Vilja þeir
lækka framlög til Tryggingar-
stofnunar ríkisins, til sjúkra-
samlaganna, framlög til bygg
inga i kaupstöðum og kaup-
túnum? Vilja þeir láta hætta
að greiða eftirlaun eða draga
úr eftirlaunum? Vilja þeir
láta lækka laun opinberra
starfsmanna? Þannig mætti
halda áfram að spyrja og
þannig spurði ég hv. landk.
Hannibal Valdimarsson við 2.
umr. fjárlaganna, þegar hann
talaði sem fjálglegast um
sparnað, en hverju svaraði
hann? Hann svaraði, að hann
hefði verið spurður um þá liði
fjárlaganna, sem sízt mætti
lækka. Það ætti að spara á
kostnaði við ríkisstjórnina og
utanríkismálin, segja stjórn-
arandstæðingar. En þegar
þess er nú gætt, að liðirnir,
sem ekki má spyrja um í sam-
bandi við sparnað, nema meg-
in hlutanum af öllum útgjöld
um fjárlaganna, þá fer að
verða þrautin þyngri fyrir
menn að gera grein fyrir því,
hvað þeir meina með fjasi
sínu um að auðvelt væri að
valda straumhvörfum í fjár-
málum ríkisins með sparnaði.
Hvaða þjónustu vilja
menn sleppa?
Þetta sparnaðartal stjórn-
arandstæðinga hér hefur ekki
mikið gildi. Helzt þá það, að
tækifæri gefst til þess að
benda mönnum á það einu
sinni enn, að eigi að íram-
kvæma lækkun á ríkisútgjöld
unum, þannig að verulegu
muni eða stefnuhvörfum
valdi, þá er það ekki hægt,
nema með því að gerbreyta
um afskipti rikisins af málefn
um landsmanna. Það er ekki
mögulegt nema með því að
Jeggja niður margskonar þjón
ustu, sem menn hafa á undan
förnum árum gert kröfur um
að ríkið tæki að sér. Það er
sjálfsagt að halda áfram allri
viðleitni til sparnaðar og það
þárí sífellt að gera nýjar og
nýjar sóknarlotur, til þess að
reyna að finna leiðir til að
draga úr þeim beina kostnaði
og kcma í veg fyrir útþenslu.
Það er líka geysilegt verk, sem
í því liggur að koma í veg fyr-
ir slíkt. En þesskonar ráðstaf-
anir, þótt góðar séu, leysa ekki
þennan vanda. Það er ekkert
annað en gaspur eitt, að hægt
sé með sparnaði á beinum
rekstrarkostnaði ríkisins að
lækka rikisútgjöldin þannig,
að á því verði byggðar skatta-
og tollalækkanir, nema menn
eigi þá við stórfellda launa-
lækkun opinberra starfs-
manna, en hvernig ætti það
að standast, að setja þeim
laun í algeru ósamræmi við
önnur laun í landinu? Það er
íullkomið ábyrgðarleysi að
halda því fram, að mögulegt
sé að halda uppi svipaðri þjón
ustu í dóms- og lögreglumál-
um, kirkju- og kennslumál-
um, samgöngumálum, trygg-
ingamálum, hcilbrigðismál-
um, málefnum atvinnuveg-
anna, ásamt stórfelldum yerk
legum framkvæmdum. eins
og nú er gert, og lækka um
leið verulega skattabyröina á
þjóðinni. Slíkt er ekki frain-
kvæmanlegt.
Furðulegar ályktanir.
Ég get ekki stiilt mig um að
minnast á það í þessu sam-
bandi, hve furðulegt er að
heyra og sjá ýmsar sárhþykkt
ir um þessi málefni, sem gerð
ar eru. Það er erfitt að sjá,
að það geti haft góðan endi,
ef hver stétt og hver hópur,
sem saman kemur til funda,
lætur það verða sitt höfuð-
verkefni að krefjast fram-
laga af ríkinu fyrir sig og
handa sér og álykta um leið
með hörðum orðum gegn
skatta- og tollaálögum og
heimta á þeim stórfelldar
lækkanir. \7erði þeim leik
haldið áfram mjög almennt
og það virt til íjandskapar, ef
ekki er hægt að fara eftir slík
um samþykktum, þá geta
menn búizt við því,að sá þing
meirihluti verði vandfundinn,
sem hefir nógu sterk bein til
þess að halda þannig á mál-
efnum landsins, að ekki hljót
ist stórslys af.
Þannig hlýtur ábyrgðarleysi
eins og það, sem fram kemur
í tali og tillögum stjórnarand
stæðinga hér á Alþingi að
verða til þess að liða þjóðfé-
lagið í sundur, ef menn ekki
láta víti þeirra verða sér til
varnaðar.
Það þjóðfélag fær ekki stað
izt, sem saman er sett af hóp-
um óbilgjarnra manna og
þröngsýnna, sem hver um sig
krefst fríðinda handa sér og
sinni stétt, alveg án tillits til
annarra, og sem haldi uppi
sífelldum mótmælum út í blá-
ínn gegn óhjákvæmilegum op
inberum gjöldum, án þess að
gera nokkra tilraun til að líta
á samhengi mála og gefa því
gaum, til hvers með sanngirni
er hægt að ætlast.
(Framhald á 5. síðu)