Tíminn - 10.01.1952, Blaðsíða 6
6.
TlMINN. fimmtudajinn 10. janúar 1952.
7. blað.
Skýjudísin
Övenjulega fögur og íburð 1
armikil, ný, amerísk mynd |
í litum. Mynd með undur-1
fögrum dönsum og hljómlist, |
og leikandi léttri gamansemi. |
Rita Hayworth,
Larry Parks.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
NÝJA BÍOj
fítítfí á ég með I
böntin tólf!
(„Cheaper by íhe Dozen“) |
Afburðaskemmtileg ný am- 1
erísk gamanmynd, í eðlileg- |
um litum. — Aðalhlutverkið =
leikur hinn ógleymanlegi
Clifton Webb,
ásamt I
Jeanne Crain og
Myrna Loy
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBiO
- HAFNARFIRÐl -
.
Kynslóðir koma
Mikilfengleg, ný, amerísk:
stórmynd í eðlilegum litum:
byggð á samnefndri metsölu |
bók eftir James Street. Mynd j
in gerist í amerísku borgara ;
styrjöldinni. I
Susan Hayward,
Yan Heflin,
Bönnuð innan 14 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
HAFNARBIOl
|
Í útlendinya-
hersveitinni
(In Foreign Legion)
Sprenghlægileg ný amerísk 1
skopmynd, leikin af hinum |
óviðjafnanlegu gamanleik-1
urum
BUD ABBOTT,
LOU COSTELLO.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
■ ■ uai(iiiiiiiii4iiiiiiii'iiimtiuiiiiuMiiiiuiiiiuiiiiuiiiiiiii'
i Austurbæjarbíó |
3 E
Belinda
(Johnny Belinda)
| =
[ Hrífandi, ný, amerísk stór- §
I mynd. Sagan hefir komið út ]
1 í ísl. þýðingu og seldist bók- f
I in upp á skömmum tíma. Ein [
f hver hugnæmasta kvikmynd, f
i sem hér hefir verið sýnd. É
Jane Wyman,
Lew Ayres.
Bönnuð innan 12 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
f Óaldarflokkurinn f
(Sunset in the West)
| Afar spennandi, ný, amerísk 1
| kvikmynd í litum.
Roy Rogers.
Sýnd kl. 5.
j TJARNARBÍÓ1
\ Jolsoii syngtir á nýf
(Jolson sings again)
| Aðalhlutverk:
Larry Parks
Barbara Hale
I Nú eru síðustu forvöð að sjá |
i þessa afburða skemmtilegu |
1 mynd.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
r |
: Næst síöasta sinn.
GAMLA BÍO
Lyklarnir sjjö
\ (Seven Keyes to Baldpate)
j Skemmtilega æsandi, ný,
j amerísk leynilögreglumynd
j gerð eftir hinni alkunnu
j hrollvekju Earl Derr Biggers.
Aðalhlutverk:
Phillips Terry,
Jacquline White,
Margaret Lindsay.
Sýnd kl. 5, .7 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
(TRIPOLI-BIO
Kap pa k sturs-
hetjan
(The Big Wheel)
\ Afar spennandi og bráðsnjöll
I ný, amerísk mynd frá United
i Artist, með hinum vinsæla
1 leikara:
Mickey Rooney.
Thomas Mitchell,
Michael O’Shea.
»
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
íPvu/An mtu Áej&UO \
Ötvarps viðgerðir1
RatUovinimstofaii
LAUGAVFG 16«
ELDURINN
j gerir ekki boð á undan tér.
Þeir, sem eru hyggnlr,
tryggja strax hjá
j Samvmnutrygglngum
Anglýsingasínil
TfMANS
er 81 308.
