Tíminn - 26.02.1952, Blaðsíða 4
TtMI.NN, þriðjudaginn 26. febrúar 1952.
46. blaff.
Hjálmar VLlhjálmsson: Orðíö er frjálsf
Löggjafarvald - framkvæmdarvald
i.
Löggjafarvaldið er hjá Al-
þingi, framkvæmdarvaldið
hjá forsetanum, segir í tillög-
um fjórðungsþinganna um
nokkur meginatriði lýðveldis-
stjórnarskrár fyrir ísland.
Enn segir í tillögum þess-
um: Þegar brýna nauðsyn ber
til, og Alþingi situr ekki, geta
forsetar Alþingis eftir beiðni
forseta ríkisins sett bráða-
birgðalög. Ætíð skulu þau
iögð fyrir næsta Alþingi á
eftir.
Ekki er þess krafist í til-
iögum þessum, að forseti stað
festi lögin. Hins vegar er hon-
um áskilinn réttur til þess,
að tjá sig um lagafrumvarp,
áður en það hlýtur fullnað-
arafgreiðslu sem lög frá Al-
þingi. Umsögn forseta um
iögin bindur á engan hátt
hendur Alþingis. Þessi um-
sögn handhafa framkvæmd-
arvaldsins virðist geta verið
nauðsynleg, þar eð setningu
laga þarf jafnan að haga svo
aö lögin verði framkvæman-
ieg, en um slíkt atriði ætti
handhafa framkvæmdarvalds
ins að vera kunnast. í tillög-
unum er forseta áskilinn rétt
ur til að leggja lagafrumvarp
fyrir Alþingi, en Alþingi hef-
ir óbundnar hendur um af-
greiðslu þess eins óg annarra
lagafrumvarpa. Aftur á móti
er forseta skylt að leggja
frumvarp til fjárlaga fyrir
hvert reglulegt Alþingi og
skal hann hafa gert það eigi
síöar en einni viku eftir að
það kemur saman til fundar.
Um fjárlagafrumvarpið gild-
ir hið sama og um önnur
lagafrumvörp, að hendur
þingsins eru óbundnar um af-
greiðslu þess, en þó skal af-
greiðslu þess lokið, áður en
næsta fjárhagsár hefst. Ef
þetta bregst, segir í tillögltn-
um, að frumvarp forseta skuli
gilda sem fjárlög næsta fjár-
hagsár. Aðhald er hér skapað
báðum, Alþingi og forseta. —
Alþingi um það að vinna trú-
lega að setningu fjárlaga í
tíma, ella missir það réttinn
til íhlutunar um fjármál rík-
isins næsta fjárhagsár. For-
setanum um það, að vanda
fjárlagafrumvarpið sem bezt,
því ef svo ótrúlega færi, að
Alþingi hefði ekki samheldni
og samhug til þess að setja
fjárlögin, er forsetinn bund-
inn við frumvarp sitt næsta
fjárhagsár. Er honum þess
vegna nauðsyn að vanda frum
varpið sem bezt. í tillögunum
er loks gert ráð fyrir því, að
forsetinn geti látið ganga
þjóðaratkvæðagreiðslu um
lagasetningar. Þetta haggar
ekki gildi þeirra laga, sem
Alþingi setur, nema meiri
hluti atkvæða við slika þjóð-
aratkvæðagreiðslu felli lögin
úr gildi.
Ætlast er til, að forsetinn
myndi sjálfur ríkisstj órnina
án íhlutunar Alþingis. Heim-
ilt skal þó Alþingi, að sam-
þykkja rökstudda tillögu uni
vantraust á ríkisstjórnina.
Rétt virðist að áskilja forseta
stuttan frest, ekki lengri en
t. d. eina viku, til þess að
breyta ríkisstjórn sinni, ef
honum virðast rök mæla með
því, áður en slík tillaga kem-
ur til umræðu á Alþingi. Ef
slík vantrauststillaga verður
samþykkt, skeður tvennt: Al-
mennar kosningar skulu þá
fram fara til Alþingis. For-
setakosningar skulu þá og
fara fram og fer forsetinn þá
frá völdum, nema hann verði
endurkjörinn. Verði forsetinn
endurkjörinn má ekki bera
fram á Alþingi vantrausts-
tillögu á ríkisstjórnina næstu
tvö ár.
