Tíminn - 22.02.1952, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.02.1952, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, föstudaginn 22. febrúar 1952. 43. MaS. LEIKFÉIAG reykjavikur' —«-■ ■ ^IIN— ^ PÍ-PA-Kt (Söngur lútunnar) Sýning í kvöld kl. 8. Að- I göngumiðar seldir frá kl. 2 I ^ ^ ^iag^Sími^319 L| Alþjóðu smtjylara-\ hringurinn (To the End of Earth) | i Alveg sérstæð mynd, hlaðin I i ævintýralegum spenningi en I i um leið byggð á sönnum at- 1 i burðum úr viðureign alþjóða | i lögreglunnar við leynilega eit | ! urlyfjaframleiðendur og [ ! smyglara. i Dick Powell, Signe Hasso, 1 Maylia. | Sýnd kl. 5 og 9. 1 Bönnuð innan 12 ára. i Draumagyðjan tatiM ^ilí^ WÓDLEIKHÚSID Sýnd kl. 7. = M NÝJA B I 0| Bz*éf frá ókunnri kouu : Hin fagra og hugljúfa mynd i i eftir sögu Stefan Zweig, er i i nýlega kom út í ísl. þýðingu i i undir nafninu Bréf í stað | i rósa. 1 Joan Fontain, | Louis Jourdan. Sýnd kl. 5, 7 og 9. § iBÆJARBÍÓ) - HAFNARFIROI - i Tvífari fj]árhœttu-} spilarans (Hit Parade of 1951). i Skemmtileg og f jörug, ný, § ! amerísk dans- og söngva- i ; mynd. f John Carroll, f Marie McDonald. i I Firehouse five plus two- \ ! hljómsveitin og rumbahljóm f ! sveit Bobby Ramos leika. ] Sýnd kl. 7 og 9. I ! Sími 9184. i HAFNARBÍÓi Konungurinn shemmtir sér (A Royal Affair). Afbragðs fjörug, djörf og i i skemmtileg ný frönsk gaman ! i mynd. Aðalhlutverkið leikur ! i hinn vel þekkti og dáði,! i franski leikari og söngvari ! Maurice Chevalier. | — Enskir skýringartextar. — j Sýnd kl. 5, 7 og 9. (í z | „Sölumaður deyr 1 Sýning laugardag kl. 20,00. f Síðasta sinn. i i Sem yður þóhnast I eftic W. Shakespeare f I Sýning sunnudag kl. 20,00. f f Aðgöngumiðasalan er opin f f virka daga frá kl. 13,15 til 20. f í Sunnudaga kl. 11 til 20. Sími i 1 80000. f l LAFFIPANTANIR I MIÐASÖL i Austurbæjarbíó | Fýkur yfir hæðir j (Wuthering Heights) : Stórfengleg og afar vel leik- ! i in ný amerísk stórmynd,! j byggð á hinni þekktu skáld- j ! sögu eftir Emily Bronté. Sag j i an hefir komið út í ísl. þýð- ! í ingu. Laurence Olivier Merle Oberon íBönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. | Ctvarps viðgerðir | EadievinmestofaB I | VELTUSUNDI 1. i^Miiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Kulli og Palli með LITLA og STÓRA. 1 Sýnd fcí,. 5. f (tjarnarbíóI Shipstjóri, sem segir sex | (Captain China). j Afar spennandi ný amerísk f j mynd, er fjallar um svaðil- § j för á sjó og ótal ævintýri. | Aðalhlutverk: | Gail Russell, 1 John Payne. = Sýnd kl. 5, 7 og 9. f (gamla bíó| Ohhur svo hœr f (Our Very Own). ! | Hrífandi fögur og skemmti- j | leg Samuel Goldwyn-kvik- i f mynd, sem varð einhver vin ! f sælasta kvikmynd í Ameríku i f á fyrra ári. \ Aðalhlutverk: \ Ann Blyth, ! Farley Granger, i 1 Joan Evans. ! I w # Sýnd kl^ ^ 7 ^og 9.^ ^ ^ j |tripoli-bíó( = Óperan BAJAZZO (PAGLIACCI) 1 Ný, ítölsk stórmynd gerð eft- j f ir hinni heimsfrægu óperu j f „Pagliacci" eftir Leoncav- j f allo. Myndin hefir fengið j f framúrskarandi góða dóma, L f þar sem hún hefir verið sýnd. f | Aðalhlutverk: | Tito Gobbi, I Gina Lollobrigida, fegurðardrottning ítalíu, 1 Afro Poli, f i Pilippo Morucci. f f Hljómsveit og kór Rómar- í f óperunnar. — Allt söngelskt f 1 fólk verður að sjá þessa i 1 mynd. f Sýnd kl. 5, 7 og 9. íllillf |U III lílllllll III |||| IIIII lll 11111111III ll!lllj|||||||||||| lll Erlcnt yfirlit (Framhald af 5. siðu) ríkin hefðu efni á að gera þetta. Réttara væri að spyrja, hvort þau hefðu efni á að láta þetta ógert. Hann sagði, að það myndi hefna sín grimmilega, ef Banda ríkjamenn gættu ekki skyldu sinnar í þessum efnum og leggðu fram alla þá aðstoð, sem þeir gætu. Enn væri 1000 millj. manna vestan járntjaldsins, er byggi við hin ömurlegustu lífs kjör. Spurningin væri, hvort Bandaríkin vildu fá þessar millj ónir með sér eða á móti. Leh- man