I BergnrJónsson
't
| Málaflutnlngsskriístofa
| Laugaveg 65. Slmi 5833
f Helma: Vitastíg 14
Baðstofahjal
(Framhald af 4. síðu)
Að því búnu er ekki líklegt
að vanti kaupendur að ríkis- |
skuldabréfum til 15—-20 ára, til,
viðreisnar þjóðinni. Á þeim'
tíma hafa kaupendur þeirra'
líka ofurlítlð tóm til að íhuga1
í samanburð við þróun síðustu 1
ára, hvað þeir verði auðugir af
sjóðnum, þegar hann kemur til;
útborgunar, og e.t.v. hvort nokk
uð muni táknrænt í dæmisög-
unni um apann og kettina.
Ekki ber þó að skilja orð mín
svo, að ég sé raunverulega á
móti sparnaði. Það hefi ég aldrei
verið. En svo framarlega sem
þjóðin ætlar að byggja einhverj
ar vonir á sparifjársöfnun ein-
staklinga sem veltufé, þá held
ég að hún verði að krefjast af
sjálfri sér ráðvandlegri skipta
við sparifjáreigendur hér eft-
ir en undanfarin ár. Annars er
sennilegast, að þeir verði eng-
ir. Það hefir, sem kunnugt er
ekki legið ríkast í mannlegu
eðli að hugsa fyrst um alla aðra
en sjálfan sig, og fátt bendir til,
að sá hugsunarháttur sé að
glæðast. A.m.k. finnst mér lé-
legra glens en svo að hægt sé
að hlægja að því, að bjóða skatt
frelsi á smáupphæðum spari-
fjár, meðan höfuðstóll þess er
meltur upp til agna í gráðugri
hít þjóðfélagsins — en verið get
ur að einhver gjöri ekki hærri
kröfur en svo að þykja það góð
fyndni. í alvöru skil ég .varla
að það verði tekið.“
Margt er rétt í þessu hjá Guð
mundi, þótt mér finnist hann
gera oflítið úr umræddu frv. Á
það vil ég líka benda, að hefði
fjárhagsráð ekki starfað á und
anförnum árum, hefðu miklu
færri getað byggt í sveitunum
en ella, því að þá hefðu bygg-
ingar í kaupstöðum alveg geng
ið fyrir og þó einkum lúxus-
byggingar. Þangað hefði bygg-
ingarefnið farið og sveit-
irnar orðið útundan.
Starkaður.
KJELD VAAG:
HETJAN
ÓSIGRANDI
27. DAGUR
Erlcnt yfirllí
(Framhald af 5. síðu)
ekki náð þeirri nákvæmni, sem
æskileg væri. Eigi að síður
sanna þessar tölur þegar það,
að framleiðsla og notkun mjög
margra nauðsynja, stendur
langt að baki því, sem gerist
með vestrænum þjóðum.
Neyzlan á mann.
Vefnaðariðnaður alls konar
hefir t.d. lengi verið óskabarn
stjórnarherranna. Á árinu 1950
stóðst áætlunin um ullarfram-
leiðslu, en ekki um baðmullar-
framleiðslu, en áætlunin fyrir
þetta ár var þó lægri en árin á
undan. Þess ber að gæta í sam-
anburði hér á eftir, að í Rúss-
landi er miklu minna um nylon
og rayon en á Vesturlöndum og
þessi efni lækka töluna um notk
un lýðræðisþjóðanna af-ull og
baðmull. Samanb. er því hag-
stæðari Rússum, en sýnir samt,
að þeir eru óralangt á eftir.
Sambærileg notkun 1950:
USSR USA Bretl. Frakkl.
Baðmull, yd. 23 65 42 ..
