Tíminn - 22.02.1952, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.02.1952, Blaðsíða 4
TÍMINN. föstudaginn 22. febrúar 1952. 43. bla* ■" -... Jóh. M. Kristjánsson, Lágafelli: Endurminningar um þrjá júlídaga á norð'urleiðum ff Vont fólk“ á ferðareisu (Framhald) Við Glerá mætir okkur Hólmgeir Þorsteinsson fyrir hönd Búnaðarfélags Eyfirð- inga., Hann fylgdi okkur, ] fræddi og lefðbeindi, og greiddi fyrir okkur á ýmsan hátt á meðan við dvöldum á Akureyri og í Eyjafiröi. Hólmgeir fór með okkur inn á Hótel KEA, þar sem við borðuðum hádegisverð, og hvíldum okkur í vistlegum setustofum hótelsins. Þar tók Ragnar okkar sér hvíld en Hólmgeir við fylgd flokksins. Við skoðuðum Akur eyri ekki frekar nú, en ekið er úr bænum, heim að Grund, þessu glæsilega og fagra stór býli. Við skoðuðum trjágarð- inn við húsið og Grundar- kirkju. Hún er veglegt list- j rænt „guðshús“, auðséð að þar hefir unnið að byggingu og smíði sannur listamaður. Þaðan fylgdi Hólmgeir okkur til Möðruvalla, bæ Guðmund- t ar ríka, þar sem eitt sinn var j 100 hjúa og 120 kýr. Möðru- vellir er myndarlegt býli í dag. Varla skortir mikið til, að fjós það er nú er þar á búi rúmi kúatölu Guðmund- ar ríka. Annars sýndist okk- ur búskapur allur og ræktun í Eyjafirði með því bezta sem gerist á íslandi. Tún jarð- anna austanmegin Eyjafjarð arár eru svo að segja orðin samfeld ræktuð breiða. Vélakostur til búreksturs nægur og byggingar góðar og það sem bóndinn býr við það á hann, en ekki lánastofnan- ir landsins. Þarna er sam- vinnan rekin og hefir verið undir öruggri og heilbrigðri stjórn. Það sýnir hvað sam- vinnan getur skapað sé stefnu hennar fylgt sundrungar- laust. Við skoðuðum tún og bygg- ingar á Möðruvöllum, síðast göngum við í kirkjtf og þar er okkur sýnd ævagömul en vönduð altaristafla, - sem kirkjan á, með liku sniði og altaristafla Hólakirkju. Frá Möðruvöllum er haldið í átt- ina heim á leið. Hólmgeir seg ir okkur, að Eyfirðingar bíði okkar í samkomuskálanum að Hrafnagili, og þangað er nú ekið viðstöðulaust. Við höfum hugsað að aka niður Eyjafjörð austan Eyja- fjarðarár, en var ráðið 'frá því vegna þess að vegurinn væri ekki góður stórum bíl- um nú sem stæði, því viðgerð væri ekkl lbkið á Ifonum. Þetta harmaði ég vegna ým- issa aðstæðna, en sú stærsta var, að þar bjó kona sem eitt sinn var skólasystir mín og vinstúlka. Eina manneskjan í öllum Eyjafirði, sem ég þekkti, en hana hafði ég ákveðið að heimsækja ef leið mín læi um garð hjá henni. Ég horfi heim að Laug um og sendi þangað kveðju í hugskeyti. Þar er staðarlegt heim að lýta. íbúðarhús, kvennaskóli og mörg önnur hús. Ég spurði hvort hvítt stór hús, sem ég sá þar, væri ekki kvennaskólabyggingin. Nei og nei, það var fjósið. Það skein hvítt og veglegt við sólu, en kvennaskólinn lét lít ið yfir sér úr fjarlægð að sjá. Sannast þar sem oft áður orð Þorsteins Erlingsson að „ef að úr buxunum fógetinn fer og frakkanum dálitla stund, þá má ekki greina hver maö- urinn er, j ó mikið er skraddarans pund“ Nú er orðinn svo lítill mun- ur á húsum stórbýla að örð- ugt er