Tíminn - 09.01.1952, Síða 2

Tíminn - 09.01.1952, Síða 2
2. TIMINN, miðvikudaginn 9. janúar 1952. 6. blað. Þat* sem Stephan G. bjó: Sjö bústaðir allir komnir I eyði Klettafjallaskáldið Stephan G. Stephansson dvaldi um æv- ina á sjö stöðum, fjórum á ís- landi og þremur í Vesturheimi. Það er einkennileg tilviljun ,að allir þessir staðir eru í eyði falln ir, og sumir fyrir langa-löngu. Heimilin á íslandi. ■' Stephan G. Stephansson fædd ist á Kirkjubóli í Seyluhreppi, koti hjá Víðimýri, 3. október 1853. Þar er nú engin byggð. Foreldrar hans fluttust með hann ungan að Syðri-Mælifells á, þar sem ekki er heldur byggð lengur, og unglingsár sín var hann með foreldrum sínum í Víð'imýrarseli, sem einhig er komið í eyði. | Er hann var sextán ára, flutt ust foreldrar hans austur í Bárð ardal, og sjálfur gerðist hann [ vinnumaður í Mjóadal, býli langt suður í heiðum, nú löngu fallið í auðn. Bústaðir í Vesturheimi. Frá Mjóadal fór hann vestur um haf 1873 og ætlaði aftur að vitja fósturjarðar sinnar að nokkrum árum liðnum, þótt allt færi á aðra leið. Hann gerð ist landnámsmaður í Wisconsin, en allt er þar komið í eyði. 1880 gerðist hann á ný landnámsmað ur, að þessu sinni í Garðar- byggð í Norður-Dakóta. Ekki er byggð þar heldur. í þriðja sinn nam hann land í Markerville í Albertafylki, og þar dó hann 10. ágúst 1927. Síðasti bústaðurinn. Húsið, sem skáldið bjó síðast í, stendur enn — autt og mann- laust'. En þó ekki autt með öllu. Eitthvað mun enn í því af mun um, sem skáldið átti, og mundi hér heima áreiðanlega þykja að því mikill fengur, ef þessum munum yrði bjargað og þeir varð veittir á ættjörðinni, sem skáld ið ætlaði í rauninni aldrei að yfirgefa — yfirgaf heldur aldrei, er öllu er á botninn hvolft. Landnám á fornum rústum. Þessi misseri hefir landnám ríkisins í undirbúningi að stofna til nýrra býla að Víðimýri í Skagafirði. Kannske mun eitt- hvert þeirra rísa á rústum hinna gömlu bæja, Kirkjubóls og Víði mýrarsels, þar sem Stephan G. fæddist og dvaldi uppvaxtar- árin. Það væri nýr kapítuli þess arar sögu, sem hér hefir verið sögð, og ætti betur við stórskáld ið, sem orti í fjarlægri heims- álfu um lyngið frá æskustöðv- unum. Ungfrú ísland Qtvarpíh Útvarpið í dag: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg isútvarp. 15,30—16,30 Miðdegis- útvarp. 18,00 FFrönskukennsla. 18,25 Veðurfregnir. 18,30 ís- lenzkukennsla; I. fl. 19,00 Þýzku kennsla; II. fl. 19,25 Þingfréttir. Tónleikar. 20,00 Fréttir. 20,30 Út varpssagan: „Morgunn lífsins“ eftir Kristmann Guðmundsson (höf. les). — VII. 21,00 Sinfóníu hljómsveitin; dr. Victor Urban- cic stjórnar. 21,20 Erindi: Hætt an á eftir fengnum sigri (Pétur Sigurðsson erindreki). 21,40 Tón leikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Úpplestur: Sólveig Guðmundsdóttir les smá sögu. 22,30 Svavar Gests kynnir jazzmúsík. 23,00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00 Morgunútvarp. — 9,10 Veðurfregnir. 12,10—13,15 Hádeg isútvarp. 15,3,0—16,30 Miðdegis útvarp. P8,25 Veðurfregnir. 18,30 Dönskukennsla; II. fl. 19,00 Enskukennsla; I. fl. 19,25 Þing fréttir. Tónleikar. 