Ull, yards ..1 3 7i/2
Skór, pör .. 1 3^3 2y2
Smjör, pund 8*/2 11 16% 14
Jurtafeiti pd. 13 23 28
í kjötframleiðslu búa Rússar
enn við skort, sem skapast af
niöurskurði Þjóðverja á kvik-
fénaði í S.-Rússlandi í stríðinu
og eru enn lakar staddir en þeir
voru fyrir stríð. Sykurneyzla er
aftur á móti meiri en nokkvu
sinni fyrr, eða um 900 gr. á mán-
uði pr. íbúa. Sápuframleiðslan
hefir aukizt og nálgast % punds
á mánuöi. Skóframleiðslan nálg
ast á ný fyrirstríðsframleiðsl-
una, og enda þótt hver Rússi
eignist nýja skó þrisvar sinn-
um sjaldnar en Breti eða Banda
ríkjamaður, kaupir hann samt
helmingi fleiri en Spánverji eða
ítali. Samanburður við lífsstig
þessara þjóða er hagstæðari fyr
ir Rússa en samanburður við
engilsaxnesku þjóðirnar, svo að
ekki sé talað um Norðurlanda-
þjóðirnar o.fl. smáþjóðir Norð-
ur-Evrópu.
ATTUNDI KAFLI.
Stóri riddarasalurinn í Kaupmánnahafnarsloti var fagurlega
skreyttur, en þó höfðu konur þær, sem verk' önnuðust, aðeins
haft einn dag til stefnu. Tveim dögum áður hafði kóngleg mekt
komið heim úr veiðiför í mjög vondu skapi, og þar eð honum
datt ekki annað skárra í hug, hafði hann siglt yfir til eyjarinnar
Amakurs með allt sitt fylgdarlið, þar sem konungur og hirð
háns hafði farið um skógana í miklum vígahug, en ekki borið
annað úr býtum en fáeina héra, sem reknir höfðu verið í dauð-
1 ann af ríðandi mönnum og geltandi og glepsandi hundum. Skaps-
munirnir höfðu því ekki stórum batnað, er konungurinn sneri
heim til hailarinnar. Enginn hafði orð á því, en engum duldist
, það: Kónglegri mekt sárleiddist.
Um kvöldið gerðist óvæntur atburður: Eiríkur Hardenberg
kom frá Sviþjóð og færði konunginum mikil tíðindi: Daníel
Rantzan hafði unnið frægan sigur. Hann hafði gersigrað sænsk-
j an her á neiðinni við Svartá. Friðrik varð mjög feginn þessari
, frétt og skipaði þegar svo fyrir, að sigrinum skyldi fagnað
i kvöldið eftir með miklu og viröulegu samkvæmi í slotinu. Það
, var skammur fyrirvari, sem þeir fengu, hirðstjórinn og vesalings
kökumeistarinn, en þegar samkvæmið hófst, gat hvorki kóngleg
mekt né hirðin að neinu fundið.
Naktir bjálkarnir og þiljurnar í riddarasalnum voru ekki verð-
ug sjón fyrir kóngleg augu, en nú voru allir veggir huldir dýr-
um dúkum, sem hrundu í þungum fellingum allt að gólfi. Hæg-
indin voru lögð vínrauffu flauelsklæði. Hið langa veizluborð var
fagurlega skreytt ljósum, svo að fáir höfðu séð dýrðlegri sýn.
Vitaskuld var ófriður kostnaðarsamur, og mikið af silfurbúnaði
krúnunnar hafði farið í deigluna, en sýnilega var taisvert eftir:
diskar, bikarar, vínkönnur og sælgætisskálar, er allt var merkt
með stöfunum F. S. — Fredericus Secundus. Á miðju borðinu
voru hinir dýrðlegu veizluréttir, listilega framreiddir og mjög
litskreyttir. í öðrum enda salarins lék hljómsveit Fransiskusar
Amsfortíusar, hljómsveitarstjóra kónglegrar mektar. Við og við
sungu hinir tólf söngmenn konungsins, en hinir tignu gestir
sungu aðeins viðlagið tveggja eða þriggja laga. Það var siðvenja.
Umræðuefnið var sigurinn frægi við Svartá.