að gera sér grein fyrir j úr fjarlægð til hvers þau teljast heldur manna- eða gripahúsa, ef þau eru eins klædd hið ytra. Bílarnir stanza við skólann að Hrafnagili. Þar taka á móti okkur nokkrir eyfirskir bændur og húsfreyjur þeirra, vingjarnlegt og myndarlegt fólk. Fannst mér ekki hvað sízt um fríðleik og höfðings- brag húsfreyjanna. Ef Eyja-j fjörður á margar slíkar vildi ég taka undir: „Væri ég tvítugs aldri á og ætti von til þrefa. Mér ég kjósa mundi þá mega — hjá þeim lifa“. Þarna biðu okkur dúkuð borð, hlaðin margskonar kök ‘ um, og konurnar bera kaffi á 1 borð: Undir borðum er skegg- i rætt, spurt og svarað, ræður fluttar. Okkur finnst við vera' hjá gömlum góðum vinum, en ' ekki hjá ókunnugu fólki. Á Suðurlandi er því haldið fram að Norðlendingar séu montn- ir. Þetta er alls ekki rétt, af þeim kynnum, sem ég hefi haft af þeim. Hitt er satt þeir eru yfirleitt frjálslegir, fljót- ir til kynna, lundin léttari og skapið örara en hjá Sunn- lendingum. Af hverju stafar þessi mis- munur í skapgerð Norðlend- inga og Sunnlendinga? Því ættu sálfræðingarnir að svara. Ég hefi heyrt því ’haldið fram, að lundarfar Norðlend inga væri léttara og sálarlíf- ið örara, vegna þess þeir byggju við þurrara og léttara loftslag, en Sunnlendingar. Liklega á það sinn þátt í því, en trú mín er sú, að til þessi liggi fleiri þræðir. Get- ur ekki hin nána samvinna þeirra við góðhestinn átt þar einn þátt. Því „milli manns og hests hangir leyniþráður“. Trúa mín er, að ef þeir dagar koma, að hesturinn norð- lenski verði aflagður, þá dofni yfir skapgerð og hag- mælsku þeirra, og væri þá illa. Það er orðið áliðið dags, þeg ar við kveðjum Eyfirðinga og þökkum þeim alla vinsemd og veitingar. Nú er haldið áfanga laust til Akureyrar, og þang- að komið aflíðandi dags. Hólm geir útvegar okkur næturgist ingu í heimavist gagnfræða- skólans. Þar áttu hver hjón að hafa sérherbergi. En her- bergi þessi báru ýms nöfn. Við hjónin bjuggum á Mýrhá, hvíldumst vel og áttum góða nótt. Við komum okkur vel [fyrir en að þvi loknu var á- kveðið að skoða Listigarð Akureyrar. Við höfðum heyrt rómaða fegurð hans og reynd ist okkur sízt ofmikið gert úr henni. Vörður hans er skáld- konan, þjóðkunna, Þura Árna dóttir frá Graði. — Þar nefndi hún sig „Grasamóður“. Skáld legt nafn og eflaust réttnefni. Allt ungviði þarfnast móður- handar ef vel á að vera, en þau eru mörg og fögur ung- viðin í Akureyrargarðinum, er njóta skjóls hávaxinna meiða og eftirlits „Grasa- móður“. Það hafði lengi verið þrá mín að sjá þessa snjöllu ber- orðu skáldkonu. Nú leystist hún í þessu fagra umhverfi, Listigarði Akureyrar. Úr garðinum göngum við undir leiðsögn Hólmgeirs til hinnar tígulegu, háreistu Matthíasarkirkju á Sigurhæð um. Sú kirkja er Akureyrar búum til sóma, kirkjan er ó- efað mesta og veglegasta „Guðshús“, sem Lúterska kirkjan á hér á landi, og skáld inu veglegt og táknrænt minningaríkan dag. miðnætti, þegar við göngum úr kirkjunni, til hvíldar, eftir langan skemmtilegan og minningarrikan dag. Að morgni er árla risið. í dag skal haldið