Tíminn - 22.01.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.01.1952, Blaðsíða 8
Hvernig reynast ísl. skíðamenn í Noregi? Norska íþróttablaðið Sportsmanden skýrir frá því, að sex þeirra ellefu skíðamanna, sem þátt muni taka í vetrar- Ólympíuleikunum af hálfu íslands, séu nú komnir til Nor- cgs og teknir að æfa sig undir leikana í Turnhytta í Norð- nrmörk. Með þeini hafi komið norski skíðakennarinn Tenn- reann, sem muni nú fylgjast með síðasta udirbúningi ís- Frarasóknarvist á fimmtndaginn Fyrsta Framsóknarvistin, sem Framsóknarfélögin í Reykjavík halda á þessu ári, verður í Breiðfirðingabúð n. k. fimmtudag. Þegar búið er að spila, syngur „Kvartettinn Ómar“. Ennfremur verður dansað. lendinganna. — BlaðiS birtir síöan viðtal við Tennmann um dvöl hans hér á landi, en hann hefir dvalið hér allmarga mánuði sem kunnugt er við skíða- kennslu, aðallega á ísafirði, í Mývatnssveit og víðar. Tennmann segir, að dvölin hér hafi verið ákaflega skemmtileg og lærdómsrík, og hann geti varla hugsað sér fólk sem betra sé að dvelja hjá en íslendinga né eftirlát- ari og betri skíðamenn að starfa með og leiðbeina. Hann segir áhuga fyrir skíðaíþróttinni mikinn hér, Churchill ílla haldin af kvefi Churchill forsætisráðherra Breta, sem nú er í New York og ætlaði að leggja af stað heim leiðis á morgun, hefir fengið mjög slæmt kvef, og hafa lækn ar skipað honum að halda sig alveg inni og við rúmið næstu daga. Er því hætta á að heim- för hans dragist eitthvað. Vilja láta öryggis- ráðið leyfa inn- töku ríkja Vishinsky hefir borið fram nýjar tiliögur á allsherjarþing- inu um upptöku nýrra ríkja í bandalagið. Leggur hann til að cryggisráðið verði beðið um að úrskurða það, hvort fjórtán til- teknum ríkjum skuli leyfð inn- ganga í samtökin. Hæsta fjárlagafrura varp í sögn Banda- ríkjanna Truman forseti Bandaríkj-' anna lagði fjárlagafrumvarp fyr ir næsta fjárlagaár Bandaríkj- anna fyrir þingið í gær. Er þar gert ráð fyrir hærri fjárlögum en nokkurri sinni fyrr í sögu Bandaríkjanna á stríðstímum. Útgjöld frumvarpsins eru 850 milljarðar og þar af þrír fjórðu til landvarna. 10 milljarðar eru ætlaðir til stuðnings löndunum við botn Miðjarðarhafs og í Asíu og liðurinn til hjálpar Ev- rópuríkjunum hækkar um 9,5 milljarða dollara. Trurnan sagðí, að þungur baggi væri lagður á herðar al- rnennings með frumvarpinu, en um annað væri ekki að ræða, því að hér væri frelsið í veði og Bandaríkin mættu ekki ein- angra sig. Á blaðamannafundi í gær lýsti forsetinn yfir því, að hann mundi fara fram á rnikla fjárveitingu síðar til að aaka kjarnorkurannsóknir. en varla sé þess að vænta, að íslendingar vinni mikla sigra á vetrarleikunum, enda sé keppni í skíðaíþróttúm harla ung hér á landi. Það væri að ætlast til of mikils. Hann segir, að við ísafjörð sé góö aðstaða til svigiðkana og í Mývatnssveit megi heita mið stöð skíðagöngunnar. Skíða- stökkin séu aftur á móti mest stunduð á Siglufirði, enda sé þar stærsta stökkbraut lands- ins. Vanir göngum. Tennmann segir ennfrem- ur, að Mývetningar séu vanir því að þurfa að ganga lang- ar vegalengdir og noti þá oft skíði og þeir séu því ekki hræddir við nokkrar vega- lengdir. Snjólagið sé þó óstöð ugt og hinn mesti vandi að finna réttan áburð á skíðin. Þar þurfi menn að leita fyrir sér en geti ekki stuözt víð forskriftir. Hvernig reynast þeir? Tennmann segir, að sér sé hin rnesta forvitni á því, hvernig íslenzku göngumenn- irnir reynist við norskar að- stæður, landslag og snjólag, sem sé gerólíkt