Tíminn - 09.01.1952, Síða 8
Það er nú orðið algengt að flytja veðhlaupahesta í flug'V'élum
landa í milli. Þykir það einkar hentugt, því að hestar eru við-
kvæm dýr, sem illa þola hnjask lan'grar og erfiðrar ferðar, svo
sem á skipum eða í járnbrautum. Þegar um mik'a gæðinga er að
ræða, þykir varla á slíkt hættandi. Hins vegar tekur flugferðin
svo stuttan tima, að hestunum verður sjaldan meint af henni.
Hér sést einn brezkur gæðingur, sem verið er að flytja á veð-
reiðar á meginlandinu, og er vel að honum búið, svo sem mynd-
in sýnir.
Tveir trillubátar á
Hofsósi löskuðust
Einkafrétt til Tímans frá Hofsósi.
Tveir trillubátar á Hofsósi löskuðust af sjógangi í stórviðrinu
a laugardaginn, og minni háttar skemmdir urðu á húsum, svo
sem að rúður brotnuðu og pappa reif af.
Fjárhagsáætíun Ak-
ureyrarbæjar end-
ailega samþykkt
Frá fréttaritara Tímans
á Akureyri.
Fjárhagsáætlun Akureyrar-
bæjar var til endanlegrar af-
greiðslu á bæjarstjórnarfundi í
gær. Eru niöurstöðutölur henn-
ar 10,785 þúsund, en 7,2 milljónir
í fyrra. Útsvörin eru áætluð
8,705,600 krónur, og hafa hækk
að frá fyrri umræðu um 400
þúsund krónur vegna hækkunar
á kostnaöi við almannatrygg-
ingarnar.
Fulltrúar Framsóknarmanna
í bæjarstjórninni báru fram til
lögu, þar sem skorað var á
ríkisstjórnina að afla heimildar
til þess, að innheimta mætti
fasteignagjöld öll, sem miðuð
eru við fasteignamat, nema
vatnsskatt, með 400% álagi, þar |
eð fasteignagjöld hafa ekki
hækkað ^íðan fyrir stríð.
Fáist heimild til þessarar
hækkunar, væri hægt að lækka
útsvör um 1,5 milljónir króna,
og yrði sú breyting hinu efna-
minna fólki tvímælalaust til
hagsbóta.
Jólagetraun íslend-
ingasagnaut-
gáfimnar
Dregið var í jólagetraun ís-
lendingasagnaútgáfunnar þ.
6. janúar og hlutu þessir
verðlaun:
1. verðlaun kr. 300,00, Jón
Þorsteinsson, Barónsstíg 12,
Reykjavík. 2. verðlaun, Þið-
reks saga af Bern, Óskar Jóns
son, Vík í Mýrdal. 3. veröl.
Þiðreks saga af Bern, Oddný
Kristjánsdóttir, Snorrabraut
42, Reykjavík. 4. verðl. Þiðreks
saga af Bern. Dagur Tryggva-
son, Laugabóli, Reykjadal, .S.-
Þing. 5. verðl. Þiðreks saga af
Bern, Friðrik Hjartar, Akra-
nesi.
Alls sendu 107 rétta úrlausn,
þar af úr Reykjavík og ná-
grenni 48 úrlausnir, og utan
af landi 57 úrlausnir.
Kelduhverfi.
Heyskaðarnir urðu einkum í
Kelduhverfi, og munu þar hafa
fokið um 350 hestburðir af heyi.
Mest varð heytjón Jóns bónda
Ólasonar í Garði, sem missti
100 hestburöi, og Þórarins Jó-
hannessonar í Krossdal, sem
missti 75 hestburði.
Uppskipunarbátar sukku.
Á Kópaskeri sukku tveir upp-
skipunarbátar í hinu mikla öldu
róti, sem fylgdi þessu veðri.
í Öxarfirði og Presthólahreppi
uröu hvergi stórskaðar af völd-
úih véðursins.