heim. Við göngum um bæinn dáumst að fegurð hans og umgengni allri, sem er með ágætum. Konurnár líta inn í sölubúðir og kaupa eitthvað til minn- ingar um Akureyri. Enn kem ur hinn greiðvikni fræðari og leiðbeinandi okkar, Hólmgeir, til móts við okkur við Mjólk- urstöð Akureyrar. Hann hafði gert ráð fyrir því kvöldið áð ur. Hann fær forstjórann til að sýna okkur allar deildir stöðvarinnar og vélar, einnig framleiðsluna. Þarna fáum við eyfirska mjólk að drekka. Einnig gefur hann húsfreyj- unum sína dósina hverri af nýrri framleiðslu á mysuosti, sem hlotið hefir nafnið „Mys ingur“ — sérlegt hnossgæti á brauð. Þaðan fylgir Hólm- geir okkur í verksmiðjuna Gefjun og skoðum við allar deildir hennar, frá því ullin er tekin inn,þvegin,þurrkuðog þar til hún er komin í hár- fína dúka. Okkur fannst mikið um þennan fullkomna verksmiðju rekstur. Sérstaklega fannst konunum ævintýralegt að sjá marga vefstóla slá voðir, án þess mannshöndin sýnd- ist eiga þar nokkurn hlut að. Framhald. Tveir af gestum mínum hafa kvatt sér hljóðs og óskað eftir að mega ræða um forsetakjör- ið. Öðrum þeirra, er nefnir sig Starkað gamla, og baðstofugest- um er að góðu kunnur, gef ég orðið í dag: „Um væntanlegt forsetaefni og forsetakosningar er margt rætt manna í milli. Flestum mun finnast, að vandfyllt sé sæti hins látna þjóðhöfðingja, en fremur þykir það bögguls- legt klúður, að nefnd manna fari með forsetavaldið. Satt að segja held ég, að flestum þætti áferðarbetra, að forseti hæsta- réttar væri varaforseti lýðveld- isins. Embættið missir mestalla þýðingu sína, þegar það er orð- ið ópersónulegt. Og það er ekki þannig vaxið, að leita beri uppi harðpólitíska stríðsmenn til að gegna því, eins og forsætisráð- j herra og forseti Alþingis munu' lengstum vera. j i Forsetaembættinu fylgir þrí- þætt hlutverk og eftir því þarf að velja í það. 1 fyrsta lagi er forganga um stjórnarmyndan- ir. Því má ekki velja í forseta- embætti menn, sem eru börn í stjórnskipunarfræðum, þó að þeir séu vel metnir fræðimenn eða listamenn á sinu sviði. For- setinn þarf líka að hafa þaö sjálfstæði, að hann láti ekki leiða sig til neins, sem er í ó-, samræmi við réttar venjur og góða stjórnskipulega siði, en lengstum munu nógir vilja kenna og leiðbeina þeim, sem' með valdið fer. Forsetinn er landkynnir. Hann kemur fram fyrir sína þjóð og oft við þýðingarmikil tækifæri og meðal þeirra manna, sem miklu þykir varða hvernig meta þjóðina. í þriðja lagi á svo forsetinn að vera sameiningartákn sinn- ar þjóðar. Þess vegna mega ekki vera deilur um hann í embætt- inu, þó að hann verði aldrei haf inn yfir alla gagnrýni. Verði nú forsetakosningar munu fáir treysta því, að þær verði bar- áttulausar. En verði blaðakosti þjóðarinnar beitt til undirbún- ings forsetakosningunum líkt og venjulegum kosningum til Alþingis eða bæjarstjórna, er næsta hætt við, að það verði ekki æsingalaust. Og þeir, sem kosningu tapa, eru þá líklegir til að vilja rétta hlut sinn næst og undirbúa það með því að túlka og auglýsa allt það, sem íorsetanum má virða til ámælis, jafnóðum