hinu íslenzka. jGerðist póstur. Tennmann hælir gestrisni og hjálpsemi íslendinga mjög. Nefnir hann þaö til dæmis, að hann hafi eitt sinn tekizt á hendur póstferðir um sveit, og sér hafi verið boðið upp á góðgerðir á hverjum einasta bæ. Eitt sinn, er hann var á ferð í dimmviðri kom hann að afskekktum bæ, sem var nær fenntur í kaf, en þegar inn í stofuna kom, sem var lágreist og gömul, blasti við honum fullur bókaskápur, sem þakkti alveg einn vegg- inn. Þar kvaðst hann hafa fundið bækur eftir marga norska höfunda bæði á norsku og íslenzku. Væri þetta tal- andi tákn um menninguna í íslenzkum sveitum. Enginn reykti eða drakk. Að lokum segir Tennmann: — Mér er eitt atvik frá dvöl- inni í Mývatnssveit einna minnisstæðast. Ungmennafé- lagið hélt skemmtisamkomu og unga fólkið koma þangað á skíðum. Piltarnir höfðu dansskóna og betri buxurnar með sér í baktöskunni. Þarna skemmti unga fólkið sér við dans og söng fram undir morgun, en þá stigu menn aftur á skíðin og héldu heim. En það sem mér fannst eft- irtektarverðast var það, að enginn bragðaöi áfengi og varla nokkur reykti. Ég skammaðist mín hálfvegis þegar ég var að laumast til að kveikja mér í sígarettu. Tennmann segist vona, að sér gefist færi á að fara aftur til íslands og kynnast landi og þjóð nánar. Þar sem langt er sfðan að spilað hefir verið, má búast við fjölmenni. Eru menn því minntir á að vissara er að panta miða sem fyrst í síma: 6066 eða 5564. YFIRLÝSING Tveir dáindismenn, Þeir Halldór Þorsteinsson og Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson, hafa nýlega sent mér kveðj- ur ut af jólaleikriti Þjóðleik- hússins. Þessum ágætismönnum hefi ég því einu til að svara, að skrif þeirra eru byggð á misskilningi, eða röngum upplýsingum. Ég hefi aldrei lofað Þjóðleikhússtjóra neinu, sem ég hefi ekki fyllilega staðið við. Allar dylgjur í minn garð um það gagn- stæða eru gripnar úr lausu lofti. Reykjavík, 21. janúar 1952, Lárus Pálsson. Ismailia hersetin af Bretnra Bardagar geisuðu af og til í Ismailia í gær. Skæruliöar höfðu hlaðið sér vígi í kirkjugarði ein- um óg vörðust þaðan lengi. í viðureigninni féllu fjórir Egypt ar og tveir brezkir hermenn en nokkrir. særðust. Bandaríski sendiherrann í Kairo gekk á fund innanríkis ráðherranns í gær og skýrði honum frá því, að bandaríska stjórnin liti mjög alvarlegum augum á þann atburð, aö frönsk nunna hefði í gær verið skotin til bana í klaustri sínu. Egypzk yfirvöld segja, að kúlan, sem varð henni að bana, hafi verið brezk. Tjón á Kjalarnesi á laugardagsnóttina Á laugardagsnóttina síö- astliðna var ofsarok af austri á Kjalarnesi, og varð tjón af sums staðar. í Hjarðarnesi fauk þak af súrheystóft, hlöðu og skúr, gluggar brotn- uðu í íbúðarhúsi og járn tætt ist af bragga. Segir Krist- mann Sturlaugsson, bóndi í Hjarðarnesi, að íbúðarhúsið hafi bókstaflega gengið i bylgjum við hamfarir veðurs- ins. í Saurbæ sleit járn og pappa af heilli húshlið, og í Dalsmynni brotnuðu margar rúður í íbúðarhúsi. Áætlunarbifreið, sem geng- ur í Kjósina, fauk út af þjóð- veginum í Melahverfi á laug- ardaginn. Voru í henni tveir farþegar, og hlaut annar smá vegis ákomu á andlit. ísfirzkur skíðamaður getur sér orðstí Einkaskeyti til Tímans frá ísafirði. ísfirzki skiðamaðurinn Jón Karl Sigurðsson, sem dvelur hjá 1 sænska Ólymjmiþiálfaranum Hansson í Áre, hefir nú tekið þátt ! í tveimur æfingakeppnum í svigi og staðið sig með ágætum. Góð frammistaða. Fyrri keppnin fór fram á nýársdag, og voru keppendur fimmtán. Varð