Trillubátarnir tveir stóðu
uppi á plani fast við bryggj-
una, en sjógangur var svo
mikill, að aldan reið látlaust
yfir bryggjuna. Brotnaði ann-
ar kinnungurinn úr trilluþát,
sem Ágúst Jóhannsson á, en
hinn, eign Sveins Jóhanns-
sonar, laskaðist einnig. Aðr-
ir bátar voru ofar.
Ljóskersstólpi á bryggjunni
kubbaðist sundur.
Tjón á Skeiðum
í ofviðrinu á dögunum fuku
fjárhúshlöður að Efri-Brúna
völlum og Löngumýri á Skeið
um. Að Húsatóftum á Skeið-
um fauk þak af hesthúsi og
vindmyllur fuku að Andrés-
fjósum og Brautarholti, skóla
húsi Skeiðamanna. Víða á
Skeiðum voru mannvirki hætt
komin.
Að Galtafelli í Hrunamanna
hreppi fauk að nokkru leyti
þak af fjósi.
Engar fréttir úr Málmey.
Engar fréttir hafa borizt
utan úr Málmey eftir óveðr-
ið, en þar eru tveir menn, eins
og kunnugt er af fyrri frá-
sögnum, annar bóndinn, Þor-
móður Guðlaugsson, og Guð-
mundur Guömundsson. Búið
var að reisa þar bráðabirgða-
skýli, og er ekki annað vitað
en það hafi staðizt storminn.
Ekki hefir enn verið fært út
í eyna eftir veðrið.
Truman flytur
ársskýrslu sína
Truman Bandaríkjaforseti
mun flytja þjóðþinginu hina ár
legu skýrslu sína um efna'nags-
ástandið í landinu. Er búizfc við,
að forsetinn muni fara fram á
aukna skatta til að standa und
ir landvarnaframkvæmdunum
og efnahagshjálpinni til annarra
ríkja.
Her og lögregla
leyst upp í Tíbet
Hin kínverska stjórn í Tíbet
hefir nú leyst upp hinn gamla
fastaher landsins, sem var 9
þúsund manns og stofnað nýjar
hersveitir fylgismanna sinna.
Fasta lögreglan í Laza hefir
einnig verið leyst upp og ný skip
uð í staðinn.
Tjón af völdum veöurs-
ins í N.-Þingeyjarsýslu
Einkaskeyti til Tímans frá .Kópaskeri.
Talsverðir heyskaðar urðú hér um slóðir í ofviðrinu síðast-
lið'inn laugardag og allviða skemmdust þök á húsum. Hins vegar
er snjór ekki mikill, og bílfært er um héraðið.
1
Falmouth úir og grúir af
i hlaðám. og Ijósmyndurum
Tiirnioil num koma jiangað itteð Fl> iiig lynf-
erprlse árla í dag, ferðiinii hefir seiukað
För dráttarbátsins Turmoil með Flying Enterprise hefir
nokkuð seinkað siðustu dægrin vegna mótvinds og krapprar öldu,
svo að ekki náðist til hafnar í gær eins og áður hafði verið ráð-
gert. í gærkvcldi áttu skipin eftir 120 km. til Falmout og fórU
með 3 hnúta hraða á klukkustund.
í
i Ferðin gengur þó vel og
enginn vafi er nú-talinn á að
| skipið komist í höfn, þar sem
| þau eru nú komin inn í sund-
ið og varla hætta á stór-
viöri næstu dægur. ’ Er gert
ráð fyrir, að komið verði til
Falmouth árdegis í dag.
50 metra Iöng dráttartaug.
Taugin milli skipanna er 50
metra löng og eru skip á
þessari fjölförnu skipaleið
vöruð við að sigla nærri þeim.
Fjórir dráttarbátar fylgjast
nú með Turmoil.
Verður sóttur á vélbát.