var mjög þungorður í garð þeirra, sem höfðu beitt sér gegn þessari hjálparstarfsemi. Um svipað leyti og afmælis- dagur Roosevelts var helgaður baráttunni fyrir umræddri hjálparstarfsemi, skipaði Tru- man nýjan yfirmann hennar. Valið féll á einn þekktasta og ötulasta fjármálamann Banda ríkjanna, Eric Johnston, er eitt sinn var formaður ameríska verzlunarráðsins. Val þetta hef- ir mælzt mjög vel fyrir og þyk- ir benda til, að þessi starfsemi verði mjög efld í náinni fram- tíð. Meðal Bandaríkjamanna og þó einkum yngri kynslóðarinn- ar er sagður sívaxandi áhugi fyr ir þessum málum. Þekktur blaða maður, David C. Williams, skrif ar nýlega frá Bandaríkjunum, að það sé að grípa um sig eins konar trúboðsáhugi í sambandi við þau. Fjöldi ungra manna búi sig undir það að fara til um ræddra landa af svipuðum á- huga og trúboðarnir áður, en ætlun þeirra sé þó ekki að boða trú, heldur að hjálpa fólkinu til að bæta lífskjör sín og kenna því hagnýt vionubrögð. Þessir ungu menn ætli að koma til umræddra þjóða sem samstarfs menn, en ekki yfirboðarar. Slík aðstoð sé talin eina rétta svarið við áróðri kommúnista og stríðshættunni. Mikils árang urs megi áreiðanlega af þessu vænta, því að þegar Banda- ríkjamenn ganga til einhvers verks af trú og áhuga, láta þeir lenda við meira en orðin ein, hvað, sem annars verður um þá sagt. KJELD VAAG: HETJAN ÓSIGRANDI 61. DAGUR Flóttam.stofnunin (Framhald af 3. síðu.) Norðurlöndunum fór með skipum IRO frá Kaupmanna höfn. Þessir flutningar venju- legra útflytjenda gengu svo vel, að hugmyndin um að halda IRO-flotanum við, kom fram. Hin nýmyndaða stjórn arnefnd, sem annast flutn- inga útflytjenda frá Evrópu, tekur nú við flotanum. Nefnd in er stofnuð að frumkvæði 16 ríkja, og hlutverk hennar er að að leysa þann vanda, sem skapast við það, að ibú- um Vestur-Evrópu fjölgar um eina milljón á ári framyfir það, sem löndin geta fram- fleytt af fólki. 400.000 flóttamenn urðu eftir, Menn munu nú spyrja — hversu marga flóttamenn hef ir IRO orðið að skilja eftir? J. Donald Kingsley, forstjóri flóttamannastofnunarinnar, telur að 400.000 flóttamenn séu enn í Evrópu. Helmingur þeirra hefir þegar samlagazt því þjóðfélagi, sem þeir búa í og afla sér framfæris við hlið borgara landsins sjálfs. Af þeim, sem eftir eru, þurfa um 100.000 á áframhaldandi aðstoð að halda, og IRO hefir þegar bent Allsherjarþingi S. Þ. á að þetta vandamál megi ekki vanrækja. Hér við bæt- ist, að flóttamannastraumur- inn heldur áfram. Á hverjum mánuði koma 1000—1500 nýir flóttamenn til Vestur-Evrópu og Tyrklands. „Það staðhæfi ég ekki, yðar kónglega mekt, en....“ „Gott, Valkendorf! Það er vilji vor, að Magnús Heinason fái ósk sína uppfyllta. og þú semur við hann um nánari skilyrði. Það ætti að ganga greitt.“ „Yðar kónglega mekt verður að hugsa um.... “ „Vér höfum hugsað um allt, Valkendorf, og þú hefir heyrt, hvað er vilji vor!“ hrópaði konungurinn, og nú var auðheyrt á röddinni, að hin ósveigjanlega þrjóska hans hafði yfirhönd- ina. Valkendorf hneigði sig svipbrigðalaust og renndi augunum til Magnúsar um leið og hann gekk út. Það augnaráð var ekki hýr- legt. En Magnús brosti ókvíðinn. SEXTÁNDI KAFLI. Lögmaðurinn á Norðurlandinu, hinn eðla Pétur Hansson, átti giæsilegt setur í suðurhluta Björgvinjar. Hann var hljóölátur maður og fáskiptinn og undi sér bezt heima. En skyldustörf hans höfðu oft meinað honum að njóta yndis viö arin heimilis- ins. Oft var hann fjarvistum mánuðum saman, og kona hans, húsfrú Margrét, dóttir hins ágæta Axels Gyntersberg frá Torgum, stjórnaði öllu af miklum myndugleika. Sveinar og þernur skulfu af ótta, er hin hvassa og reiðilega rödd hennar heyrðist, og eng- in yfirsjón var svo smávægileg, að hún hegndi ekki harðlega fyrir hana. Leifur gamli, bústjórinn, hafði þekkt frú Margréti frá því í bernsku á Torgum, og hann furðaði sig oft á þeirri