II.
Þessar tillögur fjórðungs-
þinganna hafa vakið tölu-
verða athygli og þeim hefir
yfirleitt verið mjög vel tekið.
Tillögurnar birtust fyrst fyr-
ir rúmum fjórum árum, eða
að loknum fundi fjórðungs-
þings Austfirðinga, sem hald-
inn var í Neskaupstað í sept-
ember 1947. Tillögur þessar
voru þar og þá samþykktar
sem umræðugrundvöllur um
stjórnarskrármálið. Næsta ár
á eftir féllst fjórðungssam-
band Norðlendinga á tillög-
urnar með nokkrum breyting
um þó. Á fulltrúaráði fjórð-
ungssambandanna, sem hald
inn var á Akureyri síðustu
dagana í ágúst s.l. var stjórn-
arskrármálið til umræðu.
Lýsti fulltrúafundur þessi því
yfir, að hann féllist í aðalat-
riðum á þær tillögur, um
nýja stjórnarskrá, sem út
hafa verið gefnar af Fjórð-
ungsþingi Austfirðinga og
Fj órðungssambandi Norð-
lendinga. Fund þenna sátu
fulltrúar frá Fjórðungsþingi
Austfirðinga, Fjórðungssam-
bandi Norðlendinga, Fjórð-
ungssambandi Vestfirðinga,
Héraðssambandi Vesturlands
og Fjórðungssambandi Sunn-
lendinga, tveir fulltrúar frá
hverju sambandi, eða sam-
tals 10 fulltrúar. Fulltrúi var
mættur frá Stjórnarskrárfé-
laginu í Reykjavík og hafði
hann sérstöðu í stjórnarskrár
málinu.
Þrátt fyrir þann almenna
áhuga, sem fram hefir kom-
ið víðsvegar um landið fyrir
breytingum á stjórnarskránni
í þá átt, sem tillögur þessar
marka, hafa stjórnmála-
flokkarnir í landinu ekki get-
að aðhyllzt þær enn sem kom
ið er. Afstaða þeirra til máls-
ins er yfirleitt fremur óljós,
svo jafnvel mætti ætla, að
þeir viti ekki hvað þeir vilja,
svo ótrúlegt sem það kann nú
að virðast.
Tillögurnar um skiptingu
ríkisvaldsins milli Alþingis og
forseta hafa sætt gagnrýni
úr ýmsum áttum .
í fyrsta lagi er því haldið
fram, að með tillögum þess-
um sé forseta fengið of mik-
ið vald. Hætta sé á því, að for
setinn verði einræðisherra ef
tillögurnar verði samþykktar.
í öðru lagi er sagt, að mjög
mikilvægt sé. að sama stefna
ríki í löggjöf Alþingis og í
ríkisstjórninni. Þetta mikil-
væga atriði verði bezt tryggt
með því, að Alþingi myndi
ríkisstjórnina eins og er.
í þriðja lagi er því haldið
frarn, að afnema beri með
öllu heimild Alþingis til þess
að koma fram með vantraust
á ríkisstjórnina. Jafnframt er
áherzla á það lögð, að að-
greina beri með öllu löggjaf-
arvaldið, sem Alþingi fari
með og framkvæmdarvaldið,
sem eigi að vera hjá forseta.
Skal nú vikið nokkuð að
hverju þessara atriða fyrir
sig. .
III.
Einræði mætti hugsa sér
með tvennum hætti. Með sam
þykki Alþingis og gegn vilja
Alþingis. Til þess að einræði
gæti komizt á með samþykki
Alþingis, byrfti einræðisherr-
ann að ná á sitt band meiri j
hluta Alþingis. Þar eð tillög-
ur fjóröungsþinganna gera;
ráð fyrir. að forsetinn fái um!