, Þegar Flying Enterprise er
komið í nánd við Falmouth er
‘ ráðgert að sækja Carlsen
'skipstjóra á vélbát, og verða
1 fulltrúar útgerðarinnar þar á
‘ferð. í Falmoutn er fjöldi
jvina hans saman kominn til
aö fagna honum, þar á meðal
foreldrar hans, sem komið
hafa flugleiðis frá Kaup-
mannahöfn.
Riddari af Ðannebrog.
Friðrik Danakonungur hef-
ir sæmt Carlsen riddárakrossi
af Dannebrog og sent honum
sérstakt heiðursskjal, sem
honum verður afhent þegar
Ivið landtökuna.
Blaðamenn og Ijósmýndarar.
Þá þótti það og sérstökum
tíðindum sæta í Falmouth í
gærkvöldi, hvílíkur urmull af
blaöamönnum og blaðaljós-
myndurum er þangað kom-
inn, og hefir slíkur sægur
þeirra manna ekki sést þar
áður, og vafasamt er taliö, að
svo mikill fjöldi slíkra manna
hafi þyrpzt til nokkurs eins
staðar í Bretlandi vegna nokk
urs annars atburðar.
Aðalfundur
Framsóknarfélags
Reykjavíkur
Aðalfundur Framsóknar-
félags Reykjavíkur verður
haldinn miðvikudaginn 16.
jan. n. k. og hefst hann kl.
8,30 i Edduhúsinu við Lind-
argötu. Þess er vænzt, að
félagsmenn fjölmenni og
taki með sér nýja félaga.
Efnahagssamvinna
Júgóslava og Banda
ríkjamanna
Bandaríkin og Júgóslavía
hafa nú gert með sér víötæka
samninga um efnahagslega sam
vinnu, eins og áður hefir verið
frá skýrt, og voru þeir undir-
ritaðir í gær af fulltrúum Júgó-
slavíu og sendiherra Bandaríkj
anna.
Fjöldi Oiafsfirðinga
fer brott í vinnuleit
Frá fréttaritara Tímans í Ólafsfirði.
Mikill fjöldi fólks héðan úr Ólafsfirði leitar brott til atvinnu
i vetur. Het'u' folk farið brott
búast til brottfarar í atvinnuleit,
lyrir.
Fólk það, sem að heiman fer,
er bæði konur og karlar, en
miklu meira þó af karlmönn-
um. Bátarnir eru íarnir á vertíð
suður við Faxaflóa, og fór fjöldi
fólks með þeim.
Kvenfólkiö leitar sér einkum
vinnu í frystihúsum, og mun nú
■ sem fyrr margt' Ólafsfirðinga
vinna í hraðfrystihúsinu í Kópa
voginum.
Verður fámennt og dauflegt
heima fyrir, þegar ailir eru fai-n
ir, sem á brottför hyggja í vetur.
Blóðugar óeirðir
í Jerúsalem
í gær urðu blóðugar óeirðir
í Jerúsalem, er þjóðþingið í
íSrael ræddi um stríðsskaðabæt
ur aí hendi Þjóðverja. Söfnuð-
í stórhópum, og fleiri eru að
enda er vinna nauðalítil heima
Landað fiski í gær
Frá fréttaritara Tímans
á Akranesi.
Dagurinn í gær var notaö-
ur til að landa því sem eftir
var af afla bæjartogarans
Bjarna Ólaí/ssonar og kom
hann upp á Akranes til þess.
En um helmingur aflans var
eftir í skipinu er það varð
að fara til Reykjavíkur á
laugardagsmorgun.
í morgun var svo von á hin-
um Akranestogaranum, Akur-
ey, með um 250 lestir af fiski,
sem unnið veröur í frystihús-
um. Vinna hófst í frystihús-
unum í gær.
ust um 10 þús. manns að þing-
húsinu og sló þar í bardaga.
Létust allmargir menn, þar á
(Framhald á 7. siðu.)