19,40 Lesin dagskrá næstu viku. 20,00 Frétt ir. 20,20 íslenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson cand. mag.). 20,35 Tónleikar (plötur). 21,00 Skóla- þátturinn (Helgi Þorláksson kennari). 21,25 Einsöngur: Victoria de los Angeles syngur spænsk þjóðlög; Renata Tarrago le’ikur með á gítar (plötur). 21,45 Upplestur: Þorsteinn Ö. Stephensen les kvæði eftir Heið rek Guðmundsson. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Sinfónísk ir tónleikar (plötur). 23,00 Dag- skrárlok. A gamlaárskvöld var sam- kvæmi mikið í Cumberland Hotel í Lundúnum, og komu þar fram ungar stúlkur frá ýmsum löndum sem tákn þeirra þjóða, er þær voru frá. Þar á meðal var ein ís- lenzk stúlka — fegurðardís, sem ekki gerði landi sínu skömm. Allar voru stúlkurnar léttklæddar, svo að líkams- fegurð þeirra nyti sín til fulls í augum gestanna, er vonandi hafa látið „vínið andann | hressa,“ áður en dísirnar gengu í salinn. Hér birtist rnyjid af íslenzku stúlkunni. þW miður veit blaðið ekki 1 nafn hennar, en ekki væri \ ólíklegt, að sumir lesendanna þekktu hana. Fari svo, er sími blaðsins 81 300. Sársaukalausar tannviðgerðir innan skararas? Um þessar mundir er verið að reyna í tannlækningaskóla vestan hafs nýja aðferð við tannaðgerðir, og er það von manna, að senn verði hægt að gera við tennur, án þess að því fylgi neinn sársauki. Það er hitinn, sem myndast við borun ina, er veldur sársaukanum, og nú er reynt að nota aðferð, sem ekki veldur hita, til þess að vinna tönnina, áður en fyllt er í hana. Kolsýru, blandaðri örsmáum ögnum af alúmíníum-ildi, er dælt á, hinn skemmda hluta tannarinnar, til þess að eyða honum og búa tönnina undir fyllinguna. Birt án ábyrgðar fslenzk flugvél hafði sótt austur í Miðjarðarhafslönd flóttafólk, sem ættað var úr eyðimerkurlöndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins, en fengið Iandvistarleyfi í Vest- urheimi. Það var komið við hér heima, og Iangferðafólkið gisti eina nótt í braggagisti- húsi á flugvellinum. Þar sá fólkið ýmislegt, sem varla hafði fyrr borið fyrir augu þess en í þessari lang- ferð á leið til fy'rirheitna landsins, og ekki mun það hafa kunnað full skil á því, til hvers hver hlutur var ætl aður. Um nóttina þurfti ein- hver af fólkinu að ganga þarfinda sinna, en nú var úr vöndu að ráða á gerókunn ugum stað. f stórri setustofu sá hið aðþrengda barn eyði- merkurinnar skrítinn hlut, er stóð á gildum fæti, um það bil hnéháan, og víð skál ofan, en fóturinn fylltur sandi. Segir sagan, að svo hafi virzt sem barn eyðimerk urinnar hafi talið, að hér hefði það fundið það, er það leitaði að, enda sandurinn þess rétta eliment* Spæjarahæfileikar Marðar Valgarðs- sonar Nú á dögum er það orðin heil vísindagrein, hvernig vinna þarf að því að koma upp um af- brotamenn, og margbrotin tæki notuð við rannsóknir af slíku tagi. Þótt svo væri ekki fyrr- um, sanna sögur, að uppi hafa verið menn, sem vel hafa kunn- að til slíkra starfa af hyggju- viti sínu. í Njálu er eftirtektarverð frá sögn um það, hvernig Mörður Valgarðsson sannaði þjófnaðinn í Kirkjubæ á Rangárvöllum á heimili Gunnars á Hlíðarenda, en áður höfðu fundizt gripir, belti og hnífur, sem bentu til