Fyrir miðju langborðinu sat sjálfur konungurinn, rjóður af
víndrykkju og gleöi. Það var ekki aöeins búnaðurinn, sem sýndi,
að þarna sat tignasti maður samkvæmisins. Þunnt höfuðið með
snöggklippt, jarpt hár, var fagurlega skapað, drættirnir að
vísu nokkuö skarpir, en lítið eitt bogið nefið gaf andliti hans
tignarsvip. Gisið yfirskeggið og þverskorinn hökutoppurinn huldu
þunnar varirnar að nokkru. Helzt var kannske að setja það út
á andlit hans mektar, að augun væru of lítil. Athugull áhorf-
andi og góður mannþekkjari hefði þó vafalaust fljótlega séð, að
kóngleg mekt var ekki laus við mannlega bresti — að hann var
skapbráður, þótt hann á hinn bóginn væri ekki langrækinm og
smámunasamur, en átti samt til að vera allt að því þrár. Góð-
vilji hans leyndi sér ekki, þrátt fyrir allt, enda var hann virtur
og elskaður af flestum. Hitt var almannarómur, að áhugamál
hans væru íremur vín, veiðiferðir og gleðskapur í hópi hirð-
manna en alvarlegar stjórnarathafnir og ákvarðanir, sem vörð-
uðu heill ríkisins, og sumir þóttust ekki í vafa um, að hann ætti
sök á stríðinu, enda var hann ófús að hlusta á rán annarra.
En óbreyttir þegnar hans lögðu honum þetta ekki til lasts og
embættismenn hans sjaldan, enda þótt þeir hristu stundum
gráhærð höfuð sín, áhyggjufullir á svip.
Gegnt konunginum sat ljóshærður, hávaxinn aðalsmaður, djarf-
legur og þóttafullur. Það var Eiríkur Hardenberg frá Mattrup,
frændi hinnar ungu jómfrúar, sem átti ást kónglegrar mektar.
Fyrir fáum mánuðum hafði faðir Eiríks, ríkishirðmeistarinn, ver-
ið sviptur embætti og léni að skipun kónglegrar mektar. En
soninn lét hann ekki gjalda þess.
Friðrik konungur drakk bikar sinn í botn. Svo strauk hann
skeggið með handarbakinu og mælti: „Of sjaldan sjáum vér
þig í salarkynnum vorum, Eiríkur. Þótt þú getir ekki ætíð flutt
oss gleðitíðindi, ertu jafnan velkominn á vorn fund“.
„Ég þakka yður, kóngleg náð og mekt“, svaraði Hardenberg
og laut konunginum. Svo renndi hann augunum þangað, sem
hinir tignustu gestir sátu og bætti við: „Um skeið hefir ófriður-
inn við Svía bannað mér að þjóna yðar mekt“.
| „Það er oss kunnugt, Eiríkur", svaraði konungurinn náðar-
samlegast, „en þegar faðir vor, háloflegrar minningar, skipaði
oss til forráða í Málmeyjarhúsi, var ávallt tími til að drekka
saman nokkur staup. Nú hugsar þú um þaö eitt að halda ferð
þinni áfram".
i „Ef það er vilji yðar náðar", svaraði Hardenberg tómlátlega,
jafnvel kuldalega. „Daginn áður en orrustan við Svartá var háð,
barst mér bréf, þar sem mér var tjáð, að hinn elskaði faðir
minn myndi vart stíga á fætur aftur.... “
! ..Það myndi hryggja oss innilega", sagli konungurinn, en þó
var lítill sorgarhreimur í röddinni. „Vér vorum ekki alls kostar
1 ánægðir með birgðaflutninga til herliðs vors frá Skáni....En
segðu föður þínum, að vér höfum gleymt þeim yfirsjónum, og vér
óskum þess, að hann verði aftur heill heilsu“.
„Ég leyfi mér að þakka kónglegri mekt“, svaraði Eiríkur Hard-
enberg, en það var ekki laust við háðsbros á vörum hans. „Hinn
kæri faðir minn mun vafalaust gleðjast innilega, er ég færi hon-
um þá kveðju".
Friðrik konungur lét svo lítið að kinka kolli, um leið og hann
tæmdi bikar sinn í annað sinn. Síðan sneri hann sér brosandi