Svíinn Jón i Fredriksson, sem talinn er [ einn af þremur svig- og brun i mönnum Svía, og varð þriðji 1 í bruni á Holmenkollen 1950, fyrstur á 37 sekúndum, Karl A. Engman, Svíþjóðarmeistari í svigi 1950, á 39,8 sekúndum, þriðji Jón Karl Sigurðsson á 40,2 sekúndum. Faíifar voru tvær ferðir og vaú$^ú betri reiknuð sem úrslit.,ý|L í janúar keppti Jón Karl við þrjá sænska Ólympíufara. Þá sigraði Fredrikssön á 84,4 sekúndum, en Jón Karl varð annar á 86,4. . Keppir á Holmenkollen- mótinu. Jón Karl mun keppa í svigi, bruni og stórsvigi á Holmenkollenmótinu, * sem hefst í byrjun febrúar. Þýzkar skipaferðir yfir Atianzhaf Þýzkt skipafélag mun nú á ný hefja skipaferöir yfir At- lantshaf milli New York og Hamborgar. Verða flutningaskip ein fyrst í stað í þessum förum og verða farnar tvær ferðir á mánuði. Þetta eru fyrstu þýzku skipaferöirnar vestur um haf eftir styrjöldina. Eskif jar ðarbá tar búast á netjafiski Stóru bátarnir þrír á Eski- firði eru nú að búa sig á netjafiski, og munu þeir sennilega hefja veiðarnar í febrúarmánuði. Mikið til autt er nú í byggð, og hefir verið hláka tvo und- anfarna daga. Var heill á húfi að Fellsenda Eins og blaðið skýrði frá á sunnudaginn, var á laugar- dagskvöldiö hafin leit að Markúsi bónda í Svartagili í Þingvallasveit. Hafði hann farið frá Kárastöðum um morguninn á leið vestur yfir Mosfellsheiði, en kom ekki fram í Mosfellssveit um kvöld ið. — Guðmundur Jónasson var fenginn til leitar á snjóbiln- um og fóru meö honum menn gagnkunnugir á Mosfells- helði. Fóru þeir fyrst á bæi við heiðina, þar sem ekki var símasamband. Kom þá i Ijós, að Markús vár í góðn yfir- læti að Fellsenda í Þingvalla- sveit. Þökkoð hjálpsemi í garð Þjóðverja MeÖ „Goöafossi“ komu til Reykjavíkur frá Hamborg 258 kassar af eplum, sem er gjöf til íslendinga frá Odenwaldsc hule í Heppenheim, Dautsch- en Landírakenbund, Hilfs- werk der Evangel. Kirche in Hessen und.Nassau í Frank- furt og Arbeiterwohifahrt í Hamborg. Gefendur láta þess getiö, að þeir vilji með sendingu þess- ari sína þakklætisvott fyrir hjálpsemi íslendinga í garð þjóðverja eftir styrjöldiria. Eplasendingunni hefir ver- ið skipt og mun verða send út um land svo fljótt sem ferðir falla. Steypíir staurar brotnnðu í fárviðrinu á laugardags- nóttina brotnuðu 7-—8 steypt ir staurar háspenhulínunnar til Grindavíkur. Hafa staur- ar þessir staðið af sér öll veður árum saman og aldrei látið á sjá, þótt veður hafi verið ill, fyrr en nú. Var Grindavík rafmagns- laus af þessum sökum í tvo sólarhringa og eins slitnaði síminn niður á mörgum stöð- um og staurar brotnuðu. Vilja krefja Churc- hill sagna um Asíu- mál Vinstri armur brezka verka- mannaflokksins hefir borið fram í brezka þinginu frumvarp um að brezka þingið ógildi viður- kenningu sína á japönsku frið- arsamningunum á þeim forsend um, að japanska stjórnin ætli að taka upp náið stjórnmálá- samband við þjóðernisstjórn Kínverja á Formósu. Að tillög- unni standa ■ sex þingmenn flokksins með Bevan í broddi fylkingar. Er tillaga þessi borlh fram til þess að knýja Eden ut anrikisráðherra til að skýra frá og ræða afstöðu stjórnarinnar til Asiumálanna og viðræðum Trumans og Churchills um þau mál. Knattleikskennsla á Hvanneyri Frá fréttaritara Tímans á Hvanneyri. Axel Andrésson hefir dvalið hér að undanförnu og kennt knattspyrnu og handknatt- leik. Stunda nám hjá honum nemendur úr bændaskólan- um og barnaskóla, og auk þess heimilisfólk á Hvann- eyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.