grunsamlegra ferða Melkólfs þræls. Aðferð Marðar var sú, að hann sendi konur með smá- varning í Fljótshlíð, meðal ann ars að Hlíðarenda, að gefa hús- freyjum, og hugði sem var, að þeim mundi launað verða, og væri þá skaplyndi fólks „að gefa það fyrst upp, er stolið er, ef það hafa að varðveita". Konurnar komu aftur með ostsneiðar frá Hlíðarenda, og fór Mörður með þær í Kirkju- bæ, raðaði saman og lagði í ostakistu Þorgerðar húsfreyju, en ostakistan hefir sjálf verið mót, er notað hefir verið við ostagerðina. Stóðst á endum, sneiðarnar og ostakistan. Það var sönnun þess, hvaðan gjafa- osturinn frá Hlíðarenda var upp runninn. Svipaðar aðferðir eru viðhafð ar enn í dag við rannsókn af- brota. Mörðírí Valgarðsson hefir verið nokkuð skarpskyggn. yAV.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V’AW L i n o I e u m í; A, B og C þykkt og í; F111 p a p p i :« :■ nykomið ■j Á. Einarsson & Funk \ :; :; ;■ Simi 3982. ÍVAV.V.VAVAVAVAV.VAV.V.VAVAVAVAVAVAV .•AV.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.VAV.V.VAVAVV í l Innheimtumenn og aðrir l «; sem hafa innheimtu með höndum, eru beðnir að senda If í; lokaskilagrein alls eigi síðar en 15. þ.m. Innheimta Tímans £ ’.VAVAV.VAV.V.V.V.VAV.V.V.V.VAV.VAVAVAV.V V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.VAV.V.V.V.V.VAV.V.VAV.V. :■ Strandamenn í Reykjavík og nágrenni! Kvötdvaka !■■_■_■ ■ Forðizt eldinn og eiguatjón Framleiðum og seljum flestar teguntílr handslökkvi tækja. Önnumst endurhleðslu & slökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga. Koisýruhieðslan ».í. Slml 338) Tryggvagötu 10 Ragnar Jónsson næstaréttarlöEmaður Laugaveg 8 — Síml 7752 Lðgrfraeðistörf of elgnaum- lýila. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk frí Árnað heitln Trúlofun. Á gamlársdag opinberuðu trú lofun sína ungfrú Steinunn Anna Guðmundsdóttir, Efri-Brú í Grímsnesi, og Guðlaugur Torfa son kennari, Hvammi, Hvítár- síðu. Trúlofun. Opinberað hafa trúlofun sína ungfrú Þórunn Kérúlf, stud. phil. , frá Revkholti, og Snæ- björn Jónssonýstarfsmaður hjá S.Í.S., Meðalholti 17. a ynrn y r merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. AMPER H.r. Raftækjavinnustofa JÓN AGNARS Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356 .Reykjavík. Þingholtstræti 21 Sími 81 556. [‘ínnnonmrr Raflagnir — Viðgerðir rinpusning Raflagnaefni Skeljasandur 1 **************** Kaupum - Seljum Hvftur sandur Perla f hraun ^ Notuð húsgögn einnig skauta skíði o. fl. Hrafntinna Kvarz o. fl. Barnaleikföng seljum við með hálfvirði. PAKKHÚSSALAN Ingólfsstræti 11 — Sími 4663 Fínpúsningargerðin Sími 6909 Blikksmiðjan Annast allar GLÓFAXI Hraunteig 14. — Sími 7236 tegundir raflagna Viðhald raflagna. Viðgerðir á heimilis- TENGILL H.F. tækjum og öðrum rafvélum. BeiSI Ti8 Kleppsveg Raftækjavinnustofa Siguroddur Magnússon Urðarstíg 10. Sími 80729. Slml 80 684 annast hverskonar raflagn- Ir og viðgerðir svo sem: Verk imlðjulagnir, húsalagntr, sklpalagnir ásamt viðgerðum Dtbreiðið Tímann. Auglýsið i Tímaiiimi og uppsetnlngu á mótorum, röntgentækjuiu og helmill*- vélmn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.