breytingu, sem á henni hafði örðið síðustu tíu árin. Hver var ástæöan? Fiafði dauði móour hennar orkað svona á hana? Það voru senn tíu ár síðan hinn algóði guð kallaði frú Kristínu heim.... og eftir það hafði dóttirin smám saman breytzt í þóttafulla og harð- lynda konu, sem engu eiröi. Hún hafði verið undurfögur eins og guðs sannur engill, glaðlynd og hýr. En nú var hún föl og mögur, hræðilega ströng og viðskotaill. Nýkomnum þernum var sagt, að skuggi einhverrar sorgar hvíldi á frú Margréti, þvi að oft sat hún á lítilli hæð í garði sínum og starði út á voginn, döpur í bragði og hörð á brún. En þegar Leifur sagði slíkar sögur, stungu þernurnar nefjum saman. Leifur var meiri uglan, ef hann skyldi ekki, hvað þyngdi hjarta frúarinnar. Hvernig gat ung kona, sem gift var öðru eins dauðyfli og sila og lögmanninum, verið kát? Hin stranga frú var sjálfsagt blóðheit og þráði atkvæðamikinn elskhuga. Lögmaðurinn dugði illa til þess, sem þar þurfti við. Elsa Níelsdóttir, yngsta og laglegasta þernan, talaði um þetta af dýpstum skilningi. Einn af hinum ungu aðalssveinum í Björg- vinjarhúsi hafði nýlega svipt hana meydóminum — svo að hún gat sett sig í spor frú Margrétar. Auðvitað þurfti frúin að fá þróttmikinn og tillitslausan elskhuga — mann, er gat kveikt eld í barmi hennar og lífgað brosið á hinu fagra andliti. Ástin var bezta gjöfin, sem guð háfði fært hinum synduga heimi, sagði Elsa litla. Og margt fleira var sagt í vistarverum vinnufólksins. Þaö var undarlegt með dætur Axels Gyntersbergs: Hin eldri var gift slíkum dáðleysingja, en hin hvorki gift né trúlofuð, þótt hún væri á tuttugasta og fimmta ári. Hvers vegna hafði jómfrú Soffía ekki játazt einhverjum af hinum mörgu biðlum sínum? Jafnvel yngstu og lagleguStu þernurnar báru ekki á móti því, aö jómfrúin var mjög fálleg. — Það var ekki fríðari kona á öllu Vesturlandinu, enda var hún mjög öfunduð. Að vísu var hún duttlungafull, og aðalsþóttinn gekk stundum úr hófi fram, en samt gat hún verið vingjarnleg við hvern sem var, jafnvel hesta- sveinana. En þegar hún reiddist, var hún hræðileg, miklu verri en frú Margrét. Frú Margrét vissi ekki, hvað vinnufólkið sagði sín á milli. Hún stjórnaði því með harðri hendi, en gaf því ekki gaum að oðru leyti. Lengstum var hún í garði sínum eða dygnju, fjarri masi þernanna og ruddaskap sveinanna. Einn fagran dag árla sumars sat hún í garði sínum og horfði út yfir sjóinn. Það voru mörg skip í höfninni. Síðustu dagana hafði verið regn og þoka, en nú skein sólin á heiðum himni. Upp úr moldinni lagði ísúran eim, og alls staðar var friður og ró. Hún dró andann djúpt og renndi augunum út ýfir voginn. í meira en heila klukkustund sat hún á bekknum á hæðinni. Kugur hennar var yíðs fjarri. Allt í einu hrökk hún upp viö fótatak. Hún Ieit við, þung á svip. Augun þöndust út, og hún rak upp lágt óp. Hún varð náföl og fingurnir krepptust um bekk- brúnina. Góður guð — þetta var hann — hann! Allt sveif í þoku fyrir augum hennar, Nei, nei — það gat ekki verið. Árum saman hafði hún beðið guð þes, að hann bæri aldrei framar fyrir augu hennar. Hann staðnæmdist' skammt frá henni og heilsaöi henni brcs- andi. Hún sat kyrr, stirönuð og hreyfingarlaus, og staröi á hann, eins og hann væri afturganga. „Þú býður mig ekki velkominn, Margrét", sagði hann bros- andi. „Þú býður mér ekki sæti við hlið þína.“ „Hvers vegna ert þú hér, Magnús Heinason?" hvíslaði hún. Hann settist og svaraði léttur í máli: „Ég er kominn til þess að sjá þig, Mai-grét." „Hvers vegna? Ég vil ekki tala við þig, og ég bið þig að fara tafarlaust." „ Hann gerði sig ekki líklegan til þess. Hún reis upp í sæti sínu og mælti: „Farðu, Magnús Heinason. Þú ert ekki velkominn á þennan stað.“ „Þú ert enn jafn pgestrisin og fyrir tíu árum, Margrét. En ég ..verö. samt kyrr.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.