og þeim þykir eitt- hvað falla til af því tagi. Þegar þessa er gætt, virðist mér næsta tvisýnt, að forseta- embættið í núverandi mynd sinni þoli almennar kosningar um forsetaefni. Þess vegna ættu áhrifamenn að leita samkomu- lags um forsetaefni. Náist það ekki, ættu blöðin að bindast samtökum um að láta kosning una sem afskiptaminnsta, nema menn vilji þurrka út þá tak- mörkuðu þýðingu, sem þetta em bætti getur haft. Okkar látni forseti var óvenju lega raunsær umbótamaður. Hann var glöggur á það, hvað var lífvænt, svo sem skipti hans af framfaramálum almennt á fyrri starfstíma hans hér inn- anlands votta. Sama raunsæi og umbótaþrá gerði hann heittrú- aðan á framtíð landbúnaðar- ins íslenzka á efri árum. Hann lét svo ummælt í opinberri kynn isferð síðasta haust, að ekkert starf þekkti hann jafn glæsi- lega heillandi fyrir unga menn sem landbúnaöinn, því að þar væri mest að vinna fyrir fram- tíð íslenzkrar þjóðar. Við bindindismenn munum það líka og metum og þökkum, að þegar forsetinn fór í opin- bera heimsókn um landið, mælti hann svo fyrir, að ekki skyldi hafa vín um hönd við móttöku hans. Það er fordæmi, sem ekki skal gleymast og fer vel á því, að hinn íslenzki þjóðhöfðingi beitir ekki hinu opinbera valdi í þjónustu og útbreiðslu drykkju siða og áfengisböls þar sem leið hans liggur um byggðir lands- ins vegna embættis sins. Það var gott að eiga Svein Björns- son til að skapa þá hefð.“ StarkaSur gamli hefir lokið máli sínu. Næsta dag mun ann- ar gestur, sem nefnir sig út- kjálkamann, ræða um þetta sama mál. Starkaður. Mcmitaskólinn (Framhald af 5. síðu) útbúnaði og skilyrðum til vaxtar, en gamla skólann sitja eftir í hinu gamla húsi með gamaldags útbúnaði og litlum eða engum skilyrðum til þróunar? Væntanlega. En hvar eru þá ástarjátningarn- ar til skólans, hinnar gömlu, virðulegu og sögufrægu stofn unar? Nú er það fjarri mér að mæla öfugt orð um hið gamla skólahús. Það hefir gegnt með sæmd hlutverki sinu um langan aldur, og vissulega hafa þeir menn, danskir og norskir, sem reistu það og smíðuðu, leyst verk sitt hið bezta af hendi. Hins er þó ekki að vænta, að þeir hafi séð fyrir allar þær kröf- ur, sem nú eru gerðar til skólahúsa, enda er það sann- ast að segja, aö húsið er ekki vel fallið tih skólahalds, allra sízt til frambúðar, nema gerð ar séu á því miklar breyting- ar, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir fleiri en 200 nem- endum. Nú eru þar meira en 470 nemendur. Með þökk fyrir birtinguna. Pálmi Hannesson '.VAV.V.W.V/AWiV.V.'.V.W.V.W.V.V.V.W.V.VV.V \ Reykvíkingar! Lítið í LoftleiHagluggaiui! ‘l Þar getur að líta sýnishorn af vinningum í £ happdrætti TÍMANS. — Komið, skoðið og kaupið miða.! > Dregið 1. marz. Happdrætti TÍMANS V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VA i’ Jörðin Kárastaðir o ;; í Svínavatnshreppi Húnavatnssýslu fæst til kaups. Umsækjendur sendi ákveðin tilboð fyrir 31. marz n. k. til eigandans Stein- gríms Jóhannessonar bðnda á Svínavatni. Áskriftarsími Tímans er 2323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.