boð sitt beint frá þjóðinni, j
en sé ekki útnefndur af Al- |
þingi, eins og nú á sér stað j
um forsætisráöherra, veröur j
samband hans við Alþingi j
ekki eins náið og samband:
forsætisráðherra er nú við
þingið. Forsetinn yrði að vísu
sjálfstæðari gagnvart Alþingi,
en nú gerist um forsætisráð-
herra, en því má heldur ekki
gleyma, að Alþingi yrði óháð-
ara forsetanum en það nú er
forsætisráðherra, sem það
hefir útnefnt og ber því al-
veg sérstaka ábyrgð á. Vegna
þess að Alþingi yrði sjálf-
st.æðara gagnvart ríkisstjórn
inni en nú er, yrði einræðis-
, herranum torveldara að ná í
sínar hendur löggjafarvald-
inu en nú væri, en án þess er
einræði vart hugsanlegt. Ein-
ræðisherra þarf að hafa
hvort tveggja í sínum hönd-
um, löggjafarvald og fram-
kvæmdarvald. Það virðist í
raun og veru auðvelt fyrir
flokksforingja að koma nú á
einræði í landinu ef flokkur
hans á hreinan og nægilega
sterkan meirihluta á Alþingi.
Kosningafyrirkomulagið er
nú þannig, að flokksforingj-
ar og flokksstjórar hafa mjög
mikii áhrif á val þingmanna.
Af þessu leiðir, að þingmenn
eru nú yfirleitt mjög háðir
flokksforustunni. Hvað með
öðru auðveldar þetta mjög
leiðina til einræðis, ef vilji
væri fyrir hendi hjá umsvifa-
miklum flokksforingja. Sann-
leikurinn er sá, að hætta á
einræði forseta með valdi sam
kvæmt tillögunum, er minni j
en sú hætta, sem nú er fyrir j
hendi í þessu efni.
Þá er næst að athuga þáj
möguleika, sem fyrir hendi;
eru til þess að einræði verði í
komið á gegn vilja Alþingis.
Hætta á þessari tegund ein- 1
ræðis er mest, þegar öngþveiti
ríkir í löggjöf og framkvæmd.
Þegar ekki er hægt að mynda
ríkisstjórn eins og lög gera*
^ráð fyrir, horfir illa um allt
stjórnarfar. Aðkallandi vanda
1 mál fást þá ekki leyst á við-
unandi hátt og stefnuleysi og
óngþveiti halda innreið sína.
Því lengur, sem slíkt ástand
helzt, því vandlgystari verða
viðfangsefnin. Það er einmitt
við þessi skilyrði, sem hætt-
an er mest á einræðinu. Hin-
ar endurteknu stjórnarkrepp
ur, sem verið hafa hér á landi
á undanförnum árum, hafa
leitt til margvislegs ófarnað-
ar í öllum stjórnarháttum og
skapað erfiðleika, sem enn er
óvíst um að leystir verði á
viðunandi hátt. Þetta ástand
hefir sannfært fjölda manna
um það, að stj órnarformið sé
ekki lengur stjórnhæft. Þessi
skoðun er byggð á þeirri sann
færingu, að öngþveitið stafi
ekki fyrst og fremst af óhæf-
um stjórnmálamönnum, held
ur af óhæfu stjórnarformi,
sem verði að endurbæta. Til-
lögur f j órðungsþinganna
(Framh á 7. síðu).
Hér er kðminn Hinrfk Þórðar
son, Útverkum, og ætlar að á- |
varpa Brynjólf í Núpstúni nokkr
um orðum:
„Ekki má handvolka ungvið-
in“. Þá ertu nú aftur farinn að
rjátla um í baðstofunni, Bvynj- j
ólfur minn bóndason, eftir
meira en ársfjórðungs hvíld, og
búinn að kasta dularkápum
þeim er miður sómdu. Þó er hjal
þitt, sem fyrr, sjálfu sér nóg, |
og jafn þýðingar- og áhrifa- j
laust fyrir málefnið, sem þú
segist bera svo mjög fyrir,
brjósti. En friðunarmálin hafa |
nú tekið þann farveg, sem til j
bóta horfir, og þurfa því ekki j
umræðna af minni hálfu um1
sinn. Samt ætla ég aö spjalla
við þig stundarkorn, og er á- j
stæða annars vegar að gefa þér j
fáar leiöbeiningar, en hins veg
ar trú mín á þann sannleika, er í
merkur sveitungi þinn sagði j
eitt sinn, að sú umgengni væri i
særandi fyrir börn, að þykjast ’
ekki taka eítir þeim.
„Seinni villan betri hinni
fyrri.“ Það er greinilegt, að þér
er að fara fram í ritmennsku. I
Seinna hjalið er betra að því (
leyti, að þú viðurkennir, að þú
skiljir ekki allt. í þessari játn- j
ingu býr einn dýrmætasti eig- j
inleiki rnanna. Því sá, sem tel- (
ur sig ekki alvitran, hefir í sér
fólgin máttinn til að nema
meira. Hitt ætti engin maður
að reyna að útskýra það, sem
hann skiiur ekki. Það endar
alltaf á einn veg.
„Að lesa cg. skrifa list er góð.“
Mikilsvert er að lesa rétt, bæði
vegna lesarans sjálfs og þess,
er skráði. Annars brenglást
efnið eins og fyrirmyndin í hug
skoti klessumálara. Þú verður
umfram allt að bæta svo lestur
þinn og skilning, að þér hverfi
allar ofsjónir milli línanna.
Skrif þín eru líka þitt skilgetið
hugarfóstur, og verður ætt
þeirra aldrei rakin nema til
þín, og jafnframt eru þau auð-
kennd. En við sundurgreiningu
gildir einfalt grundvallarlög-
mál. Sama lögmálið, sem veld
ur því, að sá, sem einu sinni
hefir séð tittiingsegg, þekkir
þau aftur, jafnvel þótt þau séu
í arnarhreiðri.
„Ógurlegt svar! Þér hefði ver-
ið betra...Við skulum nú at-
huga eina setningu hjá þér. Þú
segir: „Hitt að leyfa hverjum,
sem hafa vill að drepa gæsina
þann tíma, sem hún gerir usla
hjá bændum, er næsta einkenni
leg hugmynd, og allt að því
brosleg“. Satt er það, að þessi
hugmynd þín er afar einkenni-
leg, en ekki er líklegt, að þú fáir
marga bændur til að brosa að
henni með þér. Þeir hafa frá
öndverðu getaö bannað alla
veiði á heimalandi sínu, aðra
en fárra meindýra, sem fé er
lagt til höfuðs, og er ótrúlegt,
að þeir gleddust við að missa
þann rétt. Finnst þér nú þessi
hugmynd þin brosleg, þegar þú
hugsar um hana í alvöru?
Finnst þér það broslegt, að
hver ótíndur flækingur geti eft
ir eigin geðþótta ráfað um bú-
jarðir bænda, og haft þar af
veiði eftir vild? Ef þér nú finnst
svo, að athuguðu máli, máttu
alls ekki segja frá því, og er
ástæðan sú, að þessi hugmynd
þín er að efni til í algerri mót-
sögn við allt það, sem þú hefir
áður haldið fram, og gerir það
að markleysu einni. En við
skulum vona, að þetta sé hugs-
anavilla hjá þér og er það afsak
anlegt. En ástæðan fyrir öllum
skrifum þínum getur líka ver-
ið önnur eða aðrar en sjálft mál
efnið. Það er svo margt, sem
brýzt í ungum huga. Þessi hug
mynd þín er aðeins lítið sýnis-
horn af því, hvernig ekki má
skrifa í alvöru.
Hinrik hefir ekki lokið máli
sinu, en hér verður að gera hlé
á til næsta dags. Mun hann
þá ljúka ræðu sinni.
Starkaður.
I-.V
AÐALFUNDUR
BARNAVERNDARFÉLAGS REYKJAVÍKUR
verður haldinn í Baöstofu iðnaðarmanna, fimmtudag-
inn 28. febrúar kl. 20,30.
FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarsiörf.
Stjórnin
I
.■.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v.v.w.v.v.v.^
Jarðarför
JÓNU JÓNSDÓTTUR
fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 28. febr.
kl. 3 e. h. — Kveðjuathöfn fer fram að Freyjugötu 42
kl. 2,30.
Ingigerður Þorvaldsdóttir.
Elín Melsted.
Páll B. Melsted.
Öllum þeim, sem heiðruðu minningu móður okkar og
tengdamóður
BJARNEYJAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
tjáðu okkur samúð sína og veittu aðstoð við andlát
hennar og jarðarför, vottum við okkar innilegustu
þakkir.
ísafirði, 25. febrúar 1952,
Fyrir hönd systkina og tengdafólks
Jón Á. Jóhannsson.